Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 3
§fflgSSUH©ísM
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 2004
3
Century Aluminum Company hefur nú gengið endanlega frá kaupum á öllu
hlutafé í Norðuráli hf. á Grundartanga. Þessi viðburður er í senn áhugaverður
frá sjónarhóli íslensks atvinnulífs og Century Aluminum vegna efnahagslegs
mikilvægis Norðuráls. Century Aluminum býður Norðurál velkomið í hóp
álvera sinna. Fyrir í samstæðunni eru 224.000 tonna álver í Hawesville,
Kentucky, 170.000 tonna álver í Ravenswood, Vestur-Virginíu og tæpur
helmingshlutur í 222.000 tonna álveri í Mt. Holly, Suður-Karolínu.
Höfuðstöðvar Century Aluminum eru í Monterey í Kaliforníu.
Áliðnaður er orðinn ein öflugasta útflutningsgrein íslensku þjóðarinnar og
ný meginstoð atvinnulífsins. Uppbygging Norðuráls er liður í aukinni
verðmætasköpun sem felst í því að breyta vatnsafli og jarðhita í margþættan
efnahagslegan ávinning. Norðurál hefur skapað íslendingum trausta atvinnu
og átt verðugan þátt í að efla búsetu í nágrannasveitarfélögunum.
Að mati okkar hjá Century er starfsemi Norðuráls á heimsmælikvarða og
eykur mjög á breidd samstæðunnar. Ljóst er að samkeppnishæfni Norðuráls
mun verða okkur drjúgur liðsauki í alþjóðlegri samkeppni við önnur háþróuð
og vel rekin álfyrirtæki víða í heiminum. Með kaupunum á Norðuráli erum
við jafnframt að framfylgja þeirri stefnu að dreifa fjárfestingum okkar víðar
og auka fjölbreytni þeirra.
Nokkur veigamikil atriði skiptu sköpum um þá ákvörðun okkar að kaupa
Norðurál. Þar má nefna þróaða grunngerð íslensks samfélags, stöðugieika
í stjórnarfari og efnahagsmálum, góða staðsetningu milli Norður-Ameríku
og Evrópu, aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og síðast en ekki
síst skilvirka stjórnun á umhverfismálum. Einnig er vert að nefna atfylgi
stjórnvalda, sveitarfélaga og verkalýðsfélaga sem hefur reynst framgangi
Norðuráls afar mikilvægt. Þessi atriði eru jafnframt forsenda þeirra áforma
okkar að leggja fram 23 milljarða króna til þess að framleiðslugeta Norðuráls
nái að tvöfaldast árið 2006 og verði þar með 180.000 tonn.
Við kunnum að meta þau tengsl sem sameiginlegir hagsmunir skapa og
við munum leitast við að efla þau og auðga. Við munum einnig leggja
okkur fram um að vera góðir þegnar á íslandi sem við lítum nú á sem
heimaland okkar.
CenturyALUMiNUM
EFLIR almannatengsl / HNOTSKÓGUR