Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 7
jtttsaunu.-. 5 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 2004 7 Snæfellsnes í fararbroddi Fyrsta landsvæðið á Norðurhveli jarðar sem fær umhverfisvottun Green Globe Frá afhengingu skýrslunnar í Iðnó í gær. F.v.: Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms, Hildibrandur Hildibrandsson oddviti Helga- fellssveitar, Eyþór Björnsson bæjarstjóri Grundarfjarðar, Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra, Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Guð- bjartur Gunnarsson, oddviti Eyja og Miklholtshrepps og Kristinn Jón- asson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. I gær afhentu sveitarstjórnir á Snæfellsnesi Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra skýrsluna „Stefha í sjálfbærri þróun um- hverfis- og samfélagsmála á Snæ- fellsnesi til ársins 2015“ Stefnu- mótunin er liður í undirbúningi að vottun Green Globe 21 á Snæfellsnesi sem sjálfbæru sam- félagi með megináherslu á ferða- þjónustu. Hún er byggð á skýslu Samgönguráðuneytisins sem ber heitið: Islensk ferðaþjónusta - framtíðarsýn. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru þau íyrstu sem vitað er að hafi mótað sér fram- tíðarstefnu samkvæmt henni, en þar er megináherslan lögð á sjálf- bæra þróun. Þegar kemur að því að Green Globe votti Snæfells- nes sem umhverfisvænt ferða- þjónustusvæði verður það í fýrsta sinn sem heil sveitarfélög og heilt landsvæði, á norðurhveli jarðar fá vottun af þessu tagi. Stefnt er að því að það verði næstkomandi haust. Sveitarfélögin sem að verkefn- inu koma eru Snæfellsbær, Grundaríjörður, Stykkishólmur, Helgafellssveit og Eyja og Miklaholtshreppur. GREEN GLOBE 21 eru al- þjóðleg samtök sem votta um- hverfisstjórnun fyrirtækja og stofnana innan ferðaþjónustunn- ar. Þau njóta alþjóðlegrar viður- kenningar og hafa nú vottað eða vinna að undirbúningi á vottun fýrirtækja í yfir fimmtíu löndum. Formlegur undirbúningur að vottun Snæfellsness hófst þann 15 september á síðasta ári. Verk- efnisstjórn er í höndurn Guðrún- ar og Guðlaugs Bergmann ffá Leiðarljósi ehf. á Hellnum og Stefáns Gíslasonar ffá Umís ehf. í Borgarnesi. Gerð var úttekt á stöðu sveit- arfélaganna í helstu málaflokk- um sem snúa að viðmiðum GREEN GLOBE 21. f fram- haldi af úttektinni var unnin rúmlega 30 síðna skýrsla um þann þátt verkefnisins. Frum- skýrslan var unnin á ensku, en þýðing yfir á íslensku er í undir- búningi. Ymsar áhugaverðar niðurstöð- ur komu fram í skýrslunni, m.a. að: Sú þjóð sem gistir flestar gistinætur á Snæfelisnesi (tölur frá 2002) eru íslendingar sem gista yfir 15.000 gistinætur, á meðan Þjóðverjar sem koma næst á eftir eru einungis með rúmlega 5.500 gistinætur af þeim rúmlega 38.000 gistinótt- um sem skráðar eru hjá hótelum og gistiheimilum. Samkvæmt tölum frá þremur stærstu sveit- arfélögunum skila þau inn til endurvinnslu um 950.000 drykkjarumbúðum (plast, ál, gler). Þá má nefna að áætlað er að rúmlega 100.000 ferðamenn hafi komið til Snæfellsness árið 2002. Strax í upphafi undirbúnings- ferilsins ákvað samgönguráðu- neytið að styðja verkefni í sam- ræmi við ferðamálastefiiu stjórn- valda og hefur það styrkt það bæði með fjármagni og aðgagni að hverskonar upplýsingum. I ræðu sinni við afhendingu skýrslunnar sagði Kristinn Jón- asson bæjarstjóri Snæfellsbæjar m.a.: „Eg lít svo á að með þessu verkefni sé á margan hátt verið að brjóta blað. I fyrsta lagi tel ég að sveitarstjórnirnar á Snæfells- nesi hafi sýnt mikla framsækni þegar þær ákváðu að leita eftir vottun frá GREEN GLOBE 21. Jafnframt vil ég sérstaklega þakka samgönguráðherra fýrir að hafa stutt við bakið á okkur til að geta látið þetta verkefni verða að veruleika. Ég tel að þar og með skýrslu sinni um framtíðar- sýn íslenskrar ferðaþjónustu hafi hann lagt grunninn að því að horft sé lengra inn í framtíðina þegar unnið er að skipulagsmál- um ferðaþjónustunnar í heild sinni hér á landi.“ Þá sagðist Kristinn líta svo á að sveitarfélögin hefðu yfirstigið gamlar samkeppniserjur með því að sameinast um þetta verkefni, sem væntanlega gæti orðið grunnur að stjórnsýslulegri sam- einingu þeirra. Væntanleg vottun Snæfells- ness hefur vakið umtalsverða at- hygli erlendis og m.a. segir Guð- laugur Bergmann að forsvars- menn Green Globe bindi vonir við að Island geti orðið fýrsta landið sem fær vottun samtak- anna. GE INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIB0RGARNESI KVELDULFSGATA 6, Borgarnesi íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi, 124 ferm. og bflskúr 24 ferm. Forstofa flísalögð. Stigi og stigapallur parketiagður, skápur á stigapalli. Hol, gangur og stofa parketlagt. Eldhús parketlagt, viðarinnr., nýlegar borðplötur og tæki. Baðherb. flísalagt, sturta. Fjögur herbergi, þrjú parketlögð en eitt teppalagt. Búr, þvottahús og geymsla. Ibúð í góðu ástandi inni sem úti. Verð: 12.500.000 \ ' j fflBEi Allar nánori upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 437 1 700, 860 2181, fax 437 1017, netfang: lit@isholf.is veffang: simnet.is/lit Fyrirlestur í héraði: „Ferð um fornar slóðir“ Þriðjudaginn 24. febrúar klukkan 20:30 mun Þorgrímur Gestsson blaðamaður halda fyrirlestur sem nefnist: „Ferð um fornar slóðir” í húsnæði Snorrastofu í Reykholti. Aðgangseyrir er 500 kr. Boðið verður upp á kaffi í hléi. Húsnæði til leigu Fasteignir ríkissjóðs vilja leigja neðangreint húsnœði: Skrifstofuhúsnæði að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi ð 3tÍSt í fur til Má 1197 ngum t rik.is, Um er að ræða rými á 1. hæð, alls 86 fm a meðtalinni hlutdeild í sameign. Rýmið ski tvær skrifstofur og rannsóknastofu sem he sjálfstæðar dyr út á bílastæði. Húsnæðið et sýnis eftir nánara samkomulagi við Sigurc Einarsson hjá Veiðimálastofnun í síma 437 Óskað er eftir skriflegu tilboði með upplýsi um bjóðanda og leigufjárhæð. Tilboð beris Fasteignum ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík eða í netfang: snaevar@fast fyrir 8. mars nk. Bókhald - ráðgjöf endurskoðun Höfum opnað nýja bókahalds-, ráðgjafar- og endurskoðunarskrifstofu að Kirkjubraut 54-56 á Akranesi. • Þarftu að bœta reksturinn? • Ertu með álitlega viðskiptahugmynd? • Er bókhaldið vandamál? Bókhald og uppgjör Almenn rekstrarráðgjöf, svo sem markaðsráðgjöf, fjármálaráðgjöf og endurskipulagning fyrirtækja. Gerð . viðskiptaáætlana og fleira. 1 Endurskoðun og ársreikningagerð | Ýmis tengd þjónusta við fyrirtæki og frumkvöðla. I Verið velkomin að leita upplýsinga um þjónustu og verð í símum 894-8998 (Magnús) og 898-9255 (Konráð). Guðbjörg Ólafsdóttir, skrifstofutæknir Konráð Konráðsson, lögg. endurskoðandi Magnús Magnússon, rekstrarfræðingur im. M2-ráðgjöf ehf Kirkjubraut 54-56 - Akranesi sími 433 5500 - fax 433 5501 - m2@m2.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.