Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2004, Page 11

Skessuhorn - 14.07.2004, Page 11
cml,S9Ullu^ MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 2004 11 Frábært Skagamót Eitt stærsta knattspyrnumót ársins fór fram á Akranesi um nýliðna helgi. Skagamót KB banka og Coke kallast það nú en það er fyrir knattspymufólk á aldrinum 6-8 ára eða 7. flokk. Undanfarin ár hefur mótið jafn- an verið nefnt Lottómótið en hefur nú fengið nýja styrktar- aðila og þar með nýtt nafn. Mest voru þetta piltar sem þátt tóku í mótinu en þó voru ein- staka stúlka með í liðunum og eitt lið ÍA var eingöngu skipað stúlkum. Að þessu sinni mættu til leiks um 850 keppendur ásamt þjálfurum, liðsstjórum og að- standendum. Til leiks voru skráð 92 keppnislið frá 25 fé- lögum víðsvegar að af landinu. Talið er að heildarfjöldi gesta á Akranesi vegna mótsins hafi verið um 2.500 manns þegar taldir eru þátttakendur, starfs- menn, foreldrar og aðstand- endur. Þegar þessi fjöldi bætist við aðra gesti sem í bænum voru vegna írskra daga má gera ráð fyrir að heildargesta- fjöldi hafi verið hátt í 10 þúsund manns, að sögn Sigrúnar Ósk- ar Kristjánsdóttur markaðsfull- trúa Akraneskaupstaðar. Það er Unglinganefnd ÍA sem stóð fyrir mótinu. Magnús Óskarsson er formaður nefnd- arinnar og var hann að vonum hæstánægður eftir helgina. „Mótið gekk alveg glimrandi vel í alla staði hvernig sem á það er litið. Tímasetningar stóðust, veðrið lék við okkur og skipulagning öll gekk upp,“ sagið Magnús. Á grillskemmt- un sem haldin var á laugar- dagskvöldinu kom allur hópur- inn saman og voru forráða- menn unglinganefndar ÍA hyllt- ir af gestum og klappað lof í lofa fyrir sérlega gott mót í alla staði. Má þetta fólk vera stolt af vinnu sinni. Megin markmið Skagamóts- ins er að þátttakendurnir upp- lifi knattspyrnu á jákvæðan hátt og fari heim með góðar minningar um skemmtilega daga á Akranesi. Til þess að ná þessu markmiði hefur stjóm Unglinganefndar ÍA þróað keppnisfyrirkomulag sem m.a. kemur í veg fyrir þá þætti sem helst geta dregið úr jákvæðri upplifun þátttakenda. Þannig er reynt að koma í veg fyrir full- ÍR-ingar fylgjast með frá hliðarlínunni. Stund milli stríða. Nei, þetta eru ekki randaflugur eða strokufangar, heldur vaskir kappar úr vesturbæ Reykjavíkur. yrðingar á borð við: „Þeir voru burstaðir", „krafan um árangur var ofar leikgleði" og „leikirnir tóku alltof langan tíma“. Magn- ús Óskarsson segir að þessi breyting hafi komið sér vel og bætt mótið frá því sem verið hafði. „Við breyttum á síðasta ári keppnisfyrirkomulagi Skagamótsins. Helstu breyt- ingarnar fólust í því að leikir eru spilaðir þéttar, viðvera á vallar- svæði styttist en leikmínútur á mótinu haldast óbreyttar. Þetta gerir það að verkum að lið frá fleiri andstæðinga við hæfi, ekki eru leiknir eiginlegir úr- slitaleikir og ekkert lið lendir neðar en í 6. sæti,“ sagði Magnús að lokum. MM Keppendur frá ÍA á leið á völlinn en allir þátttakendur gengu fylktu liði frá Akratorgi á föstudagsmorgninum. Myndir: Hilmar S og MM Rúlluplast MR selur umbúðir fyrir hey í hæsta gæðaflokki frá Hollenska fyrirtækinu VISSCHER HOLLAND. Umbúðir fyrir hey Magn pr. paíl. Þyngd pr. Rúllu Verð án vsk Verð m.vsk Rúlluplast: Grænt 75 cm 30 rl 29 kg 5.995,- 7.464,- Hvítt 75 cm 30 rl 29 kg 5.995,- 7.464,- Rúllunet 12grx 3000m 47 kg 13.900,- 17.306,- Garn (2 rl í pakka) 9 kg 1.990,- 2.478,- Mjólkurfélag Reykjavíkur Korngarðar 5 • 104 Reykjavík Símar: 5401100 • Fax: 5401101 Réttci plostið tryggirgœðin

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.