Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 2

Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. TULI 2004 ^aiissunu^ :áKk Vectyrhorftvr Um helgina er búist við rólegu og hlýju veðri um allt Vesturland þó mun sólin skína skærast á noröanverðu Snæfellsnesi. Hiti fró 11-16 gráður yfir daginn, sum sé, besta veðrið um helgina hér á Vesturlandi. SpMrntruj viki^nnar I síöustu viku var spurt: „Beröu traust til ríkisstjómar íslands?" Niðurstaða var eft- irfarandi: „Já, fullt traust 33,3%,Hlutlaus 4,9%, Nei, al- deilis ekki 54,3%, Hverjir eru í ríkisstjórn?7,4% í þessari viku spyrjum viö: „Hvernig finnst þér Vesturland standa sig í ferðaþjónustu?" Toktu afstööu á skessuhorn.is Til minnis Við minnum á: Sandaragleð- ina 2004 á Hellissandi. Gleðin í ár verður með hefð- bundu sniöi en hámark hennar verður á laugardag, 17. júlí, kl. 16.00 en þá verö- ur endurflutt dagskrá Sand- ara á þjóðhátið Snæfellinga árið 1974. Um kvöldið verður svo annar dansleikur með hljómsveit staðarins, Bít og tveimur gömlum hljómsveit- um, Útrás og Júnísvítunni. Við minnum ennfremur á allt annað sem er á döfinni á Vesturlandi og er útlistað á bls 13. Vestlenoiincjivr vikiinnar Vestlendingur -Va! vikunniir 'i pO arfjarðar sem I ;i* þessa dagana er að skipa hátt í tug umhverfisráðherra í sveitarfélaginu. Grundflrð- ingar hafa lengi haft metnað til að hafa snyrtilegt í kring- um sig og síöan er þetta líka leið sem Framsóknarmenn gætu farið þegar þeir tapa umhverfisráðuneytinu í haust að hafa marga ráð- herra í hverju ráðuneyti. Utboð vegna skólaksturs Varmalandsskóla kært Kærunefnd útboðs- mála hefur fengið til umfjöllunar kæru vegna þess hvernig staðið var að útboði í skólaakstur fyrir grunnskólann á Varmalandi. Þar var samið við lægstbjóð- anda en einn af þeim sem átti tilboð í verldð hefur lagt fram kæru á þeim forsendum að lægstbjóð- andi hafi eleki sldlað inn réttum gögnum á réttum tíma. Sæmundur Sigmundsson átti lægsta boð í allar fimm akst- ursleiðirnar í Varmalandsskóla en hann hefur undanfarin ár haft þrjár af leiðunum en Dag- leið ehf, fyrirtæki Sindra Sig- urgeirssonar, tvær. „Staðreyndin er sú að við opnun útboða skilaði Sæmund- ur ekki staðfestingu á að hann skuldaði ekki opinber gjöld eins og ber að gera samkvæmt reglunum,“ segir Sindri.“ Sindri Sigurgeirsson Helga Halldórsdóttir Menn fengu frest til að skila þessum gögnum og áttu þau samt sem áður að miðast við opnunardaginn. Þegar Sæ- mundur skilar inn gögnunum eru þau miðuð við dagsetningu sem er löngu síðar. Þar með hefur hann tvívegis brotið gegn útboðsreglunum en samt er samið við hann. Eg ráðfærði mig við minn lögfræðing sem taldi þetta kolólöglegt og því sá ég mér ekki annað fært en að kæra,“ segir Sindri. Helga Halldórsdóttir for- maður skóla og rekstrarnefnd- ar Varmalandsskóla segir nefndina hafa ákveðið að óska eftir viðbótargögnum frá tilboðsgjöfunum eftir að tilboðin hafi verið opn- uð þar sem gögn hafi vant- að frá þeim öllum. „Við ráðfærðum okkur við Rík- iskaup, Samband íslenskra sveitarfélaga og bæjarlög- mann og var álit allra þess- ara aðila að við værum að fara að lögum. Við teljum okk- ur vera að semja við aðila sem skilar inn gildu tilboði og erum mjög sátt við það enda er kostnaður fyrir báða skólana, Varmaland og Borgarnes, að lækka um tugir milljóna,“ segir Helga. I Borgarnesi var ekki samið við lægstbjóðanda um skóla- akstur þar heldur þann sem átti næstlægsta tilboðið, Þorstein Guðlaugsson, en Sæmundur átti einnig lægsta boð í það verk. Helga segir rökin hafa verið þau að tilboðin hafi verið Stýríð úr sambandi Sjö umferðaróhöpp urðu í umdæmi Borgarneslögreglu um helgina en allir hlutaðeigandi sluppu án teljandi meiðsla að sögn lögreglu. A föstudag fór bíll útaf vegin- um við Hreðavatnsskála en or- sök slyssins var að stýrið fór úr sambandi. Að sögn lögreglu er um viðurkenndan fram- leiðslugalla að ræða og hefur umboðið innkallað alla bíla sem eru með þessum galla. Nokkrir eigendur munu hinsvegar ekki hafa sinnt því kalli. Að sögn lögreglu hafði núverandi eig- andi bílsins ekki hugmynd um gallann og því ekki við hann að sakast. Mesta mildi má telja að ekki fór verr í þessu tilfelli og má segja að óhappið hafi orðið á heppilegum stað ef svo má að orði komast því ökumaður var búinn að hægja verulega ferðina þegar hann ók í gegnum hlaðið Mikla mildi má telja að engan sakaði þegar stýri bifreiðar fór úr sam- bandi við Hreðavatnsskála. Mynd: G.Bender við Hreðavatnsskála. Á laugardag fór vörubifreið útaf veginum við Hítardal og valt á hliðina en ökumaður mun hafa dottað við stýrið að sögn lögreglu. Leitað var aðstoðar björgunarsveitarinnar Brák í Borgarnesi við að ferja fiskinn í annað farartæki. Á laugardag varð einnig bíl- velta við Stóra As í Hálsasveit og önnur við Húsafell. Þá varð árekstur á Geldingadraga. Á sunnudag varð lítilsháttar árekstur við Hyrnuna í Borga- nesi og þriggja bíla árekstur við Hvassafell. Sem fyrr segir urðu ekki telj- andi meiðsl í ofangreindum umferðaróhöppum. GE Sameining samþykkt við Fit Þann 1. ágúst n.k. gengur í gildi sameining Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi (SAIA) og Félags iðn- og tækni- greina (Fit). Félagsmenn Sveinafélagsins samþykktu sam- einingu með nærri 80% greiddra atkvæða í atkvæða- greiðslu sem ffam fór í byrjun júní en Fit gekk formlega frá sínum málum varðandi samein- inguna þann 30. júní. A fram- haldsaðalfundi SMA sem hald- inn var 8. júlí var svo endanlega gengið frá því að sameiningin tæki gildi 1. ágúst. Að sögn Hermanns Guð- mundsson, formanns Sveinafé- lagsins, munu allir þeir sem greitt hafa til félagsins færast til Fit við sameininguna. Að Fit standa bíliðnamenn, blikksmið- ir, trésmiðir, málarar og garð- yrkjumenn en nú bætast málm- iðnaðarmenn í þennan hóp. Með sameiningunni verður Fit með nærri 2300 félagsmenn, 21 orlofshús auk tjaldvagna og í- búðar á Spáni. Fit er aðili að þjónustuskrifstofum á Selfossi og í Reykjavík en nú bætist við skrifstofa á Akranesi á sama stað og Sveinafélagið var áður, á Kirkjubraut 40 enda renna nú allar eigur Sveinafélagsins til Fit. Hermann Guðmundsson kvaðst í samtali við Skessuhorn vera ánægður með þessa niður- stöðu. „Þetta þýðir m.a. að slag- kraftur félagsins ætti að aukast verulega, m.a. með stórauknu úrvali orlofshúsa en ekki síst auknum rétti félagsmanna til dagpeningagreiðslna vegna veikinda. Félagsmaður í Fit fær t.d. greidd 80% af launum sem viðkomandi hafði haft mánuð- ina áður en hann veikist. Til samanburðar þá var hámarks- greiðsla sem menn gátu fengið mjög svipuð og málið hafi ver- ið metið þannig að það væri ekki íþyngjandi fyrir rekstur Sæmundar Sigmundssonar að semja ekki við hann í því til- felli. Aðeins eitt tilboð barst í hverja akstursleið á Mýrunum, frá þeim sem sinnt hafa því verki síðustu ár en þeir eru Guðjón Gíslason, Jóhann Páls- son, Guðbrandur Guðbrands- son, Sturla Stefánsson og Ein- ar Karelsson. Helga vildi að fram kæmi að mikil ánægja væri með störf allra sem séð hefðu um skólakstur við Grunnskólana tvo í Borgarbyggð, síðustu ár. GE vegna veikinda frá SMA áður tæpar 140 þúsund krónur á mánuði. Á móti kemur þó að Fit greiðir ekki sérfræðikostnað vegna veikinda. Þetta þýðir að tekjuöryggi manna eykst veru- lega eftir sameininguna,“ segir Hermann. „Eg er ánægður með þessa niðurstöðu og sérstaklega hversu kosningin var afgerandi meðal félagsmanna okkar. Það er mikilvægt að afgerandi vilji félagsmanna sé til staðar við svo veigamiklar breytingar þannig að sátt haldist innan félagsins,“ sagði Hermann að lokum. MM Háskóla- ráð LHÍ Háskólaráð Landbúnað- arháskóla Islands á Hvann- eyri hefur verið skipað. Eft- irtaldir aðilar sitja í ráðinu: Baldur P. Erlingsson, lög- fræðingur, formaður, skip- aður af landbúnaðarráð- herra til bráðabirgða þar til nýskipaður rektor tekur sæti formanns skv. bráða- birgðarákvæði breyttra laga um búnaðarfæðslu (nr. 71/2004). Hákon Sigurgrímsson, skrifstofustjóri í landbúnað- arráðuneytinu, tilnefndur af landbúnaðarráðherra. Jón Torfi Jónasson, pró- fessor, Reykjavík, tilnefndur af háskólaráði Háskóla Islands. Stefán Kalmansson, að- júnkt við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Is- lands, tilnefndur af Bænda- samtökum íslands. Ari Teitsson, ráðunautur, tilnefndur af Bændasamtök- um Islands. Brynhildur Einarsdóttir, Reykjavík, tilnefnd af menntamálaráðherra. Olafur Arnalds, náttúru- fræðingur, tilnefndur til bráðabirgða með sameigin- legri kosningu allra fastráð- inna starfsmanna LBH, RALA og Garðyrkjuskól- ans. Jón Orvar Jónsson, for- maður skólafélags LBH, til- nefndur til bráðabirgða af nemendafélagi LBH. Landbúnaðarráðherra skipar rektor hinnar nýju stofnunar frá og með 1. ágúst nk. að fenginni um- sögn háskólaráðs.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.