Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 2004
ju£S9Unu>~
Til minnis
Við minnum á dansleik í Félags-
heimilinu Klifi í Olafsvik fyrir bæj-
arbúa í boði Hótels Ólafsvíkur.
Stuðboltarnir í Klakabandinu
halda uppi stuðinu. Ókeypis að-
gangur - aldurstakmark 18 ár.
Minnum ennfremur á allt annað
sem er á döfinni áVesturlandi og
það er ekki lítið.
(2)®©
Var hlutur Skaga-
manna í Orkuveitunni
nýttur til að halda
Alfreð út úr liði
Reykjavíkurhrepps?
Nei, leikurinn
var settur á
sérstaklega þar
sem vitað var
að Alfreð var
að undirbúa
sextugsafmæl-
ið sitt, þannig
að hann gat ekki verið með.
Gís/i' Gíslason bæjarstjóri á Akra-
nesi var i liði bæjarfulltrúa sem
mætti borgarfulltrúum á Jaðars-
bökkum sl. fóstudag eins og sjá má
á baksiðu. Akurnesingar eiga hlut-
fallslega mest I Orkuveitu Reykja-
víkur en þurftu ekki að nýta sér
itök sin þar til að hafa áhrif á leik-
mannamál heldur beittu alkunnri
kænsku við val á leiktima.
Veðivrhorfnr
Á morgun fimmtudag heldur
áfram að rigna og blása en á
föstudag á að draga úr vindi en
snjóa litið eitt. Á laugardag getum
við svo kvatt þorrann og heilsað
góu með lítilli ofankomu og sól
þegar líður á daginn. Hiti verður á
bilinu 0-5 gráðu frost en kaldast
verður á kvöldi þorraþræls en þá
má búast við 10 gráðu frosti.
Sparninj viNnnar
I síðustu viku var spurt á
fréttavefnum Skessuhorn.is
„Ertu bloggari?"
14,1 % svöruðu: „Já - mjög afkasta-
mikiir - „Já - en blogga sjaldan"
sögðu 20,5%, „Nei - tilhvers"
svöruðu 3,1%, „Nei - en ég les
blogg annarra sögðu 20,5% og
21,8% sögðu „hvað er þetta
blogg???“
I þessari viku er spurt:
Eru fermingar úrelt fyrirbrigði?
Takið afstöðu á
skessuhorn.is
VestlencTinjivr
viNnnar
Eru hjónin Guðrún og Guðlaugur
Bergmann á Brekkubæ á Hellnum
en þau eiga öðrum fremur heið-
urinn af því að nú hyllir undir að
Snæfellsnes verði fyrsta samfellda
landsvæðið á Norðurhveli jarðar
sem umhverfisvænt ferðamanna-
svæði.
Síðasta steypan í Kolgrafarfirði
Síðastliðinn sunnu-
dag var lokið við að
steypa brúna yfir
Koigrafarfjörð. Vinn-
an við þennan síð-
asta áfanga tók 16
klukkustundir. Alls
er brúin 230 metrar
en síðan eru veg-
fyllingarnar eftir.
Samgönguráðherra
mætti á staðinn til
að fylgjast með
framkvæmdum.
Mynd: Gunnar
Sníkjudýr veldur
iðrakveisu á Akranesi
Orðið hefur vart við áltveðna
iðrasýkingu á Akranesi. Um er
að ræða sníkjudýr, Giardia
lamblia, sem lifir í maga sjúk-
linga og veldur magapest.
Nokkrir einstaklingar hafa
geinst veikir og vilja sumir
kenna vatninu á Akranesi um.
Bæði Heilbrigðiseftírlit Vestur-
lands og Orkuveita Reykjavíltur
taka reglulega sýni úr vatninu og
hefur ekkert í þeirra niðurstöð-
um bent tíl annars en að vatnið á
Akranesi sé í góðu lagi. Þetta
sníkjudýr berst mjög auðveld-
lega á milli manna og hefur ver-
ið bent á að ef það væri í vatninu
væru flestir ef ekki allir Skaga-
menn með hastarlegan niður-
gang.
Líklegast er því að smitaður
einstaklingur hafi borið smit á
milli fólks. Reynir Þorsteinsson
heilsugæslulæknir á Akranesi
sagði í samtali við Skessuhorn að
undanfarin ár kæmu reglulega
upp tilvik sem þetta bæði á
Akranesi og annars staðar á
landinu. Eins og áður sagði
berst sýkillinn mjög greiðlega á
milli manna og er því öllum sem
greinast ráðlagt að halda sig
heima við þar til þeir verða
hressir. I þessu tilviki gildir al-
menna reglan að þeir sem eru
með iðrakveisu leiti til læknis,
hugi vel að hreinlætinu og séu
sem minnst innan um annað
fólk.
Umhverfisstofnun og sótt-
varnarlæknir auk heimamanna
eru nú að meta hvort grípa þurfi
til einhverra frekari aðgerða.
Enn sem komið er þykir ekki á-
stæða til þess en málið er í ná-
kvæmri skoðun.
Þeir sem hafa áhuga á að
kynna sér nánar einkennin er
bent á heimasíðu landlæknis-
embættisins og slá þar inn leitar-
orðið giardia. -háp
Náttúrufræðistofiiun á Hvanneyri?
Fulltrúar þéttbýlissveitarfé-
laga á Vesturlandi og fulltrúi
SSV áttu fund með þingmönn-
um Norð-vesturkjördæmis
þann 16. febrúar sl. A fundin-
um var m.a fjallað um flutning
ríkisstofnana á Vesturland en
hreyft hefur verið við þeirri
hugmynd að flytja Náttúru-
fræðistofnun Islands til
Hvanneyrar til viðbótar þeim
stofnunum landbúnaðarins sem
áður hefur verið fjallað um.
A fundinum var mest rætt um
byggðamál og hlutverk
Byggðastofnunar, verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga,
tekjustofna sveitarfélaga og
sameiningarmál. Einnig var
talsvert rætt um aukinn kostnað
sveitarfélaga af ýmsum verkefn-
um vegna breyttra leikreglna
ríkisins. A önnur mál var drep-
ið stuttlega, en niðurstaðan var
sú að fundurinn hefði verið afar
gagnlegur að vanda.
-háp
Það fór betur en á horfðist þegar tveir ungir ökumenn ráku bíla sína
saman á Skagabrautinni sl. föstudag. Að sögn lögreglunnar á Akranesi
ætlaði annar ökumaðurinn að reyna framúrakstur en misreiknaði sig
með þeim afleiðingum að hann skall á hinni bifreiðinni með þeim afleið-
ingum að þær hentust báðar inn í garð og önnur þeirra endaði ferð sfna
á húsveggnum. Það þykir mesta mildi að enginn meiðsl urðu á fólki.
-háp
Borgfirð-
ingahátíð
Síðastliðinn vetur var haldin
Borgfirðingagleði á skemmti-
staðnum Broadway í Reykjavík
þar sem boðið var upp á fjöl-
breytta dagskrá og dansleik á
eftir. Þessi uppákoma þótti
takast það vel að ákveðið hefur
verið að endurtaka leikinn
föstudaginn 5. mars n.k. Dag-
skrá hátíðarinnar er í smíðum
en þar verður tjaldað til mörgu
af því besta sem býðst af borg-
firskri menningu í dag og er
ljóst að af nógu er að taka.
Það er hljómsveitin Stuð-
bandalagið sem hefur veg og
vanda af skipulagningu hátíð-
arinnar. GE
Utlit íýrir
rekstrarhalla
Samkvæmt bráðabirgða-
uppgjöri fyrir síðasta rekstrar-
ár Fjölbrautaskólans Vestur-
lands þá er u.þ.b. fjögurra
milljóna króna halli á rekstri
skólans. Þetta kom fram hjá
Herði Helgasyni skólameist-
ara á fundi skólanefndar sem
haldinn var 11. febrúar sl.
Einnig kom fram að enn er
ekki Ijóst hvort skólinn hefúr
fengið allt það rekstrarfé ffá
ríkinu sem honum bar að fá á
sl. ári.
-háp
Dregst á
langinn
Urskurður Skipulagsstofn-
unnar urn Hellisheiðarvirkjun
var á loka metrunum þegar
Skessuhom var búið til prent-
unar. Eins og áður hefur ver-
ið greint ffá bárust fjórar at-
hugasemdir við framkvæmd-
ina auk lögbundinna um-
sagna. Að sögn Jakobs Gunn-
arssonar sérfræðings hjá
Skipulagsstofnun er hinu lög-
formlega ferli ekki lokið. Nú
fer í hönd eins mánaðar kæra-
ffestur og ef kærur berast hef-
ur umhverfisráðherra 8 vikur
til þess að svara þeim. Norð-
urál hefur enn ekki tekið
formlega ákvörðun um hvort
af stækkun verði. Ragnar
Guðmundsson ffamkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Norðuráls
segir að þeir séu á síðustu
metrunum í að klára þeirra
vinnu. „Það hefúr enn ekkert
koinið upp sem ýtir okkur út
af borðinu. Enn er þó ekki
allt komið fram þannig að á-
kvörðun okkar gæti dregist
eitthvað," sagði Ragnar en
gert var ráð fyrir að ákvörðun
lægi fyrir um næstu mánaða-
mót.
Það er því enn ekki komið á
hreint hvort af Norðuráls-
stækkun verður eður ei en víst
er þó að málið þokast áleiðis.
-háp
Hótel
Hamar
Akvörðim hefur verið tekin
um að fyrsta golfhótel Iands-
ins muni rísa við golfvöllinn á
Harnri (við Borgarnes) fyrir
vorið 2005. Það er Hjörtur
Árnason vert í Shellstöðinni í
Borgarnesi sem vinnur að
undirbúningi hótelbygging-
arinnar en í fyrsta áfanga er
gert ráð fyrir 40 manna hóteli
sem reist verður í nágrenni
golfskálans.
MM