Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2004, Page 3

Skessuhorn - 14.07.2004, Page 3
 MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 2004 3 L^ifshátíð m^ð fornaufirbrdgð] Leifshátíðin var haldin í fjórða skipti á Eiríksstöðum í Haukadal um síðustu helgi. Voru gestir um 500 talsins og fór hátíðin friðsamlega fram, að sögn Helgu Agústsdóttur staðarhaldara. Skemmtiatriði voru að mestu leyti í höndum heima- manna. Sönghópar, kórar og harmonikkuklúbburinn Nikk- ólína og hljómsveitin Abrestir komu fram. Trúbadorinn Halli Reynis, sem Dalamenn hafa eignað sér, kom og spilaði á laugardagskvöldinu. Þá bauð Stoppleikhópurinn upp á leik- sýningu um landafundina og Erla Stefánsdóttir sjáandi sagði gestum allt um álfa- byggðir í Haukadal. Einnig var gestum boðið að rekja ættir sínar aftur til Eiríks og sam- tímamanna hans og sá ætt- fræðingur um þann hluta. Guðmundur Olafsson forn- leifafræðingur var að stöfum við uppgröft á jarðhýsi sem er að fínna á Eiríksstöðum og er talið hafa verið vinnustaður kvenna. Einhver smábrot fann hann sem gæti verið úr snældu frá víkingaöld, en eftir er að rannsaka það betur og aldurs- greina. Ef snældubrotið reyn- ist við aldursgreiningu frá vík- ingatímabilinu, gæti hér verið komin í leitirnar snælda Þjóð- hildar. Víkingar settu svip sinn á hátíðina. Voru þar víkingahóp- urinn Hringhorni frá Akranesi sem sérhæfir sig í leikjum fýrir börn og víkingakonur frá Þingeyri sem sérhæfa sig í handverki. Dalamenn hafa ný- verið stofnað víkingahóp og tók hann þátt í hátíðinni sem slíkur í fyrsta skipti og var við ullarþvott, brauðbakstur og handverkssölu. I sjálfum Ei- ríksstaðabænum bjó víkinga- fjölskylda alla helgina, en það var sjálfur Eiríkur rauði ásamt komu og barni. Þau er „al- vöru“ víkingar og starfa sem slík og koma frá Danmörku. Veðrið var gott fyrir utan nokkra dropa á laugardags- kvöldið þegar Brennu-Flosi kveikti upp í varðeldinum. MM/Mytidir: SigJ Meðferð boga og örva var sýnd á hátíðinni. Eiríkur rauði og kona hans bjuggu í bænum um helgina og tóku á móti gestum. Víkingar sýndu handverk og gömui leikföng. Börn fengu leiðsögn f leikjum vfkinga. Borgarfjardarsveit Tilkynning Borgarfjarðarsveit hefur ráðið Snorra Jóhannesson, Björn Björnsson og Bircjir . Hauksson sem refaskyttur fyrir sveitarfelagið j árið 2004 og verður öðrum ekki greitt fyrir I refaveiðar á árinu. Sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar f \ INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGN í B0RGARNESI Þórðargata 26, Borgarnesi Tveggja hæða raðhús með innbyggðum bilskúr, samtals 180 fm, byggt 1973. Forstofa nýlega flísalögð, hol á báðum hæðum og stofa m/plastparketi. 5 herbergi öll m/plastparketi. Eldhús m/korkflísum á gólfi, upprunaleg innrétting. Baðherbergi m/dúk á gólfi og á veggjum, kerlaug/sturta. Þvottahús. Gróinn garður. Nýr sólpallur, nýlegir þakkantar og hús málað að utan 2003. Eignin er laus til afhendingar 15. ágúst 2004. Verð: kr. 14.000.000 | Húsið verður til sýnis fimmtudaginn 15. júlí nk. i milli kl. 16:00 og 19:00. (Halla og Sigurður) * | Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 437 1 700, 860 2181, fax 4371017, netfang: lit@isholf.is veffang: simnet.is/lit 5M5 LEIKUR VINNINGAR: SNJÓSLEÐI, FJÓRHJÓL, ÆVINTÝRAFERÐIR Þú kaupir rétta kippu og geymir kvittunina sendir SMS skeyti með fjölda kippa í 1919 - t.d. becks(bil)2 og þú ert kominn í pottinn Allar nánari upplýsingar á becks.is ■ Auglýsingastofa Guðn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.