Fréttablaðið - 05.09.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 6 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
9 780201 379624
Þó hefur verslun með notuð föt aukist bæði hér heima
og erlendis og sífellt fleiri eru tilbúnir til þess að kaupa
notað. Viðhorf til notaðs fatnaðar hefur breyst hratt
og neytendur hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
➛ 10
*samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur innflutningur á fötum, utan skófatnaðar, farið úr 3.250 tonnum árið 2014 í 4.890 tonn árið 2018.
Combo
tilboð
349
kr/stk
Flóridana heilsusafi 33 cl og Foccacia
Opnum snemma
lokum seint
SAMFÉLAG Eftir að Ólafur Þ. Harð-
arson stjórnmálafræðiprófessor
eignaðist fánastöng í sumar fór
hann að flagga hinum ýmsu fánum
við heimili sitt í Barmahlíðinni,
hvenær sem tilefni gafst. „Nágrönn-
unum finnst þetta skemmtilegt og
eru farnir að líta á þetta sem get-
raun dagsins,“ segir Ólafur sem er
gamall skáti. Ólafur á um 50 fána
og er hvergi nærri hættur að safna.
Enn hefur enginn
ringlaður ferða-
maður bankað
upp á og haldið
að Barmahlíðin
v æ r i r æ ð i s -
mannsskrifstofa
eða sendi-
ráð. – khg
/ sjá síðu
2
Ólafur flaggar
við öll tilefni
BRETLAND Tillaga Boris Johnson,
forsætisráðherra um kosningar
þann 15. október fékk ekki brautar-
gengi. Tvo þriðju þingheims þurfti
til en aðeins 298 af 650 þingmönn-
um studdu tillöguna. Tæplega helm-
ingur kaus ekki.
Hiti var í þingmönnum og harð-
orð lygabrigsl gengu manna á milli.
Þingforseti þurfti margoft að stilla
til friðar og hvetja þá til að hafa
hemil á orðum sínum. Vakti ræða
Kenneths Clarke, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, athygli en hann
var sérstaklega harðorður í garð
Johnsons. – khg / sjá síðu 6
Felldu tillögu
um kosningar
Boris Johnson tapaði aftur í breska
þinginu. NORDICPHOTOS/GETTY
UTANRÍKISMÁL Katrín Jakobsdóttir
ræddi málefni hinsegin fólks og
loftslagsmál við Mike Pence, vara-
forseta Bandaríkjanna, áður en
hann fór af landi brott eftir heim-
sókn hér á landi í gær. Sjálfur
lýsti hinn erlendi gestur mestum
áhyggjum af umsvifum bæði Kín-
verja og Rússa á norðurslóðum.
Mikill viðbúnaður var í Reykja-
vík í gær vegna heimsóknar Pence.
Öryggisgæsla var gríðarleg en
einstaklingar, fyrirtæki og stofn-
anir létu sitt ekki eftir liggja við
að koma pólitískum viðhorfum
Íslendinga um fjölbreytileika á
framfæri við hinn íhaldssama
varaforseta. – og /sjá síðu 6
Fjölbreytileiki í
aðalhlutverki
Katrín Jakobsdóttir og Mike Pence.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
STJÓRNMÁL Gera þarf breytingar í
forystu Sjálfstæðisflokksins fari svo
að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
þingmaður flokksins, verði skipuð
dómsmálaráðherra. Áslaug hefur
verið ritari Sjálfstæðisflokksins frá
2015 en samkvæmt reglum flokks-
ins getur sitjandi ráðherra ekki
gegnt stöðu ritara flokksins. Boðað
hefur verið til ríkisráðsfundar kl. 16
á morgun þar sem nýr dómsmála-
ráðherra verður skipaður. Áslaug
Arna er ein þeirra sem sterklega eru
orðuð við embættið auk Brynjars
Níelssonar og Birgis Ármannssonar.
– ósk / sjá síðu 4
Sæti í forystu
gæti orðið laust
Ólafur Þ. Harðarson
0
5
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
B
5
-F
8
2
4
2
3
B
5
-F
6
E
8
2
3
B
5
-F
5
A
C
2
3
B
5
-F
4
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K