Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2004, Síða 8

Skessuhorn - 25.08.2004, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 2004 Nýr framhaldsskóli verður settur í fýrsta sinn næstkomandi mánudag Spennandi verkefni og mikil áskorun Rætt við Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga Guðbjörg Aðalbergsdóttir var valin úr hópi umsækjenda sem íyrsti skólameistari Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í Grundarfirði sem settur verður í fyrsta sinn næstkomandi mánudag. I tilefni af þessum miklu tímamótum í skólasögu Snæfellsness ræddi Skessuhorn við Guðbjörgu og innti hana fyrst eftir því hvað vakið hefði áhuga hennar á starfi skólameistara í nýjum og ómót- uðum skóla. „Eg er búin að vera stjómandi í ffamhaldsskóla síðustu sex ár en síðan 1998 hef ég starfað sem áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eða þar til í vor að ég kom hingað vestur. Ég held að það sem vakri ekki síst áhuga minn var að þetta er svolítil á- skorun og það gerir starfið að- laðandi. Mér fannst líka hug- myndin á bak við þennan skóla mjög spennandi, semsagt að hér á að þróa nýjar leiðir og nýjar aðferðir við að kenna. Það felst vissulega áhætta í að ætla að bjóða upp á svo fjölbreytt nám sem raun ber vitni í svona litlum skóla en í því felst áskorunin meðal annars. Um leið og verið er að útfæra nýjar aðferðir í kennslunni er verið að reyna að finna leið til að reka lítinn fram- haldsskóla úti á landi og það er ekki leiðinlegt að fá að taka þátt í því.“ Þarf tíma til að þróast Um leið og iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum við að koma nýju skólahúsi fyrir nýjan skóla upp úr jörðinni við aðal- götuna í Grundarfirði, á svoköll- uðu Jeratúni, hafa Guðbjörg og aðrir starfsmenn skólans þróað og útfært hugmyndir um skipu- lag skólastarfsins útfrá þeirri hugmyndavinnu sem verið hefur í gangi síðustu misseri. „Þetta hefur gengið ágætlega en auðvit- að er það samt þannig að þegar verið er að vinna eftír nýjum leiðum þá er tekin einhver á- kvörðun og að sjálfsögðu eftir bestu vitund en um leið er nauð- synlegt að vera opinn fyrir því að sumt mun takast vel og annað miður. Fólk verður því að vera tilbúið að skipta um skoðun og breyta kúrsinum örlítíð í takt við reynsluna. Allir nýir hlutir þurfa tíma til að þróast og því er þolin- mæði nauðsynleg í þróunarstarfi af þessu tagi.“ Mikil eftirvænting Guðbjörg segir að vissulega sé kominn hugur í mannskapinn enda ekki nema tæp vika þar til skólastarfið hefst. „Leikurinn er aðeins farinn að æsast og að sjálfsögðu er fólk spennt. Það er hinsvegar enginn kvíði í fólki heldur er metnaðurinn alls ráð- andi og tilhlökkunin yfir að takast á við alvöru lífsins. Það er mikill hugur í starfsfólki og ég finn ekkert annað en jákvæða strauma úr samfélaginu. Flafi verið einhverjar efasemdir þá heyrast þær raddir ekki lengur. Við heyrum mikið frá nemend- um og þeir óþreyjufullir að setj- ast á nýsmíðaða skólabekkina þannig að það er allt á eina leið. Við ætlum að setja skólann með svolítilli viðhöfn núna á mánu- daginn enda verður þetta mikill hátíðisdagur." Nýjar leiðir Sem fyrr segir verða farnar nýjar leiðir í skólastarfinu í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. En hvaða leiðir? „Það sem aðallega skilur okkar skóla ffá öðrum er fyrirkomulag kennslunnar. Allt nám fer fram í einskonar dreif- kennslu, þ.e.a.s. það skiptast á hefðbundnar kennslustundir og opnir tímar. Með opnum tím- um er átt við að að námið færist úr beinni miðlun kennarans yfir í verkefnavinnu meira en hefð- bundið er. Kennarinn verður á staðnum en fyrst og fremst til aðstoðar og nemendur geta leit- að til hans hver fyrir sig. Það sem við viljum er að nemendur læri af því sem þeir gera í gegn- um verkefnavinnuna. Þá koma tölvur til með að spila stórt hlutverk. Við skipuleggjum allt nám í gegnum kennsluumv- herfið Angel sem notað hefur verið með góðum árangri í nokkrum öðrum skólum. Tölv- urnar verða líka notaðar til sam- skipta, m.a. við gestakennara en við verðum með fjóra kennara sem kenna sín fög með fjarnámi að mestu en koma í heimsókn tvisvar til þrisvar á önn. Þeir sjá um greinar sem við höfuin ekki kennara í á staðnum en við höf- um átta kennara að stundakenn- uruin meðtöldum,“ segir Guð- björg. Iðnnám í framtíðinni? I Fjölbrautaskóla Snæfellinga veður boðið upp á níu brautir og verður Iangstærsti hópurinn á al- mennri braut og stúdentsbraut. I vetur er aðeins boðið upp á nám fyrir þá sem eru á 1. og 2. ári en seinni tvö árin koma inn næsta vetur. Til að byrja með verður ekki boðið upp á iðnnám við skólann en það kann að breytast að sögn Guðbjargar. „Það eru hugmyndir um að þróa iðnnám í samvinnu við stærri skóla og bjóða þá upp á þær bóklegu fag- greinar sem hægt er að kenna í fjarnámi og miðað þá við að nemendur geti farið í þann skóla í eina önn til að taka sérgrein- arnar.“ Ríflega 100 nemendur stunda nám við Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga á þessum fyrsta vetri en áætlanir gerðu ráð fyrir 50 til 70 þannig að aðsóknin fór ffam úr björtustu vonum. Skólahúsnæð- ið er hinsvegar byggt fyrir 200 nemendur og Guðjbörg segir ljóst að það muni fyllast í fram- tíðinni. Húsið sem byggingafyr- irtækið Loftorka í Borgarnesi reisir er hannað með hliðsjón af sérstöðu skólans. Þar eru engar eiginlegar kennslustofur heldur fyrst og ff emst opin rými og skot fyrir hópavinnu. Tæplega helm- ingur hússins á að vera tilbúinn á mánudaginn þegar skólinn verð- ur settur en húsinu verður skilað fúllbúnu í desember. Jökullinn Þess má geta að í tilefni af „fæðingu11 skólans hafa kennarar ákveðið að hafa eitt stór þverfag- legt verkefni á önninni sem allir nemendur og allir kennarar taka þátt í. „Það heitir að sjálfsögðu Jökullinn og snýst um Snæfells- jökul. Við munum fjalla um hann á allan mögulegan hátt í öllum mögulegum námsgrein- um hvort sem þar er saga, effia- ffæði, náttúruffæði eða danska og síðan ætlum við að sýna af- raksturinn áður en önnin er búin. Við vitum að fólk fylgist spennt með okkur og við ætlum að leyfa fólki að fylgjast með því sem við erum að gera,“ segir Guðbjörg skólameistari að lok- um og þar með er hún rokin til að fylgjast með ffamkvæmdum á Jeratúni. GE Fjölbrautaskóli Snæfellinga Grundargötu 44 - 350 Grundarfjörður - Síml: 430 8400 Upphaf skólastarfs á haustönn 2004 Töfluafliending í Sögumiðstöðinni Föstudaginn 27. ágúst kl. 10:00 verða stundatöflur afhentar í Sögumiðstöðinni við Grundargötu. Að því loknu, um kl. 11:00, munu nemendur hitta skólameistara og umsjónarkennara. Minnt er á að bókalisti er birtur á vef skólans, www.fsn.is . Rútur fara frá Hellissandi kl. 9:20 (Hraöbúd Esso),frá Rifi kl. 9:25, frá Ólafsvík (Olís stöðin) kl. 9:35 og frá Stykkishólmi kl. 9:20 (KB banki og Olís stöðin). Rúturnar fara til baka frá Sögumiðstöðinni kl. 13:30 Fyrsta skólasetning Fjölbrautaskóla Snœfellinga Fyrsta skólasetning Fjölbrautaskóla Snœfellinga fer fram í skólanum mánudaginn 30. ágúst kl. 15:30. Foreldrar og forráðamenn eru boðnir sérstaklega velkomnir og eru hvattir til aðfylgja nemendum á skólasetninguna. Rúturfara frá Hellissandi kl. 14:50 (Hraðbúð Esso), fráRifi kl. 14:55, frá Ólafsvík (Olís-stöðin) kl. 15:05 ogfrá Stykkishólmi kl. 14:50 (KB banki og Olís- stöðin). Rúturnar fara til baka frá skólanum ki. 17:30. Skólameistari

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.