Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2004, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.08.2004, Blaðsíða 16
16 MIÐVTKUDAGUR 25. AGUST 2004 Lykillinn að framkvæmd skólasteínunnar er: Skýr skilaboð Þegar Auður Hrólfsdóttir sótti um stöðu skólastjóra í Brekkubæjarskóla vorið 2003 var hún að ljúka stjórnunarnámi í Danmörku og þurfti að fljúga heim til Islands í viðtal vegna umsóknarinnar, enda nokkuð viss um að þetta væri starf sem skemmtilegt væri að vinna. Ferðalagið frá Danmörku bar árangur og þann 1. ágúst 2003, fyrir rétt rúmu ári, var hún ráðin í embættið. Hennar beið það hlutverk að haldít áfram að þróa manngildisstefnuna „góður - fróður,, sem skólinn hefur haft að leiðarljósi síðastliðin ár og skerpa framtíðarsýnina. En hvernig datt borgarbúanum Auði Hrólfsdóttur í hug að sækja um stöðu skólastjóra á Akranesi? „Eg hef lengi fengist við kennslu, sérkennslu lengst af, en tók að mér afleysingastöðu skólastjóra við Hamarsskóla í Grafarvogi á árunum 2001 - 2002. Mér fannst þetta óskap- lega skemmtilegt starf og í kjöl- farið dreif ég mig í nám í Kenn- araháskólanum í Danmörku í eitt ár. Um það leyti sem því námi var að ljúka sá ég stöðu skólastjóra Brekkubæjarskóla auglýsta í Morgunblaðinu og á- kvað að sækja um. Eg átti reynd- ar vísa stöðu aðstoðarskólastjóra í Hamarsskóla sem ég hafði gegnt áður en ég fór út, en fannst þetta meira spennandi. Eg var boðuð í viðtal hjá skólakrifstofunni, flaug heim og spjallaði við mannskapinn og dreif mig svo aftur út að klára námið. Stuttu síðar fékk ég já- kvætt svar og tók við stöðunni 1. ágúst í fyrra.“ Auður segir að sér hafi verið vel tekið frá fyrstu stundu og það hafi verið mikill styrkur í því að Ingi Steinar Gunnlaugsson, fráfarandi skóla- stjóri, starfar enn í skólanum og var henni ráðgefandi. „Það kom mjög vel út að taka svona við af Inga Steinari. Hann hafði ásamt starfsfólkinu öllu unnið frábært verk og það var mjög gott að geta leitað til hans.“ Eins og fýrr segir beið Auðar það hlutverk að þróa áfram það starf sem þegar var hafið við mótun manngildisstefnunnar „góður - fróður" og hún segir það verkefni hafa verið mjög gefandi. „Eg hafði aðeins kynnst hugsjónum þessara kennsluhátta þegar ég starfaði við Hamars- skóla, en þá fórum við og kynnt- um okkur starf í þessum anda sem unnið hafði verið í Hrafna- gilsskóla í Eyjafirði. Kennaramir eru lif- andi fyrirmyndir Eftir að ég kom hingað hef ég unnið mikið í skólasýninni svokölluðu og komið að teymis- vinnunni sem fer fram innan skólans, til dæmis er starfandi lífsleikniteymi, umhverfisteymi og stuðningsteymi og ég fæ að vera með puttana svolítið í þess- ari vinnu.“ Auður hlær og bætir því við að hennar hlutverk felist kannski ekki síst í því að gera hugsjónina að veruleika í kenn- arahópunum. „Til þess að stefn- an virki vel í framkvæmd verður að gera þá kröfu til kennara að þeir vinni af heilindum og hug- sjón. Það er erfitt að kenna til- finningar eins og til dæmis kær- leika eða viljann og ekkert endi- lega hlaupið að því að rækta á- byrgð og virðingu meðal nem- enda. Eina færa leiðin er að kennarar séu lifandi fyrirmyndir. Hjá okkur skiptir ekki eingöngu máli hvað kennararnir segja heldur hvað þeir gera og hvern- ig þeir gera það. I starfsmanna- viðtölum legg ég áherslu á það að kennarar kynni sér lífsleikni- stefnuna sem við vinnum eftir og gangist undir það að vinna í anda hennar að því sem þeir eru góð- ir í og þykir skemmtilegt. Stund- um er þetta auðvitað erfitt, en skólastarfið hér miðar að því að sýna jákvæðni og samkennd í samskiptum, einblína á lausnir og möguleika frekar en festast við þröskulda. „Eg þori, get og vil.“ Frábær starfsandi Kennurum er auðvitað frjálst að hafa sín viðhorf, en ég geri þá kröfu til þeirra að þeir vinni með hópnum. Einu sinni fór ég í skólaheimsókn í skóla í Boston þar sem unnið var eftir svipaðri stefnu og við gerum hér og þar var sá háttur hafður á að kennari sem ekki deildi viðhorfum með skólastjórnendum varð að gang- ast undir viðhorfsbreytingu ef hann vildi starfa við skólann. Mér fannst þetta nokkuð gott hjá þeim því skýr skilaboð eru lykillinn að framkvæmd skóla- stefnunnar. Ef fólk kærir sig ekki um að vinna í þessum anda leitar það eitthvert annað.“ Auður þagnar litla stund en leggur svo áherslu á að í raun hafi þetta aldrei verið ágreiningsefni í kennarahópnum, starfsfólk skól- ans sé mjög jákvætt og viljugt til að leggja sig fram. „Reyndar kom það mér á ó- vart þegar ég hóf störf hérna," segir Auður, „hvað starfsandinn og samheldni starfsfólksins er mildl. Félagslíf starfsfólks er líka meira og öflugra en ég hafði áður kynnst og fólki finnst gam- an í vinnunni. Það skilar sér auð- vitað í betra faglegu starfi. Fjarlægðir eru bara í hausnum á mér. Auður býr í Reykjavík og þó henni þyki það ekki tiltökumál segir hún þá til sem finnist að skólastjórinn eigi að búa á staðn- um og borga opinber gjöld til Sameiginlegur fyrirlestur Góður rómur var gerður að fyrirlestri um einhverfu, athyglisbrest og Touretteheilkennið sem haldinn var fyrir starfsfóik grunnskólanna á Akranesi á mánudaginn. A mánudaginn sótti starfs- Grundaskóla, um hundrað og fólk Brekkubæjarskóla og fimmtíu manns, fyrirlestur um einhverfu, athyglisbrest og Tourettheilkennið sem haldinn var í Grundaskóla. A meðal þeirra sem fluttu erindi var Iris Arnadóttir frá Tourette sam- tökunum sem fjallaði meðal annars um nám barna með Tourett og hvernig kennarar geta auðveldað þeim skóla- gönguna. A eftir var boðið upp á kaffi og meðlæti, en það voru matráðskonur beggja skólanna sem höfðu umsjón með veit- ingunum. Góður rómur var gerður að uppákomunni og mál manna að fyrirlestrarnir hefðu verið einkar gagnlegir. ALS sveitarfélagsins sem hann vinnur fyrir. „Eg skil þessar athugsemd- ir, en vegna fjölskylduaðstæðna hef ég ekki séð mér fært að flytja búferlum upp á Akranes. Mér finnst lítið mál að keyra á milli, enda eru fjarlægðir bara í hausn- um á mér, og ég held mér sé ó- hætt að fullyrða að það kemur ekki niður á störfum mínum fyr- ir skólann. Heima er ég tengd inn á tölvukerfi skólans ef eitt- hvað kemur upp á og er því í góðu sambandi. Annars kom það bara einu sinni fyrir í fyrravetur að ég komst ekki í vinnuna, og það var vegna hvassviðris í Kollafirðinum. Þá vann ég bara heima og það var lítið mál. I vet- ur erum við tvær sem keyrum saman á milli Akraness og Reykjavíkur, svo ferðakostnaður verður minni í vetur en var síð- asta vetur.“ Auður íhugar málin, kemst svo að því að kannski væri ágætt að búa á staðnum núna meðan skipulagsvinnan er í full- um gangi og mikið að gera. „Ef ég ætlaði að klára öll verkefni dagsins á skrifstofunni þyrfti ég að vera hér fram undir miðnætti hvert kvöld en mér finnst ekki sniðugt að eiga þá eftir að keyra heim. Þess vegna klára ég verk- efnin mjög oft heima. Eg hafði nú orð á því að ég þyrftí að fá mér sófa á skrifstofuna mína sem hægt væri að halla sér í, en mað- urinn minn þvertók fyrir það. Sagði að þá sæist ég bara heima um jól og páska.“ Akranesbær gerir vel við sitt skólafólk Að lokum er Auður innt eft- ir því hvort starf skólastjóra við Brekkubæjarskóla sé eins gef- andi og skemmtilegt og hún gerði ráð fyrir þegar hún sótti um. Og það stendur ekki á svari. „Það er miklu skemmti- legra en ég átti vona á! Það er stórkostlegt að fá að vinna með öllu þessu frábæra fólki sem hér er, kröfurnar sem gerðar eru til kennara eru mjög mikl- ar en þeir sem hér starfa leggja sig alla fram og rækja starfs sitt af stakri prýði. Og samstarfið við bæjaryfirvöld gott, enda er það mitt mat að Akranesbær geri vel við sitt skólafólk," sagði Auður Hrólfsdóttir að lokum. ALS Fjamám KHI Kennaraháskóli íslands er frumkvöðull á sviði fjar- kennslu en hún hófst við skól- ann fyrir rúmum 25 árum síð- an. Rúmur helmingur nem- enda skólans eru fjarnemar eða rösklega 1200 manns og á síðasta skólaári lögðu 89 nem- endur búsettir á Vesturlandi stund á fjarnám við skólann. Sífellt stærri hópur fólks kýs að stunda háskólanám í fjar- námi enda hefur ffamboð á fjarnámi á háskólastigi aukist töluvert á undanförnum árum. I Kennaraháskólanum er í boði fjölbreytt nám þar sem fléttað er saman fræðilegum námskeiðum og hagnýtri þjálfun. Flest allt nám við skólann er í boði sem fjarnám. Fjarnám er góður kostur fyrir þá sem geta af einhverjum á- stæðum ekki stundað staðnám til dæmis vegna búsetu, vinnu eða heimilisaðstæðna. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.