Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 15

Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 15
.,»r.r-<iinn.. MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 2004 15 oidAi svtp.igm Sveit HSH marserar inn á völlinn við setningarathöfnina. Sveit UDN marserar inn á völlinn við setningarathöfnina. Kvennalið HSH í körfubolta nældi sér í silfurverðlaun Hallbera Eiríksdóttir sigraði i kringlukasti Jafntefli á Ólafs- víkurvelli Það stefnir í mikla baráttu á milli Víkings Ólafsvík og KS á Siglufirði um annað sætið í annarri deildinni og þar með sæti i þeirri fyrstu á komandi leiktið. Víkingar tylltu sér í 2. sætið um tima á fimmtudag þegar þeir gerðu jafntefli vð topplið Leiknis, 1 -1 á Ólafsvik- urvelli. Gestirnir komust yfir snemma í leiknum er þeir fengu umdeilda vítaspyrnu. Hemann Geir Þórsson jafnaði siðan undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Siglfirðingar endur- heimtu hinsvegar annað sætið þegar þeir unnu stórsigur á Víði, 7 - 1 á laugardag. GE Skallarnir skora Skallagrimsmenn halda áfram að sanka að sér stigum iA riðli 3. deiidarinnar i knattspyrnu en liðið hefur ekki tapað stigi frá því í fyrstu umferðinni. Það var gegn Árborg en þeir hinir sömu voru engin fyrirstaða fyr- ir Skallana þegar þeir mættu í Borgarnes á þriðjudaginn í síðustu viku. Skallanir unnu öruggan sigur, 5 - 0 og hafa nú skorað 21 mark í síðustu þremur leikjum. Gamla brýnið Hilmar Þór Hákonarson skor- aði tvö mörk fyrir Borgnesinga gegn Árborg og þeir Svein- björn G Hlöðversson, Finn- bogi Llores og Guðni Albert Kristjánsson sitt markið hvor. Skagamenn á ný í toppbaráttunni Eigum góðan möguleika á titlinum segir Ólafur Þórðarson þjálfari Skagamenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja á laugardag þegar þeir unnu sinn fyrsta sigur á ÍBV í níu ár. Leikurinn var fjörugur og mikil barátta allan tímann eins og jafnan þegar þessi lið eiga við. Skagamenn fengu þó fleiri marktækifæri en það var ekki fyrr en á 88. mínútu sem úrslit- in réðust en þá fengu Skaga- menn vítaspyrnu sem Hjörtur Hjartarson skoraði úr af öryggi en hann hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður. Með sigrinum hafa Skagamenn blandað sér í toppbaráttuna og sitja nú í þriðja sæti með 16 stig, aðeins þremur stigum á eftir Fylki sem er í toppsætinu. Óneitanlega minnir staðan í deildinni að undanförnu á mót- ið 2001 þegar Skagamenn urðu síðast íslandsmeistarar Skagamenn leika fyrri leik sinn í fyrstu umferð UEFA bik- arsins gegn eistneska liðinu TVMK á morgun (fimmtudag). Leikurinn fer fram á Akranes- velli og hefst kl. 19.15. Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA sagði í samtali við Skessuhorn að sín- ir menn færu í leikinn til að vinna hann og ekkert annað kæmi til greina. „Við verðum að en þá stungu Fylkismenn af um tíma en síðan náðu Skaga- menn að saxa jafnt og þétt á forystu þeirra og tryggðu sér titilinn í síðustu umferðinni. Ó- lafur Þórðarson þjálfari ÍA seg- ir ekkert því til fyrirstöðu að sínir menn geti endurtekið þann leik. „Við erum sannar- lega á réttri leið. Það var hins- vegar grátlegt að vera rændir sigrinum í Árbænum um dag- inn en við sætum á toppnum ef við hefðum ekki sofnað á verðinum þar. Það er hinsveg- ar nóg eftir af mótinu og ef við spilum eins og við höfum gert í síðustu tveimur leikjum þá eig- um við ágætan möguleika á titlinum." Sem kunnugt er hefur Garð- ar Gunnlaugsson, framherji skipt yfir í Val og Hiörtur Hjart- arson, sem skoraði sigurmark- fara með þrjú stig út til Eist- lands ef við ætlum okkur áfram en vissulega hefði verið betra fyrir okkur að fá útileikinn á undan og eiga heimaleikinn til góða þegar við værum aðeins búnir að kynnast þeirra leik. Mér skilst að þetta sé sterkt lið með leikna stráka innanborðs þannig að það má búast við hörkuleik," segir Ólafur. Ólafur Þórðarson. ið í Eyjum, fer aftur til náms í Bandaríkjunum um miðjan á- gúst en þá verður Stefán Þórð- arson eini framherji liðsins. „Við höfum kannað möguleika á að fá framherja en það er bara of dýrt og mikið happ- drætti. Það er engin óskastaða að leika með einn framherja en við verðum að spila úr því sem við höfum," segir Ólafur. Stórsigur stúlknanna Skagastúlkurnar halda á- fram á sigurbrautinni í 1. deildinni en þær unnu sinn áttunda sigur í sumar á mánu- dag er þær völtuðu yfir ÍR inga, 8 - 0. Skagastúlkur hafa fullt hús stiga og hafa skorað 51 mark en aðeins fengið á sig 9. Eins og staðan er núna er því ekki hægt að segja ann- að en að þær sigli hraðbyri í átt að úrvalsdeildinni. Skagamenn gegn Eistum annaðkvöld Kolbrún Ýr með íslands- metog Ólympíulág- mark Tvö íslandsmet voru sett hjá íslensku landsliðskonunum sem tóku þátt í Croatia Open Internationals um helgina. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti Islandsmet í gær þegar hún endaði í 5. sæti í 100 m flugsundi á tímanum 1.02,07 (29,61-32,46). Eldra metið átti Eydís Konráðsdóttir 1.02,93 sett árið 2000. Tími Kolbrúnar er jafnframt vel undir ÓL-lágmarkinu sem er 1.02.65. Kolbrún náði einnig inn í und- anúrslitin í 50 skrið um morg- uninn á tímanum 27,11 sek, en var ákveðin í því að synda ekki skriðsundið í úrslitunum. Kolbrún synti undanúrslitin í flugsundinu á laugardeginum og fann sig vel, synti á tíman- um 1:02,99 sem var bæting og aðeins 6/100 frá íslands- metinu. (af www.ia.is) Staðan f Landsbankad. karla í knattspyrnu Félag L U J T Mörk Stig 1 Fylkir 10 5 4 1 15:8 19 2FH 10 4 5 1 16:11 17 3ÍA 10 4 4 2 12:9 16 4KR 10 3 4 3 13:12 13 5 ÍBV 9 3 3 3 14:11 12 6 KA 9 3 2 4 10:12 11 7 Keflavík 9 3 2 4 10:15 11 8 Víking.R. 9 3 1 5 9:12 10 9 Grindavík 9 2 4 3 9:13 10 10 Fram 9 1 3 5 9:14 6 Staðan í 2. deild knattspyrnu karla Félag L U J T Mörk Stig 1 Leiknir R. 9 7 1 1 25:7 22 2KS 9 6 1 2 23:14 19 3 Vík. Ó. 9 5 2 2 15:7 17 4ÍR 9 3 3 3 12:12 12 5 Leift./Dalv.9 4 0 5 18:21 12 6 Aftureld. 9 3 2 4 16:14 11 7 Víðir 9 3 2 4 13:22 11 8 Selfoss 9 2 3 4 15:20 9 9 Tindastóll 9 2 3 4 16:22 9 10 KFS 9 0 3 6 10:24 3 Staðan í B riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu Félag L U J T Mörk Stig 1 ÍA 8 8 0 0 51:9 24 2 Þróttur R. 7 5 0 2 36:10 15 3 Fylkir 7 3 0 4 23:28 9 4ÍR 7 2 0 5 17:29 6 5 Hv./Tind.st.7 0 0 7 4:55 0 Staðan í A riðli 3. deildar karla í knattspyrnu Félag L U J T Mörk Stig 1 Skallagr. 7 6 1 0 28:4 19 2 Deiglan 7 5 0 2 24:9 15 3 Númi 7 4 1 2 34:10 13 4 Árborg 7 3 3 1 17:13 12 5 Grótta 7 2 14 14:13 7 6 Afríka 6 1 0 5 7:25 3 7 Freyr 7 0 0 7 1:51 0

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.