Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2004, Side 12

Skessuhorn - 25.08.2004, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 2004 aoi:asunu>^ Fulltrúar verktaka frá vinstri: Kristján Pétursson, Svava Kristjánsdóttir og Pétur Jónsson. Fyrir hönd Nemendagarða veitti Magnús B Jóns- son lyklunum viðtöku og við hlið hans er Steinunn Ingólfsdóttir. Nýir nemendagarðar Sjálfseignarstofmminni Nem- endagörðum Búvísindadeildar á Hvanneyri var sl. föstudag af- hent lyklavöld að nyjustu nem- endagörðunum á Hvanneyri og er þar um að ræða hús við Skólaflöt 12. Húsin eru eininga- hús ffá Loftorku í Borgarnesi en byggingaverktakinn er P.J. byggingar ehf á Hvanneyri. Brúttóflatarmál hússins er um 1.150 fermetrar á tveimur hæð- um auk riss. Afhentar vora tvær hæðir núna með alls 12 íbúðum. Tvær risíbúðir verða afhentar um áramót og era þær fjögurra herbergja hvor. Framkvæmdir við húsið hófust í janúarbyrjun á þessu ári og hafa gengið mjög vel að sögn Péturs Jónssonar húsasmíðameistara. Er þetta þriðja húsið sem byggt er við Skólaflöt á Hvanneyri eftir svip- aðri teikningu og af sömu aðil- um. Það fyrsta var afhent árið 2002 og annað ári síðar. Alls era því í þessum þremur húsum 51 íbúð frá einstaklingíbúðum upp í fjögurra herbergja. Greinilegt er að sérlega hefur verið vandað er til verks við byggingu og frágang nemenda- garðanna enda sá úttektaraðili I- búðalánasjóðs sérstaka ástæðu til að geta þess eftir að vandlegri úttekt á húsinu lauk. MM Nemendur að leik á skólalóðinni. Heiðarskóli Raungreinar í öndvegi Engar breytingar urðu á kennaraliði Heiðarskóla fyrir- þetta skólaár en af fimmtán kennururm eru tíu með kennsluréttindi og að auki eru þrír í námi við Kennaraháskóla Islands. Nemendum fjölgar um þrjá á milli ára og verða þeir 113 í vetur. Að sögn Helgu Stefaníu Magnúsdóttur skólastjóra verð- ur mikil áhersla lögð á raun- greinarnar í skólastarfinu í vet- ur. „Við ætlum að gera náttúra- fræði og stærðffæði sérstaklega hátt undir höfði og ætlum að bæta okkur veralega þar. Við höfum fengið nýja náttúrafræði- stofu og hún mun væntanlega nýtast okkur vel í því starfi." Helga Stefanía segir útlit fyrir líflegan vetur í Heiðarskóla. „I félagslífinu era að vanda fjöl- margir viðburðir yfir veturinn s.s. 1. des, þorrablót, hæfileika- keppni, árshátíð og íþróttadag- ur. Þá eram við að hefja 40. starfsár skólans sem reyndar verður ekki minnst formlega fýrr en næsta haust en það verð- ur undirbúið og minnt á það í vetur.“ GE Tj amarlundarskóli Fimmta starfsárið Yngsti grunnskóli Vestur- lands er Grunnskólinn í Tjarnarlundi í Saurbæ í Döl- um. Þar er nú að hefjast fimmta starfsárið og verða nemendur 15 en voru einum fleiri síðasta vetur. Kennarar eru þrír í fullu starfi og er kennt í þremur nemendahóp- um. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega enda er þetta það lít- ill hópur að vandamálin verða aldrei stór,“ segir Guðjón Torfi Sigurðsson skólastjóri. Skólinn í Tjarnarlundi verð- ur settur í dag (miðvikudag). Viðskiptaháskólinn á Bifröst Sex hundmð manna byggð á Bifiröst „Sá nemendahópur sem nú hefur nám hér við Viðskiptahá- skólann á Bifröst er stærri og öflugri en nokkru sinni fyrr eða alls um 480 manns, þar af tæp- lega 100 í meistaranámi og um 80 í fjarnámi,“ segir Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir kynning- arstjóri Viðskiptaháskólans á Bifröst. I heild munu um 600 manns búa eða starfa í háskóla- þorpinu á Bifföst nú í vetur og er þorpið þar með orðið stærra en Hvammstangi svo dæmi sé tekið. „Umfangsmesta framkvæmd- in á Bifföst næsta árið verður nýtt rannsóknarhúsnæði norðan háskólatorgs en þar verða einnig 51 stúdíóíbúð fyrir einstaklinga og pör sem mun bæta úr brýnni þörf og gera Nemendagörðum kleiff að bjóða nær öllum ný- nemum upp á húsnæði innan svæðis," segir Auðbjörg. Hún segir ennffemur að mikil áhersla hafi verið lögð á að auka rann- sóknir við skólann. „Nú hefur verið starfrækt í eitt ár Rann- sóknarsetur í húsnæðismálum, auk þess að nú innan skamms mun taka til starfa hér á Bif- röst Rannsókn- arsetur verslun- arinnar, sem er samvinnuverk- efni skólans, við- skiptaráðuneytis, SVÞ-samtaka verslunar og þjónustu auk fjölda verslunar- fyrirtækja. Þessi tvö setur tengjast starfi viðskipta- deildar á þann hátt að forstöðu- menn þeirra era hluti af starfsliði deildarinnar, sinna kennslu við hana og sitja deildarfundi.“ GE Góður, fróður í Brekkubæjarskóla I vetur munu um 440 nem- endur setjast á skólabekk í Brekkubæjarskóla í 22 bekkjar- deildum. Þar af era 47 nemend- ur í 1. bekk, en þann 6. septem- ber verður foreldrum 6 ára barna boðið upp á námskeið þar sem þeim gefst kostur á að kynna sér fyrirkomulag og starf- semi skólans. Undir lok síðasta skólaárs var nýtt mötuneyti opn- að svo nú stendur bæði nemend- um og kennurum til boða heitur matur í hádeginu. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri, segir þetta sérstaklega ánægjulegt þar sem það hljóti að stuðla að auk- inni vellíðan barna í skólanum að eiga kost á heitum og næring- arríkum mat og vellíðan barn- anna sé ávalt í fyrirrúmi í skóla- starfinu. Brekkubæjarskóli hefur á und- anförnum árum unnið sam- kvæmt manngildisstefnunni „Góður fróður,, sem miðar að því að efla lífsleikni, ábyrgð, sjálfstraust og samkennd nem- enda. Allir starfsmenn skólans sóttu í haust lífsleikninámskeið um hvernig efla megi lífsleikni í skólastarfinu og í vetur verður unnið að því, með styrk frá menntamálaráðuneytinu, að gera Brekkubæjarskóla að lífs- leikniskóla. Auður segir að síð- ustu ár hafi skólinn unnið að því að þróa manngildisstefnuna og marka skýra skólasýn og nú sé komið að því að kynna niður- stöður þessarar þróunarvinnu út á við og koma henni á framfæri. Skipað var í sérstakt upplýs- ingateymi sem hefur það hlut- verk m.a. að kynna stefhumálin og miðla upplýsingum innan skóla og utan, meðal annars með útgáfu skólastefnunnar og mark- vissrar nýtingar upplýsinga- tækninnar. Nýlega var tölvu- kostur skólans endurnýjaður, en við það stóraukast möguleikar á notkun og aðgengi að upplýs- ingatækni. Þetta gagnast bæði nemendum og kennuram í því að gera skólastarfið áhrifaríkara. Af öðrum stefnumótandi verkefnum í vetur má nefna kosningu í umhverfisráð sem hefur það verkefni að skýra og skilgreina umhverfisstefnu skól- ans og vinna að því að komast á „græna grein“ til þess að öðlast rétt til þess að flagga „græn-fán- anum“ sem er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evr- ópu og er tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. I vetur verður tilraunakennt verkefni sem sérkennarar Brekkubæjarskóla unnu síðast- liðinn vetur undir stjórn Ast- hildar Snorradóttur talmeina- fræðings sem lýtur að óhefð- bundinni tjáningu og miðar að því að greina þarfir og getu barna sem ekki geta tjáð sig á hefðbundinn hátt. Þetta verk- efni lofar mjög góðu og getur skipt sköpum fyrir þau börn sem ekki er unnt að meta samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir hafa verið fram til þessa. Nokkuð hefur verið unnið í umhverfismálum skólans og á næstu dögum verður nýr sparkvöllur tekinn í notkun á skólalóð Brekkubæjarskóla. Þessi nýi völlur er hluti af átaks- verkefni KSÍ og sveitarfélaganna sem miðar að því að fjölga sparkvöllum á Islandi. Einnig bindur Auður vonir við að gert verði átak í merkingum og girð- ingu skólalóðar, þar sem bíla- stæði skarast við leiksvæði barn- anna svo gera megi leiksvæðið eins öruggt og kostur er. ALS

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.