Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 14. TULI 2004
^niisaunu^
/'i/tuinar
Umsjón: Iris Arthúrsdóttir.
Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina
sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða
stærri), fullu nafni, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is
HÚSRÁÐ
Til að rjóminn þeytist betur er
gott að kæla skálina og þeytispaðana
í ísskápnum áður en þeytt er.
Islandsmót í golfi í fyrsta sinn á Akranesi
Reykholtshátíð
helgina 23
Reykholtshátíð verður hald-
in í áttunda sinn í ár, en hátíð-
in hefur getið sér orð fyrir að
vera ein vandaðasta tónlistar-
hátíð landsins. Hátíðin hefur
mælst vel fyrir erlendis og þyk-
ir eitirsóknarverður vettvangur
fyrir þekkta norræna og evr-
ópska tónlistarmenn. Hún
dregur að sér vaxandi fjölda
ferðamanna sem sumir koma
sérstaklega til að njóta hátíðar-
innar jafnvel langt að og dvelja
þá gjarnan áfram til að kynna
sér land og þjóð.
Hátiðin fer fram í Reyk-
holtskirkju dagana 23. -25. júlí
og hefst á opnunartónleikum
föstudaginn 25. júlí kl 20:00
þar sem flutt verður tónlist eft-
ir Wolfang Amadeus Mozart.
A tónleikunum koma fram
Auður Hafsteinsóttir fiðluleik-
ari, Bryndís Halla Gylfadóttir
sellóleikari, Steinunn Birna
Ragnarsdóttir píanóleikari og
Þórunn Osk Marinósdóttir
víóluleikari. Auk þess mun
Trio Polskie frá Varsjá flytja
píanótríó eftir meistarann.
Þann 24. júlí kl 15:00 verða
söngtónleikar þar sem Elín
Osk Oskarsdóttir sópran mun
flytja íslensk og norræn ljóð á-
samt þekktum óperuaríum
með Steinunni Birnu Ragnars-
dóttur píanóleikara. Elín Osk
Oskarsóttir hefur um árabil
verið í hópi fremstu söngvara
landsins og hlotið margvísleg
verðlaun og viðukenningar fyr-
ir söng sinn. Að kvöldi 24. júlí
kl 20.00 mun Trio Polskie frá
. - 25. júh
Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran
kemur fram á Reykholtshátíð.
Varsjá flytja þrjú píanótríó eftir
Haydn, Beethoven og
SchubertTríóið skipa; Tomasz
Bartoszek píanó, Sebastian
Gugala fiðla og Arkadiusz
Dobrowolski selló. Lokatón-
leikar hátíðarinnar verða svo á
sunnudaginn 25. júlí kl 16.00
og verða þar flutt verk eftir
Beethoven, Grieg og
Schumann auk þess sem frum-
flutt verður verk eftir Þórð
Magnússon fyrir sópran, píanó
og selló við texta Snorra
Sturlusonar. Þórður var nýlega
tilnefndur til Tónlistarverð-
launa Norðurlandaráðs. Flytj-
endur á lokatónleikunum
verða allir þátttakendur hátíð-
arinnar en þeir eru; Auður
Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Elín Osk Oskars-
dóttir, Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir, Þórunn Ósk Marin-
ósdóttir og Trio Polskie.
Miðar á tónleikana verða
seldir við innganginn. Einnig
er hægt að panta miða í síma
552-3208 eða 891-7677 eða á
samhljomur@simnet.is
MM
Konfektterta
Á Akranesi verður síðar í þess-
um mánuði haldið Islandsmótið
í golfi, nánar tiltekið dagana 22.
til 25. júlí. Ljóst er að mikið
mæðir á heimamönnum þegar
haldið er mót af þessari stærð-
argráðu og ræddi Skessuhorn
stutdega við Brynjar Sæmunds-
son framkvæmdastjóra Leynis
um mótið og önnur verkefni
sumarsins.
Golfklúbburinn Leynir á
Akranesi er elsti og stærsti golf-
klúbburinn á Vesturlandi. Vöxt-
ur hans hefur verið mikill und-
anfarin ár bæði þegar litið er til
uppbyggingar Garðavallar og
fjölgun kylfinga. Golfvöllurinn
var stækkaður í 18 golfholur árið
2000 og félagafjöldinn hefur
þrefaldast á stuttum títna. „Nú
eru um 400 félagsmenn skráðir í
golfklúbbinn, þar af 120 börn og
unglingar,“ segir Brynjar. Að-
spurður um verkefhi sumarsins
segir hann að af nógu sé að taka.
„Þetta er óneitanlega viðburða-
ríkt ár hjá okkur. Fjöldi stórra
móta hefur þegar farið frarn, svo
sem opin golfmót, stigamót
unglinga var haldið í byrjun júní
og margir fyrirtækjahópar hafa
verið bókaðir á völlinn. Eftir að
Garðavöllur var stækkaður í 18
holur hafa nokkur stigamót á
Toyota mótaröðinni verið haldin
hér á Akranesi og hafa þau geng-
ið mjög vel. Við höfum því nasa-
þefinn af því sem koma skal á ís-
landmótinu sem verður há-
punktur sumarsins en þetta er í
fyrsta skipti sem landsmót verð-
ur hér á Akranesi í 39 ára sögu
golfklúbbsins. Gert er ráð fyrir
150 þátttakendum á mótinu og
öðrum eins fjölda aðstoðar-
manna keppenda. Beinar út-
sendingar verða frá því á sjón-
varpsstöðinni Sýn og vænta má
fjölda áhorfenda á síðasta keppn-
isdegi ef veður verður gott. Þetta
er án efa stærsta verkefhi sem
klúbburinn hefur tekið að sér í
mótahaldi til þessa og verður tví-
mælalaust mikil kynning fyrir
Akranes," segir Brynjar.
Sýnt beint á Sýn
Brynjar segir allan undirbún-
ing hafa gengið mjög vel. „Is-
landsmótið í golfi er stærsti golf-
viðburðurinn hér á landi ár
hvert. Það sem er nýtt í þessu
fyrir okkur núna er bein útsend-
ing af mótinu á 3. og 4. keppnis-
degi en því fylgja ýmis verkefni
sem við ætlum okkur að leysa
vel. Við höfum byggt sérstakt
stæði úti á vallarsvæðinu fyrir út-
sendingarbíl Sýnar og lagður
verður 400 metra rafmagns-
strengur að bílnum í samvinnu
við Orkuveitu Reykjavíkur.
Einnig munum við vera með 2-3
lyftupalla frá Gísla Jónssyni til
að Sýnarmenn nái sem bestu
myndefhi af mótinu úr 10 til 17
metra hæð og svo minni palla á
nokkrum stöðum á vellinum.
Aðal áskorunin í framkvæmd
þessa móts verður þó ef til vill
þátttaka okkar félagsmanna í
sjálfboðavinnu við mótið. Við
geram ráð fyrir að þurfa allt að
50 manns til að vinna með móts-
stjórninni í ýmsum verkefhum,
sérstaklega síðustu tvo dagana
þegar beina útsendingin fer ffam
en þá liggur mest við að allar
upplýsingar komist sem fyrst í
loftið t.d. með færanlegum
skortöflum úti á golfvelli og
Þessi terta er ffekar þung og
þétt í sér og algjör nauðsyn að
bera fram þeyttan rjóma eða
vanillu ís með.
Botn:
100 g sykur
350 g Síríus suðusúkkulaSi
(konsum), brætt
200 g hakkaðar möndlur
150 ghveiti
5 egg aðskilin
50 g sykur
Þeytið vel saman 100 g sykur
og eggjarauður, bræðið
súkkulaðið í vatnsbaði og
blandið saman við ásamt
möndlum og hveiti. Þeytið
eggjahvímrnar og 50 g af sykri
vel saman og blandið saman við
súkkulaðiblönduna með sleikju.
Brynjar Sæmundsson framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis.
upplýsingagjöf til
sjónvarpsmanna.
Ef veður verður
gott þurfum við
að vera undir það
búin að hingað
komi verulegur
fjöldi áhorfenda
sem kallar á um-
ferðastjórnun
bæði hvað varðar
bílastæði og um-
ferð áhorfenda
inn á golfvellin-
urn. Við höfum
óskað eftir sjálf-
boðaliðum til
starfa úr okkar
röðum og eru
margar vinnufúsar
hendur sem hafa boðið fram
krafta sína,“ segir Brynjar.
Styður mjög við
ferðaþjónustu
I tilefni Islandsmótsins var
farið í bygginu 12 bása æfinga-
skýlis á golfvallarsvæðinu og
endurbyggingu bílastæðis með
bundnu slitlagi við golfskálann
og er báðum þessum fram-
kvæmdum nú lokið. Búið er að
leggja mikla vinnu í að bæta að-
stöðuna á golfvallarsvæðinu nú í
vor og sumar.
Brynjar segir golfíþróttina
styðja mjög aðra ferðaþjónustu í
bæjarfélaginu. „Við erum að sjá
mikla aukningu í aðsókn gesta-
spilara eftir að golfvöllurinn var
stækkaður í 18 holur. Þetta eru
bæði einstaklingar og fyrir-
tækjahópar og svo eru erlendir
ferðamenn farnir að boða komu
sína til okkar. Sú golfaðstaða
sem hefur verið í uppbygginu á
Akranesi undanfarin ár hefur
vakið mikla athygli golfáhuga-
fólks. Ef það næst að halda
þeirri uppbyggingu áfram á
næstu árum á Golfklúbburinn
Leynir eftir að vega þungt í
ferðatengdri þjónustu á Akra-
nesi og verða bæjarfélaginu til
framdráttar og sóma á þessu
sviði á komandi árum og á um-
fjöllunin um íslandsmótið án
efa eftir að verða mjög góð
kynning fyrir staðinn,“ segir
Brynjar Sæmundsson að lokum.
MM
Setjið í eitt
form. Bakið við
180°C í 30 mín.
Fletjið út marsipanið og
leggið yfir kökuna.
Hitið rjómann að suðu og
hellið yfir saxað súkkulaðið.
Kælið áður en tertan er hjúpuð
með súkkulaðinu.
Hjúpwr:
200 g hjúpmarsipan
200 g Síríus suðusúkkulaði
(konsum), saxað
3/4 dl rjórmi
Síróp:
1/2 dl vatn
60 g sykur
3-4 msk.
romm
Sjóðið vatn
og sykur saman
í u.þ.b. 5-7 mín., blandið út í
örlitlu af rommi 3-4 msk. eða 1
msk. af dropum. Smyrjið yfir
botninn.