Skessuhorn - 30.06.2004, Blaðsíða 1
Valdís Þóra
✓
Islandsmeistari
Dagana 18.-20. júní fór Is-
Iandsmót unglinga í holu-
keppni í golfi fram á Stranda-
velli á Hellu. Tveir keppend-
ur Golfklúbbsins Leynis tóku
þátt í mótinu, þau Andrés
Már Harðarson og Valdís
Þóra Jónsdóttir. -Þessirefni-
legu kylfingar í Leyni hafa
æft vel í vor og uppskera eftir
því. Valdís Þóra sigraði í
fyrsta Vaxtalínumóti surnars-
ins og varð svo íslandsmeist-
ari í holukeppni í flokki
stelpna 14-15 ára. MM
Léleg grá-
sleppuvertíð
Ohætt er að segja að grá-
sleppuveiðin í vor hafi hrun-
ið ef frá er talin þokkaleg
veiði fyrstu dagana í apríl.
Samkvæmt reglugerð á grá-
sleppuvertíðinni að vera lok-
ið 29. júní. Þrír grásleppu-
bátar á Akranesi hafa þó
fengið úthiutað rannsókna-
veiðileyfi frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu sem þýðir að
þeir geta stundað veiðar til
25. júlí nk. Börkur Jónsson
skipsstjóri á Hörpu II segir
líkur til að nú fyrst sé grá-
sleppan að koma og fer hann
því spenntur til veiða á næstu
dögunt enda einn af þremur
sem fengu leyfi tii rann-
sóknaveiða. Sjá baksíðu.
Sr. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti sýnir gestunum Snorralaug.
Krónprinshjónin fræðast
um Snorra og Jámblendi
Hrun í þjónustu
Hákon krónprins Noregs,
kona hans Mette Marit og dótt-
ir þeirra Ingrid Alexandra eru í
heimsókn hér á landi þessa dag-
ana og á mánudag fóru þau um
Borgarfjarðarhérað. Þau litu
fyrst við hjá löndum sínum í
Járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga en verksmiðjan
er að meirihluta í eigu norska
fyrirtækisins Elkem. Eftir að
hafa skoðað sig um innandyra
sem utan á Grundartanga héldu
norsku gestirnir, ásamt íslensku
forsetahjónunum og Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur,
menntainálaráðherra í Reyk-
holt. Þar tóku heimamenn á
móti þeim og fræddu um starf-
semi í Reykholti allt frá tímum
Snorra Sturlusonar til vorra
daga. Norsku gestirnir sýndu
því sem Reykholt hefur að
geyma mikinn áhuga enda
komu þau ekki að tómum kof-
unum hjá Sr. Geir Waage né
öðrum Reykhyltingum nútím-
ans.
Noro-veirusýkingin sem upp
kom í Húsafelli fyrr í sumar og
mikið hefur verið til umfjöllun-
ar í fjölmiðlum landsins hefúr
valdið ferðaþjónustuaðilum í
uppsveitum Borgarfjarðar og
sérstaklega Húsafelli stjórtjóni í
sumar. I venjulegum júnímánuði
er ekki óalgengt að 8-10 þúsund
gestir heimsæki Húsafell. I ný-
liðnum júnímánuði er þessi
gestafjöldi einungis brot af þeim
fjölda og ljóst að tekjutap er
gríðarlegt af þessum sökum.
Sambærileg magakveisa hefur
verið að gera vart við sig víða
um land að undanförnu á vinnu-
stöðum, dvalarheimilum og al-
mennt þar sem margt fólk kem-
ur saman, enda er Noro-veiran
bráðsmitandi magakveisa og al-
gengasta orsök magaveiki t.d. í
Bandaríkjunum.
Fyrstu niðurstöður úr vatns-
sýnum sem tekin hafa verið í
Húsafelli og send erlendis til
rannsókna benda til að neyslu-
vam í Húsafelli sé algjörlega ó-
mengað og því hafa getgátur um
að mengað vatn þar sé orsök
þess hve margir veiktust, ekki
staðist.
Sjá umjjöllun á bls. 5.