Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2004, Side 6

Skessuhorn - 14.01.2004, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. TANUAR 2004 jntaatnu,.. VarmaLandsliðið og Lao Tse Ágreiningur um hvemig taka skuli á ijárhagsvanda Vaðið blint í sjóinn í málefnum Safiiahússins Vegna mistaka við vinnslu síðasta tölublaðs Skessuhoms vantaði hluta A mynd af fríðum. flokki útskriftamema fiú Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Við biðjumst velvirðingar á mistökunum og birtum hér myndina í heild sinni. Theodór Þórðarson var um síð- ustu áramót skipaður yfirlögreglu- þjónn í Borgarnesi. Hann hefur um árabil starfað sem lögregluþjónn í Borgarnesi en auk þess verið frétta- ritari Morgunblaðsins í Borgarnesi og áhugakvikmyndaleikari. Nú síð- ast lék hann lögregluvarðstjóra í mynd Hrafns Gunnlaugssonar; op- inberun Hannesar. Nafn: Theodór Kristinn Þórðarson Fteðingardagur og ár: 01.03.1952 Starf: Yftrlögregluþjónn Fjölskylduhagir: Giftur Maríu Erlu Geirsdóttur Flvernig bíl áttu: Nissan jeppa og Izusu pallbíl Uppáhalds matur: Rjúpur að hætti Maríu Erlu Uppáhalds drykkur: Vatnið á Arnarstapa undir Jökli. Uppáhalds sjónvarpsefni: Breskir sakamálaþættir Uppáhalds sjónvarpsmaður: Omar Ragnarsson Uppáhalds leikari innlendur: Ingvar E Sigurðsson Uppáhalds leikari erlendur: Gene Hackman Besta bíómyndin: Oðal feðranna Uppáhalds íþróttamaður: Jón Arnar Magnússon Uppáhalds íþróttafélag: VarmaLandsliðið Uppáhalds stjórnmálamaður: Davíð Oddsson Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Tómas R Einarsson Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: John Lee Hooker Uppáhalds rithöfundur: Lao Tse Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni: Hlynntur Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika Hvaðfer mest í taugarnar á þér ifari annarra: Oheiðarleiki Hver þinn helsti kostur: Bjartsýni Hver er þinn helsti ókostur: A það til að vera óþolinmóður. Munt þú leggja Jýrir þig kvikmyndaleik í auknum mœli? Eg heffengið tækifæri til þess á 10 til 12 ára fresti hingað til og hef látið það nægja. Má biiast við sýnilegum breytingum á starfi yfirlögreglu- þjóns? Ekki miklar en það verða eflaust einhverjar áherslubreyt- ingar hjá lögregluliðinu. Hvernig leggst nýja árið í þig? Mjög vel Eitthvað að lokum: Eg vil óska Borgfirðingum og öðrum lesend- um blaðsins gleðilegs árs ogfriðar. segir Axel Kristinsson fyrrverandi forstöðumaður Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns hefur forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar sagt starfi sínu lausu og í framhaldi af því er fyrirhuguð endurskoðun á rekstri hússins. Axel Kristins- son fráfarandi forstöðumaður er ósáttur við þróun mála kveðst hefði viljað skilja við starfið með öðrum hætti. Hann segir sín starfslok snúast um það að hann hafi ekki viljað beygja sig að vilja stjórnar stofnunarinnar og gagnrýnir hana fyrir ófagleg vinnubrögð. „Málið snerist að stórum hluta um hvernig ætti að bregð- ast við fjárhagsvanda stofnunar- innar. Eg taldi að við ættum að fara okkur hægt í niðurskurði og stefna að því að halda í horf- inu á næsta ári en um leið að finna leiðir til að ná rekstrar- hallanum niður. Agreiningur- inn snerist um að stjórnin vildi fara á fullt í niðurskurð án þess að kanna málið. Hún vildi fella niður rannsóknarstöðu mína en samkvæmt ráðningarsamningi innifelur starfið 50% rannsókn- arhlutfall þótt ég hafi í raun ekki nýtt nema 25%. Þá vildu þeir segja öðrum starfsmanni upp á móti. Við þetta gat ég ekki sætt mig enda var rann- sóknarhlutinn forsendan fyrir því að ég flutti hingað í upphafi. Stjórnin reyndi að þvinga mg til að samþykkja þessar breytingar þrátt fyrir að ég hefði gert þeim grein fyrir að það kæmi ekki til greina,“ segir Axel. Hallarekstur Axel segir að hallarekstur hafi verið á Safnahúsinu frá ár- inu 2001. Hann segir ástæðuna ver m.a. þá að safnahúsið hafi verið undirmannað lengi og að tíðkast hafi að fjármagna rekst- ur bókasafns með framlögum annarra safna á vegum hússins. „Eg reyndi hinsvegar að láta hvert safn njóta þeirra fram- laga sem þeim var ætlað. Við þurftum að bæta við einum starfsmanni á bókasafni og þá er farið í að kaupa neðri hæð hússin og setja þar upp nýjar sýningar. Allt var þetta gert með sam- þykki sveitarfélaganna sem að Safnahúsinu standa en menn voru hinsvegar ekki tilbúnir að greiða kostnaðinn sem þessu fylgir" Ljóst er að aðsókn að Safna- húsinu hefur verið dræm og m.a. brást skógarsýning sem sett var upp sumarið 2002 al- gjörlega vonum manna. Axel segir að skortur á safngestum vegi ekki þungt í rakstrarhalla Safnahússins. Hann segir að í raun séu ekki nema tvö eða þrjú söfn á landinu sem skili tekjum af aðgangseyri sem eitthvað munar um. Tilraun til þvingunar „Það er ljóst að eitthvað þarf að gera bæði hvað varðar að- sókn og rekstur safnsins. Mér finnst koma til greina að end- urskoða staðsetningu hússins og jafvel að skipta upp starf- seminni eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Þetta ætti vissulega að skoða en það þarf að gera það á yfirvegaðan hátt í stað þess að hlaupa út í van- hugsaðan niðurskurð. Þá skil ég ekki þá ákvörðun sem var tekin með viku fyrirvara að láta mig hætta frá áramótum í stað þess að ég ynni uppsagnar- frestinn. Eg veit ekki hvernig það var hugsað af hálfu stjórn- arinnar og mér dettur helst í hug að það hafi átt að vera hót- un í því skini að þvinga mig til að vinna með stjórninni að niðurskurðartillögum hennar. Eg kærði mig ekki um það enda er ég ekki tilbúinn að fara að rífa niður það sem ég hef verið að byggja upp. Eg átta mig heldur ekki á því hvað stjórnin er að hugsa með því að ráða engan í staðinn fyrir mig né fyrir Jónu Guðbjörgu Torfadóttur sem einnig hefur ákveðið að hætta. Þetta verður höfuðlaus her sem veldur því að ýmis mál munu klúðrast. Stærsta málið er Destination Viking, fjölþjóðlegt verkefni sem Safnahúið er aðili að. Það er ljóst að eftir að við hættum hefur Safnahúsið ekki bolmagn til að sinna þessu verkefni og jafnvel kemur til greina að það sé skaðabótaskylt vegna skuld- bindinga þar að lútandi. Þá hefur verið talað um að loka byggðasafninu í sumar en hvort af því verður veit ég ekki. Ef það verður gert missir húsið af rekstrarstyrk frá ríkinu upp á eina milljón. I rauninni veit enginn hvað er framundan og ekki stjórnin heldur. Það er ein- faldlega vaðið blint í sjóinn," segir Axel. Hann segir enn- fremur að stjórnin sé meðal annars skipuð sveitarstjórnar- mönnum sem hafi tilhneigingu til að horfa fyrst og fremst á peningalega hagsmuni sveitar- félagsins og einnig séu þar inni menn sem séu tengdir öðrum sambærilegum stofnunum í héraðinu sem séu að berjast um sömu fjármuni og Safnahúsið. Myndarleg framlög Ekki náðist í Guðrúnu Völu Elísdóttur, formann stjórnar Safnahússins áður en blaðið fór í prentun en í samtali við Skessuhorn sagði Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri Borg- arbyggðar, eitt sveitarfélag- anna sem aðild á að Safnahús- inu að ákvarðanir stjórnar hússins hefðu verið teknar í samráði við viðkomandi sveit- arstjórnir. „Stjórnin hefur lagt aðáherslu á að hagræða í rekstri eftir mætti því það hef- ur verið halli á rekstri stofnun- arinnar sem menn eru ekki sáttir við. Þá liggur það fyrir að þær væntingar sem forstöðu- maðurinn hafði um fjárframlög til Safnahússins voru ekki í samræmi við það sem sveitar- stjórnirnar vildu. Það breytir því ekki að Borgarbyggð hefur lagt myndarlegar fjárhæðir í menningarmál, bæði í gegnum Safnahúsið og aðra starfsemi, og það eru engar blikur á lofti um að það sé að breytast. Þar komum við mjög vel út í sam- anburði við önnur sveitarfé- lög,“ segir Páll. Að sögn Páls er það næst á döfinni í málefnum Safnahúss- ins að ráða rekstrarstjóra til skamms tíma til að gera upp árið 2003 og gera áætlun fyrir árið 2004.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.