Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2004, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 30.06.2004, Blaðsíða 9
jatsauno.- MIÐVIKUDAGUR 30. Jl'M 2004 9 'Z)auSLkoinuS Umsjón: Gunnar Bender Hvolsá: Fyrsti laxinn tók flugu Laxveiðin hefur byrjað vel Ivíða um land og þá sérstaklega lá Vesturlandi eins og í veiðiám lá borð við Hítará, Langá, Haf- Ifjarðará, Straumfjarðará, iGljúfurá og Flókadalsá, svo fáar lár séu tíndar til úr hópnum. „Við fengum 6 laxa í opnun IStraumfjarðarár og það er I feiknagóð byrjun í henni,“sagði iMarteinn Jónasson, sem var í Ifyrsta hollinu í ánni. „Stærsti llaxinn var 13 pund og það gæti lorðið fjör í næstu holIum,“ Isagði Marteinn við Víðidalsá, Iþar sem hann var að hætta Iveiðum. 10 laxar veiddust í Ihollinu. Fyrsti laxinn í Hvolsá „Það var gaman að veiða Iþennan fyrsta lax í Hvolsá í iDölum en fiskurinn tók flug- luna Blue Charm og síðan setti lég í annan lax en hann slapp,“ Isagði Svavar Sölvason en Ihann veiddi fyrsta laxinn í iHvolsá, fyrir fáum dögum. A Isíðasta tímabili endaði Svavar Steinþór Arnarsson með fallega bleikju sem veiddist í Lóninu í Stað- arhólsá og Hvolsá. Fyrsti laxinn komin á land í Hvolsá í Dölum og veiddist hann í Brunnafljótinu á Blue Charm. Það var Svavar Sölvason prentari sem veiddi fiskinn. sumarið í Laxá í Döluin með verulega vænum laxi þannig að endirinn í fyrra var góður og byrjunin núna einnig. „Laxinn veiddi ég í Brunnafljótinu og svo veiddi ég 3ja punda bleikju líka. Þetta er skemmtilegur staður Allt í veiðiferðina að kasta flugunni,“sagði Svav- ar í lokin, hress með laxinn. Góður gangur hefur verið í Hítará og núna hafa veiðst á milli 20-30 laxar í henni. Gljúfurá er allt önnur síðan mokað var út úr ósnum á henni og laxinn hefur hellst inní ána. Fyrsta hollið veiddi 5 laxa. Skessuhorn/Gunnar Bender Hyman, bensínstöð sími 430-5565 piízahlaöborð Mölá. alla iimmtuðagajg^ fjúti- og vcitingastoóur r' LÍ \ Sími 437 2345 llCl * www.motelvenus.net Alltgfmeð hestupizzatilboðin..! S Alitsgerð lögmanns Snæfellsbæjar vegna Fjöruhússins Snæfellsás ehf. sem er eig- andi jarðarinnar Brekkubæjar á Hellnum óskar eftír því að eft- irfarandi álitsgerð lögmanns Snæfellsbæjar vegan Ióðamála Fjöruhússins á Hellnum verði birt í blaðinu: Málelni: Lóðarleigusamningur fyrir „Fjöruhúsið“ í Hellnafjöru, dags. 27/5 1997, milli Snæfells- bæjar sem leigusala og Olínu Gunnlaugsdóttur, kt. 250762- 4359, Háagerði, Hellnum, Snæ- fellsbæ, sem leigutaka. Með bréfi, dags. 7. þ.m., var þess óskað að ég tæki til skoðunar gildi framangreinds samnings við Ólínu Gunnlaugsdóttur, um leigu á 176 ferm. lóð undir svonefnt „Fjöruhús“ í Hellnafjöru. Með er- indinu fylgdu margskonar gögn um aðdragandann að gerð leigu- lóðarsamningsins, en þó einkum um landamerki jarðarinnar Brekkubæjar á Hellnum, gagnvart nágrannajörðum og tilteknu fjör- svæði á Hellnum, sem menn nefna með réttu eða röngu hafnar- svæði. Síðastgreindu gögnunum er ædað að sýna fram á, að um- rædd lóðarspilda undir „Fjöruhús- inu“ tilheyri landi jarðarinnar Brekkubæ en ekki svokölluðu hafharsvæði, sem talið var að Snæ- fellsbær hefði ráðstöfunarrétt á. Samkvæmt meðfylgjandi gögn- um frá árunum 1996 og 1997 hafði nefnd Olína sótt um lóðina og jafnframt um leyfi til að byggja við húsið í því skyni að hefja þar veitingarekstur. Húsið mun upp- haflega hafði verið byggt þarna sem fiskverkunarhús (salthús) á árunum 1937 og/eða 1938. Frammi liggur Ijósrit af lóðar- leigusamningi fyrir húsið, dags. 19. febrúar 1939, þar sem Hans Jónsson, bóndi á Brekkubæ, selur Kristján Brandssyni, bónda í Bárðarbúð, á leigu tiltekna lóðar- spildu undir „steinsteypt fiskhús“, svo vitnað sé orðrétt í samning- inn. Lóðarleigusamningur þessi er ótímabundinn „svo lengi sem eigandi hússins er nauðsynlegt" svo aftur sé vimað í samninginn. Meðal gagna málsins er ekki að finna gögn um að „samningnum“ hafi verið sagt upp eða hann felld- ur niður með samkomulagi aðila. Meðal gagna málsins er bréf forsvarsmanna Snæfellsáss ehf., núverandi eiganda jarðarinnar Brekkubæjar á Hellnum, tíl Snæ- fellsbæjar, dags. 15. júlí 2002. Þar eru reifuð og rökstudd þau sjónar- mið, meðal annars með vísan til framangreinds lóðarleigusamn- ings fyrir húsið, að salthúsið, sem nú hefur um árabil borið heitið Fjöruhúsið, standi í landi Brekku- bæjar og landsspildan tilheyri því jörðinni og Snæfellsbæ hafi því verið óheimilt að ráðstafa lóðar- réttindum undir húsið með þeim hætti sem gert var í umræddum leigulóðarsamningi. Eg hef farið yfir þau gögn sem mér voru send í leit að heimildar- bréfi Snæfellsbæjar fyrir umrædd- um lóðarréttindum. Leit sú hefur engan árangur borið. Þetta þýðir, að leiga Snæfellsbæjar á lóðinni tíl Ólínu Gunnlaugsdóttur á árinu 1997 styðst ekki við formlega eignarheimild svo vitað sé. Þetta þýðir, að lóðarleigusamningurinn skapar ekki þann rétt tíl handa leigutaka, sem honum var ætlað og heldur ekki þær skyldur, sem þar á móti skyldu koma. Leigu- lóðarsamningurinn er því mark- leysa í lagalegum skilningi. Ut af fyrir sig þjónar það litlum tilgangi, þegar þessi niðurstaða liggur fyrir, að kanna hvað hafi ráðið því, að Snæfellsbær taldi sig bæran til að gera umræddan samning með þeim réttíndum og skyldum, sem af honum átti að leiða. Mér sýnist að líklegasta ástæðan sé sú, að í umsóknarbréfi Ólínu um lóðina til Snæfellsbæjar frá 21. ágúst 1996, þá sækir hún um, svo vitnað sé orðrétt til bréfs- ins; „... að fá til afnota 2 tíl 4 m breiða spildu fyrir framan salthús, í eigu minni, sem staðsett er á hafharsvæðinu, án lóðar.“ Þarna er tvennt sem orkar tví- mælis og kann að hafa ráðið þess- um gjörðum starfsmanna Snæ- fellsbæjar, annarsvegar staðhæf- ingar Ólínu um að lóðin sé á „hafnarsvæðinu" á Hellnum og sé því á forræði Snæfellsbæjar, og að húsið sjálft sé „án lóðar“. í gögn- um málsins hafa verið færð fram rök fyrir því, að lóðin sé alls ekki inn á því svæði, sem menn kjósa að kalla „hafnarsvæði“. Hafa verð- ur hér í huga að „hafnarsvæði" er skipulagshugtak og segir ekkert tíl um það, hver sé eiginlegur eig- andi einstaka hluta slíks svæðis. Með því að skipuleggja tiltekið svæði sem „hafnarsvæði“ eru lagð- ar á eiganda þess tilteknar tálman- ir eða takmarkanir á notkun svæð- isins. Slíkar skipulagsákvarðanir veita þó ekki stjórnvöldum ráð- stöfunarheimildir á hafharsvæð- um nema saman fari skýlausar eignarheimildir á viðkomandi svæði. Með vísan til þess sem áður er rakið uin leigulóðarsamninginn fyrir fiskhúsið frá 1939, þá verður ekki séð af gögnum málsins að réttmæt sé sú staðhæfing Olínu, að fiskhúsið hafi verið „án lóðar“, svo sem fullyrt er í tilvitnuðu um- sóknarbréfi hennar um lóðina. Hinum umþrætta lóðarsamn- ingi var á sínum tíma þinglýst og sýnist því einboðið með vísan til þess sem að framan greinir, að lóðarsamningum verði aflýst. O- lína hefur trúlega undir höndum hið þinglýsta frumrit lóðarsamn- ingsins. Báðir aðila samningsins þurfa að árita aflýsingarheimild á frumrit samningsins og senda hann þannig til sýslumanns. Rétt sýnist mér að fulltrúar Snæfells- bæjar sjái um þá gjörð og greiði kostnað af henni. Þá sýnist mér rétt að liður í þessari ráðstöfun sé endurgreiðsla á lóðarleigunni til Snæfellsbæjar, svo sem boðið er í bréfi Snæfellsbæjar til Ólinu Gunnlaugsdóttur, dags. 19. ágúst 2002. Þótt það sé ekki í mínum verka- hring að stuðla að gerð nýs Ieigu- lóðarsamnings um „Fjöruhúsið“ við réttan eiganda að umræddu svæði, Snæfellsás ehf., eiganda jarðarinnar Brekkubæjar, þá þykir ástæða til að vekja athygli á því, að samkvæmt gögnum málsins hafa forsvarsmenn Snæfellsáss ehf. lýst sig reiðubúna til að gera nýjan lóðarleigusamning um „Fjöruhús- ið“ við Ólínu Gunnlaugsdóttur þegar fyrrgreindum samningi við Snæfellsbæ hefur verið aflýst. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar hefur lagt það til að Ólínu Gunnlaugs- dótmr og Snæfellsás ehf. verði send afrit af bréfi þessu með von um að máli þessu megi ráða til lykta með þeim hætti sem hér er lagt tdl. Virðingarfyllst, Jónatan Sveinsson hrl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.