Skessuhorn - 25.08.2004, Blaðsíða 4
4
onbssunui..
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2004
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Sædís Helga ásamt dóttur sinni á palli annars hússins.
Ljósm: Sverrir Karlsson.
Hálsaból við rætur Kirkjufells
Útgefandi: Skessuhorn ehf
Framkv.stj. og blm. Mognús Mognússon
Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson
Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir
Prentun: Prentmet ehf.
433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
894 8998 mognus@skessuhorn.is
899 4098 ritstjori@skessuhorn.is
696 7139 iris@skessuhorn.is
437 1677 gudrun@skessuhorn.is
Nýtt fyrirtæki, Hálsaból ehf.,
tók til starfa fyrr í sumar í
Grundarfirði. Það sérhæfir sig í
rekstri og útleigu sumarhúsa
sem sett hafa verið niður á jörð-
inni Hálsi, vestan Kirkjufells.
Það eru systkinin Sædís Helga
og Hjörtur Guðmundsbörn
sem eiga fyrirtækið en jörðin
Háls er í eigu foreldra þeirra og
er sauðfjárbúskapur á henni.
Fyrstu tvö húsin á Hálsi voru
reist í júní. Þau eru hönnuð af
Islendingum og uppfylla allar
kröfur sem gerðar eru til heils-
árshúsa við íslenskar aðstæður.
Þau eru smíðuð í Litháen en
koma hingað til lands í eining-
um sem reistar eru á staðnum.
Eiginmaður Sædísar Helgu, O-
lafur Marinósson, sá um upp-
setningu húsanna og hafði um-
Endurskoðunarskrifstofa
Konráðs Konráðssonar í Borg-
arnesi og KPMG endurskoðun
hafa gert með sér samstarfs-
samning um reksmr nýs fyrir-
tækis, Skrifstofuþjónustu Vest-
urlands. Nýja fyrirtækið er í
húsakynnum KPMG í Borgar-
nesi, að Bjarnarbraut 8, efri
hæð.
Oddur Gunnar Jónsson hjá
KPMG er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins og segir hann til-
gang þess vera að sinna alhliða
skrifstofuþjónustu fyrir stærri
og smærri fyrirtæki á öllu Vest-
urlandi. „Samstarfið við KPMG
gerir það að verkum að fyrirtæk-
ið getur tekið að sér alla sér-
hæfða vinnu varðandi bókhald
og uppgjör og ekki má heldur
gleyma að á báðum stöðum var
gríðarleg reynsla til staðar. Við
sjón með smíðavinnu á staðn-
um.
I samtali við Skessuhorn
sagði Sædís Helga að húsin
hefðu verið stöðugt í útleigu frá
því þau hófu starfsemi 1. júlí.
„Það er bókað hjá okkur út á-
gústmánuð og miklar fyrir-
spurnir hafa borist okkur um á-
framhaldið. Það er greinilegt
að mikil eftirspurn er eftir þess-
um gistimöguleika hér á Snæ-
fellsnesi ef marka má fyrstu við-
tökur sem við höfum fengið,"
sagði Sædís Helga. I framtíð-
inni gera þau ráð fyrir að fjölga
húsunum eftir því sem eftir-
spurn skapast. Áður rak Sædís
Helga vikublaðið Þey sem gefið
er út í Grundarfirði, en þann
rekstur seldi hún sl. vor.
höfum fulla trúa á að mikill
vöxtur sé framundan í atvinnu-
lífinu á Vesturlandi og því mikil
þörf fyrir þjónustu af þessu tagi.
Við bjóðum fyrirtækjum að losa
sig við þennan rekstrarþátt og
þar með þá fjárfestingu sem því
fylgir í tölvum og hugbúnaði.
Við getum líka boðið upp á að
okkar fólk korni í fyrirtækin og
sinni þessari þjónusm þar. Þegar
upp er staðið viljum við meina
að fyrirtæki geti náð umtals-
verðum sparnaði með því að
kaupa sérhæfða bókhalds- og
skrifstofuþjónustu af fagmönn-
um þótt margir álíti annað.“
Þrír starfsmenn, auk fram-
kvæmdastjórara, starfa nú hjá
Skrifstofuþjónustu Vesturlands
og segir Oddur að markmiðið sé
að þeim fjölgi innan tíðar.
GE
Vilja hraða-
hindranir burt
Sjórn Egils, félags ungra
Sjálfstæðismanna í Borgar-
byggð, samþykkti á síðasta
fundi sínum eftirfarandi álykt-
un: „Egill, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Borgarbyggð
fagnar þeirri miklu uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja sem
meirihluti Sjálfstæðisflokksins
og Borgarbyggðarlistans hafa
staðið fyrir að undanförnu við
grunnskóla og Iþróttamiðstöð
bæjarins.
Enn fremur skorar Egill ein-
dregið á bæjaryfirvöld að fjar-
lægja án tafar þær hraðahindr-
anir sem komið hefur verið upp
við Skallagrímsgötu, Þorsteins-
götu, Böðvarsgötu og í Hrafha-
kletti. Hafa þessar hraðahindr-
anir mælst mjög illa fyrir meðal
bæjarbúa vegna þeirra óþæg-
inda sem þær hafa valdið. Er
það skylda bæjaryfirvalda, um
leið og þau tryggja öryggi íbúa,
að valda sem minnstum óþæg-
indum fyrir akandi vegfarend-
ur.“ ’ GE
Umferðaróhöpp
Þrjú umferðaróhöpp urðu í
umdæmi Borgarneslögreglu í
síðustu viku. Eitt uinferðarslys
varð á Melasveitarvegi við
Eystra Súltmes, á föstudegin-
um, þar valt bíll með þremur
stúlkum í og sluppu þær allar án
teljandi meiðsla. Bifreiðin er
talin gjörónýt. Ökumaðurinn
missti stórn á bflnum sem rann
út í vegkantinn, lenti þar á
vegstikum og loks á umferðar-
skilti og valt síðan tvær til þrjár
veltur áður en hann stöðvaðist.
Síðdegis á laugardeginum
misstu erlendir ferðamenn á
leið norður Kaldadal bifreið
sína út í lausamöl, biffeiðin
snarsnerist og fór útaf og valt.
Okumaður og farþegar sluppu
án meiðsla. Bifreiðin var óöku-
fær eftir veltuna og var tjarlægð
með kranabfl.
Þriðja umferðaróhappið var
minniháttar árekstur tveggja
bifreiða í Borgarnesi. GE
Hjólabretta-
garður í skoðun
Til skoðunar er hjá Akranes-
kaupstað möguleikar á upp-
setningu hjólabrettagarðs í
bænum líkt og víða þekkist
m.a. í sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu. Einkum hefur
svæðið við Grundaskóla verið
nefnt í þessu sambandi sem á-
kjósanlegur staður. Að sögn
Aðalsteins Hjartarsonar sviðs-
stjóra æskulýðs- og tómstunda-
mála liggur fyrir æskulýðs- og
forvarnarnefnd bæjarins að
fjalla um möguleika og út-
færsluleiðir á slíkri ffamkvæmd
og leggja ffam tillögur fyrir
bæjarráð.
MM
Skessuhorn kemur ú) alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00
l-:i:..j-gum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
Skiíafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í fausasölu er 300 kr.
433 5500
Verkföll og
önnur föll
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að skólar
landsins eru að hefja sitt starf og er ekkert nema gott og bless-
að um það að segja. Á mínu heimili háttar því þannig til að um-
ræðan um nýtt skólaár er á afskaplega misjöfnu plani.
Dóttirin er eins og pabbi, hennar, tekur öllu með jafnaðar-
geði og gerir það sem henni er sagt. Yngri sonurinn sem á að
hefja skólagönguna í haust sver sig hinsvegar meira í skagfirska
móðurættina og þverskallast við. Hann telur sig enda hafinn
yfir íslenskt skólakerfi og hefur engin áform um að fara í skóla
hvorki fyrr né síðar. Eldri sonurinn, sem er átta ára gamalla, er
hinsvegar búinn að undirbúa veturinn síðustu vikur en það eina
sem hann hefur áhuga á varðandi komandi skólaár er kennara-
verkfall og hefur hann rætt það fram og aftur við litlar undir-
tektir. Nú er hinsvegar svo komið að foreldrar hans hafa velt
fyrir sér að rölta í apótekið og athuga hvort ekki sé hægt að fá
eitthvað við þessu.
Kannski er það hinsvegar ekki skrítið börnin séu farin að
huga að verkfalli því ef marka má fréttir síðustu daga þá eru
kennarar sjálfir búnir að setja það í skólanámskrána og manni
skilst að sumarið hafi farið í að reikna út hvað þeir geta verið
lengi í verkfalli án þess að bera skaða af.
Nú er það svo að ég er afar vel kunnugur kjörum kennara því
þannig vill til að þrír fjórðu af mínum systrum, nákvæmlega
75% eru kennarar. Meint slæm kjör kennara eru því vinsælt
umræði í fjöskylduboðum og oftar en ekki hafa systurnar eyði-
lagt matarlist okkar bræðra með harmsögum af þeirri örbirgð
sem kennarar þessa lands mega búa við enda megum við bræð-
urnir ekkert aumt sjá eða heyra. Eg hef því fulla samúðmeð
kennurum og iúllan skilning á kröfum þeirra um hærri laun og
ekki síður styttri vinnutíma þótt ég geri mér ekki alveg grein
fyrir hversu mikið meira er hægt að stytta hann öðru vísi en að
klára hann alveg. Eg geri hinsvegar athugasemd við að einstak-
ar starfsstéttir geti haldið samfélaginu í heljargreipum með sí-
felldum hótunum um verkfall og minna aðgerðir þeirra stund-
um á vinnubrögð flugræningja og annarra álíka stétta. Til sam-
anburðar má geta þess að ég gæti lagt niður penna til að leggja
áherslu á kröfu mína um frían bjór á föstudögum sem ekki er
óeðlileg krafa af hálfu blaðamanns. Eg er hinsvegar ekki viss
um viðbrögðin. Því er það ljóst að aðstaða manna er misjöfn og
því ber að fara varlega í að misnota hana.
Gísli Einarsson, í verkfalli þar til í næstu viku.
MM
Konráð Konráðsson, Eyjólfur Torfi Geirsson og Oddur Gunnar Jónsson.
Skrifstofuþj ónusta
Vesturiands í Borgamesi