Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 11
^&£S9um/^
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 2004
11
Samstarf LBH og LHI
W 1 i LU !
Islensk náttúra og umhverfis-
hönnun er yfirskrift sameigin-
legs námskeiðs Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri og Listahá-
skóla Islands. Um er að ræða
stutt námskeið þar sem nemend-
ur á fyrsta ári við umhverfis-
skipulag á LBH vinna með
Listaháskólanemum m.a. að
verkefni við Hreppslaug í
Skorradal. Hugmyndin að baki
námskeiðsins er að ná betri
tengingu milli hópa sem vinna
að hönnun þar sem lögð er á-
hersla á samband manns og
náttúru - allt milli þalls og þöra.
Námskeiðið sitja þeir nemendur
sem era á fyrsta ári við umhverf-
isskipulag á Hvanneyri og 1. og
2. árs nemar úr ýmsum brautum
Listaháskólans. Námskeiðið
hófst í dag, miðvikudaginn 18.
febrúar og lýkur með kynningu
verkefna 16. mars nk.
Methagnaður hjá
Sparisjóði Mýrasýslu
Úr afgreiðslu Sparisjóðs Mýrasýstu. Jóhann Oddsson er afgreiddur af
Katrínu Magnúsdóttur. í baksýn er Magnús Þorkelsson.
Sparisjóður Mýrasýslu skilaði
133,5 milljóna krónu hagnaði
fyrir árið 2003 og er þetta eitt
besta rekstrarár í 90 ára sögu
sjóðsins. Til samanburðar nam
hagnaður ársins 2002 100,5
milljónum króna. Vaxtatekjur
jukust um 23% milli ára og
voru 1.119 milljónir króna en
vaxtagjöld námu á sama tíma
658 milljónum.
Hagnaður fyrir framlag á af-
skriftareikning var 453 m. og
jókst um 89% á milli ára. Fram-
lag á afskriftareikning útlána
var 281 milljón og jókst um
150% milli ára. Heildarinnlán
sparisjóðsins jukust um 37% og
eru nú 10.220 milljónir króna.
Heildareignir SPM í lok árs
2003 nema 12.768 milljónum
Fjármála-
stjóra-
færslur
Steypustöðin Þorgeir &
Helgi hf. hafa ráðið til sín
nýjan fjármálastjóra, Elías
Halldór Olafsson sem mun
taka við af Ingu Osk Jóns-
dóttir sem var á dögunum
ráðin sem fjármálastjóri
Skagans hf. Elías sem hefur
störf fljótlega eftir næstu
mánaðamót var áður þár-
málastjóri hjá Nótastöðinni
og Verslunarþjónustunni.
króna og eigið fé var á sama
tíma 1.211 milljónir. Aætlanir
gera ráð fyrir að rekstur Spari-
sjóðs Mýrasýslu verði með svip-
uðu sniði á árinu 2004 og hann
var á síðastliðnu ári. Sparisjóð-
urinn keypti allt stofnfé í Spari-
sjóði Siglufjarðar á fyrri hluta
ársins 2003 og samanstendur
uppgjör samstæðunnar af upp-
gjöri móðurfélagsins ásamt
dótturfélögum þess.
90 ára saga
I frétt á vef spm.is er sagt frá
ýmsu er tengist síðastliðnu ári
og því sem hafið er. Sparisjóð-
urinn hefur, eins og Skessuhorn
hefur áður greint frá, gengið frá
sölu á núverandi húsnæði sínu
að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
til Borgarbyggðar og mun inn-
an skamms byggja nýtt húsnæði
yfir starfsemi sína. Sparisjóður-
inn fagnaði 90 ára starfsafmæli
á nýliðnu ári. Af tilefni þess
voru haldnar ýmsar uppákomur
og gefið út veglegt rit um sögu
sparisjóðsins í 90 ár.
Vesturland hf.
Áhersla á fyrirtækjaráðgjöf
hefur verið aukin í sparisjóðn-
um og sá hann m.a. um kaup á
Basalti ehf. og Johan Rönning
hf. á liðnu ári. Sparisjóðurinn
tók þátt í hlutafjáraukningu hjá
Eignarhaldsfélagi Vesturlands
ehf. ásamt Byggðastofnun en
markmið Eignarhaldsfélagsins
er að styrkja nýsköpun og at-
vinnuuppbyggingu á Vestur-
landi og hefur eftir hlutafjár-
aukninguna bolmagn til að taka
þátt í stærri verkefnum. Spari-
sjóðurinn gerði öðrum hluthöf-
um í Hlutabréfasjóði Vestur-
lands hf. yfirtökutilboð á árinu
2003 í hlutabréf þeirra og eign-
aðist við það allt hlutafé sjóðs-
ins fyrir árslok.
^/rlíftanda/
Mýrandinn svífur yfir
Hótel Borgarnesi #|g
þann 19. mars á S jl
Góugleði
Mýramanna fjær og
nær.
• ^MLátuóaikoSUoezóut
• Jioktimm tidagsktá L be'uini <fíiá
átakasoa&umun á ^JPXijzak.
• ■^J^Újómsoeitin Uppúiffting úeikut fiftiz
Óansi.
• TJeisáustjózi: ^Kaízi JÖaage
Miðapantanir í síma: 899 4098 eða
með tölvupósti á: gisli@skessuhorn.is
*
Menningarsamtök Mýranna (MYR)
^AuíU'i þú
cjbsrjcjjrjcju
ljccj iíuYfl
Láttu okkur vita í síma
899 4098 (Gísli) og
892 2698 (Hrafnkell)
ódýrt bensín
MM