Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2004, Side 14

Skessuhorn - 25.08.2004, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2004 Ingibjörg Melkorka Ásgeirs- dóttir er að byrja í 1. bekk í Brekkubæjarskóla og er orðin nokkuð spennt. „Eg held að það verði skemmtilegast að Skemmtilegast að læra að lesa læra að lesa og ég er byrjuð að æfa mig. Ásdís systir mín er að kenna mér svolítið að lesa í bók með risastórum stöfum. Svo er ábyggilega líka mjög skemmti- legt í frímínútum því þá eru svo margir krakkar úti að leika sér saman.“ Ingibjörg segist bráðum fara að kaupa tösku, pennaveski og skæri en nýverið sendi bankinn henni poka und- ir leikfimiföt og endurskins- merki. Hún verði því bráðum tilbúinn í slaginn. Svanhildur Alexzandra er að byrja í 4. bekk í Brekkubæjar- skóla og var £ Pennanum á Akranesi að máta skólatöskur fyrir veturinn. Hún hlakkar til að fara aftur í skólann að hitta krakkana og kennarann sinn. Aðspurð að því hvað sé skemmtilegast í skólanum segir hún frímínútur, föndur og fótbolta í frímínútum í sér- stöku uppáhaldi þó hitt sé allt frekar skemmtilegt líka. Með Skemmtilegast í föndri og fótbolta henni í búðinni voru mamma hennar, Ellý Halldórsdóttir og systir, Halldóra Vera sem er að hefja síðasta veturinn sinn í leikskóla. Hún segist hlakka svolítið til að fara í 1. bekk næsta vetur, enda fái skólakrakkar svo fínt dót, töskur og pennaveski og svoleiðis, þegar þau fara í grunnskóla. Hún bætir því þó við að leik- skólinn sé ör- ugglega jafn skemmtilegur og það væri á- gætt ef leik- skólabörn fengju líka svona flott skóladót. ALS Halldóra Vera oa Svanhildur Alexzandra Skemmtilegast í leikfimi og sundi Ásdísi Ösp Ásgeirsdóttur, sem fer í 3. bekk í Brekkubæj- arskóla, finnst ekkert sérstak- lega gaman að vera að byrja aftur í skólanum því það er svo gaman að vera í sumarfríi. „Það verður samt ágætt að hitta krakkana og fara í leik- fimi og sund, mér finnast það skemmtilegustu greinarnar.“ Nýr skólavefiir Hinn nýji sameinaði Grunn- Snæfellsbæ og er vefurinn bæði skóli Snæfellsbæjar hefur feng- ætlaður foreldrum og nemend- ið nýjan vef, www.gsnb.is. Á um eða hverjum þeim sem hafa vefnum er að finna allar helstu áhuga að fylgjast með upp- upplýsingar um skólastarf í fræðslu í Snæfellsbæ. GE Kennarar leggja áherslu á vinnutúnann Ekki er laust við að talsverður uggur sé í fólki vegna stöðu kjara- viðræðna kennara við fulltrúa sveitarfélag- anna. Boðað verkfall kennara hefst 20. sept- ember í haust hafi ekki samist fyrir þann tíma. I dag liggur fyrir að mikið ber á milli í kröfum kennara og viðsemjenda þeirra og eru margir svartsýnir á að sættir takist í kjaradeilunni í tæka tíð. Þegar Skessu- horn fór í prentun var á- formað að næsti form- legi sáttafundur í kjara- viðræðunum verði hald- inn næstkomandi fimmtudag [á morgun]. Aformað var einnig að fámenn- ur vinnuhópur skipaður fulltrú- um beggja samningsaðila ræði óformlega um vinnutíma og verkstjórnarmál nú í vikunni og gefi skýrslu um vinnu sína á sáttafundi á fimmtudag. Vegna þess að Skessuhorn þessa vikuna er tileinkað skóla- haldi í haust og skólabyrjun var slegið á þráðinn til Eiríks Jóns- sonar formanns KI og hann spurður hverjar hann teldi lík- urnar á að samningsaðilar næðu saman fyrir 20. september nk? „Eg held að það ráðist mikið af hvernir gengur að semja um vinnutímaþáttinn í þessum samningum. Við leggjum tölu- vert mikla áherslu á að það ná- ist samkomulag um vinnutím- ann og framkvæmd hans en ef það tekst er ég bjartsýnn á að náist að semja um launaþáttinn í framhaldinu.“ I kröfugerð KI kemur m.a. fram að farið er fram á að störf innan skólanna verði endurskilgreind með það að markmiði að vinnutími verði skýr og öllum kennurum, skóla- stjórnendum og námsráðgjöf- um sé tryggður nægur tími til að sinna kennslu og/eða stjórn- unarstörfum og undirbúningi kennslu í samræmi við ákvæði laga og námskrár. Einnig er far- ið fram á að vinnuvikan verði framvegis 37,5 klst. Eiríkur telur ólíklegt að samningum ljúki fyrr en rétt fyrir boðað verkfall. „Annað- hvort náum við að semja á síð- ustu dögunum eða það gæti brostið á með löngu verkfalli. Það tókst að afstýra verkfalli 1997 og það gæti allt eins tekist núna. Ef hinsvegar verkfall verður raunin þá tekur við hefðbundið „kuldatímabil“ þar sem samningsaðilar talast lítið sem ekkert við í einhvern tíma. Sagan segir okkur að þá verður spennufall í viðræðunum sem gæti jafnvel þýtt 6-8 vikur,“ sagði Eiríkur Jónsson í samtali við Skessuhorn. MM Níundi bekkurinn leggst vel í Ernu Frímannsdóttur Erna Frímannsdóttir byrjar í 9. bekk í Brekkubæjarskóla þegar skólinn verður settur fimmtudaginn 26. ágúst. Hún segir að veturinn leggist vel í sig og að það verði gaman að hitta skólafélagana afiur eftir langt hlé þó hana kvíði svolítið fyrir því að vakna snemma á morgnana £ vetrarmyrkrinu. I sumar hefur Erna verið £ vist með tveggja ára bróður sinn, Andra Þór, sem hún segir frek- ar skemmtilegt starf, en það verði ágætt að komast f skól- ann aftur. Hún er þó ekki farin að huga að kaupum á skóladóti enn, segist fara £ það eftir skólasemingu þegar kennarar hafa útdeilt lista yfir þá hluti sem þurfa að vera til reiðu fyr- ir veturinn. Aðspurð segir Erna stærðfræði skemmtileg- ustu námsgreinina en er þó ekki viss um að hún vilji alfarið leggja hana fyrir sig. I raun sé hún lftið farin að velta þvi fyr- ir sér hvað hún ætli að gera f ffamtiðinni. Hún er þó stað- ráðin í þvf að fara í fjölbrauta- skóla að loknu námi í 10. bekk. ALS Hafdís Dóra og Guðlaug Marín Systurnar Hafdís Dóra og Guðlaug Marín Gunnarsdætur eru að byrja í 2. og 6. bekk í Grunda- skóla. Þær voru með mömmu sinni, Lilju Hall- dórsdóttur, í bókabúðinni að kaupa stílabækur, blýanta og annað skóladót sem ekki má vanta fyrir vet- urinn. Hafdís Dóra segir að það sé gaman í skólan- um og gott að vera að byrja aftur en systir hennar Hafdis Dóra og Guðlaug Marín hefði getað þegið lengra sum- arfrí, enda sé skólinn að verða pínu-erfiður þegar komið er í 6. bekk. ALS

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.