Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 2004
oaCSSUnUk.
Þróun en ekki stökkbreyting
Rætt við Sturlaug Sturlaugsson nýráðinn forstjóra HB - Granda hf.
Ákveðið hefur verið að
Grandi hf í Reykjavík og
Haraldur Böðvarsson hf. á
Akranesi sameinist undir
nafninu HB Grandi hf. For-
stjóri hins nýja fyrirtækis
verður Sturlaugur Stur-
laugsson en hann hefur stað-
ið við hlið eldri bróður síns,
Haraldar í stafni Haraldar
Böðvarssonar síðastliðna
áratugi.
Blaðamaður Skessuhorns
ræddi við Sturlaug, í upphafi
fyrstu vinnuvikunnar í for-
stjórastólnum, um nýja
starfið, nýja fýrirtækið og ný
tækifæri.
Sturlaugur er búsettur á
Akranesi, kvæntur Jóhönnu
Hallsdóttur, aðalbókara hjá
Landmælingum Islands. Þau
eiga saman tvö börn en Jó-
hanna á þrjú börn af fyrra
hjónabandi. Sturlaugur er
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri en þaðan fór hann í
Háskóla Islands og útskrifaðist
þaðan sem viðskiptafræðingur.
Þannig hljóma helstu stað-
reyndir um hinn nýja forstjóra
að undanteknum starfsferlin-
um sem er reyndar ekki mjög
fjölbreyttur. „Nei, það er nú
varla hægt að segja að ég hafi
komið mjög víða við. Eg er bú-
inn að vera í sjávarútveginum
alla tíð og að langmestu leyti
hjá sama fýrirtækinu. Það tekur
því varla að minnast á undan-
tekningarnar. Eg vann aðeins
hjá Krossvík í afleysingum yfir
sumartíma en að öðru leyti hef
ég unnið hjá HB frá 14 eða 15
ára aldri. Eg er nú samt ekki
tilbúinn til að skrifa undir að
þetta sé einhæfur starfsferill
því ég hef sinnt hinum fjöl-
breyttustu störfum á þessum
árum. Eg byrjaði í fiskvinnsl-
unni og eyrinni og síðan í
lönduninni og svo koll af koIl.“
Aðspurður um hvort hann
hafi frá barnæsku stefnt að því
að verja starfsævinni hjá HB
segir Sturlaugur það ekki vera.
„Ekkert endilega. Þetta hefur
hinsvegar æxlast þannig og ég
bý að því í þessu nýja starfi. Eg
tel mig fyrir vikið þekkja býsna
vel hugsunarháttinn í sjávarút-
veginum. I þessum geira hef ég
kynnst mörgu góðu og öflugu
fólki og ég hef fengið að fást
við það sem ég hef gaman af og
ég sé ekki eftir því að hafa
ílengst hér.“
Reynslumikið fólk
Um nýja starfið segir Stur-
laugur að það séu spennandi
tímar framundan, bæði hjá sér
og öðrum stjórnendum HB
Granda. „Það er gaman fyrir
þennan hóp sem kemur til með
að leiða þetta nýja og öfluga
fyrirtæki að fá þetta tækifæri.
Það eru vissulega ærin verkefni
framundan við að sameina
þessi tvö fýrirtæki. Þetta snýst
ekki bara um að sameina tæki
og tól heldur miklu frekar
starfsmennina sem eru stærsti
og mikilvægasti þátturinn í
þessu eins og flestum öðrum
rekstri. Okkar verkefni er að
skapa hvatann til að láta þetta
ganga sem best og skila hagn-
aði. Markmiðið er að fyrirtæk-
ið stækki á taktvissan og raun-
sæjan hátt og við teljum alla
möguleika til þess enda er
reynslumikið fólk hjá báðum
þessara fýrirtækja sem mynda
HB Granda.“
Aðspurður um hvort frekari
sameining sé inn í myndinni
segist Sturlaugur ekki útiloka
neitt í þeim efni. „HB Grandi
er ekki kominn upp í þau mörk
sem ríkið leyfir varðandi stærð
sjávarútvegsfyrirtækja. Við lít-
um því á öll tækifæri en það er
ekkert í spilunum eins og er
samt sem áður. Það er samt
ljóst að við ætlum okkur að
vaxa en hvort það verður með
sameiningu við önnur fýrirtæki
verður tíminn að leiða í ljós.
Það eru líka ýmsir aðrir mögu-
leikar fyrir hendi. Grandi hefur
meðal annars haft miklar vænt-
ingar varðandi fiskeldi og þar
eru hugsanlegir vaxtarmögu-
leikar. Fyrsta skrefið er samt að
skoða markaðssetninguna sér-
staklega við munum leggja
aukna áherslu á þau mál.“
Þekkjum
viðfangsefnið
Heildarfjöldi starfsmanna
HB Granda verður um 600 og
áætluð ársvelta er um tíu millj-
arðar. Sturlaugur segir samt að
sér rísi ekki hugur við stærð-
inni enda sé breytingin kannski
ekki svo mikil frá því HB var
sem stærst. „Þetta verður ekki
svo ólíkt því sem stjórnendur
HB hafa verið að vinna að al-
veg frá 1990. Þá var tekin á-
kvörðun urn að opna félagið en
fyrirtækið var þá með um 140 -
150 starfsmenn. Við tökum
síðan þátt í sameiningum fýrir-
tækja til ársins 1997. HB sam-
einaðist þá Heimaskaga, SFA,
Krossvík og síðan Miðnesi og
fer upp í 500 manna fýrirtæki.
Það þróast síðan niður í að vera
með um 270 starfsmenn þar til
kemur að sameiningunni við
Granda en eftir hana verða
starfsmenn um 600. Við þekkj-
um því þessar stærðir og
grunnurinn er líka sá sami,
veiðar vinnsla og sala.“
Bræðraskipti
Bræður munu berjast segir
máltækið en það var samt eng-
inn slagur milli þeirra bræðra
Haraldar, framkvæmdastjóra
Haraldar Böðvarssonar hf um
áratuga skeið, og Sturlaugs um
forstjórastólinn hjá Granda.
„Nei það var nú ekki tilfellið.
Valið var Haraldar. Hann kaus
að breyta aðeins til þótt það sé
kannski ekki hægt að segja að
hann sé að setjast í helgan
stein. Hann og Guðmundur
Páll Jónsson munu sinna mjög
mikilvægu hlutverki í félaginu
og annast allt í kringum starfs-
mannamál, vefmál og fleira.
Inni í því eru launamál, samn-
ingamál ofl. sem lítur að
mannauðnum í fýrirtækinu, en
það er þáttur sem við leggjum
rnikla áherslu á. Eg mun sjá til
að það verður nóg að gera hjá
þeim þannig að það verða eng-
in rólegheit og það er ljóst að
Haraldur er ekkert að yfirgefa
skútuna. Við höfum unnið
saman sem nánast einn maður
á þriðja áratug og reynt að
bæta hvorn annan upp. Okkar
samstarf hefur verið injög far-
sælt og verður vonandi lengi
enn.“
Sérhæfing
Aðspurður um breytingar í
sambandi við samrunann segir
Sturlaugur að tíminn frá ára-
mótum hafi verið nýttur til að
samræma rekstur HB og
Granda. „Við höfum unnið að
því að skipuleggja kvóta skip-
anna og sérhæfa vinnsluna.
Núna í maí verður farið út í að
skipta um vinnslulínu í frysti-
húsinu á Akranesi í tengslum
við sérhæfinguna. Þorsk og
ýsuvinnsla verður aðalverkefn-
ið á Akranesi. Við kaupum
búnað frá Skaganum hf. í húsið
hér og nýtum búnað frá Marel
að auki. I Reykjavík verður á-
herslan á karfa og ufsa og keyrt
í miklu magni. Það er síðan í
gangi skoðun á því hvernig við
stokkum upp skipulagið í sam-
bandi við bræðslurnar og þá
munum við spá í veiðarnar í
framhaldinu. Fyrst er þó að
sameina einstaklingana og ná
utan um þessa einingu og síðan
er hægt að ljúka stefnumótun
til framtíðar. Við búum yfir
gígantískri reynslu til sjós og
lands og það verður gaman að
koma því öllu saman í einu
stóru og öflugu fýrirtæki."
Stór - Akranessvæðið
Sturlaugur segir að einhverj-
ar breytingar komi til með að
verða varðandi starfsmannamál
og annað en ljóst sé að engar
hópuppsagnir séu fýrirsjáan-
legar. „Við ætlum frekar að
sækja fram en draga saman.
Það hefur átt sér stað fækkun
hjá báðum fýrirtækjunum, sér-
staklega í skrifstofuhaldi og
kannski hafa báðir aðilar verið
með það í huga ða það gæti
komið að hagsmunaskiptum
við önnur fýrirtæki. Eg á held-
ur ekki von á að það verði nein
togstreita á milli staða varðandi
störf. Með tímanum verða skil-
in milli Akraness og Reykjavík-
ur óljósari. Það hefur verið
þróunin að undanförnu og þar
má nefna að Orkuveitan er
komin á Akranes með sína
starfsemi og sameining hafna á
þessu svæði liggur fýrir. Þar
kemur Grundartangi sterkur
inn og bíður upp á mikla
möguleika. Ekki endilega fýrir
HB og Granda, ekki strax alla-
vega en fýrr en seinna má búast
við að útflutningur á freðfiski
þaðan og fjöldamargir aðrir
möguleikar eru í stöðunni.
Þetta er með öðrum orðum að
verða eitt stórt og gott at-
vinnusvæði beggja megin Faxa-