Fréttablaðið - 05.09.2019, Qupperneq 22
TRI VERSLUN selur eingöngu CUBE reiðhjól en við seljum allar tegundir reiðhjóla
frá merkinu,“ segir Valur Rafn,
markaðsstjóri TRI. „CUBE er þýskt
gæðamerki sem framleiðir allar
tegundir reiðhjóla en síðustu ár
hafa rafmagnshjólin orðið stór
hluti af merkinu,“ útskýrir Valur.
Liðin eru sjö ár frá því að TRI-
verslun byrjaði að selja hjól af
þessari gerð. „Við höfum selt CUBE
rafmagnshjól frá árinu 2012,“ segir
Valur Rafn. Hann segir rafmagns-
hjólin hafa verið í stöðugri þróun
og því séu hjólin í dag þannig afar
frábrugðin þeim upprunalegu.
„Fyrstu hjólin voru allt öðruvísi en
hjólin sem við seljum í dag,“ segir
Valur.
Drifin áfram af Bosch
Rafmagnshjólin eru sérstaklega
vönduð en þau eru útbúin búnaði
frá þýska gæðaframleiðanum
Bosch.
„Rafmagnshjólin sem CUBE
framleiðir í dag eru með Bosch
hjálparmótor en þau komu fyrst
á markaðinn fyrir fjórum árum
og slógu strax í gegn,“ segir Valur
Rafn. „Bosch framleiðir sem sagt
skjáborðið, mótorinn, rafhlöðuna
og drifið. Þessi samsetning hefur
komið mjög vel út og CUBE hefur
framleitt mikið úrval rafmagns-
hjóla síðustu ár.“
Valur segir rafmagnshjólin ekki
ósvipuð hefðbundnum hjólum í
útliti við fyrstu sýn. „Hjólin eru
virkilega fallega hönnuð og þú
þarft að horfa í smástund á sum af
þessum hjólum til að átta þig á því
að þarna er um rafmagnshjól að
ræða,“ segir hann.
Í takt við breyttar kröfur
Það er ljóst að mannkynið
stendur nú frammi fyrir krefjandi
áskorunum hvað snertir nýtingu
auðlinda. Kröfurnar um breytta
hegðun verða sífellt háværari og
segir Valur að greina megi áhrif
þessa nýja og áríðandi tíðaranda
í heimi rafmagnshjóla, bæði hjá
framleiðendum og kaupendum.
„Þessi markaður er að þróast mjög
hratt og sjáum við að allir stærstu
framleiðendurnir eru farnir að
Rafmagnshjólin
sem CUBE
framleiðir í dag
eru með Bosch
hjálparmótor
en þau komu
fyrst á markað-
inn fyrir fjórum
árum og slógu
strax í gegn.
Rafmagnshjólin eru virkilega fallega hönnuð og geta verið nokkuð lík hinum hefðbundnu í útliti við fyrstu sýn.
selja rafmagnshjól,“ segir hann.
Áhrifanna gætir líka hérlendis.
„Við sjáum greinilega að ferðavenj-
ur íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru
að breytast hægt og rólega,“ bendir
Valur á. „Síðustu tvö ár höfum við
séð nokkuð mikla aukningu í sölu
rafmagnshjóla á heimsvísu en
við sjáum líka klárlega að íslenski
markaðurinn er að taka hressilega
við sér,“ segir Valur. Þessi aukning
lofi góðu og geti haft veruleg áhrif
á þróun mála. „Rafmagnshjólið
gæti spilað lykilhlutverk þegar
kemur að því að draga úr umferð.“
Frelsi til að stilla
eftir eigin höfði
Valur segir hjólin einföld í notkun
og minni raunar um margt á þau
hefðbundnu. „Rafmagnshjólin
virka þannig að þú hjólar á hjólinu
eins og þú gerir á venjulegu hjóli
en þú færð hjálp frá mótor sem
þú getur stillt eftir þörfum,“ segir
hann. Þá hafi notendur verulegt
svigrúm til þess að ákveða erfið-
leikastig. „Þú getur stillt hjólið
og ráðið því hversu mikla eða
litla hjálp þú vilt fá frá hjólinu,“
útskýrir Valur. „Þessi tækni verður
til þess að þú getur auðveldlega
hjólað til vinnu án þess að svitna,
brekkur og vindur skipta minna
máli þegar þú ert á rafmagns-
hjóli,“ segir hann. „Þegar þú hjólar
svo heim getur þú auðveldlega
minnkað hjálpina og þannig
fengið nokkuð mikla líkamsrækt
út úr heimferðinni.“
Valur segir CUBE-rafmagns-
hjólin kjörin fyrir íslenskt
veðurfar en hægt er að nota þau
meira og minna allan ársins hring,
íslenskum notendum til mikillar
gleði. „Viðskiptavinir okkar eru
mjög ánægðir með hve CUBE-
rafmagnshjólin þola íslenskar
aðstæður vel og eru langflestir að
nota hjólin allt árið.“ Þá er lítið mál
að bæta við eða breyta eftir eigin
höfði. „Það til dæmis er ekkert mál
að setja nagladekk á CUBE-raf-
magnshjól,“ segir Valur.
Vaxandi viðskipti
í vefverslun
Það eru ekki eingöngu fararskjót-
arnir sem endurspegla breytta
tíma. Valur segir að einnig megi
greina nýja nálgun í því hvernig
fólk stundar viðskipti en þau eru
sífellt að færast meira yfir í starf-
rænt form. „Í byrjun árs opnuðum
við vefverslun en sú viðbót hefur
komið virkilega vel út fyrir okkur
og við sjáum strax að framtíðin í
verslun á hjólatengdum vörum er
á netinu,“ segir Valur. Hægt er að
festa kaup á hjólunum sama hvar
á landinu viðkomandi er staddur.
„Þú getur til dæmis keypt CUBE-
rafmagnshjól hjá okkur hérna
á tri.is og við sendum þér hjólið
frítt um land allt,“ segir hann.
Viðskiptavinir þurfi ekki að hafa
áhyggjur skyldi eitthvað koma upp
á við kaupin. „Ef þú gerðir mistök
og pantaðar rangan hlut eða eitt-
hvað passar ekki á þig þá kemur þú
til okkar og skiptir vörunni,“ segir
Valur. „Þetta er svona einfalt.“
Sjá nánar á tri.is
Viðskiptavinir
okkar eru mjög
ánægðir með hve CUBE-
rafmagnshjólin þola
íslenskar aðstæður vel og
eru langflestir að nota
hjólin allt árið.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
0
5
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
6
-1
5
C
4
2
3
B
6
-1
4
8
8
2
3
B
6
-1
3
4
C
2
3
B
6
-1
2
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K