Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2004, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.06.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. TÚNÍ 2004 JOÍ33U11VJ... Ttl mínnts Vib minnum á styrktartónleika á morgun, fimmtudaginn 1. júlí í Stykkishólmskirkju klukkan 21:00. Vinir og samstarfsfólk heldur tónleika til styrktar Sig- rúnu jónsdóttur. Léttir og sum- arlegir tónleikar þar sem fjol- margir leggja hönd á plóginn, mikill söngur og fjölbreyttur hljóöfærasláttur. Margt mun koma skemmtilega á óvart. O- keypis aðgangur en frjáls fram- lög í styrktarsjóö. lÉÉ&> Veðiyrherfivr Þaö blása noröaustanstæöir vindar um Vesturland næstu daga og búast má viö góöu veðri og jafnvel þurrki fyrir bændur. Víðast hvar hangir hann því þurr og hiti gæti orö- iö þokkalegur miðað viö árs- tíma; þetta 12 til 1 7 stig. Sp^rmruj viKMrmar í síöustu viku var spurt á Skessuhornsvefnum: „Fórstu í leikhús á sl. vetri?" Niöurstað- an var álíka afgerandi og for- setakosningarnar. 60% sögöust ekki hafa farið í leikhús, 25% sögöust hafa fariö einu sinni, 1 4% fóru nokkrum sinnum en 1% mundi það ekki. I næstu viku er spurt á vefnum: Ætlar þú aö taka þátt í þjóöar- atkvæðagreiðslunni um fjöl- miblafrumvarpið? Taktu afstööu á skessuhorn.is Prinsinn í pössun Það var mikill viðbúnaður á vegum lögreglunnar í Borgarnesi vegna heimsóknar norsku krónprinshjónanna og íslensku forsetahjónanna í Reykholt og Grundartanga síðastliðinn mánudag. Allt tiltækt lögreglulið var kallað út til að gæta öryggis gestanna. Hér standa þrír vaskir lögrelguþjónar úr Borgarnesi í sáluhliði kirkju- garðsins í Reykholti. Nýr tengivegur í Flatahverfi Framkvæmdir við nýja götu sem tengir Flatahverfið á Akranesi við skógræktinga og golívöllinn era nú í fullum gangi en unnið er að jarðvegs- skiptum þessa dagana. Þegar þessi nýja gata verður opnuð fýrir umferð leggst af gamli vegurinn sem nú liggur með- ffam Byggðasafhinu og kirkjugarðinum og m.a. í gegnum hlaðið hjá Garðahús- inu. Sá vegur þolir engan veginn þá miklu umferð sem er á frístundasvæðið ofan við söfnin en það sem sagt stend- ur fljótlega til bóta. MM Eins og sjá má á myndinni er unnið að jarðvegsskiptum þar sem hinn nýi vegur kemur. Opnun gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls Ljósmynd: Snævarr Guðmundsson Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfelisjökuls að Hellnum verður opnuð sunnudaginn 4. júlí. Opið hús kl. 15-17. - Gönguferð að Þinghamri við Laugarbrekku kl. 16. - Fjöruferð fýrir káta krakka kl. 16. - Listasmiðja fyrir unga sem aldna. ^ et s° Gestastofa þjóðgarðsins á Hellnum er opin alla daga í sumarkl. 9-17, aðgangurerókeypis. Allirvelkomnir, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Hlunnindasýning á Reykhólum Höfuðbólið Reykhólar í Austur-Barða- strandarsýslu var um langar aldir Islandssögunnar einhver mesta og ríkasta hlunn- indajörð lands- ins. Þar sátu höíðingjar til forna og höfðu nm Ljósmynd: Finnur Arnar sig fjölmenna hirð. Væringar með mönnum vora tíðar og því var oft heppilegt að stutt var að leita til fanga til matar fyrir heimilisfólk og gesti. Breiða- íjörðurinn var og er milál matarkista. Eyjamar á Breiðafirði og sjórinn gáfu vel bæði af fugli og fiski. Þetta er meginstefið í Hlunnindasýningunni á Reykhólum. Sýningin er í gamla samkomuhúsinu á Reykhólum Jaar sem einnig er upplýsingamiðstöð ferðafólks. A sýningunni er íjallað um nýtingu sels- ins og æðarfuglsins og sex tegunda sjófugla. A veggjum og gólfi era myndir og uppsettir hlut- ir. Texti er bæði á íslensku og ensku. Selur flæktur i net hangir á vegg. Þrjú myndbönd eru í gangi með mjmdum af lífi þessara dýra og ýmsu sem tengist þeim. Hægt er að hlusta á enskan texta með mynd- unum. Barnahorn er í salnum útbúið með fjölda mynda af fuglum og þar eru litir til að lita fuglana þegar búið er að skoða þá. Yfir öllu trónar uppstoppaður haföm í öllu sínu veldi. Enn fremur era skáldin þrjú sem fæddust í Reykhólasveitinni á 19.öld kynnt í hliðarsal, þ.e.Matthías Jochumsson, Gestur Pálsson og Jón Thoroddsen. Sýningin er opin alla daga vikunnar ffá kl. 10:00 til 18:00 Þjóðaratkvæða- greiðsla á kostn- að rikisins Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturiandi sem haldinn var 18. júní sl. samþykkti eftirfarandi álykt- un. „Af gefnu tilefni samþykk- ir stjórn SSV eftirfarandi. Stjórn SSV lítur þannig á að kostnaður vegna væntanlegr- ar þjóðaratkvæðagreiðslu falii alfarið á ríkissjóð. Benda má á í þessu sambandi álykt- un fulltrúaráðsfundar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga frá því í apríl 2004 sem telur óásættaniegt að fjármagn fylgi ekki stjórnvaldsákvörð- unum sem leiða til kostnað- arauka fyrir sveitarfélög.“ Útkallí Brekkuljall Björgunarsveitir í Borgar- firði og Akranesi vora í síð- ustu viku kallaðar út vegna tveggja pilta sem vora í sjálf- heldu. Um var að ræða þriggja inann hóp sem hélt á Brekkufjall til móts við Hvanneyri en á leiðinni nið- ur urðu þeir viðskila og villt- ust niður í gil. Þar þurftu þeir að dúsa þar til að björgunar- sveitamenn komu að þeim, en um 25 björgunarsveita- menn tóku þátt í aðgerðinni. Piltunum varð ekki meint af atvikinu. ALS Umferðáróhöpp á heiðum Tvö umferðaróhöpp urðu á Snæfellsnesi á sunnudag. Snemma dags fór bifreið útaf veginum á Fróðárheiði en engan sakaði og var biffeiðin lítið skemmd. Síðar um dag- inn slapp ökumaður biffeiðar sem var á suðurleið um Vatnaheiði með skrekkinn. Hann lenti úti í kanti og missti stjórn á bílnum sem valt niður brattan vegkanr og endaði ökuferðina úti í mýri. Að sögn lögreglunnar á Snæ- fellsnesi var það mesta mildi að ekki skyldi verða stórslys. GE Lóð fyrir Bónus Eignarhaldsfélagið Þyrp- ing hefur sótt um lóð undir nýja Bónusverslun í Borgar- nesi. Fyrirtækið sækir um lóð við Brúartorg við hliðina á væntanlegu húsi Sparisjóðs Mýrasýslu. Ekki liggur fyrir hvenær ráðist verður í ffam- kvæmdir en búast má við að það verði á þessu ári. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.