Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 5
alkl^sunu^
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 2004
5
Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness
Opinber rannsókn á
fjárreiðum félagsins
Hervar Gunnarsson fyrrverandi formaður fagnar rannsókninni
Aðalfundur Verka-
lýðsfélags Akraness
var haldinn sl.
fimmtudag. Þetta var
fyrsti aðalfundur nýrr-
ar stjórnar sem tók við
á sl. ári eftir talsvert
róstursamt tímabil í
sögu félagsins. A fund-
inum voru ársreikn-
ingar fýrir árin 2002
og 2003 samþykktir,
kosið var í stjórn or-
lofs- og sjúkrasjóðs,
kjörstjórn og skoðun-
armenn reikninga.
Að sögn Vilhjálms
Birgissonar formanns,
var fundurinn langur
en gagnlegur, en hann
stóð í rúma 5 klukkutíma. Fé-
lagsmenn óskuðu eftir að
blaðamaður yrði ekki viðstadd-
ur fundinn en aðspurður sagði
Vilhjálmur í samtali við
Skessuhorn að fundurinn hafi
farið vel fram. „Við erum stað-
ráðin í að lægja öldurnar í fé-
laginu og við erum komin vel á
veg með það,“ sagði Vilhjálm-
ur.
Opinber rannsókn
Varðandi málefni fýrrum for-
manns VLFA, Hervars Gunn-
arssonar, sagði Vilhjálmur að
fundurinn hafi samþykkt tillögu
Lárusar Engilbertssonar, þess
efnis að fara fram á opinbera
rannsókn á fjárreiðum félagsins
og óútskýrða reikninga frá tíð
formannsins fýrrverandi. Vil-
hjálmur sagði endurskoðanda
félagsins hafa lýst því yfir, eftir
að hafa skýrt reikninga félags-
ins, að honum hafi sjálfum orð-
ið á ákveðin mistök og að fýrr-
verandi formaður hafi að öllum
líkindum ekki verið traustsins
verður.“
Hervar Gunnarsson sagðist í
samtali við Skessuhorn fagna
framkominni tillögu félagsins:
„Eg hefði viljað að opinber
rannsókn hefði farið fram fýrir
löngu í stað þess að tiltekinn
einstaklingur, sem virðist hafa
tekið það sér fýrir hendur að
koma mér á kaldan klaka, stæði
í slíkri vinnu,“ sagði Hervar.
Hann bætti við: „Eg ítreka að
ég fagna því að opinber og óháð
rannsókn fari nú loks af stað.“
Haraldur hættir
Vilhjálmur segir að rekstur
félagsins og fjármálastjórnun
hafi tekið algjörum stakkaskipt-
um til hins betra frá því ný
stjórn tók við félaginu. „Félagið
átti yfir 20 milljónir í útistand-
andi kröfum sem náðu allt aftur
til ársins 1997, en við erum nú
búin að innheimta nær helming
þeirrar upphæðar. Það nei-
kvæða hjá okkur er að félags-
sjóðurinn var rekinn með 2ja
milljóna króna tapi á síðasta ári,
en heildarkostnaður við kaup
og endurbætur á félagshúsinu
að Sunnubraut 13 er um 20
milljónir króna, eða 5-6 millj-
ónir umfram fasteignaverð
hússins. Því verðum við að bók-
færa þann mismun sem tap í
rekstri félagsins," sagði Vil-
hjálmur.
Nýr framkvæmdastjóri tekur
við hjá félaginu nú um miðjan
mánuðinn, en Haraldur Ing-
ólfsson sem gegnt hefur því
starfi frá sl. ári hverfur til starfa
hjá KB banka en við tekur Hug-
rún Osk Guðjónsdóttir sem
undanfarið hefur starfað á skrif-
stofunni við önnur störf. Að-
spurður segir Vilhjálmur að
bjart sé framundan hjá VLFA.
„Félagið verður 80 ára þann 14.
október í haust og af því tilefni
verður m.a. gefið út veglegt af-
mælisrit og haldin hátíð í haust.
Fyrst og fremst verður þó lögð
áhersla á að kveða niður nei-
kvæða umræðu og leggja á-
herslu á að inenn ræði framtíð-
ina fremur en velta sér sífellt
upp úr gömlum deilumálum,“
sagði Vilhjálmur að lokum.
MM
..það sem
fagmaðurinn
notar!
Ármúli 17, lOB Reykjavík
sími: 533 1334 fax: 5EB 0499
Allar gerðír festinga
fyrir palla og grindverk
álager
á Vesturlandi
í Borgarfjarbarhérabi:
Kynningarfundur í Félagsmibstöbinni Obali
Borgarnesi, sunnudag 9. maí kl. 14.
Á Snæfellsnesi:
Kynningarfundur í Hótel Ólafsvík,
sunnudaginn 9. maí kl. 20.
Landsbygg&in lifi - LBL, er hreyfing fólks, sem vill efla byggb um
land allt. Áhersla er lögb á aö tengja fólk saman, mynda
samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar áhugamannafélög,
. sem hafa það á stefnu sinni að styrkja heimabyggðina.
| Varbandi frekari upplýsingar má benda á heimasíðu samtakanna
www.lanahf.is. Einnig má hringja í 4663127
j eba senda tölvupost í landl'ifmandlif.is.
o
i Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræbingur, Laugasteini, Svarfaðardal,
» formabur samtakanna Landsbyggðin lifi, og væntanlega fleiri, munu
kynna samtökin á fundunum. Almennar umræöur.
Samtökin Landsbyggðin lifi í samvinnu við Framfarafélag
Borgarbyggðar og Framfarafélag Snæfellsbæjar.
ALHLIÐA 'ÁBURÐUR FYRIR KARTÖFLUR,
BLÓMABEB,TRÉ DG SKRAUTRUNNA
kr.
ivarxoriuucsæoi
Rauðar - Premier - Gullauga
Opið: virka daga kl. 8-18, laugard. kl. 10-16, sími: 430 5544, timbursala sími: 430 5540 Verið velkomin!
BYGGIIMGAUÖRURJ
e^íí^kT Borqamesi j