Skessuhorn - 14.01.2004, Page 7
^nl,SSUnu>..
MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004
7
Verktakar vilja
verslunarhús
Hvítanesið var rifið réttfyrir áramót og líklegt að eins verði með Nýju Línuna
og Piccadilly á nœstunni.
Það lítur út fyrir að nokkur
samkeppni sé að skapast um
uppbyggingu verslunarmið-
stöðva á Akranesi. Eins og áður
hefur verið fjallað um eru uppi
stórhuga hugmyndir um að
byggja smækkaða Smáralind á
Skagaverstúni og er bæjarstjórn
þegar búin að sainþykkja
deiliskipulagstillögur Skaga-
torgs ehf þessa efnis eftir nokk-
uð langan aðdraganda. Nú í
haust vann arkitektastofan
Gylfi og félagar greiningu á
gamla miðbænum og hug-
myndir um uppbyggingu þar
m.a. á svonefndum Hvítanes-
reit við Kirkjubraut.
Nokkur hreyfing er nú komin
á það mál því tveir bygginga-
verktakar, Sveinbjörn Sigurðs-
son ehf. og Skagatorg ehf.
sækjast eftir byggingarrétti.
Heyrst hefur að Sveinbjörn hafi
þegar tryggt sér reitinn og er
ýmislegt sem styður þær álykt-
anir. Fyrirtækið hefur keypt
Kirkjubraut 14, eða Piccadilly
svokallað, og hafið viðræður við
eigendur Nýju Línunnar um
sölu hússins. Einnig hefur það
látið Hönnun hf. vinna tillögur
að verslunarhúsi á þessu svæði.
A síðasta fundi skipulags- og
umhverfisnefhdar voru svo hug-
myndir Hönnunar um
deiliskipulagsbreytingu á Hvíta-
nesreit til umfjöllunar og sam-
þykkt að leggja þær fyrir nefnd-
ina næsta mánudag. Bæjarráð
úthlutaða svo á s.l. fimmtudag
Sveinbirni lóðina við Sunnu-
braut 2 sem er gegnt Hvítanes-
reimum.
Björn S. Lárusson hjá Skaga-
torgi ehf. sagði í samtali við
Skessuhorn að þeirra hug-
myndir hefði verið að byggja í-
búðir á reitnum því augljóst sé
að verslunin í bænum standi
ekki undir tveimur verslunar-
kjörnum. „Eg á erfitt með að
meta stöðuna en það kæmi mér
mjög á óvart ef Akraneskaup-
staður ætlar að leggja til lóðir
undir tvær verslunarmiðstöðvar
á sama tíma. Það hlýtur að vera
í andstöðu við hag bæjarins að
standa þannig að málum.“
Magnús Guðmundsson for-
maður skipulags- og umhverf-
isnefndar taldi að ekki væri um
eiginlega verslunarmiðstöð að
ræða. „A þessu stigi vil ég sem
minnst segja um þetta mál.
Hugmyndin er sú að fylla uppí
það skarð sem er á Kirkjubraut-
inni og styrkja götumyndina
með þriggja hæða húsi með
verslunar- og þjónusturými á 1.
hæð en íbúðum á efri hæðum.“
Ekki náðist í Sveinbjörn Sig-
urðsson þar sem hann var
staddur á Italíu.
Ellert Jón kominn heim
Kantmaðurinn knái Ellert ing við IA um að leika með lið-
Jón Björnsson sem gekk til liðs inu næsta sumar. Koma Ellert
við Val á síðustu leiktíð hefur Jóns mun styrkja liðið og auka
nú skrifað undir eins árs samn- á breiddina á sumri komanda.
Holtavörðuheiði lokuð
Holtavörðuheiðin lokaðist á
mánudag vegna óveðurs og
fannfergis. Um miðjan dag fór
lögreglan að vísa fólki á Bröttu-
brekku og Laxárdalsheiði í stað
Holtavörðuheiði en þar var
veðurhæðin ekki eins mikil.
Bröttubrekku var haldið opinni
fram eftir kvöldi en snjómokst-
ursmenn á Holtavörðuheiði
gáfust upp á sjötta tímanum í
gærkvöldi þar sem þeir sáu
varla fram á tönnina á snjó-
plógnum. Holtavörðuheiðin
var opnuð aftur fyrir umferð á
þriðjudagsmorgun. Ekki er vit-
að til að neinn hafi lent í veru-
legum hrakningum vegna veð-
urs á þessum slóðum að sögn
lögreglu.
40 ár frá fyrsta útíbúi
Þann 4. janúar sl. voru 40
ár síðan fyrsta bankaútibú
var sett á stofn á Vestur-
landi en Samvinnubankinn
opnaði útibú að Suðurgötu
36 á Akranesi þann dag
1964 sem jafnframt var
fyrsta útibú bankans. Uti-
búið á Akranesi var jafn-
framt stærsta útibú Sam-
vinnubankans á landinu.
Samvinnubankinn flutti
síðar í það húsnæði sem KB
banki er nú í við Kirkju-
braut. Hinu margslungnu
breytingar sem orðið hafa á
bankakerfinu leiddu til þess
a Samvinnubankinn fór
undir Landsbankann sem
seldi Búnaðarbankanum
útibúið að Kirkjubraut 40
sem varð svo að KB banka í
lok síðasta árs. En þræðirn-
ir liggja víða því sonur fyrr-
um bankastjóra Samvinnu-
bankans er nú stjórnarfor-
maður KB bankans.
Akraneskaupstaður
Auglýsing um
lóöir a Akranesi
Einbýlishúsalóbir í klasa 1 og 2 í Flatahverfi á Akranesi
Auglýstar eru til umsóknar einbýlishúsalóbir í klasa 1 og 2 í Flatahverfi á
Akranesi.
Um er að ræba 6 lóbir vib Eyrarflöt skv. deiliskipulagsbreytingu sem er í
auglýsingu.
Við úthlutun lóbanna er farib eftir vinnureglum sem samþykktar voru á
fundi bæjarrábs Akraness þ. 27. febrúar 2003. Sérstök athygli er vakin á
því að meb umsókn þarf að fylgja kvittun fyrir staðfestingargjaldi og skulu
einstaklingar sem sækja um lób skila inn skriflegri stabfestingu frá banka
eba lánastofnun um greibsluhæfi og mögulega lánafyrirgreibslu umsækjanda
vegna fyrirhugabrar byggingar. Jafnframt er vísab til samþykktar bæjarrábs
frá 27. febrúar s.l. um ab vib greibslumat vegna einbýlishúsa verbi
lágmarksvibmib 15.0 mkr. og greiðslumat vegna annarra íbúba 10.0 mkr.
Varbandi skriflega stabfestingu um greibsluhæfi er umsækjendum bent á
3 ab snúa sér til vibkomandi lánastofnunar.
o
j Esjubraut 49 ibnabarlób
jj Jafnframt er auglýst til umsóknar iðnaðarlób, Esjubraut 49 (um 2800fm),
skv. deiliskipulagsbreytingu sem er í auglýsingu.
Bæjarráb hefur samþykkt ab auglýsa lóbina Esjubraut 49 lausa til umsóknar
meb þeirri kvöb ab umsækjendur geri grein fyrir útliti fyrirhugabra bygginga
og þeirri starfsemi sem verbi í þeim. Bæjarráb mun á grundvelli fyrirliggjandi
umsókna meta hverjum úthluta skal lóbinni verbi umsóknir fleiri en ein.
Framangreindum lóbum verbur úthlutab meb fyrirvara um gildistöku
deiliskipulagsbreytinganna og verða þær ekki afhentar fyrr en
samþykktar breytingar hafa tekiö gildi.
Frestur til ab skila inn umsóknum er til og meb 29. janúar 2004.
Vinnureglur og umsóknareybublöb eru á heimasíbu Akraneskaupstabar og
erslóbin www.akranes.is. Gögn liggja einnig frammi hjá skipulagsfulltrúa
á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs, Dalbraut 8.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu tækni- og umhverfissvibs ab
Dalbraut 8.
Umsóknir berist á skrifstofur Akraneskaupstaöar, Stillholti 16-18,
3. hæb.
Sviösstjóri tœkni-
og umhverfissviös
F.v. Asgeir Magnússon forstjóri Samvinnutiygginga, Sveinn Kr. Guómundsson útibú-
stjóri Samvinnubankans og Einar Agústsson bankastjóii Samvinnubankans og síðar
ráðheiTa. Myndina er í eigu Ljósmyndasajiis Akraness en hana tók Olajhir Arnason.