Skessuhorn - 27.02.2003, Side 6
6
FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 2003
L>ni:Hunu>.
/
Oþolinmóð og ákveðin
Næstkomandi föstudag verður
frumsýnt í Borgarnesi leikritið Þrek
og Tár eftir Olaf Hauk Símonarson í
leikstjórn Skúla Gautasonar. Sýnt
verður í Engjaásleikhúsinu svokall-
aða en það er 4000 fermetra atvinnu-
húsnæði sem stendur autt um þessar
mundir, en Búnaðarbankinn hefur
lánað leikdeild Skallagríms undir
þessa uppfærslu. Fjölmargir koma að
sýningunni með einum eða öðrum hætti en einna mest mæðir
þó á þeim Aslaugu Júlíusdóttur og Axel Vatnsdal en þau eru
bæði í stjórn leikdeildarinnar og hafa þurft að sjá urn hinar fjöl-
breyttustu „reddingar“ en Aslaug leikur auk þess eitt hlutverk-
anna í sýningunni. Hún er gestur Skráargatsins þessa vikuna.
Nafn: Aslaugjúlíusdóttir.
Fœðingadagur og ár: 23. maí 1972.
Staif: Þjónustufidltrúi hjá Landflutningum - Samskipum.
Fjölskylduhagir: Sambiíð.
Hvemig híl áttu: Toyota Touring árg. 1992.
Uppáhalds matur: Er rosalega mikiðjýrir allskonar grillmat.
Uppáhalds drykkur: Kók er alltaf gott.
Uppáhalds sjónvarpsefni: lslenskt efni og svo erfinnst mér gam-
an að Survivor þáttunum.
Uppáhalds sjónvarpsmaður: Guðrún Gunnarsdóttir og Gísli
Marteinn.
Uppáhalds leikari innlendur: Margir góðir, Jón Gnarr er
náttúndega alger snilld.
Uppáhalds leikari erlendur: Hugh Grant er góður.
Besta híómyndin: Islenskar myndir eins og Hafið frábær) og
Maður eins og ég er mjög skemmtileg.
Uppáhalds íþróttamaður: Engin sérstakur.
Uppáhalds íþróttafélag: Skallagrímur / Kveldúlfiir.
Uppáhalds stjórnmálamaður: Ingibjörg Sólrún kemur sterk þar
inn.
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Páll Rósinkrans og
auðvitað Aki Hansen, hann erflottur.
Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Engin sérstakur.
Uppáhalds rithöfundur: Passa á það, ég les ekki mikið.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórninni: Andvíg.
Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika og einlægni
Hvaðfer mest í taugarnar á þér ífari annarra: Þegarfólk
lítur niður á aðra , ég þoli t.d ekki snobb.
Hverþinn helsti kostur: Akveðni ogheiðarleiki.
Hver er þinn helsti ókostur: Oþolimnæði.
Hvemig hafa œfingar gengið: Þær hafa gengið fínt.
Hefiir eitthvað skondið komið fyrir á æfingum á verkinu: Já
já það gerist alltaf eitthvað skondið, höldum því innan hópsins.
Er kominn spenningur í fólk fyrir frumsýninguna: Orugg-
lega hjá flestum, hvað mig varðarþá hefur ekki verið mikill tími
til að hugsa um það, en það á örugglega eftir að koma hnútur í
magann, annað fyndist mér óeðlilegt.
Hvað verða margar sýningar: Sjáum til hvemig aðsókrnn
verður, vonandi bara nógu margar.
Emfleiri verkefiii á dagskránni hjá Leikdeild Skallagríms:
Við eigum ýmislegt ípokahorninu, en klárum þetta verkefni jýrst
með stæl áður enfarið verður að hugsa um það.
Eitthvað að lokum: Eg vil endilega hvetja fólk til að koma ogsjá
þessa sýningu. Við erum tilbúin til að skemmta þér áhotfandi góð-
ur með leik, söng og dansi.
Síðan vil ég þakka þessum hóp sem hefur unnið að þessu hörðum
höndum sl. 7 vikur til að gera þetta að veruleika. Þetta gerist ekki
nema með mikilli vinnu og fóm. Þið eruð frábær.
Skoðið vef leikdeildar
umf. Skallagríms á
www.skallagrimur.is
Magmís Guðinundsson
Upplýsinga-
hraðbrautin
til Akraness
Á blaðamannafundi sem
Orkuveita Reykjavíkur hélt
þann 18. febrúar 2003 var
upplýst að fyrirtækið hefur
lagt til að framkvæmdum
fyrir urn 1200 til 1700 millj-
ónir króna verði flýtt þannig
að meginþungi þeirra verði á
árunum 2003 og 2004 í stað
2005 og 2006. Um er að
ræða undirbúning að stækk-
un varmavers á Nesjavöllum,
ýmis verkefni í dreifikerfi,
vatnsbólum og borholum,
lagningu ljósleiðaranets til
Akraness og gróðursetningar
og frágangsverkefni. Einnig
kom fram að mörg störf, sem
af þessu, skapast verði ætluð
ungmennum og skólafólki
m.a. á Akranesi.
Það sem er merkilegt við
þessa tillögu er að fyrirhugað
er að flýta útbreiðslu á ljós-
leiðaraneti Orkuveitunnar til
Akraness, en það er fram-
kvæmd upp á um 50 milljón-
ir króna. Þarna sannast enn
einu sinni hve góð ákvörðun
það var fyrir íbúa Akraness
að Akranesveita var samein-
uð Orkuveitu Reykjavíkur,
en það hefur meðal annars
leitt til þess að orkuverð hef-
ur lækkað uin allt að 30% í
bæjarfélaginu. Vegna á-
kvörðunar stjórnar Orku-
veitunnar um að flýta fyrr-
greindum verkefnum sam-
þykkti atvinnumálanefnd
Akraness eftirfarandi bókun
þann 19. febrúar 2003:
„Atvinnumálanefnd Akra-
neskaupstaðar fagnar þeirri
ákvörðun stjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur að flýta fram-
kvæmdum við lagningu ljós-
leiðaranets til Akraness. Slík
framför á tæknisviðinu mun
vafalaust hafa jákvæð og
hvetjandi áhrif á fyrirtæki og
stofnanir á Akranesi og
stuðla að nýsköpun og bætt-
um rekstrarskilyrðum at-
vinnulífsins á staðnum.
Einnig fagnar nefndin aukn-
um útgjöldum til verkefna er
tengjast gróðursetningu og
frágangsverkefnum á starfs-
svæði Orkuveitunnar.“
Þetta er stórfrétt fyrir alla
sem búa á Akranesi, því þessi
framkvæmd inun hafa mikil
áhrif á möguleika íbúa bæjar-
félagsins til að tengjast upp-
lýsingaveitum og verða mik-
ilvæg fýrir fyrirtæki sem eru
á Akranesi eða vilja flytja
þangað. Möguleikar munu
opnast til að koma á full-
komnu fjarskiptakerfi sem
verður stafrænt með mögu-
leikum á myndlyklum fyrir
sjónvarp auk mjög öflugra
tölvutenginga, útvarps og
talsíma.
Gert er ráð fyrir að á
næstu árum muni allt að
80% heimila í landinu tengj-
ast ljósleiðara og nú þegar er
gert er ráð fýrir að Ijósleiðari
sé lagður inn í öll ný hverfi á-
samt hverfum þar sem lagnir
eru endurnýjaðar. Sveitar-
stjórnarmenn eiga ekki að
sitja hjá í umræðum um
framfaramál eins og hér er á
ferðinni. I málefnasamning
núverandi meirhluti bæjar-
stjórnar Akraness segir með-
al annars:
„Stuðlað verði að því í
samvinnu við þau þjónustu-
fyrirtæki sem við á að breið-
bandsvæða öll fyrirtæki og
heimili á Akranesi.“
Af þessu má sjá að
merihlutinn í bæjarstjórn
Akranes hefur skýra framtíð-
arsýn og beitir áhrifum sín-
um m.a. í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur til þess að
hrinda henni í framkvæmd.
Akranesi 20. febrúar 2003.
Magnús Guðmundsson
bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins
á Akranesi
II
DOrgara unaur
Borgarafundur
kl 20:30 í Félagsbœ,
Borgarnesi
Framfarafélag Borgarbyggðar stendur
fyrir almennum borgarafundi um hlutverk
og framtíð félagsins.
Allir sem áhuga hafa áframtíð Borgarbyggðar
eru hvattir til að mœta.
Stjórnin