Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 2004
jntaaijtiu.-
Til minnis
Vi5 minnum á dagskrána
„Cráttu ekki góða
mamma" kl 15:00 í félags-
heimilinu Klifi, Ólafsvík
Kynning á verkum og lífs-
hlaupi Jóhanns Jónssonar
skálds frá Ólafsvík. Erindi
flytja Egill Þórðarson, Ey-
steinn Þorvaldsson pró-
fessor og Óskar Guð-
mundsson rithöfundur,
einnig verða flutt lög eftir
Jón Leifs við Ijóð Jóhanns.
Við minnum enn fremur á
fjölda annarra viðburða
sem kynntir eru undir liðn-
um á döfinni og samnefnd-
um stað á vef Skessuhorns,
skessuhorn.is. Þar geta þeir
sem vilja koma áhugaverð-
um viðburðum á framfæri
skráð þá sjálfir, án endur-
gjalds.
Vecfyrhorfnr
Það er búið að vera ansi
kalt á okkur Vestlendinga
undanfarna daga en nú
verður bót á.
Helgin á að vera björt og
hlý. Sólin tekur reyndar
smá hvíld á laugardag en
skín skært á föstudag og
sunnudag. Cóða helgi.
SpMrninj viHMrmetr
I síbustu viku var spurt
„Trúir þú á drauga?"
Flestir töldu sig hafa orðið
þeirra varir eða 39,7%
þeirra sem svöruðu.
23,8% svörðuðu „Já, en
aldrei séð þá eða heyrt."
Jafn hátt hlutfall sagðist
ekki hafa orðið þeirra
vart." 6,3% svöruðu: „Nei,
ég held ekki og jafn marg-
ir kváðust ekki vita neitt
um málið.
I þessari viku er spurt:
Eru sumarfrí í
framhaldsskólum í
mátulegri lengd?
Takib afstöbu á
www.skessuhorn.is
Vestlencjinípvr
viK^nnar
Er Eva Karen Þórðardóttir
leiðbeinandi í Kleppjárns-
reykjaskóla. Hún hefur
þjálfað hina fótafimu nem-
endur Kleppjárnsreykja-
skóla sem náðu frábærum
árangri á íslandsmeistara-
mótinu í samkvæmisdöns-
um um helgina eins og
fram kemur á bls 6.
Enn beðið eftir úrskurði
um Klifhraunsveg
Tíu ár eru síðan Útnesvegur um Ktifraun var úrskurðarður í umhverfis-
mat, fyrra sinn.
Enn hefur eklá verið gefinn út
úrskurður á vegum Skipulags-
stofnunar varðandi vegagerð á
Utnesvegi á Snæfellsnesi. Mat á
umhverfisáhrifum fór fram á
síðasta ári og í febrúar rann út
ffestur skipulagsstofnunar til að
kveða upp sinn úrskurð. Hólm-
fríður Sigurðardóttir sviðsstjóri
umhverfissviðs hjá Skipulags-
stofhun segir að tafir hafi orðið
þar sem tímaffekt hafi verið að
afla gagna. „Það hafa verið tölu-
verð samskipti milli fram-
kvæmdaðila og okkar og síðan
umsagnaraðila og þetta ferli hef-
ur verið tímaffekt. Úrskurðar er
hinsvegar að vænta nú í vik-
unni.“
Hólmfríður bætir við að það
sé að verða regla fremur en und-
antekning að farið sé yfir ædað-
an úrskurðarffest. „Með síðustu
lagabreytingu var svigrúmið
aukið og það hefur ítrekað þurft
á því að halda,“ segir Hólmfríð-
ur.
Saga undirbúnings vegagerð-
ar á útnesvegi ffá Gröf að Arnar-
stapa er orðin býsna löng en tíu
ár munu vera síðan framkvæmd-
in var fyrst á vegaáætlun. Þá var
vegagerðin úrskurðuð í um-
hverfismat og var það fyrsta
vegaframlcvæmdin sem fékk
þann úrskurð samkvæmt löguin
um mat á umhverfisáhrifum.
Vegarstæðið sem Vegagerðin
lagði þá til var nokkru neðar í
landinu en núverandi vegstæði
og var m.a. tekið tillit til snjó-
flóðahættu við val á nýrri leið. I
ffamhaldi af úrskurði skipulags-
stjóra fór þáverandi umhverfis-
ráðherra fram á að gerð yrði at-
hugun á snjóflóðahættu á svæð-
inu. Sú athugun leiddi í Ijós að
núverandi vegstæði er á hættu-
svæði. Með hliðsjón af því mót-
mælti bæjarstjórn Snæfellsbæjar
því að umrædd framkvæmd var
úrskurðuð í umhverfismat öðru
sinni árið 2002. Vísaði bæjar-
stjórn meðal annars til þess að
athuganir á gróðurfari og dýra-
lífi á svæðinu hefðu þegar farið
fram. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
kærði úrskurð skipulagsstjóra tíl
Umhverfisráðuneytis en
kærunni var hafnað.
Fjórar leiðir koma til greina
nú en sú leið sem Vegagerðin
leggur áherslu á er á svipuðum
slóðum og sú sem upphaflega
var úrskurðuð til að sæta mati á
umhverfisáhrifum, fýrir tíu
árum síðan. GE
Skemmdarvargar valda miklu tjóni
Á þessum lyftara voru allir hjólbarðarnir skornir og sömu meðhöndlun
fengu vörubíll og grafa sem stóðu á sama stað.
Aðfararnótt sl. laugardags
voru unnin skemmdarverk á
dekkjum vinnuvéla sem stóðu
við Sandblástur Sigurjóns við
Höfðasel á Akranesi. Að sögn
Sigurjóns Runólfssonar eiganda
fyrirtækisins er þetta í þriðja
skiptið á jafnmörgum árum sem
hann verður fýrir barðinu á ó-
prúttnum náungum af þessu
tagi. Um verulegt tjón er að
ræða því hjólbarðar af því tagi
sem hér voru eyðilagðir kosta
hver um sig yfir 100 þúsund
krónur stykkið enda um að
ræða gröfu-, lyftara- og vöru-
bílahjólbarða. Aætlar Sigurjón
að tjón hans gæti numið 1,5
milljón króna og er ekki komið
í ljós hvort tryggingafélag hans
bætir skaðann. Þar við bætist
tjón vegna vinnutaps, en allar
þessar vélar hafa verið notaðar
við verkefni sem fyrirtækið hef-
ur í sorpmóttöku Gámu. Lög-
reglan fer með rannsókn máls-
ins og er kallað eftir upplýsing-
um um hugsanleg vitni, en
eyðileggingin átti sér stað milli
klukkan 20 á föstudagskvöld til
8 á laugardagsmorgni.
MM
Kúnum á Hvanneyri var
hleypt út úr gamla fjósinu
á staðnum síðastliðinn
fimmtudag í fyrsta sinn í
síðasta sinn eins og
Guðmundur Hallgríms-
son ráðsmaður komst að
orði. Sem kunnugt er
stendur yfir bygging nýs
fjóss fyrir Landbúnaðar-
háskóiann á Hvanneyri
og verður það tekið í
notkun í sumar. Hvann-
eyrarkusurnar þurftu því
að fara aftur inn í gamla
fjósið eftir að hafa leikið
lausum hala um holt og
móa part úr degi.
Mynd: GE
■ ■
•
Grábrókar-
veita
Orkuveita Reykjavíkur á-
formar að fara í umfangs-
miklar vatnsveitufram-
kvæmdir í Borgarbyggð eins
og fram hefur komið í
Skessuhorni. Fyrirhugað er
að leggja kaldavatnsveitu úr
Grábrókarhrauni í Borgarnes
og sumarbústaðasvæði og
bæi á þessari leið. Þessa dag-
ana er verið að afla tilskilinna
leyfa og ræða við landeigend-
ur en samkvæmt heimildum
Skessuhorns er reiknað með
að framkvæmdir hefjist á
þessu ári og að þeim ljúki
næsta sumar. Aætlað er að
heildarkostnaður við verltið
verði á fjórða hundrað millj-
ónir króna. GE
Veiðihom
Nú munu fjölmargir veiði-
áhugamenn í hópi lesenda
Skessuhorns fá eitthvað við
sitt hæfi en í næstu viku hefúr
göngu sína nýr þáttur í blað-
inu sem fjallar um veiðar í
vestlenskum ám og vötnum. I
ljósi þess að á Vesturlandi eru
margar af helstu veiðiám
landsins hefur verið samið við
Gunnar Bender, blaðamann
og veiðimann með meiru um
að skrifa um lax- og silungs-
veiði á Vesturlandi í hverri
viloi í allt sumar. Gunnar er
án efa þekktasti blaðamaður
landsins á þessu sviði í dag og
verður þessi dálkur væntan-
lega kærkoinin lesning fyrir á-
hugamenn uin veiðiskap.
Þá verður einnig fastur
dálkur í blaðinu í sumar á veg-
um golfklúbbsins Leynis á
Akranesi.
KB,is slær
ígegn
Mikil uinræða hefur verið
um skammstöfunina KB ffá
því sameinað fyrirtæki Kaup-
þings og Búnaðarbankans
tók hana upp um áramót.
Ljóst er að skammstöfunin
hefur valdið nokkrum rugl-
ingi og samkvæmt heimild-
um Skessuhorns er ekki óal-
gengt að hringt sé í Kaupfé-
lag Borgfirðinga í tengslum
við bankaviðskipti og jafnvel
haft samband við KB banka
til aða kaupa fóðurbæti eða
flösusjampó. Þá hefur aðsókn
að vef Kaupfélags Borgfirð-
inga, kb.is rokið upp úr öllu
valdi en vefurinn mun vera sá
vinsælasti á Vesturlandi í dag.
Samkvæmt upplýsingum
Skessuhorns voru 5000
heimsóknir á vefinn á síðustu
þremur vikum.
GE