Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 7
^ssunu^
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 2004
7
Ný kvensjúkdóma- og
fæðingadeild við SHA
Stórbætt aðstaða fyrir mikilvæga starfsemi
Jón Kristjánsson og Birgitta Guðnadóttir
klippa á strenginn.
Ný kvensjúkdóma- og fæð-
ingadeild við Sjúkrahús Akra-
ness var tekin í notkun föstudag-
inn 30. apríl sl. Það var heil-
brigðisráðherra, Jón Kristjáns-
son sem opnaði deildina form-
lega þegar hann, ásamt Birgittu
Guðnadóttur fyrsta barninu sem
fæddist á Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi fyrir 52 árum síðan, klipptu
saman á naflastreng í stað hefð-
bundins borða. Strengur þessi
var að vísu aðeins haganlega
gerð eftirlíking úr pappa af þeirn
nafnlastrengjum sem í ffamtíð-
inni verða klipptir á hinni nýju
fæðingardeild.
Bætt þjónusta og
betri aðstaða
Deildin er til húsa á 2. hæð
sjúkrahússins á þeim stað sem
áður hýsti skurðdeild. I máli
Guðjóns Brjánssonar fram-
kvæmdastjóra SHA kom m.a.
ffam að það hafi verið vanda-
samt úrlausnarefhi að umbreyta
gömlu húsnæði svo það mætti
svara vaxandi kröfum um að-
búnað og öryggi.
Sagði hann að
þrengsli hefðu verið
mikil fyrir fæðinga-
og kvensjúkdóma-
þjónustu allt fram-
kvæmdatímabilið en
svo brigði nú við að
fæðingum fjölgaði
sem aldrei fyrr og
kvensjúkdómaaðgerð-
um einnig þannig að
eftirvæntingin eftir
opnun nýrrar deildar
væri mikil og stundin
kærkomin. Guþjón
sagði að nú væri verið að
betrumbæta þjónustu og starfs-
aðstöðu kvennadeildarinnar tíl
muna.
Gjafasjóður Sigurðar
Nýja deildin er vel búin og á
henni má jaffivel sjá það nýstár-
legasta á þessu sviði; nýjungar í
búnaði sem ekki hefur sést fyrr á
Islandi, t.d. nýtt fæðingarrúm,
sérsmíðað fæðingarkar og ýms-
an tækjabúnað. Bæði rúm og
vatnslaug eru fjármögnuð úr
gjafasjóði Sigurðar R Pétursson-
ar heitins, en hann gaf andvirði
íbúðar sinnar á Akranesi til fæð-
ingardeildarinnar og í þágu ný-
fæddra barna. Sigurður lést
haustið 2001.
Auk Guðjóns tóku ýmsir fleiri
tíl máls, gjafir voru færðar og hlý
orð mælt í garð stofnunarinnar
og starfseminnar þar.
Fyrsta bamið fætt
Að vígsluathöfn lokinni var
gesmm boðið að skoða bygging-
una og þiggja kaffiveitíngar.
Meðan gestir fengu að skoða
hina nýju deild fæddist síðasta
barnið á eldri fæðingardeildinni.
Það var síðan sl. mánudag sem
fyrsta barnið fæddist á nýju fæð-
ingarstofunni þegar Helga R
Höskuldsdóttir ljósmóðir, og
starfsaldursforseti starfandi ljós-
mæðra á SHA, tók á móti litlum
dreng þeirra Þórdísar Jónsdótt-
ur og Erps Snæs Haukssonar.
Þar með var deildin að fullu
komin í notkun.
MM
Það er ekki amalegt að koma í heiminn á nýju fæðingardeildinni á Akra-
nesi þegar einhver þeirra tekur á móti manni. Hér eru flestar Ijósmæður
SHA saman komnar á vfgsludaginn. Góð og persónuleg þjónusta þeirra
og annars starfsfólks fæðingardeildar SHA hefur spurst víða, enda velja
sífellt fleiri konur Akranes og koma þær víða að af landinu.
Útbobá
skólaakstri
Borgarbyggb auglýsir eftir tilboöum í skólaakstur
meb nemendur viö Grunnskólann í Borgarnesi.
Um er að ræða 4 akstursleiðir með nemendur af
Mýrum (ein leiðin skiptist í tvo hluta) áætlað samtals
um 316 km á dag og 1 akstursleiö innan Borgarness
sem er um 13 km á dag. Hægt er að bjóða eina
akstursleið eða fleiri en eina.
Verkib er bobib út til fjögurra ára,
þab er skólaárin 2004 - 2005, 2005 - 2006,
2006 - 2007 og 2007 - 2008.
Útboðsgögn fást á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar,
Borgarbraut 11, Borgarnesi gegn 2.000 kr. greiðslu.
Tilboðum skal skila fyrir kl. 14:00 föstudaginn 4.
júní 2004 á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar þar sem
þau verða opnuö í viðurvist þeirra sem þess óska.
Bœjarritari Borgarbyggbar
BORGARBYGGÐ
Stykkishólmsbœr
Verkfræð ingur
tæknifræð ingur
arkitekt
Laust er starf tæknimanns/
byggingarfulltrúa hjá Stykkishólmsbæ
Starfssvið er yfírstjórn tæknisviðs og áhaldahúss,
verklegar framkvæmdir Stykkishólmsbæjar og
stofnana hans, viðhald mannvirkja o.fl. Umsjón
með skipulags- og byggingamálum, jafnframt
störfum byggingarfulltrúa.
Upplýsingar gefur Óli Jón Gunnarsson,
bæjarstjóri í síma 438-1700.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu
Stykkishólmsbæjar, Ráðhúsinu, Hafnargötu 3,
340 Stykkishólmi fyrir 17. maí n.k.
í Stykkishólmi ertu hjá “góðufólki” með góða
grunn-, leik- og tónlistarskóla, mjög góð
íþróttaaðstaða, sjúkrahús og heilsugæslustöð.
„Láttu Hólminn heilla þig“
Bæjarstjóri
SPARISJOÐUR MYRASYSLU
- hornsteinn íhéraði
nnissút
Skráning hjá þjónustufulltrúum