Fréttablaðið - 05.09.2019, Page 12

Fréttablaðið - 05.09.2019, Page 12
Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræða- legar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til við- komandi. Þessi glíma, að opin- bera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegð- unarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum verið í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar. Hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og opinbera tilfinningar sínar. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir ein- staklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan. Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grund- vallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinn- ingar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistil- finning, ekki síður en hræðslan en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvöt- inni svokölluðu sem liggur til grund- vallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kyn- hvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir, en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert upp- byggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma sam- skiptin við þann sem öfundast er út í. Hvatir og hvatastjórnun Teitur Guðmundsson læknir mála um að salan hefði gengið virkilega vel. Kaupendurnir eru sáttir enda gera þeir góð kaup á oftar en ekki góðum vörum. Flest fötin eru á yngri börn og fékk blaða- maður að heyra að margir keyptu nú frekar vandaðri vörur á börnin sín til að geta frekar selt þær áfram; fatnaður frá þekktari barnavöru- merkjum endist yfirleitt lengur og selst því betur og á hærra verði. Ástæðan fyrir því að fólk bæði selur og kaupir í endursölubúðum er ekki bara að það sé hagstætt heldur tala þeir sem blaðamaður spjallaði við um að þetta sé gott fyrir umhverfið. Umhverfismál hafa komist rækileg- ar á dagskrá en nokkru sinni áður að undanförnu og endurspeglar þetta það. Fyrir utan endursölubúðir eru verslanir með notuð föt, til dæmis Spútnik og Wasteland, þar sem búið er að velja úr fatnað sem er í tísku hverja stundina. Þannig er hægt að tolla í tískunni án þess að eiga nákvæmlega það sama og aðrir. Nytjamarkaðir Rauða krossins eru víða um land en til viðbótar eru ýmis samtök eins og ABC Barna- hjálp og Hjálpræðisherinn með búðir sem flestir þekkja. Tækifæri í endursölu Til viðbótar er H&M og & Other Sto- ries með tilraunaverkefni í gangi í Svíþjóð þar sem notaðar vörur eru seldar á netinu. Eigendurnir segja þetta vera hluta af framtíðarsýn sinni og að þarna séu tækifærin; hægt sé að lengja líf varanna sem eru seldar í verslununum og minnka umhverfisáhrifin. Búast má við að f leiri hefðbundnar verslanir byrji með endursölu á fatnaði. Fjölmargar sölusíður eru á Facebook en ný netviðbót er Net- portid.is, netverslun með notuð föt sem opnuð var í júní. Markmið vefsins er „að minnka fatasóun og stuðla að verndun náttúrunnar“. Vefurinn thredup.com er sá stærsti á heimsvísu með notuð föt en þar bætast fimmtán þúsund gripir við vefinn á hverjum degi. Vilja úrvalið Það er einmitt þetta úrval sem við- skiptavinir fataverslana sækjast eftir í dag. Aldurshópurinn 18-37 ára er opnari en aðrir aldurshópar fyrir því að kaupa notað. Því er spáð að einn af hverjum þremur af Z-kynslóðinni (fólk fætt frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar fram á fyrsta áratug þessarar aldar) kaupi notað árið 2019. Þetta er hópur sem ólst upp á samfélagsmiðlum og hefur gaman af Instagram. Þar er ákveðin tíska að sýna myndir af sjálfum sér í nýjum fötum á hverri mynd en á sama tíma er þessi hópur meðvitað- ur um sjálf bærni og umhverfisvæn fyrirtæki höfða til hans. Þess vegna henta endursölubúðir þessum hópi sérstaklega vel. Umhverfisvæn fatamerki eru ekki lengur eitthvað sem þykir sniðugt eða krúttlegt heldur eitt- hvað sem neytendur krefjast í sífellt meiri mæli. Hraðtískuföt eru ódýr og hefur verið erfitt að keppa við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í þeim en einn helsti kosturinn við að kaupa notað er að það er ódýr- ara en að kaupa nýtt. Þannig er hægt að spara og vera umhverfisvænn á sama tíma. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir heldur úti Facebook-síðunni „Minna sorp; lærdómsferli fjöl- skyldu“ og er vön því að kaupa notað en einnig má fylgjast með henni á minnasorp.com. Hún segir að það sé margt sem endurnýting hafi í för með sér og hvatarnir séu margir. Sparar pening „Í fyrsta lagi sparar það pening; ef maður kaupir notað kemur það beint í budduna því það er ódýr- ara. Í öðru lagi er maður að gefa þessum hlutum lengra líf. Í þriðja lagi er maður að koma í veg fyrir notkun á auðlindum til að fram- leiða aðra vöru sem maður kaupir ekki. Þetta kemur í veg fyrir svo mikla sóun á svo mörgum stöðum þannig að mér finnst hvatarnir til að endurnýta og kaupa notað vera svo miklir. Þegar mig vantar eitthvað reyni ég að gá að því á nytjamörkuðum fyrst.“ Hún fagnar verslum á borð við Barnaloppuna og Extraloppuna. „Mér hefur fundist auðvelt að kaupa á börnin og ég hef sparað mikið á þessu,“ segir Þóra Margrét sem hefur líka nýtt sér sölusíður á netinu. „En mér hefur fundist erfiðara að finna föt á sjálfa mig,“ segir Þóra sem er búin að setja sér það takmark að kaupa ný vinnuföt á sjálfa sig fyrir haustið í þessum endursöluverslunum. Reynir þú að selja áfram? „Já, ég reyni að selja og gefa áfram. Þó þetta sé þægilegt og að- gengilegt þá reyni ég að passa að kaupa ekki of mikið til að minnka óreiðuna; það er auðveldara að eiga minna og nýta vel það sem maður á. Kuldagallar og stígvél ganga til dæmis barn frá barni, við höfum bæði fengið frá öðrum og gefið áfram.“ Finnst þér viðhorfið til þess að kaupa notaða hluti og föt hafa breyst? „Já, allavega í kringum mig. Mér finnst fólk meðvitaðra um þetta og gera þetta frekar en áður.“ Ekki í meginstraumnum enn þá En hvað með að gefa notað? „Ég hvet ömmur og afa til að fara í Barnaloppuna og finna notað en þeim finnst það erfitt,“ segir Þóra Margrét sem sjálf hefur hvatt afmælisgesti til þess að kaupa notað fyrir afmæli. „Þetta er ekki í meginstraumnum enn þá,“ segir hún. „Þetta er bara jákvætt,“ segir hún um þróunina að verslun með notaðan fatnað sé að aukast svona mikið. „Unga fólkið er svo snjallt að það fattar þetta og það er ekki eins fast í viðjum vanans og við sem eldri erum. Þeirra hags- munir eru í húfi. Þetta er framtíðin þeirra.“ Kemur í veg fyrir mikla sóun Þó þetta sé þægilegt og aðgengilegt þá reyni ég að passa að kaupa ekki of mikið til að minnka óreiðuna; það er auðveldara að eiga minna og nýta vel það sem maður á. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir 40% neytenda velta fyrir sér endursöluvirði hlutar áður en þeir kaupa hann sem er nærri tvöföldun frá því fyrir fimm árum. 51% neytenda stefnir á að eyða meiru í notaðar vörur á næstu fimm árum. ✿ Fötum í fataskápnum fækkar 175 125 150 2017 2018 2019 2017 164 2018 147 2019 136 H ei m ild : S ký rs la th re dU P Framhald af síðu 10 TILVERAN 5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 5 -F 8 2 4 2 3 B 5 -F 6 E 8 2 3 B 5 -F 5 A C 2 3 B 5 -F 4 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.