Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 2004
jAtaautnj...
Tölvuþjónustan fær úthlutað lóð undir nýtt húsnæði
Esjubrautin í andlitslyítmgu
Grunnurinn að velgengni hér heima en vaxtarmöguleikarnir sunnan ganga
Tölvuþjónustan á Akranesi
fékk nú nýverið úthlutað lóð-
inni við Esjubraut 49. Aður
hafði þeirri lóð verið skipt nið-
ur í tvo hluta og hefur þeim nú
báðum verið úthlutað. Vignir
G Jónsson ehf. fékk þann hluta
sem er nær Þjóðbrautinni en
Tölvuþjónustan, eins og áður
sagði þann hluta sem liggur
með Smiðjuvöllum, þar sem
bragginn stendur. Vignir G.
Jónsson sótti einnig um lóðina
við Esjubraut 49 'en bæjarráð
úthlutaði Tölvuþjónustunni
lóðinni eins og áður sagði.
Skessuhorn hitti þá bræður
Eirík og Alexander Eiríkssyni,
en þeir voru meðal stofnenda
Tölvuþjónustunnar árið 1991
og er Tölvuþjónustan í hópi
þeirra fyrirtækja í tölvugeiran-
um sem er með hvað elsta
kennitölu. Að sögn þeirra Ei-
ríks og Alexanders er ætlunin
að reisa nýtt húsnæði fyrir
starfsemina og skapa þar með
rými fyrir fyrirtækið til að vaxa
og eflast enn frekar en átta
manns starfa nú hjá Tölvuþjón-
ustunni. Þeir eru bjartsýnir
fyrir hönd þessa svæðis og telja
að fyrirtæki hér séu að styrkjast
og dafna.
Bætt þjónusta
Húsnæðið sem um ræðir er
360 m2 einingahús frá Smell-
inn á einni hæð. Aform Tölvu-
þjónustunnar eru að byggja tvö
slík hús á lóðinni, annað fyrir þá
sjálfa en hitt sem verslunar og
skrifstofuhúsnæði og er nú
verið að leita eftir samstarfsað-
ila um byggingu þess.
Með nýju húsnæði vinnst
margt, hægt verður að bæta við
starfsfólki, verslunin sjálf verð-
ur betri og einnig mun þar
verða fullkomin hýsingarsalur
fyrir netþjóna. Hýsingarþjón-
usta er einmitt sá þáttur sem
hefur aukist hvað mest hjá
Tölvuþjónustunni. „Það eru
mörg fyrirtæki sem vilja losna
við að hafa netþjóna í sínu hús-
næði sem bæði taka pláss og oft-
ar en ekki þarf að leggja útí
mikla vinnu við loftkælingu á
þeim herbergjum þar sem
netþjóna eru geymdir. Með
hýsingu spara fyrirtækin sér
bæði pláss og vinnu. Hér sjáum
við um afritunartöku og alla
þjónustu við búnaðinn. Segja
má að sú ljósleiðaratenging til
Reykjavíkur sem við lögðum í
samstarfi við LínuNet hafi gert
okkur þetta mögulegt,“ sagði
Eiríkur.
Vöxtur í gegnum
göngum
„Við höfum þá trú að upplýs-
ingafyrirtæki geti vaxið og dafn-
að þrátt fyrir að það sé ekki í
Reykjavík. I okkar huga eru
göngin tækifæri og í dag er
staðan sú að við erum með eitt
stöðugildi sem er nánast ein-
göngu að vinna í Reykjavík. Þar
erum við að þjóna traustum
stofnunum og fyrirtækjum eins
og Seðlabankanum, Orkuveitu
Reykjavíkur, Jarðborunum ehf
og Biskupsstofu svo eitthvað sé
nefnt. Grunnurinn af starfsem-
inni okkar er þó þau fjölmörgu
fyrirtæki á Akranesi og næsta
nágrenni sem við höfum
þjónustað í gegnum árin, en
vöxtur fyrirtækisins er í gegnum
göngin," sagði Alexander.
Aætlanir Tölvuþjónustunnar
gera ráð fyrir að flutt verði inn í
nýtt húsnæði næsta haust. Lóð-
ina fær fyrirtækið byggingar-
hæfa 1. apríl n.k. og munu
byggingarframkvæmdir hefjast
þá í kjölfarið.
-háp
Esjubraut 49 í dag. Líklegt er að margir fagni því að bragginn hverfi og
þessi lóð verði nýtt undir annað en geymstupiáss fyrir misfagra muni.
Töivumynd af húsunum tveimur sem Tölvuþjónustan hyggst byggja á
Esjubraut 49. Fyrirtækið mun sjálft flytja í húsið vinstramegin, nær
Smiðjuvöllum.
}jó imstiui ug Jýsi i igu i
i
w
■
l-'jónustuauglýsingar l}j ón ustuuugJýsingui
,
Parft pú aö gefa út bœkling,
dreifibréf, ársskýrslu eða heila bók?
Sinnum útgáfuþjónustu fyrir
fyrirtæki og félagasamtök
Gerum föst verðtilboð í hönnun,
umbrot, prentun, textagerð og
umsjón slíkra verkefna
íó/uáiJoyjóJjjónmta t ()dil
Skessuhorn ehf
Sími 437-1677
■
BBBI
FYRIRTÆKI - HEIMILI
SUMARHÚS
Þetta fyrirtæki er vaktað !
NÆTURSÍMI 690 3900, «903901,6903902
Einangrunargler
Öryggisgler
Speglar
Tvöföld líming - 5 ára ábyrgð
Gæðavottað frá RB
Fljót og góð þjónusta
Sendum á staðinn
4
~—
GLER
” ÖLUN
Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828
Öryggismiðstöð
Vesturlands
864 5507
Hársnyrtistofa
Hyrnutorgi
Borgarnesi
sími 4371125
SJOVA JDALMENNAR
Borgarbraut 61,310 Borgarnesi. S: 437 1040
Amerískir bílar
Get útvegað flestar gerðir Amerískra
bifreiða frá Canada bæði nýrra nýlegra
og þá lítið notaðra.
Innflutningsaðilinn er með 30 ára
reynslu í innflutningi bifreiða.
Afhendingarfrestur er 1-2 mánuðir.
Hafið samband.
Gústi í sima 892-4324
MÁLA BÆINN KAllÐAN,
EÐA í HVAÐA LIT SEM R1VILT
Alhliba málningaverktaki
BKYINifÓUFUK Ó. EINARSSON
CSM: 894 7134
llejmasmL 435 1447
undi II - Lundarreykjadal -311 Borgarnesi