Fréttablaðið - 05.09.2019, Side 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Skattalækk-
un fjármála-
ráðherrans er
tímabær,
sanngjörn og
hið besta
mál.
Það hlýtur að
vera öllum
þingmönnum
kappsmál að
fá að segja
skoðun sína á
varnar-
málum með
atkvæði sínu.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal ann-ars orðið til þess að íslenskt leikhús er metn-aðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir
eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á
stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson
eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu.
Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistar-
maður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð
listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir
svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt.
Opinber stuðningur við list hefur verið stefna
stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um
hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt
samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar
væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari
skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og
aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og ann-
arrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast
á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bók-
salar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir
sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tón-
listarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn.
Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi
samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármála-
ráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra
rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagns-
tekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að
tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings
í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á
myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og
aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekju-
skattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskatt-
ur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent.
Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra
sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hug-
verk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum
orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins
og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir,
fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af
hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða
myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að
ræða.
Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja
skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í
augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og
utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður
um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig;
bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu
sem listin veitir okkur.
Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær,
sanngjörn og hið besta mál.
Hugverk eða
tréverk
Þau Aura svo á mig
Borga
Rukka
Skipta
Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum
haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja
sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík;
við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki.
Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli Íslands hafa
þær í gegnum tíðina falist í viðveru herliðs og
aðstöðu fyrir það. Um þetta er á kveðið í svoköll-
uðum varnarsamningi og bókunum og viðaukum
við hann.
Á Íslandi ríkir þingræði og ríkisstjórnir sækja
vald sitt til þingsins. Engu að síður er það stað-
reynd að frá því að Alþingi greiddi atkvæði um
varnarsamninginn árið 1951 hefur þingið aldrei
fengið að greiða atkvæði um neitt sem að viðveru
og umfangi herliðs hér kemur. Grundvallarbreyt-
ingar á eðli varnarsamningsins hafa ekki einu
sinni verið bornar undir atkvæði Alþingis.
Eitt af forgangsmálum Vinstri grænna á
komandi þingi verður tillaga mín um breytingar á
varnarmálalögum. Hún felur í sér að allar bókanir
og viðbætur við samninginn verði að bera undir
Alþingi til samþykktar, sem og öll uppbygging og
framkvæmdir sem tengjast hernum, utan eðli-
legs viðhalds. Aukinheldur hyggst ég leggja til
þingsályktun um að ráðherra verði falið að vinna
að bókun við varnarsamninginn sem kveði á um
að alla viðveru herliðs hér á landi skuli bera undir
Alþingi, en um viðveru herliðs er kveðið á í sjálfum
varnarsamningnum.
Hver sem afstaða fólks er til viðveru starfsfólks
herliða og uppbyggingar mannvirkja á vegum
hersins, hlýtur það að öllum kappsmál að auka
lýðræðislega umræðu um þessi mál. Það hlýtur að
vera öllum þingmönnum kappsmál að fá að segja
skoðun sína á varnarmálum með atkvæði sínu.
Samþykkt þessarar tillögu gefur þeim færi á því og
eykur þannig mikilvægi Alþingis þegar að þessum
málum kemur. Ég vonast því eftir víðtækum
stuðningi við málið.
Alþingi ráði um hermál
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
Sterk skilaboð
Koma varaforseta Banda-
ríkjanna til Íslands í gær hefur
varla farið fram hjá neinum.
Í nágrenni Höfða þurfti að
loka götum og sáu sum fyrir-
tæki sér ekki fært að hafa opið.
Sumir nýttu þó tækifærið til
að senda gestinum skilaboð.
Tveir voru handteknir fyrir að
brenna bandaríska fánann við
Sæbraut. Öllu sterkari skilaboð
sendi hins vegar Advania sem
f laggaði regnbogafánum við
höfuðstöðvar sínar sem eru við
hliðina á Höfða. Pence hefur ein-
mitt verið sakaður um að hafa
ítrekað lagt stein í götu réttinda-
baráttu hinsegin fólks.
400 metrar
Miðað við þann stutta tíma sem
Pence dvaldi á Íslandi blasir
við að auðvelt hefði verið að
afgreiða þau mál sem rædd voru
í gegnum síma eða Skype. Heim-
sóknin var því fyrst og fremst
táknræn en um leið skýr skila-
boð til Kína. Samskipti Banda-
ríkjanna og Kína hafa verið
afar stirð upp á síðkastið. Pence
notaði tækifærið og ítrekaði
varnaðarorð Bandaríkjamanna
þegar kemur að Huawei en hér
hefur einmitt verið fjárfest
fyrir milljarða í fjarskiptatækni
fyrirtækisins. Skilaboðin hafa
væntanlega skilað sér því Pence
stóð aðeins í um 400 metra fjar-
lægð frá kínverska sendiráðinu
þegar þessi ummæli féllu.
sighvatur@frettabladid.is
5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
5
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
6
-1
A
B
4
2
3
B
6
-1
9
7
8
2
3
B
6
-1
8
3
C
2
3
B
6
-1
7
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K