Skessuhorn - 27.02.2003, Side 5
^ssutiu^
FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 2003
5
Lesandi Skessuhorns, sem leii átti í Skógrœktini á Akranesi á dögunum, tók þessa mynd af kanínu sem heldur þar til.
Taldi hamr um gteludýr væri að ræöa þar sem hiín er mjög spök en líklega hefur einhver týnt henni eða hún hreinlega
skilin þama eftir. Bréfritari vildi einnig koma því á framfæri að gott væri ef einhver sem áhuga hefði á að eignast svona
gæltidýr tæki það til sín. Kantnur ent þekktir skaðvaldar í skógrækt þar sem í harðindum ráðast þær að rótum ttjánna og
naga þær með þeim afleiðingum að tréin drepast. IIJÍI
7^/l/tí/t/t-^
Framtíðarsýnin skýr
á Skaganum
Það hefur verið ánægjulegt
fyrir þá sem starfa í meiri-
hluta bæjarstjórnar á Akra-
nesi að sjá hversu vel hefur
tekist til á liðnum árum á öll-
um sviðum. Fólksfjölgun
hefur verið stöðug um fimm
ára skeið og í stækkandi bæ
hafa ný hverfi verið að byggj-
ast upp. Bylting hefur átt sér
stað í búsetuskilyrðum með
stórkostlegri lækkun orku-
kostnaðar heimila og at-
vinnulífs, sem nemur hátt á
annað hundrað milljónum
króna á ári. Mikil framþróun
hefur átt sér stað í þjónustu
við íbúana svo sem með ein-
setningu grunnskólanna,
metnaðrfullu leikskólastarfi,
öflugu íþrótta-, forvarnar-
og æskulýðsstarfi og annarri
félagslegri þjónustu. Allt
þetta hefur verið gert af þeim
memaði að til þess hefur ver-
ið tekið. Þetta viðhorf til
stöðu Akraness kemur glöggt
fram í könnun sem gerð var
um ýmsa þjónustuþætti bæj-
arins og viðhorf landsmanna
til bæjarfélagsins.
Sókn á öllum
vígstöðvum.
Það er meirihluta bæjar-
stjórnar og þeirra sem fyrir
hann starfa ánægjulegt að
finna jákvætt viðhorf samfé-
lagsins til þess sem gert er á
Akranesi og er það hvatning
til að halda áfram á sömu
framfarabraut. I samkomu-
lagi meirihlutans á Akranesi
er tekið á fjölda málefna sem
varða uppbyggingu á Akra-
nesi og þá framtíðarsýn sem
meirihluti kjósenda ákvað að
hafa að leiðarljósi við síðustu
kosningar. Auk þessa hefur
verið tekið í notkun skor-
kort, sem inniheldur tímasett
stefhumál og ffamtíðarmark-
mið meirihlutans. Þar má
m.a. sjá að meirihluti bæjar-
stjórnar mun fylgja áfram
sem hingað til ábyrgri fjár-
málastjórn, vinna ötullega að
skipulagsmálum, frekari
uppbyggingu leikskólans og
grunnskólans, vinna áfram
að fegrun bæjarins, gatna-
gerð og öðrum umhverfis-
málum. Á sviði atvinnumála
hefur Akranes, í samvinnu
við nágrannasveitarfélögin
stuðlað að uppbyggingu og
framþróun á Grundartanga
og eru rniklar vonir bundnar
við að sú vinna skili áfram ár-
angri. Þá er unnið að verk-
efnum um uppbyggingu í-
þróttaiðkunar á Akranesi,
málefnum aldraðra, safna-
málum, samgöngumálum og
fleiri málum sem gera samfé-
lagið á Akranesi enn
sterkara.
Umfjöllun
á villigötum
I ljósi þessarar góðu stöðu
eru það vonbrigði að í Fram-
taki, málgagni Sjálfstæðis-
flokksins á Akranesi, skuli
vera enn og aftur dregin upp
sú mynd af bæjarfélagi okkar
Akurnesinga að þar skorti
framtíðarsýn, fjármálastjórn
sé í ólestri, frágangi lóða sé
verulega ábótavant, meiri-
hluti bæjarstjórnar beiti
minnihlutann valdhroka,
lýðræðisþroski sé ekki mikill
og að núverandi kjörtímabil
fari í súginn. Ekki er að bú-
ast við að minnihluti bæjar-
stjórnar geri sér far um að
hæla störfum meirihlutans,
en af þessari upptalningu má
þó vera ljóst af hverju Sjálf-
stæðismenn eiga ekki sam-
leið með þeim sem vinna að
uppbyggingu í bænum af
einurð og samviskusemi.
Með slíkum málflutningi er
gert lítið úr verkum kjörinna
fulltrúa og starfsmanna bæj-
arins og dæma Sjálfstæðis-
menn sig þannig úr leik í
málefnalegri umræðu.
I nefndu blaði eru settar
fram skoðanir varðandi
orkumál þar sem meint van-
þekking meirihluta bæjar-
stjórnar er tíunduð. Við
undirritaðir höfúm unnið að
orkumálum á Akranesi um
áraraðir og berum fulla á-
byrgð á þeim miklu breyt-
ingum og farsælu málalykt-
um sem orðið hafa á þessu
sviði. Til þess að leiða það
mál til lykta og koma í farveg
sem til framtíðar á eftir að
verða öflug lyfristöng samfé-
lagsins þurfti ekki að sækja til
þeirra sem nú vilja þessa
Lilju kveðið hafa.
Sveinn Kristinsson, forseti
bæjarstjómar Akraness
Gísli Gíslason, bœjarstjóri á
Akranesi
Guðmundur Páll Jónsson,
formaður bæjarráðs Akraness
Meiraprófsnámskeið
• leigubifreið • vörubifreið • hópferðarbifreið • eftivagn
Borgnesingar, nágrannar!
Kynningafundur vegna námskeiðs til aukinna ökuréttinda,
sem halda á í Borgarnesi, verður haldinn sunnudaginn
2. mars kl 17.00 í húsi Verkalýðsfélags Borgarness.
Aukin réttindi = Auknir atvinnumöguleikar
Grípið þetta einstaka tœkifœri!
Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða
Upplýsingar í símum:
581 1919, 898 3810 og 892 4124
Sfmi 581 1919
ÖKUSKÓLI
II 111.11.1 l.liIÐlII
IflGUBIfRflÐ ■ UÖRUBIfRflÐ HÓPBIfRf10
Val á fyrírtæki
ársins á Akranesi ^
Atvinnumálanefnd Akraneskaupstabar auglýsir hér meb
eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um fyrirtceki
sem ab þeirra mati verbskulda ab vera útnefnd:
a) Fyrírtœki ársins b) Sprotafyrirtœki ársins
Eftir ab tilnefningar hafa borist mun dómnefnd heimsækja vibkomandi
fyrirtæki eba stofnanirog meta m.a. eftirfarandi þætti: Nýsköpun og
nýjungar í rekstri, abkomu og umhverfi, starfsmannamál, endurmenntun
og abbúnab, áhrif umsvifa fyrir bæjarfélagib, sveigjanleika, jafnréttis-
og fjölskyldustefnu, ímyndarsköpun, sýnileika og markabsmál,
stöbugleika og fjárhag.
Vib val á Sprotafyrirtæki ársins gilda abrir stablar enda gert ráb fyrir
ab í þeim flokki sé um ab ræba ung fyrirtæki. Þá verbur einkum metinn
vænleiki vibskiptahugmyndar, gildi nýjungarfyrir bæjarfélagib, frumleiki
og áræbni.
íbúar á Akranesi eru hér med hvattir til að senda okkur tiinefningar fyrir
10. mars n.k. Þœr sendist Markaös- og atvinnuskrifstofu
Akraneskaupstabar, merkar „Fyrirtceki ársins",
Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Einnig má senda tilnefningar í tölvupósti á netfangib info@akranes.is
A
Atvinnumálanefnd
Akraneskaupstabar
Auglýsing um starfsleyfi
Samkvæmt ákvæðum 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999
um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í
för með sér mengun, er hér með lýst eftir
athugasemdum við tillögur að breyttu starfsleyfi fyrir
starfsemi Laugafisks hf. að Breiðargötu 8 og
Vesturgötu 2, Akranesi. Um er að ræða stækkun á
heitloftsþurrkun á fiski hjá fyrirtækinu fyrir allt að
170 tonna vinnslu af hráefni á viku.
Starfsleyfistillögur liggja frammi á
bæjarskrifstofunum á Akranesi á skrifstofutíma, frá
1 28. febrúar til 28. mars 2003.
s Athugasemdum við tillögumar skal skila á skrifstofu
1 Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Borgarbraut 13,
310 Borgarnesi, í seinasta lagi 31. mars 2003 og
skulu þær vera skriflegar.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands