Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2003, Page 1

Skessuhorn - 27.02.2003, Page 1
Lenging netastopps fer illa í útvegsmenn við Breiðaf}örð Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi segir Olafur Rögnvaldsson formaður Utvegsmannafélags Snæfellsness „Það er óhætt að segja að þessi tíðindi valdi mönnum miklu hug- arangri og blóðþrýstingurinn hjá sumum sé í hámarki þessa stund- ina,“ segir Olafur Rögnvaldsson formaður Utvegsmannafélags Snæfellsness um tillögur Hafrann- sóknarstofnunar um netastopp til verndunar hrygningarfiski. 'I'illögur Haffannsóknarstofn- unar, sem kynntar voru á fundi út- vegsmanna á Snæfellsnesi í Grundarfirði á mánudag, gera ráð fyrir að páskastoppið verði lengt úr þremur vikum í sex. A síðasta ári voru netaveiðar bannaðar fr á 1. -21. apríl en í ár er gert ráð fyrir að bannið standi ffá 20. mars til 30. apríl. Fiskifræðingar segja á- stand þorskstofnsins alvarlegt og vilja þeir leggja áherslu á að vernda stórþorskinn.I því skyni er lagt til að til viðbótar lengingu netastoppsins verði stórriðin net bönnuð. Olafur segir framkomnar tilllögur koma mjög illa við þá sem stundi eingöngu netaveiðar, en tuttugu slíkir bátar eru gerðir út á Breiðafirði með 8-9 manna áhöfh hver.“Þessir menn hafa verið að bíða eftir marsmánuði sem er aðal- mánuðurinn í netaveiðum á þorski en síðan á allt í einu að kippa hon- um út að hluta. Þá hafa margir verið að viða að sér veiðarfærum sem þeir þurfa nú að henda til hliðar ef bann við stórriðnum net- um gengur eftir. Það er í raun ó- trúlegt að Hafró skuli bera þetta á borð mánuði áður en stoppið á að taka gildi. Það hefði horff öðru vísi við ef það hefði verið gert í haust. Eg hef hinsvegar ekki trú á að þetta komi tíl ffamkvæmda núna heldur taki ráðherrannan þannig á þessu að frekar verði gerðar ráð- stafanir fyrir næstu vertíð." Eins og kunnugt er þá er ffam- tíð skelveiða á Breiðafirði í algjöru uppnámi um þessar mundir og er það að vonum gríðarlegt áfall fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og Grundarfirði. I ljósi þess segir Ólafur að þessi nýjustu tíðindi séu enn verri fyrir vikið. „Sumir hafa sníið sér að þorskinum í kjölfar þessa hruns í skelfiskstofhinum og þá fá þeir þessar fféttír. Þetta er voðalega bagalegt en ég tel óffam- kvæmanlegt að gera þetta í vetur og vona að það gagi alls ekki eftír.“ Lenging netastoppsins hefur fyrst og ffemst áhrif á svæðið ffá Hornafirði til Stykkishólms og til viðbótar við fundinn í Grundar- firði komu útvegsmenn saman í Keflavík og í Vestmannaeyjum. Utvegsmenn á þessu svæði munu síðan leggja sameiginlegar tillögur fyrir ráðherra í vikunni um hvern- ig brugðist verði við kröfum Hafró. GE Maren Davíðsdóttir, jrá Ambjargmiæk í Þverárhltð, jarðfrœðinemi við Háskóla Islands hyggst upplýsa leyndardóma Snæ- fellsjökuls að hluta til með ómsjármælingum. Með þessatri tækni mælir hún þykkt íssins ájöklinum og kortleggur undirlag hans útfráþví. Þessi rannsókn er lokaverkefni Marenar í HI. Myndin er tekin ájöklinum í gærþegar Maren og aðstoð- annenn hennar voru að hefja mælingamar ájóklinum með aðstoð Tryggva Konráðssonar í Snjófelli. Mynd: GE Hervar í tíma bundið leyfi Hervar Gunnarsson, fyrrum formaður VLFA, hefur að ósk sitj- andi starfstjórnar farið í tíma- bundið launað leyfi frá störfum sínum sem framkvæmdarstjóri fé- lagsins. Að sögn Péturs Ottesen, einn þeirra þriggja sem mynda starfsstjórn, fór starfstjórnin fram á þetta við Hervar á fundi sem ffam fór í síðustu viku. Ennfrem- ur sagði Pétur að ákvörðunin hafi verið tekin í fullri sátt við Hervar, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Annars er það að ffétta af málum VLFA að þau bókhaldsgögn sem mestur styrr hefur staðið um voru í gær send til óháðs aðila í Reykjavík til endur- skoðunar. Reiknað er með að end- urskoðað bókhald verði tilbúið fyrir næsta aðalfund félagsins sem haldinn verður í maí næstkom- andi. HJH Fyrsta Á stjórnarfundi Viðskiptahá- skólans á Bifröst, sem haldinn var 15. febrúar síðastliðinn var Lilja Mósesdóttir, Dr.Phil ráðin í stöðu prófessors við skólann á grundvelli dómnefndarmats . Dr. Lilja Mósesdóttir er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors í viðskipta- og hag- fræði við íslenskan háskóla. Árið 1998 varði Lilja doktors- ritgerð sína við University of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST), konan Management School. Áður hafði Lilja lokið M.A. gráðu í hagfræði frá University of Sus- sex, Bretlandi og B.A.A. gráðu í viðskipta- og hagfræði frá Uni- versity of Iowa, Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur Lilja starf- að sem sérfræðingur og há- skólakennari hér á landi og í Svíþjóð og á Grænlandi. GE Foiaidakjötveisia í nsrBn Tilboðin hefjast fimmtudaginn 27. febrúar og gilda til 5. mars eða á meðan birgðir endast lifflil 9-19 virkadaga 10-19 laugardaga 12-19 sunnudaga UeríJ veiL omin \ helgarmatinn: Verö nú áður Fyrir bollu- og sprengidag: verð nú áðir Folaldalundir (úr kjötborði) 1199 kg. 1749 kg. Saltkjöt -sérvalið (úr kjötborði) 849 kg. 1168 kg. Folaldafile (úr kjötborði) 1098 kg. 1698 kg. Saltkjöt -blandað (úr kjötborði) 499 kg. 664 kg. Folaldabuff (úr kjötborði) 999 kg. 1298 kg. Beikon -búnt 30% afsláttur 1238 kg. Folaldagúllas (úr kjötborði) 889 kg. 1268 kg. Kötlugularbaunir 59,- 79,- Kötluvatnsdeigsbollumix 189,- Nýtt

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.