Skessuhorn - 25.08.2004, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 2004
anI2ISUnu>..
10_____ _______
Stórmót
grunnskóla
Þann níunda september
verður haldið stórt íþróttamót
á vegum tíu vestlenskra skóla í
íþróttamiðstöðinni í Borgar-
nesi. Undanfarin ár hafa
sveitaskólarnir á Vesturlandi
haft með sér samstarf á ýmsum
sviðum og í fyrra kom Grunn-
skólinn í Borgarnesi inn í það
samstarf. Auk skólans í Borgar-
nesi eru í þessu samstarfi,
Heiðarskóli, Varmalandsskóli,
Kleppjárnsreykjaskóli, Anda-
kílsskóli, Grunnskólin í Búðar-
dal, Grunnskólinn Tjarnar-
lundi, Lýsuhólsskóli, Lauga-
gerðisskóli og Reykhólaskóli.
A mótinu í Bórgarnesi verð-
ur keppt í sundi og frjálsum
íþróttum.
GE
Aðgát skal
hölð
Núna þegar skólarnir eru
byrjaðir verða ökumenn að
temja sér aukna árvekni í
grennd við gönguleiðir barna á
leið í skóla og aka alveg sér-
staklega gætilega. Hafa ber í
huga að þar eru ungar mann-
sekjur á ferðinni, jafnvel á sínu
fyrsta skólaári. Börn eru skilj-
anlega sumhver mjög spennt
og þá jafhvel óútreiknanleg á
meðan þau eru að temja sér á-
kveðna hegðun fyrstu dagana í
umferðinni. Þá verða öku-
menn að sýna alveg sérstaka
aðgát í kring um biðskýli og
aðra þá staði þar sem börnin
fara inn í skólabílana og út úr
þeim. Allir skólabílar eiga að
vera auðkenndir með sérstök-
um stórum skólabflamerkjum.
Bílstjórar skólabílanna bera
mikla ábyrgð enda eru þeir
með dýrmætan farm. Þeir
verða að sjá til þess að börnin
noti öryggisbeltin og hagi sér
skikkanlega í bflunum.
Foreldrar þeirra barna sem
fara gangandi í skólann eru
hvattir til þess að fara fyrstu
dagana með yngstu börnunum
og sýna þeim öruggustu leiðina
í skólann og hvað beri helst að
varast í umferðinni, því það er
margsannað að það læra börn-
in sem fyrir þeim er haft.
Lögreglan mun vera með
sérstakt efdrlit í grennd við
skólana, fylgjast með ökuhrað-
anum og athuga með notkun
öryggisbúnaðar í bílum, jafnt
hjá börnum sem og fullorðn-
um.
Foreldrum er bent á að
kanna sérstaklega hvort að ekki
séu örugglega áföst endur-
skinsmerki á nýju skólatöskun-
um og nýju skólafötunum sem
að verið er að kaupa á börnin.
Bestu endurskinsmerkin eru
þau sem að detta ekki af þegar
mest á reynir. Við viljum hafa
börnin vel upplýst jafht í skól-
anum sem utan hans.
Lögreglan.
Grunnskóli Snæfellsbæjar
Mikill hugur í fólki í nýjum grunnskóla
segir Sveinn Þór Elínbergsson skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
„Byrjunin leggst mjög vel í
okkur og við erum full tilhlökk-
unar enda eru þetta spennandi
tímar sem eru framundan,“ seg-
ir Sveinn Elínbergsson skóla-
stjóri nýs sameinaðs Grunnskóla
í Snæfellsbæ, Grunnskóla Snæ-
fellsbæjar sem tekur yfir Grunn-
skóla Olafsvíkur og Grunnskóla
Hellissands. „Við höfum lagt á-
herslu á að þetta sé nýr skóli þótt
hann sé byggður á grunni
tveggja rótgróinna skóla. Við
getum ekki sagt annað en fyrstu
skrefin séu farsæl því félags-
heimilið Klifi var fullt þegar við
settum skólann í fyrsta sinn nú á
mánudag og héldum um leið
nokkurskonar stofnsetningar há-
tíð. Þetta var hátíðleg og tákn-
ræn athöfn og síðan tók skóla-
starfið við.“
Eins og ffam hefur komið í
Skessuhorni verður verkaskipt-
ingin þannig að á Hellissandi
verða yngstu nemendurnir, 1. -
4. bekkur en aðrir bekkir í skól-
anum í Olafsvík. Það eru helstu
breytingarnar auk þess sem ein
stjórn er yfir báðum skólunum.
En fleira mun breytast. „Það
verða ýmsar áherslubreytingar.
Við ætlum að setja staðbundin
markmið og þróa kennsluhætti
frá því sem er hefðbundið og
rígbundið. Við munum fikra
okkur áfram í vetur við að finna
hverjum og einum nemanda
nám og kröfur við hæfi og fá
þannig ffam það besta í hverjum
og einum. Við stillum m.a val-
greinum í 10. bekk þannig upp
að nemendur hafa mikið val og
sveigjanlega. Verklegi þáttturinn
verður t.d. aukinn með þáttöku
atvinnulífsins. Vélsmiðjan í Rifi
kemur inn í þetta með okkur,
fiskiðjan Bylgja og fleiri fyrir-
tæki. Þá ætlar Sparisjóður Ölafs-
víkur að leggja okkur til kennara
í fjármálafræðslu og Taflfélag
Snæfellsbæjar tekur að sér skák
og bridskennslu. Auk þess þá
bjóðum við m.a. upp á spænsku
og þýsku sem valgreinar og
framboðið er því mjög gott.“
Eining um
breytingamar
Sveinn segir að skólinn sé vel
mannaður. Leiðbeinendur eru
lítill hluti af kennaraliðinu og
flestir þeirra eru í fjarnámi við
Kennaraháskóla Islands. Nem-
Fluttu skólann
Ingi Hansjónsson, forstödumaöur
Sögumiðstöövarinnar í Grundarfirði
„Minningar mínar úr skóla
eru vart prenthæfar. Efst í
huga eru mér kannski minn-
ingar úr unglingaskólanum
sem endaði með brottrekstri,“
segir Ingi hans Jónsson, for-
stöðumaður Sögumiðstöðvar-
innar í Grundarfirði. „Það var
reyndar í síðasta skipti sem ég
hef verið rekinn en síðan hef
ég haft vit á að gefast upp áður
en aðrir gefast upp á mér. Eg
rifjaði hinsvegar einhverntíma
upp fyrsta skóladaginn minn
sem er reyndar nokkuð eftir-
minnilegur. Ég var nefnilega í
fyrsta árganginum sem gekk í
nýjan barnaskóla í Grundar-
firði. Það var gríðarlega
merkilegt að byrja í þessu nýja
og fína húsi. Fyrsti skóladag-
urinn fór í að flytja úr sam-
komuhúsinu og í nýja barna-
skólann. Við bárum húsgögn-
in með okkur og gengum í
beinni röð alla leiðina með
dótið með okkur. Fremstur
gekk Runólfur Guðmundsson
með kennarapúltið en ég síð-
astur með krítina.
Þegar við komum í húsið þá
blöstu við sandblásnar rúður
og mósaík á gólfiim. Hvílík
dýrð hafði ekki sést í hinu fá-
tæka Grafarnesi. Inni voru
síðan snagar úr silfurlitum
rörum og tekki og sér klósett
fyrir stráka og sér fýrir stelpur.
Síðast en ekki síst voru á
strákaklósettinu heljarmikið
stálmigildi, glitrandi, þar sem
strákarnir gátu migið í kross.
Alveg hreint ótrúleg uppfinn-
ing,“ segir Ingi Hans um
fyrsta skóladaginn sinn fýrir
allmörgum árum.
GE
endur verða 250 í vetur og að
sögn Sveins er mikill hugur í
þeim og foreldrum þeirra ekki
síður en kennurum. „Það voru
margir skeptískir á það í upphafi
að börnunum yrði ekið á milli
staðanna en í dag virðist vera
orðin eining um þessar breyt-
ingar. Það er vissulega mildl eft-
irvænting enda breytingin um-
talsverð fyrir börnin. Við vonum
að þau aðlagast fljótt og vel og
ekki spillir
fyrir að að-
stæður hafa
batnað til
muna. Við
f e n g u m
fimm millj-
óna auka-
fjárveitingu
frá bæjar-
stjórn til að
bæta að-
stöðu fyrir
nemendur og kennnara og eydd-
um þeim að sjálfsögðu fljótt og
vel þannig að nýi skólinn er mun
betur búinn en forverarnir
tveir.“
Sem fyrr segir er Sveinn Þór
Elínbergsson skólastjóri hins
nýja skólastjóra en aðstoðar-
skólastjóri er Þorkell Cýrusson
og er hann jafnffamt deildar-
stjóri elsta stigsins. Deldarstjóri
yngsta stigsins er Guðrún Anna
Oddsdóttir og er hún jafnffamt
annar aðstoðarskólastjóri en
þessi þrjú mynda þriggja manna
skólastjórn. Auk þess er Vilborg
Lilja Stefánsdóttir deildarstjóri
sérdeildar og Guðrún Svein-
björndóttir deildarstjóri mið-
stigsins. GE
Comenius-
arstyrkur til
Grunnskóla
Grundar-
fjarðar
Grunnskóli Grundar-
fjarðar fékk nýlega Comeni-
usarstyrk frá Alþjóðaskrif-
stofu háskólastigsins, alls
18.000 evrur (1,5 millj.
ísl.kr.). Comeniusarstyrkir
eru veittir til þess að efla
evrópskt skólasamstarf og
styrkja tungumálaverkefni
og skólaþróunarverkefni.
Grunnskóli Grundar-
fjarðar sótti um styrk til
samstarfsverkefnis milli
skólans og skóla í Paimpol í
Frakklandi þar sem mikil
tengsl og samskipti hafa ver-
ið milli þessara staða. 9.
bekkur tekur þátt í þessu
verkefni. Undirbúningur er
þegar hafinn og verður verk-
efnið unnið í vetur milli
þessara skóla. Nemendur
frá Paimpol koma í heim-
sókn í Grundarfjörð í vor en
9. bekkur fer síðan út til
Frakklands í byrjun júní.
Fyrsti skóladagurinn
Söngkennari á
blöðruskóda
Runólfur Agústsson rektor
Viðskiptaháskólans á Bifröst
„Eg er nú hræddur um að
ég muni eftir fyrsta skóladeg-
inum í Barnaskóla Flótshlíð-
arhrepps í félagsheimilinu
Goðalandi,“ segir Runólfur
Ágústsson rektor Vðskipta-
háskólans á Bifröst. „Eg mætti
og fór á fyrsta degi í söngtíma
hjá Rúnka í Fljótsdal. Hann
var og er enn sauðfjárbóndi
þarna í sveitinni og var á sín-
um tíma afar eftirminnilegur
söngkennari. Menn voru
hinsvegar misbrattir þegar
þeir mættu í fyrsta sinn í skól-
ann og ég man að félagi minn
sem bjó nokkrar bæjarleiðir í
burtu skreið undir borð sem
staflað var úti í horni í
söngstofunni og það þurfti að
sækja skólastjórann til að ná
honum fram. Þetta er svona
það eftirminnilegasta og
reyndar einnig blöðruskódi
söngkennararns sem mér
þótti stórmerkileg bifreið.
Hinsvegar var árangurinn af
söngkennslunni ekki varan-
legur, svo mikið er víst,“ segir
Runólfur.