Skessuhorn - 14.01.2004, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004
Ferð unglingdeildar Snæfellings
til Ipn-Roderatfis Þýskalandi
I sumar fóru 15 unglingar á
vegum unglingadeildar Snæfell-
ings í heimsókn til Þýsklands.
Þetta er liður í samstarfi hesta-
mannafélaganna IPN Roderath
og Snæfellings. Unglingarnir
heimsækja hvom annan til að
kynna sér aðstæður og notkun
íslenska hestsins. Þessi ferð er sú
önnur sem er farin til Þýskalands
og höfum við fengið þjóðverjana
tvisvar í heimsókn til okkar.
Aðfaramótt 8. ágúst lagði hóp-
urinn af stað til Keflavíkur og
lent var í Frankfurt um hádegis-
leitið. Þar tóku þýsku hópstjór-
amir á móti okkur. Fyrsti dagur-
inn fór í að koma sér fýrir en
unglingarnir sem tóku á móti
okkur höfðu allir komið til Is-
lands síðastliðið sumar, svo þarna
urðu skemmtilegir endurfundir.
Þennan fyrsta dag okkar í Þýska-
landi var 32 stiga hiti í forsælu og
þótti flestum nóg um en þetta átti
þó eftir að versna. Um kvöldið
var svo hópnum skipt upp en
tveir gistu hjá hverjum Þjóðverja,
nema að 3 strákar fóra saman á
einn staðinn. Þarna vom krakk-
amir þegar farin að læra ýmislegt
um annað land eins og að maður
stekkur ekki inn í brennusólar-
svæði á stuttbuxum. Það gæti
orðið vont.
Daginn eftir komu krakkamir
svo saman aftur í Nettersheim,
haldið var að stað í rútu til Nurn-
burgring, flestir vom spenntir
enda séð brautina í Formulu 1 í
sjónvarpinu. Þar var skoðað safn
sem geymdi marga af formúlubíl-
um seinustu aldar ásamt því að
hægt var að fara í go kart. Þar
fóm krakkarnir í sannkallaðan
ham og virtust lifa sinn inn í
hlutverk Schumachers og Rai-
koners af mikilli innlifun. Um
miðjan dag var orðið svo heitt að
ákveðið var að fara í sund enda
var það kærkomið. Eftir sundið
var svo haldið á Gestut Forstwald
en þar búa Karly Zingsheim og
Rúna Einarsdóttir. Rúna tók vel
á móti okkur og sýndi okkur
svæðið og hélt smá fyrirlestur um
hestamennkuna hjá þeim og
hrossaræktina. Einnig fengum
við að sjá Dökkva ffá Miðfelli en
hann var nýkominn heim frá
Heimsmeistamótinu. Að lokum
var svo sungið fyrir Rúnu til að
þakka henni fyrir móttökurnar.
Dagurinn endaði svo með Grilli í
Nettesheim hjá Onju sem er einn
af hópstjómm Þjóðverjanna. Þar
var fótboltinn tekinn frarn og
endaði það með því að ákveðinn
var óformlegur landsleikur milh
Islands og Þýskalands seinna í
vikunni. Spennan var farin að
hlaðast upp vegna landsleikjanna
í haust. Síðan fóra hver til síns
„heima“.
Þriðji dagurinn kom með enn
einni blíðunni. Og krakkarnir
söfhuðust aftur sarnan í Netters-
heim, nú skildi dagurinn hafinn á
að fara í lítinn skemmtigarð. Að
því loknu var svo skoðuð blý-
náma. Var farið með okkur und-
ir yfirborð jarðar og vom við ca.
30 metrum undir yfirborði jarðar.
Leiðsögumaðurinn var um 79 ára
gamall og hafði byrjað fyrir
seinna stríð að vinna þarna. í
göngunum var íslenskur sumar-
hiti svo að flestir vom fegnir að
komast úr nimlega 30 stiga hita á
yfirborðinu. Gamli maðurinn
sagðist þekkja íslenska hestinn,
hann væri lítill enda væm íslend-
ingar litlir. Var honum þá bent á
íslenska hópinn sem var alltaf að
reka höfuðið í þak ganganna.
Ekki stóð á svari hjá honum,
hann átti við í gamla daga. Eftir
þessa áhugaverðu skoðunarferð
var haldið að stað á loka áfanga-
stað en það var sundlaugagarður.
Hann var feikna stór með mörg-
um sundlaugum. Höfðu allir
gaman af hvort sem var verið að
leika sér á stökkbrettum eða að
ná sér í sólbrúnku. Eftir Pizza-
veislu um kvöldið fóru svo krakk-
arnir aftur heim.
Mánudagurinn sem var fjórði
dagurinn í ferðinni mætti okkur
með enn meiri hita. Haldið var
til Hestahvíslara sem heitir Josef
Stamm. Hann sérhæfir sig í að
kenna hestum að tölta, hann
sýndi okkur sínar þjálfunarað-
ferðir og nokkra stóra hesta af
kyni brokkara og araba sem töltu.
Einnig var hann með einn ís-
lenskan stóðhest. Þetta var mjög
áhugavert en tveir strákar í hópn-
um vom búnir með fyrsta ár á
Hólum og æduðu að nýta sér
þessa þekkingu á seinna árinu. Af
sýningunni lokinni fengu allir að
pmfa þessa stóm hesta og þá var
tekið til kostanna. Reyndar
fannst mörgum að íslenski stóð-
hesturinn væri ffekar lítíll þegar
hann var við hliðina á þessum ris-
um. Eftir þetta vom svo skoðaðir
10 asnar hjá Irenu og þóttu þeir
skrítnir og svo var hesthúsið
skoðað hjá Onju. Það vildi svo til
að ein stelpan í þýska hópnum
átti afmæli svo að farið var saman
og borðaður ís í tilefni afmælis-
ins, síðan fóm krakkarnir allir
sarnan til síns heima.
A fimmta ferðadegi var svo far-
ið til Kölnar með Iest. Þar var
byrjað á því að skoða Dómkirkj-
una og farið svo upp í annan tum
hennar. Sumir hlupu upp en aðr-
ir gengu enda tröppurnar 509.
Síðan var tekin lítil túristalest og
farið í súkkulaðisafn og Olymp-
íusafhið. Gengið var svo með-
fram Rín til baka í miðbæinn. A
leiðinni sáum við hitamæli sem
sýndi 43 stiga hita. Reyndist
þetta heitasti dagurinn okkar,
ff éttum við síðan að fólk hafi ver-
ið sent heim úr vinnu vegna hita
þennan dag í Köln. Það sem eft-
ir var af deginum var svo nýttur
til verslunar enda Köln þekkt fýr-
ir margar verslanir. Það vora
ánægðir en þreyttir krakkar sem
sátu í lestinni um kvöldið.
Sjötta daginn var farið snemma
af stað enda stefiit á að fara í
Stóran skemmtigarð, einn af
þeim stærri í Evrópu. Pfantasi-
aland eða Ævintýraland. Svipað-
an og Tívoli í Kaupmannahöfn.
Voram við þar allan daginn en
þrátt fýrir það náðu ekki allir að
prófa öll tækin eða sjá allar sýn-
ingarnar. Skemmtu sér allir vel.
Fimmtudagurinn kom og nú
var á dagskránni að fara í hjól-
reiðatúr, mættu allir við náttúr-
miðstöð Nettersheim og byrjað
var að skoða safnið þar. Síðan
fengu allir sitt hjól og haldið var
af stað um sveitir Eifel (héraðið
sem við vomm í). Nú hafði hita-
bylgjan aðeins rénað svo að allir
höfðu gaman af þessu. Sáum við
hin ýmsu dýr á leiðinni. I lokin
voru skoðaðir nokkrir hellar.
Eftir hjólreiðatúrinn var svo farið
í sund. Eftir sund var svo komið
að landsleiknum, fengu þjóð-
verjarnir smá liðsstyrk frá félags-
liði en við þurftum að fá lánaðan
markmann til að fýlla liðið. Hart
var tekist á og ekkert gefið eftír,
en eftír leiktímann vom úrslitín
þessi: 6 -2 fýrir Island. Okkur
hafði tekist það sem A- landliðinu
tóks ekki. Að leggja Þjóðverjana.
A leikinn flykktist fólk til að horfa
á og á eftir fóm við öll í grill-
veislu. Þar vora íslendingar
mjög kátir enda ekki búnir að
gleyma úrslitunum þó Þjóð-
verjamir vildu sennilega gleyma
þeim sem fýrst.
Föstudagurinn var frjáls eða þá
gerðu krakkarnir eitthvað með
sinni fjölskyldu þar sem þeir
gistu. Sumir fóm í dýragarð aðr-
ir á hestbak. Og allt þar á milli.
Síðan komu allir saman um
kvöldið og fóra á Froðudiskótek.
A Laugardagsmorgun komu
svo allir saman hjá Onju í Nett-
ersheim. Það var komið að
kveðjustund. Skipst var á síma-
númerum og emailum og vora
margir sem vildu vera eftír enda
margt sem heillaði. Þrátt fýrir
það hafðist að koma öllum í rút-
una og lagt var af stað til Frank-
furtflugvallar. Það vora þreyttir
en ánægðir unglingar sem sváfu í
rútunni á leiðinni. Enda dagskrá-
in verið þétt allan tímann. Þessi
ferð heppnaðist einstaklega vel
og stóðu allir í hópnum saman að
því að gera þessa ferð efirminni-
lega. Islenski hesturinn var á-
stæðan fýnr því að þessi ferð var
farin og núna era komin mikil og
góð kynni á milli unglinganna hjá
Snæfelling og Ipn-roderath.
Væntanlega verður framhald á
þessu samstarfi vinafélaganna á
næstu áram. Sjá má upplýsingar
um Ipn-Roderath á heimasíðu
þess. www.ipn-roderath.de
Við þökkum öllum sem gerðu
þessa ferð mögulega en hún var
fjármögnuð að stóram hluta af
verkefninu „Ungt fólk í Evrópu“
F. h. Unglingadeildar
Snæfellings
Illugi G. Pálsson og Dóra
Aðalsteinsdóttir fararstjórar.
Ævintýraland á Hvanneyri
Heimavistarhúsið á Hvann-
eyri hefur verið leigt út til
rekstrar sumarbúða fýrir börn
frá júní til ágústbyrjunar næsta
sumar. Leigutakar eru félaga-
samtökin Sumarbúðirnar Æv-
intýraland sem stofnuð vora
1998 og hafa verið starfrækt á
Reykjum í Hrútafirði. Svan-
hildur Sif Haraldsdóttir ffam-
kvæmdastjóri sagðist í samtali
við Skessuhorn vera mjög á-
nægð með alla aðstöðu á
Hvanneyri. Síðasta sumar
dvöldu vikulega um 100 börn í
sumarbúðunum og bendir allt
til að um svipaðan fjölda verði
um að ræða næsta sumar. Mik-
ið er lagt upp úr því að efla
sjálfstraustið hjá börnum og er
þéttskipuð dagskrá allan dag-
inn. Börnin velja sér námskeið
sem þau eru á alla dagana, tvo
tíma í senn. Námskeiðin sem
hægt er að velja um era: leik-
list, myndlist, kvikmyndagerð,
íþróttir, grímugerð og tónlist
og dans, síðasta kvöldið sýna
börnin afrakstur námskeið-
anna með sýningu á lokakvöld-
vöku. Um verslunarmanna-
helgina era svo eldri börn eða
unglingatímabil og líkur sum-
arbúðunum að því loknu. Að
sögn Svanhildar er stefnt að
því að Ævintýraland verið í
framtíðinni staðsett á Hvann-
eyri og að næsta sumar verði
einungis upphafið að góðu
samstarfi.
Eftir góðan dag í phantasialandi með gestgjöfutn okkar.
Landslið Þýskaland - Island. Island ígidum búningum. Leikurinnfór 4-6.