Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 7. tbl. 7. árg. 18. febrúar 2004 Kr. 250 í lausasölu Snæfellsnes fyrsta landsvæðið í Evrópu til að fá vottun Green Globe Fulltrúar fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi aflientu í gær Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, skýrslu um framtíðarstefhu sína fyrir Snæfellsnes. Skýrslan inni- heldur stefhu í sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála á Snæfellsnesi til ársins 2015 og er fýrsti áfanginn í því að Snæfells- nes í heild sinni verði vottað sem umhverfisvænt svæði af alþjóða- samtökunum Green Globe 21. Samkvæmt upplýsingum Skessu- horns er þetta fyrsta heildstæða landsvæðið í Evrópu sem fær vottun af þessu tagi. Vinna við verkefnið hófst í september s.l. en miðað er við að Snæfellsnes fái vottun sem uhverfisvænt ferðamannasvæði næsta haust. Hitaleit á Akranesi Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar hefur að und- anförnu staðið í samningum við landeigendur á svæðinu frá Deildartunguhver að Akranesi. Tilefnið er að rannsaka betur og til hlítar jarðhita á þessu svæði með nýtingu í huga. Akranes- kaupstaður samþykkti í síð- ustu viku samning við HAB en áður hafði Borgarbyggð og nokkrir landeigendur gert slíkt hið sama. Líkur standa til að samningavið- ræðum ljúki á næstu vikum og í ffamhaldinu verði hafist handa við rannsóknir. -háp Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfeitsbæjar afhendir Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, skýrslu um stefnumótun i umhverfismálum á Snæfellsnesi. amesi. GREEN GLOBE 21 em al- þjóðleg samtök sem votta um- hverfisstjórnun fyrirtækja og stofhana innan ferðaþjónustunn- ar. Þau njóta alþjóðlegrar viður- kenningar og hafa nú vottað eða vinna að undirbúningi á vottun fyrirtækja í yfir fimmtíu löndum. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að sveitarfé- lögin bindi umtalsverðar vonir við þennan gæðastimpil sem vottun Green Globe 21 samtak- anna sé. „Við höfum trú á að þetta verði til að styrkja Snæfells- nesið enn frekar sem ferða- mannasvæði og einnig teljum við þetta styrkja aðrar atvinnugrein- ar, ekki síst sjávarútveg. Það ligg- ur allavega í augum uppi að fisk- ur sem veiddur er og unninn á svæði með þennan stimpil ætti að verða enn betri söluvara. GE Það em Snæfellsbær, Gmndar- fjörður, Stykkishólmur, Helga- fellssveit og Eyja- og Miklaholts- hreppur sem standa að verkefn- inu og hafa þeirra fulltrúar tmnið að stefhumótuninni en verkefnis- stjórnin er í höndum Guðrúnar og Guðlaugs Bergmann ffá Leið- arljósi ehf. á Hellnum og Stefáns Gíslasonar ffá Umís ehf. í Borg- Svana Hrönn tvöfaldur Islandsmeistari Þriðja og síðusta umferð ís- landsmótsins í glímu fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla á laugar- dag og má segja að það hafi ver- ið dagur Dalakvenna á glímu- vellinum. Sólveig Jóhannsdótt- ir, Glímufélagi Dalamanna, sigraði í í opnum flokki og í +65 kg. flokki kvenna en systir hennar Svana Hrönn Jóhanns- dóttir sigraði samanlagt í báð- um flokkunum og er því Is- landsmeistari í þessum flokk- um. Glímufélag Dalamanna sigraði síðan með yfirburðum í stigakeppninni í kvennaflokki. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum glímukonum úr Dölunum. GE Einhver Hrútanna í Staðarsveitinni hefur verið óvenju fljótur á sér sl. haust en á Álftavatni i Staðarsveit eru nú komin lömb á miðjum þorra. Á myndinni sjást Björk Gísladóttir og Kóngur. Jtorgi rnesi ,þú fœrð allt til alls hji

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.