Skessuhorn - 27.02.2003, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 2003
Viðræður
umlækkun
gangagjalds
Sturla Böðvarsson sain-
gönguráðherra hefur sent
stjórn Spalar bréf þar sem
óskað er eftir viðræðum um
hugsanlega lækkun á
veggjaldi fyrir Hvalfjarðar-
göng. Að undanförnu hafa
sveitarfélög og fleiri aðilar
ályktað með lækkun eða
niðurfellingu gjalda og
skorað á samgönguráðherra
að beita sér fyrir því. Sturla
segir að uinferð um göngin
hafi verið meiri en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona
og því megi gera ráð fyrir
að tekjur hafi orðið töluvert
miklar. Hann telur að því sé
ástæða til að huga að lækk-
un kostnaðar þeirra sem
nota göngin.
Stjórn spalar hefur fjallað
um bréf ráðherra og lýst sig
reiðubúna til viðræðna um
hugsanlegar breytingar.
GE
Heiður Htillfreðsdóttir
Heiður í
öðru sæti
16 ára stúlka, Heiður
Hallfreðsdóttir, sem búsett
er á Kambshóli í Hvalfirði,
stóð sig vel í Islandsmeist-
arkeppninni í Freestyle sem
fram fór um síðustu helgi.
Danskeppnin er haldin ár-
lega í félagsmiðstöðinni
Tónabæ og nýtur mikilla
vinsælda hjá unglingum af
öllu landinu. Heiður keppti
í flokki 13-17 ára ásamt 21
öðrum keppendunt og gerði
hún sér lítið fyrir og lenti í
2.sæti.
Til gamans má geta þess
að Islandsmeistarinn kemur
frá Sauðárkróki og er þetta í
fyrsta skipti sem stelpur af
landsbyggðinni skipa l.og
2. sætið í einstak-
lingskeppninni, en í 3. sæti
varð svo sjálfur Reykjavík-
urmeistarinn.
HJH
Líkur á að stækkun álvers
Norðuráls hefjist í ár
Síðastliðinn þriðjudag sendi
landsvirkjun frá sér yfirlýsingu
þess eínis að fyrstu athuganir á
hagkvæmni breyttrar Norð-
lingaölduveitu, samkvæmt úr-
skurði Jóns Kristjánssonar, setts
umhverfisráðherra, væru já-
kvæðar. Þorsteinn Hilmarsson
upplýsingafulltrúi Landsvirkjun-
ar sagði í samtali við Skessuhorn
að í ljósi þess hafi verið tekin á-
kvörðun um að hefja nú þegar
samningaviðræður við Norðurál
um orkuöflun fyrir stækkað ál-
ver. Þá hefjast samhliða fram-
haldsviðræður við Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suður-
nesja sem munu standa að orku-
öflun fyrir álverið í samvinnu við
Landsvirkjun. Eftir að úrskurður
umhverfisráðherra varðandi
Norðlingaölduveitu lá fyrir var
ekki reiknað með ákvörðun frá
Landsvirkjun um hvort af fram-
kvæmdum yrði fyrr en í haust.
Þorsteinn segir ástæðu þess að á-
kvarðanatökunni var flýtt ekki
síst vera þá að menn vildu reyna
að dreifa fyrirhugðum stórfram-
kvæmdum ef þess væri kostur.
„Menn vildu einfaldlega forðast
að framkvæmdir vegna álvers í
Reyðarfirði, stækkunar Norður-
áls, virkjunarframkvæmdir í
Kárnúkum og Norðlingaöldu-
veitu yrðu allar í hámarki á sama
tíma,“ segir Þorsteinn.
Mikilvægur áfangi
„Þetta er mikilvægur áfangi
fyrir okkur en endanleg ákvörðun
um stækkun liggur samt sem áður
ekki fyrir,“ segir Ragnar Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
íjármálasviðs Norðuráls. „Næsta
skref hjá okkur er að leita eftir
íjármögnun fyrir stækkunina og
tryggja sölu á aukinni framleiðslu.
Þá verður samingurinn við
Landsvirkjun með þeim fyrirvara
að rannsóknir sem gerðar verða í
sumar vegna Norðlingaölduveitu
komi jákvætt út. Það er því nokk-
uð í að endanleg ákvörðun um
stækkun liggi fyrir en ef allt geng-
ur eftir gætu framkvæmdir hafist
eftir hálft ár,“ segir Ragnar.
Fyrirhuguð stækkun er úr 90
þúsund tonna ársframleiðslu í
180 þúsund tonn í einum áfanga
en gert er ráð fyrir að stækka ál-
verið í 240 þúsund tonn síðar. Þó
verður tekið tillit til þeirrar
stækkunar strax í þessum áfanga
þar sem byggðir verða tveir
kerskálar með samtals 150 þús-
und tonna framleiðslugetu.
Reiknað er með að við stækkun-
ina fjölgi ársverkum hjá Norður-
áli um 150. Gangi núverandi á-
form eftir ætti stækkað álver að
geta hafið starfsemi um áramótin
Framhaldsskóli á
Snæfellsnesi fær þróunarstyrk
Tómas Ingi Olrich, mennta-
málaráðherra, og Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra,
undirrituðu í síðustu viku sam-
komulag um átak í uppbyggingu
menntunar og menningar á
landsbyggðinni.
I fréttatilkynningu ráðuneyt-
anna segir m.a.;
„Skilgreind hafa verið verkefni
í samræmi við byggðaáætlun
2002-2005 þar sem lögð er á-
hersla á tengsl menntunar og
menningar við þróun atvinnulífs í
dreifðum byggðum".
„Upplýsingatækni verður
markvisst nýtt til að efla símennt-
un og starfsmenntun á lands-
byggðinni og stuðla að auknu
námsframboði á öllum skólastig-
um. Einnig verður unnið að því
að auka aðgengi að menningar-
efni ffá ólíkum landssvæðum."
Ráðuneytin munu til samans
leggja fram að lágmarki 100 millj.
kr. á ári í þrjú ár, eða 300 millj.
kr., í ýmis verkefhi.
A árinu 2003 hefur verið á-
kveðið að meðal verkefnanna
verði þróun framhaldsskóla á
Snæfellsnesi með tillititi til nýt-
ingar upplýsingatækni en ætlunin
er að hluti námsins við skólann
verði svokallað dreifnám. Þrettán
milljónum verður valið til verk-
efnisins. GE/Grundarfjörður. is
Óánægja með ráðsöfun hagnaðar af sölu ríkisfyrirtækja
Vestlendingar skildir eftir útundan
segir Asbjörn Ottarson forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar
Akvörðun ríkisstjórnarinnar
um að verja rúmum sex millj-
örðum króna til ýmissa fram-
kvæmda á næstu misserum var
til umræðu í bæjarráði Snæ-
fellsbæjar í síðustu viku. Þar
var eftirfarandi tilllaga sam-
þykkt:
„Bæjarráð Snæfellsbæjar
fagnar þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnar íslands að verja 6.300
milljónum til ýmissa vegafram-
kvæmda og byggingar menn-
ingarhúsa. Jafnframt harmar
bæjarráð Snæfellsbæjar að ekk-
ert af þessum miklu fjármun-
um skulu renna til neinna
verkefna á Vesturlandi (Vestur-
landskjördæmi) og með ólík-
indum að þegar verið er að
selja eignir allra landsmanna
og verja því fé til framkvæmda
að einn landshluti skuli ekki fá
að njóta einnar einustu krónu
af því fé.
Bæjarráð Snæfellsbæjar
skorar jafnframt á ríkisstjórn
Islands að auka við þetta fjár-
magn og veita til verkefna á
Vesturlandi."
Alveg rasandi
„Við erum alveg rasandi yfir
því að þetta skuli ekki fara í öll
kjördæmin og að Vestlending-
ar skuli einir skildir eftir út-
undan,“ sagði Ásbjörn Ottars-
son forseti bæjarstjórnar Snæ-
fellsbæjar í samtali við Skessu-
horn. „Þetta er ekki öfund af
okkar hálfu í garð þeirra sem fá
glaðninginn. Við samgleðj-
umst þeim að sjálfssögðu en
við skiljum ekki hvað veldur
því að einu kjördæmi sé gefið
langt nef. Hér er nóg af verk-
Asbjörn Óttarsson.
efnum sem bíða ekki síður en
annarsstaðar. Við höfum látið
þingmennina vita af okkar óá-
nægju en ekki fengið neinar
haldbærar skýringar. Við von-
umst hinsvegar til að menn átti
sig og geri eitthvað í málun-
um,“ segir Asbjörn.
GE
Akranes
Hald lagt
á fíkniefhi
Lögreglan á Akranesi
lagði á föstudagskvöld hald á
17 grömm af hassi og 1
gramm af amfetamíni.
Lögreglan hafði afskipti af
ungum manni við venju-
bundið eftirlit og fram-
kvæmdi leit í bifreið hans.
Við þá leit fannst lítilræði af
hassi. I framhaldi af því var
framkvæmd húsleit á heimili
hans og þar fundust efnin.
Maðurinn viðurkenndi við
yfirheyrslu að eiga efnin og
kvað þau til eigin neyslu.
Hann var látinn laus að yfir-
heyrslu lokinni þá um nótt-
ina. Maðurinn hefur áður
komið við sögu lögreglunn-
ar vegna fíkniefna. HJH
Starfshópur
um stefou
Dvalarheimil-
isins Höfða
Bæjarráð Akraness hefur
samþykkt að leggja til við
bæjarstjórn og sameignarað-
ila Dvalarheimilisins Höfða
að skipaður verði fimm
manna starfshópur sem leggi
fram tillögu að stefhu varð-
andi rekstur dvalarheimilis-
ins og þá þjónustu sem Höfði
á að veita öldruðum. Þrír
fulltrúar verði tilnefiidir af
bæjarstjórn, einn frá hrepp-
unum sumtan Skarðsheiðar
og einn af stjórn Höfða
Starfshópurinn mun fjalla
m.a. uin eftirfarandi þætti:
Rekstur Dvalarheimilisins
Höfða, umfang hans, þjón-
ustustig og skipulag.
Samstarf Höfða og Sjúkra-
húss og heilsugæslustöðvar
Akraness varðandi þjónustu-
þætti og yfirstjórn. Stefnu
dvalarheimilisins varðandi
þjónustu við aldraða á heim-
ilinu. Steftiu dvalarheimilis-
ins varðandi þjónustu við
aldraða sem búa utan heimil-
isins og tengsl þess við þjón-
ustu Akraneskaupstaðar við
aldraða. Valkosti varðandi
íbúðir fyrir aldraða í ná-
grenni Höfða og þjónustu
dvalarheimilisins við þá íbúa
sem þar búa.
I vinnu sinni mun starfs-
hópurinn leita upplýsinga og
samráðs sem víðast s.s. hjá
Félagi eldri borgara (FEB-
AN), Húseigendafélagi
Höfðagrundar, starfsfólki
Höfða, félagsþjónustunni á
Akranesi og heilsugæslunni
GE/Akranes.is