Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 15
SSESSli’tio.^': MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2004 15 Skagamenn úr leik í deildarbikarnum Skagamenn féllu úrdeildar- bikarkeppninni í knattspyrnu í undanúrslitum er þeir töpuðu gegn FH 2-0, en þessi lið hafa einmitt eldað nokkra skammtana af gráu silfri í bik- arkeppnum síðustu ár. Skemmst er að minnast þess að Skagamenn sigruðu FH inga í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í fyrra og er því óhætt að segja að Hafnfirðingar hafi átt harma að hefna. í átta liða úrslitum mættu Skagamenn Fylki og fór leik- urinn fram á Leiknisvelli síð- astliðinn miðvikudag. Skaga- menn voru betra liðið á vellin- um allan tímann og unnu sanngjarnan sigur með tveimur mörkum Garðars B Gunnlaugssonar á 50. og 58. mínútu. Fylkismenn náðu hinsvegar að klóra aðeins í bakkann þegar komið var yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2 -1. Leikurinn tók hinsvegar sinn toll þar sem Þórður Garðar Gunntaugsson skoraði bæði mörk ÍA gegn Fylki Þórðarson, markvörður og Hjálmur Dór Hjálmsson þurftu að fara af leikvelli vegna meiðsla. Hjálmur var klár í leikinn gegn FH á sunnudag en Þórður gat ekki leikið með. Þá vantaði einnig þá Harald Ingólfsson, Alen Marcina, Grétar Rafn Steinsson og fyr- irliðann, Gunnlaug Jónsson, sem tók út leikbann. Akranesmeistaramót og lokahóf Badmintonfélags Akraness 2004 Hólmsteinn Þór spilari ársins Akranesmeistaramót og lokahóf Badmintonfélags Akraness var haldið 2. maí sl og tókst mótið vel að öllu leyti. Þátttakendur í meistara- mótinu og í fjölskyldu- og trimmmótinu voru um 85 sem er aðeins færra en á síðasta ári, en vegna prófa sáu nokkr- ir í eldri flokki sér ekki fært að mæta á mótið. Foreldra- og vinamótið var einstaklega skemmtilegt og voru þar mörg tilþrif í heimsklassa. Frábær skemmtun og alltaf bætast fleiri foreldrar í hópinn í skemmtilegum leik með börn- um sínum. Eftir mótið var síð- an haldið á Barbró þar sem lokahóf félagsins var haldið og mættu um 130 manns, sem er metfjöldi. Hólmsteinn Þór Valdimarsson var valinn spilari ársins. Þá voru valin þau sem þóttu sýna mestar framfarir í vetur og hlutu Una Harðardóttir og Róbert Þór Henn viðurkenningu í yngri flokkum og í flokki eldri spil- ara voru valin Sigurður Már Harðarson og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir. Að lokum var dregið í happadrætti þeirra sem þátt tóku í Akranesmeist- aramótinu og voru spaðar og töskur þar í vinninga. Úrslit mótsins voru: Akranesmeistarar. U-11 snótir. 1. Valdís Jónsdóttir. 2. Ragnheiður Brynjólfsdóttir. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Sig- urður Már Harðarson fengu verð- laun fyrir mestar framfarir i eldri hópi spilara. U-11 snáðar. 1. Arnór Hjálmars- son. 2. Snorri Lárusson. U-13 tátur. 1. Karitas Eva Jóns- dóttir. 2. Líf Lárusdóttir. U-13 hnokkar. 1. Egill Guðlaugs- son. 2. Eiríkur B. Henn. U-15 meyjar. 1. Una Harðardóttir. 2. Hulda B. Einarsdóttir. U-15 sveinar. 1. Róbert Þ. Henn. 2. Kristján H. Aðalsteinsson. U-19 stúlkur. 1. Karitas Ó. Ólafs- dóttir. 2. Birgitta R. Ásgeirsdóttir. U-19 Piltar. 1. Hólmsteinn Þ. Valdimarsson. 2. Friðrik V. Guð- jónsson. Trímmarar. 1. Bergsteinn Ó. Eg- ilsson. 2. Ólafur Björnsson. Foreld/vinirA fl. 1. Hólmsteinn Þ. Vatdimarsson og Sóley Berg- steinsdóttir. 2. Kristján H. Aðalsteinsson og Aðalsteinn Huldarsson. Foreld/vinir B fl. 1. Pétur Sig- urðsson og Erla Pétursdóttir. 2. Birkir Guðmundsson og Geir Harðarson. Kveldúlfur sigraði á Hængsmóti Sigurvegarar á Hængsmótinu á Akureyri. F.v. Guðmundur Stefán Guð- mundsson Árni Jónsson og Guðmundur Ingi Einarsson. Mynd: Áslaug Júlíusdóttir A lið Kveldúlfs úr Borgar- nesi sigraði á Hængsmótinu í Boccia sem haldið var á Ak- ureyri um síðustu helgi. Þetta er í 22. sinn sem Lionsklúbb- urinn Hængur heldur þetta mót en þaðan koma Boccialið frá öllu landinu en samkvæmt upplýsingum Skessuhorns voru keppendur um 200. Að keppni lokinni var veglegt lokahóf og ball á eftir. Þrjú lið komust í úrslit, Kveldúlfur, Nes A úr Reykjavík og Völsungur frá Húsavík. Úr- slitakeppnin var jöfn og spennandi og má segja að Kveldúlfsmenn hafi sigrað á síðasta kastinu. A - lið Kveld- úlfs var skipað Guðmundi Stefáni Guðmundssyni, Árna Jónssyni og Guðmundi Inga Einarssyni. Kveldúlfur var með tvö lið á mótinu en í B Bjarni Nilsen og Gunnlaugur Smárason en þeir fara í skóla á höfuðborgarsvæðinu í haust. „Það er hinsvegar óráðið með útlendingana enda eru horfur á að það komi hingað fleiri ís- lenskir leikmenn þó þar sé ekk- ert í hendi,“ sagði Gissur en vildi ekki nefna nein nöfn á þessu stigi. Skallagrímur varð deildar- meistari í 1. deild og íslands- meistari einnig og vann sér þar með sæti í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Valur Ingi- mundarson þjálfaði liðið 2. árið í röð og að sögn Ragnars Gunnarssonar stjórnarmanns í körfuknattleiksdeild Skalla- gríms er vilji fyrir því að ráða hann áfram. Búist er við svari frá Val í þessari viku. liðinu voru þeir Júlíus Axels- son, Ölver Bjarnason og Þröstur Elísson. Styttist í íslandsmót ÍA mætir Fylki í fyrstu umferð úr- valsdeildar Islandsmótsins í knattspyrnu og fer ieikurinn fram á Akranesvelli sunnudaginn 16. maí kl. 14.00. Reyndar eiga Skagamenn heimaleiki í tveimur fyrstu umferðunum en fimmtu- daginn 20. maí fá þeir Grindvík- inga í heimsókn. Fyrsti útileikur Skagamanna í deildinni er síðan 25. maígegn Fram á Laugardals- velli. Víkingur Ólafsvfk vann sér sem kunnugt er sæti í 2. deild síðast- liðið haust en liðið varð íslands- meistari f þriðju deild. Vikingar leika sinn fyrsta leik í 2. deildinni á Sauðárkróki sunnudaginn 16. maí en fyrsti heimaleikur liðsins í deildinni er gegn Selfossi sunnu- daginn 23. mai. Skallagrímur leikur í 3. deild líkt og síðastliðið ár og fyrsti leikur liðsins er gegn Árborg á Selfoss- velli mánudaginn 24. maí. Fyrsti heimaleikuinn er síðan gegn Deiglunni föstudaginn 28. maí. Þjálfaramál úrvalsdeildarliðanna Beðið eftir svörum Bæði Vesturlandsliðin sem leika í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á næsta keppn- istímabili, Snæfell og Skalla- grímur, hafa áhuga á að endur- nýja samninga við núverandi þjálfara en bíða eftir svörum frá þeim. Snæfell varð sem kunnugt er deildarmeistari og fékk síðan silfurverðlaun á íslandsmótinu undir stjórn Bárðar Eyþórsson- ar. Að sögn Gissurar Tryggva- sonar formanns körfuknatt- leiksdeildar Snæfells er það vilji bæði stjórnar og leikmanna að endurráða Bárð. „Við bíðum bara eftir svörum frá honum og höfum haldið að okkur höndum á meðan,“ Tryggvi segir Ijóst að allir íslensku leikmennirnir verði áfram nema tveir þeirra yngri, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri sími: 433 7000 - fax: 433 7001 - www.hvanneyri.is Námskeið hjá endurmenntun LBH LEIÐSÖGN VIÐ VEIÐIÁR í samvinnu við Veiðifélag Borgarfjarðar Veiðihúsinu við Grímsá, 21.-22. maí 2004 Fjallað verður um veiðifélög og starfsemi þeirra, ræktun ánna og fiska, árnar og umhverfi þeirra s.s. veiðistaði og landslag. Veiðistangir, veiðitæki, listin að veiða og meðferð aflans. Hugað að veiðidagbók hússins. Leiðsögumaðurinn og hlutverk hans, íslensk náttúra, framkoma, málakunnátta, þjónustulund og virðing fyrir viðskiptavininum. Allur útbúnaður í veiðiferðina. Markmið með námskeiðinu er að þjálfa fólk í heimahéraði í leiðsögn við veiðiár Nánari uppl. hjá endurmenntunar- stjóra eða umsjónarmanni námskeiðs, Sveini Hallgrímss. í síma 4337000. Leiðbeinendur: Björn Þorsteinsson, líffræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, Óðinn Sigþórsson, form. Landssambands veiðifélaga, Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur á Veiðimálastofnun, Sigurður Fjeldsted, leiðsögumaður, Þorsteinn Þorsteinsson, form. Veiðifélags Grímsár o.fl. Síðasti skráningar- dagur er 12. m a í Þátttökugjald (allt innifalið) kr. 28.700 Framleiðnisjóður styrkir bændur um kr. 9.000 Einnig er ferðastyrkur fyrir þá sem koma lengra en 50 km.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.