Skessuhorn - 30.06.2004, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 2004
jntaautiu...
Um póst ogpóst
Eins og flestir aðrir í þessu
auglýsingaþjóðfélagi fæ ég
helling af pósti. Yfirleitt er
fljótlegt að flokka hann,
gluggapóstur og annar póstur.
Gluggapóstinum verður mað-
ur víst að sinna. Hinn er betri
og getur farið beint í endur-
vinnslu og tekur ekki frá mér
tíma við að gera ekki neitt. Að
vísu er ekki svo einu sinni í
viku. Það er dagurinn sem
Skessuhornið kemur. Eg er
ekki sérlega hrifinn af því
blaði og aðal ástæðan fyrir því
eru pistlarnir hans Gísla rit-
stjóra. Þeir eru nefnilega
þannig að maður verður að
lesa þá og flettir þá gjarnan
öllu blaðinu. Þetta leiðir til
þess að á meðan ég er að lesa
pistilinn og fletta blaðinu þá er
ég upptekinn við það og hef
minni tíma til að gera ekki
neitt. Svo útskýrir hann þau
mál sem hann er að fjalla um
þannig að útilokað er annað en
að skilja málið betur og stund-
um það vel að maður neyðist
til að taka afstöðu í allskonar
þjóðfélagsmálum og veltir fyr-
ir sér hvort ekki sé örugglega
sandkassi á hinu háa Alþingi.
Umrætt blað flytur einnig
fréttir og af því að ég er
Hólmari og þar af leiðandi
Vestlendingur, en búsettur í
101,5, þá verður maður að lesa
þessar fréttir einnig. Flestar
eru, sem betur fer, þannig að
þær gera ekki annað en að tefja
mig frá því að gera ekki neitt
og þá bara á meðan ég les þær.
Samt eru undatekningar frá
þessu og sú afdrifaríkasta er
fréttin um Kaffi Kiljan. Þessi
frétt varð til þess að lengja
leiðina Reykjavík-Stykkis-
hólmur-Reykjavík veru lega
mikið, þ.e.a.s. í tíma. Aður en
ég las þessa frétt stoppaði ég
alltaf í Hyrnunni, svo sem allt
í lagi og Hyrnan hefur það
fram yfir Kaffi Kiljan að hún
hvetur mann ekki til að sitja
þar lengi. Kaffi Kiljan er aftur
á móti með þann stóra galla að
tíminn líður þar mikið hraðar
og áður en maður veit af er
liðinn sá tími sem dugað hefði
til að skila manni á leiðarenda.
Annar galli við staðinn er
þægileg þjónusta, afslappað
andrúmsloft, svo afslappað að
maður gleymir að vera stress-
aður! Og svo er þar frábær
matur. Og ég sem er enn of
stuttur miðað við þyngd!
Omarjóh. - 101,5 Reykjavík
r!
/
'fjj
Tvíburar
Fjölsfydda ein átti tví-
bura, sem áttu aðeins útlit-
ið sameiginlegt. Ef öðrum
fannst vera of heitt, fannst
hinum tvíburanum það
vera of kalt. Ef annar sagði
að sjónvarpið væri stillt of
hátt, sagði hinn að það
þyrfti að hækka það. And-
stæður í öllum hlutum,
annar var eilífur bjartsýnis-
maður, en hinn var algjör
svartsýnismaður.
Bara til að sjá hvað
mundi gerast, á jólunum,
fyllti pabbinn herbergi
svartsýna tvíburans með
öllum leikföngum sem
hægt var að hugsa sér. Her-
bergi bjartsýna tvíburans
fyllti hann af hrossaskít.
Um kvöldið kom pabb-
inn við í herbergi svartsýna
tv'íburans og sá hann sitja
innan um nýja dótið sitt
grátandi.
„Afhverju ertu að gráta?“
spurði pabbinn.
„Út af því að vinir mínir
eiga eftir að vera afbrýð-
samir, ég þarf að lesa allar
þessar leiðbeiningar áður
en ég get notað þetta dót,
ég á alltaf eftir að þurfa ný
batterí, og leikföngin mín
eiga á endanuin örugglega
eftir að brotna" svaraði
svartsýni tvíburinn.
Þegar hann kom við í
herbergi bjartsýna tvín-
burans, sá pabbinn hann
dansandi af gleði innan um
hrossaskítinn. „Afhverju
ertu svona glaður?“ spurði
hann.
Bjartsýni tvíburinn svar-
aði:
„Einhverstaðar hérna
inni, hlýmr að vera hestur!“
Iturvaxin frú ogfríð
Heilir og sælir
lesendur mínir.
Ekki stóð á við-
brögðunum við
fyrirspurn minni
um vísuna um
Teit og smásálina
í síðasta blaði og
mun hún vera
svona í heilu lagi:
Bakkus hressir minni og mái,
mýkir sjón oð vonum.
Teits í smásjá sé ég sál
sveima í búrkirnonum.
Þessi góðu viðbrögð lesenda urðu til
þess að ég espaði mig upp í að spyrja um
tvo vísuparta sem ég hef lengi kunnað en
vantar framparta við. Man nokkur hvern-
ig fyrrihlutinn er af þessari vísu? (ekki
spillti að höfundurinn fylgdi með)
Drottinn leggur líkn meö þraut
- líka börn meb skuldum.
Eg hef grun um að það hafi verið norð-
ur í Þingeyjarsýslu sem verið var að orða
stúlku við mann eins og gengur en hún
sór það af sér og var þá ort í orðastað
hennar en fyrripartinn vantar mig og flý
ég nú á náðir ykkar lesendur mínir:
Heldur frem ég harakiri
en heitast jóni bónda á Mýri.
Þegar þetta blað kemur út verða for-
setakosningar afstaðnar og því óhætt að
tala aðeins ógætilegar en þegar hægt er
að kalla allt sem sagt er kosningaáróður.
Eftirfarandi limra mun hafa orðið til út af
umdeildum ákvörðunum forseta Islands
og gekk í tölvupósti manna á meðal ásamt
bónusmerkinu:
Hann vanhæfur kemur oð verkinu.
Vigdís plantaöi lerkinu.
Hvert barn má þaö sjá
aö Bónus hann á
- þaö er mynd af honum í merkinu.
Það er þó fjarri því að ekki hafi verið
ort um aðra forseta lýðveldisins og þegar
Vigdís Finnbogadóttir skrifaði undir EES
samninginn orti gamall Borgfirðingur:
Á fullveldiö er dregiö dánarlín
því Davíö má ei hrœöa eöa trufla.
Þaö sést best aö þú ert stúlka mfn
þœgileg og bara falleg mubla.
A tímum Sveins Björnssonar var mikið
rætt um málvöndun og nauðsyn þess að
fjarlægja dönskuslettur úr málinu og eitt
sinn sat Egill Jónasson ásamt Helga Hálf-
danarsyni lyfsala og ræddu þeir um ís-
lenska tungu, afleiddar myndir og fleira
og kom þar tali þeirra að forsetafrúin sem
var dönsk að ætt myndi vera rétt nefnd
forsetning og varð þetta Agli tilefni eftir-
farandi hugleiðingar:
íslensk tunga þykir mikiö þing,
þó er stundum vafi á hinu rétta,
þar sem okkar aöalforsetning
er eiginlega bara dönskusletta.
Asgeir Asgeirsson þótti á stundum loð-
inn í svörum. Eitt sinn á embættisferli
sínum hugðist hann heimsækja Arnes-
þing og gerði fyrirmönnum héraðsins
viðvart um þá ætlan sína með hæfilegum
fyrirvara. Komu nú saman hinir bestu
menn héraðsins að undirbúa móttökur og
var þess farið á leit við séra Helga Sveins-
son í Hveragerði að hann flytti forsetan-
um ljóð á Kambabrún. Helgi tók þeirri
málaleitan heldur dauflega en aftók þó
ekki. Þegar svo komið var á Kambabrún á
tilteknum degi vildu fyrirmenn austan-
manna sjá kvæði það er Helgi hyggðist
flytja forsetanum. Helgi kvaðst aðeins
hafa eitt vísukorn og óvíst að þeir vildu
nota það, þeir væru svo vandlátir:
Kominn er á Kambabrún
oð kanna byggö í löngum rööum,
loöin engi, loöin tún,
Loöinn greifi á Bessastööum.
I svipinn man ég ekki eftir kveðskap
um Kristján Eldjárn meðan hann var for-
seti en sjálfur var hann prýðilega hag-
mæltur og eftir hann er meðal annars
þessi ágæta vísa:
Fyiii geiminn gríma og hel,
geysar eimur nœtur,
allar dreymi ykkur vel
ungu heimasœtur.
Það getur nú fleiri en ungar heimasæt-
ur dreymt um þetta og hitt. Ragnar
Magnússon frá Ketu á Skaga orti er hann
sá konu létta af sér klæðum í sólarhita:
íturvaxin frú og fríö
fer úr þessu og hinu,
ég á nálum œstur bíö
eftir framhaldinu.
Fyrir nokkrum árum fór hópur fólks í
Skagafirði í langan útreiðartúr sem þykir
reyndar ekki fréttnæmt í því héraði. Nú
bar svo við að maður og kona sem bæði
áttu að baki einhverja sambúðarreynslu
viku sér afsíðis og dvaldist eitthvað í
hvarfi frá aðalhópnum. Þá kvað Sigurður
Hansen:
Viku burt af vorri braut
vermd af freistingunum.
Fóru oð gera í grœnni laut
aö gömlu reiötygjunum.
Asgrímur Kristinsson frá Asbrekku
heyrði rætt um konu sem hafði gift sig
nokkrum sinnum og skilið álíka oft. Virt-
ist heldur enginn bilbugur á konunni í
þeim málum þó hún mætti samkvæmt
þessu heita „kona með fortíð“:
Fráskilin viö fjóra menn,
fremur laus á grunni,
frúin er á fullu enn
- fylgir veröbólgunni
Jón Múli Árnason var ffábær útvarps-
maður og ótrúlegt magn af fróðleik um
tónlist og tónlistarmenn sem hann náði
að koma á framfæri með skemmtilegum
og eftirminnilegum hætti. Eftir að hafa
hlustað á Jón Múla í morgunútvarpinu
orti Þorsteinn Jónasson á Oddsstöðum í
Hrútafirði:
Öll á fætur elskan mín,
enginn gisti bólin,
meöan hátt í heiöi skín
höfuöborgarsólin.
Veitir öllum yl og skjól
og er svo mikils viröi.
En mun þaö vera sama sól
og sést í Hrútafiröi.
Margur gleðimaðurinn hefur vaknað
örlítið þyrstur að morgni dags og jafnvel
fundið fyrir fleiri vafasömum heilsu-
farseinkennum. Mér er sagt að Árni Páls-
son hafi ort þessa vísu við kunningja sinn:
Dapur er heimur, dauö er trú,
dimmt er á lífsins vegi.
Enginn betur þekkir en þú
þorstann á öörum degi.
Hvort sem sá þorsti verður nú slökktur
eður ei og hvers kyns vökvi verður þar til
nýttur, fer ekki hjá því að stundum lang-
ar menn til að gera eitthvað róttækt í
málinu, jafhvel þó þeir láti ekki verða af
framkvæmdum. Það mun hafa verið
Hilmir Jóhannesson sem hafði þessa
framtíðarsýn:
Stórt í fang ég færast vil,
forbast hik og trega.
Mig hefur langaö lengi til
aö lifa hrikalega.
Með þökk fyrir lestm'inn
Ðaghjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367 dd@hvippinn.is