Fréttablaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 2019Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttablaðið - 05.09.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.09.2019, Qupperneq 10
74% í aldurshópnum 18-29 ára kjósa að versla heldur við fatamerki sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Verslun með notuð föt er að aukast mjög á heimsvísu og er sannarlega líf í tuskunum á þessum markaði. Í skýrslu thredUP, stærsta söluaðila notaðs fatnaðar á netinu, segir að á síðast- liðnum þremur árum hafi endur- sölumarkaðurinn stækkað margfalt hraðar en hraðtískumarkaðurinn. Endursölumarkaðurinn mun því taka fram úr hraðtískunni (H&M, Zara, Primark o.fl.) á næstu árum ef vöxturinn heldur áfram. Sífellt f leiri eru tilbúnir til að kaupa notuð föt og viðhorfið til þess hefur algjörlega breyst á örfá- um árum. Það hefur ekki þótt fínt að versla á f lóamörkuðum en end- ursölumarkaðurinn er að breyta viðhorfinu til notaðs fatnaðar. Þar er fötunum stillt upp eins og í hefðbundnari verslunum og búið er að sigta það besta úr enda er það vænlegast í endur- sölu. Magnið sem flutt er til lands- ins af fatnaði er Stefán Svan Aðalheiðarson hefur langa reynslu af fataverslun en hann rekur Stefánsbúð/p3 við Ingólfsstræti ásamt Dúsu Ólafs­ dóttur þar sem bæði ný merkja­ vara og notuð er til sölu. Kaupir fólk merkjavöru meðal annars vegna þess að það veit að það getur frekar selt vöruna seinna? „Þetta er fjárfesting sem tapar ekki endilega verðgildi sínu. Þetta er ekki trendmiðað heldur snýst um vöru sem er alltaf falleg og fólk ber virðingu fyrir,“ segir hann um merkjavöru þar sem um er að ræða gæðaframleiðslu og ­efni. Hann segir að það sé misjafnt eftir hlutum hversu endursöluvænir þeir séu, en töskur skori hátt. Finnst þér viðhorfið til þess að kaupa notað hafa breyst? „Já, mjög mikið. Það eru þrjú ár síðan við byrjuðum að versla með notaða merkjavöru og ég hef aldr­ ei eða mjög sjaldan heyrt einhvern sýna henni minni áhuga en öðru. En fyrir nokkrum árum man ég eftir að hafa heyrt út undan mér fólk úr þessum sama hópi lýsa því að það að kaupa notað væri eitt­ hvað sem það myndi aldrei gera,“ segir hann og vísar í umræðu um lykt og annað sem eigi þá ef til vill við á flóamarkaði en að endur­ sölumarkaðurinn sé öðruvísi. Ekki eins og flóamarkaður „Ég held að miklu fleiri séu sem betur fer farnir að pæla líka í umhverfisáhrifunum. Við erum að versla hér bæði með nýja og notaða vöru og þetta hefur farið rosalega vel saman. Mér finnst allir hafa verið mjög jákvæðir. Upplifunin er, að öðru ólöstuðu, ekki eins og að fara á flóamarkað,“ segir hann um að kaupa notað í Stefánsbúð/p3. Sjálfur stofnaði hann fyrir um fimm árum Facebook­síðuna „Merkjavara föt, skór & auka­ hlutir“. „Ég byrjaði með þetta því mig vantaði sjálfan að selja föt en núna eru inni á henni um 25.000 manns. Hún er mjög virk. Þetta var sett upp fyrir fólk til að selja sjálft, engir milliliðir heldur fyrir fólk sem er að taka til og selja.“ Þegar hann stofnaði sölusíðuna var viðhorfið annað. „Ég var beðinn um að selja fyrir fólk, sem ég ætla ekki að segja að skammaðist sín, en það vildi ekki að aðrir vissu að það væri að selja. Ég held að það sé að breytast,“ segir hann og útskýrir að það hafi orðið mikil viðhorfsbreyting á skömmum tíma. Gaman að finna gullmola Honum finnst fólk líka eiga auð­ veldara með að losa sig við hluti núna og það geti þá hugsað sér að það fari til einhvers sem geti notað þá. Fólk sé að skera á til­ finningaböndin og vilji ekki lengur geyma allt. „Það þykir ekki lengur fínt að vera einhver Imelda Marcos og eiga 4.000 skópör. Fataherbergi og stórir skápar hafa ekki eins mikið að segja í dag,“ segir hann. Hann kaupir sjálfur notað og hefur gert það frá því að hann var unglingur. „Ég held að fólki finnist bara mjög smart að geta sagt „ég keypti þetta notað“. Það er líka gleði og stolt sem fylgir því að hafa fundið einhvern gullmola.“ Viðhorfið breyst mikið á skömmum tíma Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@frettabladid.is Það sem er notað verður nýtt Endursölumarkaðurinn blómstrar og er að breyta því hvernig fólk verslar. Sífellt fleiri kaupa notuð föt og hefur viðhorfið til þess breyst. Hægt er að spara með því að kaupa notað og skipta hraðar um í fataskápnum með endursölu. Neytendur hafa umhverf- issjónarmið að leiðarljósi. mikið og hefur það aukist um 50% frá árinu 2014; árið 2018 voru flutt inn tæp 4.890 tonn af fatnaði (skór ekki meðtaldir). Þannig að það er af nógu að taka fyrir endursölu. Hérlendis hefur endursölu- markaðurinn sprungið út á þessu ári og hafa nokkrar verslanir verið opnaðar; Trendport á Nýbýlavegi og Extraloppan í Smáralind eru þar mest áberandi. Barnaloppan var opnuð í Skeifunni í fyrra og síðar í haust verður önnur verslun með endursölu á barnafatnaði opnuð, Barnabazaar í Kringlunni. Tíðindin í þessu eru að verslanir með notaðar vörur í endursölu séu opnaðar í verslunarmiðstöðvum við hlið hefðbundinna fataverslana; það setur þær á sama stall og aðrar búðir og einnig hjálpar að aðgengi er gott og staðsetningin hjálpar til við að ná til nýrra viðskiptavina, sem ef til vill voru ekki opnir fyrir því áður að kaupa notuð föt. Hagstætt og umhverfisvænt Barnaloppan hreinlega iðaði af lífi þegar blaðamaður heimsótti hana og í afgreiðslunni hljómar svarið: „Þetta er alltaf svona.“ Blaðamaður ræddi við nokkrar konur sem voru með bása og þær voru allar sam- Það þykir ekki lengur fínt að vera einhver Imelda Marcos og eiga 4.000 skópör. Fataher- bergi og stórir skápar hafa ekki eins mikið að segja í dag. Stefán Svan Aðalheiðarson ✿ Verslun með notuð föt fer fram úr hraðtís ku M ill ja rð ar k ró na 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 2008 2018 2 028 n Hraðtískuföt n Notuð föt H ei m ild : S ký rs la th re dU P Framhald á síðu 12 TILVERAN 5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 6 -0 B E 4 2 3 B 6 -0 A A 8 2 3 B 6 -0 9 6 C 2 3 B 6 -0 8 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 206. tölublað (05.09.2019)
https://timarit.is/issue/403863

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

206. tölublað (05.09.2019)

Iliuutsit: