Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2003, Qupperneq 8

Skessuhorn - 27.02.2003, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 2003 ^■uissunu^ T^e/t/u/i/u^ Að selja undan sér Einhvern veginn hefur mér fundist það vera það versta sem fyrir mig gæti komið, ef ég þyrfti að selja undan mér. Eg hef því láni átt að fagna gegnum árin að eiga gott með svefh, en það er orðið öðru nær síðustu daga. Nú ligg ég andvaka nótt eftir nótt af á- hyggjum yfir því hvort Borg- arbyggð ætli að selja allt undan sér sem hægt sé að selja og jafnvel ofan af sér líka. Þegar maður liggur andvaka er fátt betra en að taka sér penna í hönd og skrifa um á- hyggjurnar sem halda manni vakandi. Tilefni þessara skrifa eru á- form stjórnvalda í Borgar- byggð um að selja jarðir í eigu sveitarfélagsins. Þegar Álfta- neshreppur sameinaðist Borg- arbyggð 1998 var ég í hrepps- nefnd í áðurnefhdum hreppi. Álftaneshreppur átti þá jarð- irnar Álftárós, Syðri-FIraun- dal, fjalllendi Ytri-Hraundals, hálfa Grenja, helming í Árbæ og helming í Hvítsstöðum. Fyrir sameiningu var mikið rætt um það innan hrepps- nefndarinnar, hvort stinga ætti undan jörðum eða jarðarhlut- um og stofna eignarhaldsfélag utan um þá, svo sem sum önn- ur sveitarfélög gerðu. Ég og fleiri vorum þeirrrar skoðunar, að annaðhvort sameinuðumst við af heilum hug og allt sem hreppurinn ætti fylgdi með. Nú horfði ég fullur bjartsýni til stærra sveitarfélags, sem stæði öruggan vörð um þessar gersemar okkar sem og aðrar innan sveitarfélagsins. Þannig er til háttað, að Alft- hreppingar nýta fjalllendi Grenja, Syðri - Hraundals og Ytri- Hraundals sem afrétt og liggur fjallgirðingin neðan við múlana, þ.e. Hraundals- Grímstaða- og Grenjamúla. Álfthreppingar eiga stóran af- rétt, en hér hefur fé fækkað sem og annars staðar og þeim bændum einnig sem eiga féð. Aðgengið að afréttinum er í gegnum áðurnefnd eignarlönd okkar, þess vegna megum við ekki misssa þau fyrir nokkurn mun. Ef eignarlöng okkar yrðu seld, yrði að færa afréttargirð- inguna innfyrir fjaliluisið okk- ar, þ.e.a.s. yfir Sandvatnsnes, Vatnshlíð, um Álftárskörð í Grjótárvatn, sem sé urn fjöll og firnindi. Algerlega ógirð- andi land, þannig að sé fyrir mér að girða þyrfti á ári hverju, auk þess værið opið með Langá frá Grenum og að Langavatni, eins frá Grjótár- vatni og yfir í Ytri-Hraundal. Hér er um stórframkvæmd að ræða og að sama skapi mjög dýra. Vegurinn að fjallhúsi okkar, er jeppaslóði, með bröttum brekkum og kröppum beygj- um, þess vegna væri nauðsyn- legt að ráðast í fjárfrekar vega- framkvæmir til að hægt væri að komast með fjárvagna inn í afréttinn. Núna keyrum við féð bara innfyrir fjallgirðinguna neðan múlanna, og síðan fer féð sjálft lengra inneftir afréttinum þeg- ar gróður og aðstæður leyfa. Það er sem sagt engin tilvilj- un að Álftaneshreppurinn gamli eignaðist þessi lönd. Mig langar að minnast á hlut Jóhannesar M. Þórðarsonar í Krossnesi í þessum efnum, því hann er verulegur og er á eng- an hallað þó ég nefni hann. Jó- hannes Magnús var oddviti Alftaneshrepps er hlutur Grenja, Arbæjar og Hvítsstaða var keyptur. Tel ég hann hafa sýnt fádæma kjark og bjartsýni fyrir hönd hreppsbúa. Það eru engin ný sannindi að sveitarfé- lög séu févana. Alftaneshrepp- ur var févana á þessum árum þegar jarðirnar voru keyptar. En með sameiginlegu átaki tókst hreppsbúum að eignast þær, því öllum var ljóst mikil- vægi þessara jarða fyrir okkur Álffhreppinga. Rök stjórnar Borgarbyggðar fyrir sölu jarð- anna nú, heyrast mér vera peningaleysi og áhugi hugsan- legra kaupenda á þessu landi. Vil ég meina að stjórn Borg- arbyggðar sýni vonleysi og kjarkleysi að ætla að selja eign- ir undan sér, sem ég vel að kalla svo. Eg ólst upp við það að þeg- ar illa áraði þá varð maður að láta eitthvað á móti sér, en ekki að rjúka til og selja allt undan sér sem hægt væri að selja. Því legg ég það til að á meðan illa árar hjá Borgarbyggð, verði að skerða einhverja þjónustu tímabundið og hægja á nýjum framkvæmdum meðan ástand- ið er svona slæmt. Því segi ég þvert nei við því að selja eignarlönd sem eru nýtt sem afréttur og eins við því að selja hlunnindi sem gefa sveitarsjóði tekjur ár hvert. Eins má ég ekki til þess hugsa að náttúruperlan Langá, Hálfdán Helgasib verði í meirihuta eigu aðila utan sveitarfélagsins. Borgarbyggð á veruleg hlunnindi í Langá. þ.e.a.s fyrir landi Grenja og Hvítsstaða. Fastur tekjustofn afréttarmála í Alftaneshreppi eru tekjur af hlunnindum af eignarhluta í Grenjum. Ef eignarlönd innan fjallgirðingar og eignarhlutur í Grenjum verða seldir, þá sé ég það fyrir mér að sauðfjárbú- skapur í Alftaneshreppi hinum gamla, leggst af. Kannski er það stefna eða vilji stjórnvalda í Borgarbyggð, eða hvað??? Gangi vilji stjórnvalda eftir um sölu þessara jarða, krefst ég þess að Skallagrímsgarður- inn í Borgarnesi verði seldur líka. Það eru örugglega ein- hverjir sem vildu kaupa og byggja hús á svo skjólgóðum stað með alla íþróttaaðstöðu við hendina. Eignarlönd Borgarbyggðar í Álftaneshreppnum gamla, eru mér og mínu fólki, meira virði en garðurinn, en því er nátt- úrulega öfugt farið með Borg- nesinga og er það skiljanlegt. Skoðið þá hug annarra til nátt- úrunnar og þörfina á nýtingu hennar. Því eigum við að sameinast hér í Borgarbyggð um að standa vörð um þessi Iönd, nýta þau og njóta, okkur öllum til hagsbóta og ánægju. Skora ég á stjórnendur Borgarbyggðar að kynna sér vel hvað hér um ræðir, því þar held ég að vanti eitthvað uppá að stjórnendur séu nægilega vel upplýstir um mikilvægi þess að selja ekki eignarhlut sinn í áðurnefndum jörðum í Álftaneshreppi. í kvæði Guðmundar Böðv- arssonar frá Kirkjubóli í Hvít- ársíðu, „Fylgd“, í 4.,5 og 6. er- indi, segir skáldið allt sem segja þarf á svona stundu. Glitrar grund og vangur, Glóir sund og drangur Litli ferðalangur Láttu vakna nú Þtna tryggð og trú. -Lind í lautu streymir, lyng á heiði dreymir, - þetta land átt þú. Hér bjó afi og amma eins ogpabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, -stundum þröngan stig. En þií átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig. Ef að illar vættir inn um. myrkragættir Bjóða svikasættir, svo sem löngum ber við í heimi hér, þá er ei þörf að velja: Þú skalt aldrei selja það úr hendi þér. Skrifað að nóttu til í Háhóli 21. febrúar 2003. Hálfdán Helgason, Háhóli Formaður afréttamefndar Alftaneshrepps Norðurál stækkar Eftir úrskurð Jóns Kristjáns- sonar, setts umhverfisráð- herra, sem heimilar fram- kvæmdir við Norðlingaöldu- veitu hefur skapast grundvöll- ur fyrir stækkun álvers Norð- uráls á Grundartanga. Nú liggur fyrir að Landsvirkjun telur þessa framkvæmd hag- kvæma og ætlar að ráðast í hana, þar með fær Norðurál þá raforku sem þarf til álfram- leiðslu í stækkuðu álveri. Þessi niðurstaða er ánægjuefni og skiptir miklu máli fyrir at- vinnulíf og búsetuþróun á Vesturlandi. Ekki er síst mik- ilvægt að niðurstöður liggi fyr- ir nú, vegna þeirrar þróunar sem verið hefur á vinnumark- aði. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir við stækkun Norðuráls geti hafist innan sex mánaða og eru það góðar fréttir, þar sem vart hefur orð- ið við aukið atvinnuleysi að undanförnu. Framgangur málsins hefur verið í nokkurri óvissu undanfarin misseri en nú liggja fyrir mikilvægar á- kvarðanir og niðurstöður. Þrátt fyrir að stækkun Norð- uráls verði að veruleika síðar en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, þá er aðalatriðið það að málið er nú nánast í höfh. Ráðherrar Framsóknarflokks- ins hafa verið gagnrýndir fyrir að málið hafi dregist á langinn, en öllum má Ijóst vera að við höfum unnið að þessu máli að fullurn heilinduin með það að markmiði að ljúka því. Flókin ferli vegna mats á umhverfisá- hrifum, það að Þjórsárverin eru eitt helgasta svæði landsins út frá náttúruverndarsjónar- miðum ásamt mörgum óvissu- þáttum sem uppi hafa verið á vinnsluferli málsins hefur dregið niðurstöður á langinn, en á því eru eðlilegar skýring- ar. Fyrir okkur Framsóknar- menn er þessi staðreynd sér- stakt ánægjuefhi, allt frá því fyrst komu fram hugmyndir um byggingu álvers Norðuráls á Grundartanga hafa Fram- sóknarmenn unnið að heilind- um að því að uppbygging þessa mikilvæga fyrirtækis yrði að veruleika. Rétt er að rifja upp að á þeim tíma þegar undirbúningur byggingar ál- versins stóð yfir sætti Fram- Magnáts Stefánsson sóknarflokkurinn miklum and- byr af hálfu þeirra sem börðust gegn álverinu vegna umhverf- issjónarmiða, en okkur féllust ekki hendur heldur var mark- visst unnið að því að ná málinu í höfn. Reynslan af starfsemi Norðuráls er mjög góð, fyrir- tækið er til fyrirmyndar og það hefur skipt miklu máli fyrir Vesturland og þjóðarbúið í heild. Orkuffamleiðsla með Norð- lingaölduveitu og nýting orkunnar til álframleiðslu hjá Norðuráli er dæmi um at- vinnustefnu Framsóknar- flokksins. Um er að ræða nýt- ingu orkuauðlindar að teknu tilliti til náttúruverndarsjónar- miða og uppbyggingu á at- vinnustarfsemi til aukinna þjóðartekna. Avinningurinn er sá að fleiri fá atvinnu, út- flutningstekjur aukast og þjóð- arbúið styrkist. Með auknum tekjum skapast meiri mögu- leikar á að efla velferðarkerfið, verja auknum fjármunum til ýmissa verkefna sem fólkið kallar eftir og svigrúm til skattalækkana eykst. Staða mála varðandi byggingu Norðlingaölduveitu og stækk- un Norðuráls er því mikið fagnaðarefni fyrir þjóðina alla. Magmis Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.