Skessuhorn - 25.08.2004, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 2004
9
Umsjon: Gunnar Bender
UeiSi/ujznið
Frábær gangur í Búðardalsá
Veiðimaður mundar flugustöngina við Lækjarfoss í Grímsá um sl. helgi. Ljósm: MM
Laxveiðin gengur víða vel,
þrátt fyrir þurrk dag eftir dag
og það að riging sé orðin fá-
séðari en hvítir hrafnar. Arnar
hafa gefið vel og mikið er af
fiski í þeim mörgum. Þetta
komust við að raun um dag-
inn þegar Búðardalsá á
Skarðsströnd var skoðuð. Það
eru laxar víða í henni og
margir á sumum stöðum. Það
sama má einnig segja um
Krossá og Flekkudalsá.
„Veiðin hefur gengið vel hjá
okkur, við fengum 10 laxa og
það eru víða fiskar í ánni,
mest fyrir ofan brú. I einum
hyl hennar eru líklega á milli
150 og 200 fiskar,“ sagði Þór-
arinn Jóhannesson Iögreglu-
maður á Akureyri sem var að
hætta veiðum í ánni fyrir
fáum dögum, við þriðja
mann. Fyrir neðan brúna á
þjóðveginum voru tugir laxa
rétt fyrir neðan laxastigann
og fóru hvergi, þrátt fyrir að
farið væri nálægt þeim með
myndavélina. „Eg veiddi þrjá
laxa á fluguna og áin er
skemmtileg finnst mér, enda
mikill fiskur," sagði Þórarinn
og tók saman veiðidótið.
Næsta veiðiá beið hjá honum.
Nokkrum dögum seinna
veiddi hann lax númer 600 í
Elliðaánum en veiðin hefur
verið fín þar og í ánni eru lax-
ar víða.
Veiðimenn
víða að skjóta
Gæsaveiðitíminn er hafinn
og veiðimenn hafa víða farið
síðustu daga. Við fréttum af
mönnum vestur í Dölum sem
fengu 8 gæsir og öðrum sem
fengu 12. Töluvert hefur sést
af fugli en hann varð styggur
um leið og fyrstu veiðimenn
byrjuðu að skjóta. Stór hluti
af fuglinum heldur sig í berj-
um upp til fjalla, en nóg er af
berjunum alls staðar þessa
dagana.
Skotveiðifélag Islands hef-
ur verið að bjóða fé-
lagsmönnum veiði-
leyfi á kornakra vest-
ur í Dölum, í Magn-
ússkógum. Það hefur
mælst vel fyrir.
Mikið hefur víða
sést af rjúpunni en
hún er alfriðuð eins
og staðan er núna. Fjöldi
unga virðist hafa komist á
legg eftir mjög gott sumar og
frábært tíðarfar. „Eg hef
sjaldan séð eins mikið af ung-
um og núna eftir þetta sumar,
þeir eru allsstaðar,“ sagði
veiðimaður sem var svekktur
yfir að fá ekki að skjóta rjúp-
ur í jólamatinn.
Skessuhorn/Gunnar Bender.
Allt í veiðiferðina
Hyman, bensínstöð sími 430-5565
Pizzahlaðborð R
alla fimmtuðaga
tráW* 18:00
M vM
Cjisti- 0£ veitinfiastaður
Sími 437 2345
www.motelvenus.net
Alltafmeð bestu pizzatilboðin..!
Hangiálegg
Salami m/hvítlauk
Franskt pepperoni
Frönsk spægipylsa
Lúxus skinka
Frönsk sveitaskinka
Skinka
Skólaskinka
Lúxus beikon
Beikonbitar
Pepperonibitar
Skinkubitar
Einnig til í heilu fyrir
veitingahús og mötuneyti
||i V ■% ^
• ™ !J
V
Framleiðandi: Borgarnes kjötvörur ehf. - Brákarey- 310 Borgarnesi - S. 430-5600
J