Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. MAI 2005 Nýtt miðbæjar- skipulag SNÆFELLSBÆR: Unnið er að nýju skipulagi fyrir miðbæ Olafsvíkur og síðastliðinn mánudag var haldinn kynning- arfundur þar sem lögð voru fram drög að breytingum. Ekki er um að ræða róttækar breyt- ingar en markmiðið er að gera byggingarreiti á auðum svæð- um í miðbænum. Með um- ræddum breytingum verður bæjaryfirvöldum m.a. kleift að heimila stækkun hótelsins og einnig er gert ráð fyrir þjón- ustu- og verslunarhúsnæði á tveimur til þremur stöðum við aðalgötu bæjarins. -ge Samræmd stúdentspróf AKRANES: Nú í lok vorannar 2005 voru í fyrsta sinn haldin samræmd stúdentspróf í þrem- ur námsgreinum, þ.e. ensku, ís- lensku og stærðffæði, eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Nú er þannig í fyrsta sinn óheimilt að útskrifa nem- endur með stúdentspróf hafi þeir ekki lokið samræmdu prófi í a.m.k. 2 námsgreinum. A ár- inu 2004 var haldið samræmt stúdentspróf í íslensku en nem- endur sem úrskrifuðust á því ári höfðu val um hvort þeir tóku samræmda íslenskuprófið. Fyrsta samræmda prófið í vor var íslenskupróf sem haldið var 2. maí. Daginn eftir var próf í ensku og 4. maí var prófað í stærðfræði. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands voru 37 nemendur skráðir í samræmt stúdentspróf í íslensku, 61 í ensku og 15 í stærðfræði. -mm Ungur hönnuður BORGARIJÖRÐUR: Á dög- unum var haldin sýning á verk- um nemenda í textílmennt við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það þætti svo sem ekki í ffásög- ur færandi nema fýrir þær sakir að einn nemendanna, Jórunn Elva Guðmundsdóttir, er Borg- firðingur og fýrrverandi nem- andi við Kleppjárnsreykjaskóla. Hún er frá Arnþórsholti í Lundarreykjadal og gekk alla sína tíð í Kleppjámsreykjaskóla. Síðustu þrjú árin hefúr Jómnn svo stundað nám á félagsffæða- braut og listnámsbraut við FSU og gengið að eigin sögn mjög vel. Síðustu misserin hefur hún hinsvegar sótt tíma í lokaáfanga í textílmennt, en þar hefur verkefni nemenda verið að hanna einhverja söluvöru og markaðssetja hana. Hugmynd Jórunnar var að hanna eins konar minningateppi þar sem að ýmis skilaboð væra rituð á teppið. Var vel tekið í allar hug- myndir stúlknanna sem gerðu markaðskönnun á meðal sýn- ingargesta. -þgb KB banki flyst um set Undanfarna daga hefur verið uxmið að niðurbroti klettsins við suðurenda verslunarhússins við Brúartorg 4 í Borgarnesi. Fyrirhug- að er að stækka húsið um 200 fm en gengið hefur verið ffá leigusamn- ingi við KB banka í Borgarnesi um að taka samtals um 300 ferm af hús- inu til leigu til næstu 15 ára. Að sögn Svans Steinarssonar sem á húsið, liggur ekki fyrir hvenær við- byggingin verði tilbúin en miðað við að það verði einhvern tímann í haust. GE/ Ljósm. MM Sqóm MS/MBF var kjörin á fundi fulltrúaráðs á Selfossi 29. apríl 2005. Frá vinstri: Egill Sigurðsson, Hörður Grímsson, Gubnund- ur Þorsteinsson, Magmís H. Sigurðsson, Haraldur Þórarinsson, Bjami Jónsson ogHelgi Bergþórsson. Varastjóm félagsins skipa: Amar Bjami Eiríksson, Gunnbjamarholti varamaður, Elvar Eyvindsson, Skíðbakka, Magnús R. Sigurðsson, Hnjúki, og Pétur Diðriksson, Helgavatni. Ljósm: Sunnlenska jréttablaðið. Ný stjóm kjörin í MS/MBF Smiðshöggið á sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkur- bús Flóamanna var nýlega rekið á Selfossi þegar haldinn var fyrsti fulltrúaráðsfundur sameinaðs fé- lags. Stjórnarformaður þess er Magnús H. Sigurðsson og á fyrsta stjómarfundi var Guðbrandur Sig- urðsson ráðinn forstjóri. Einnig var ákveðið að hrinda í framkvæmd breytingaskipulagi sem gerir ráð fyrir fjóram ffamleiðslusviðum og sex stoðsviðum. Nafn hins sameinaða félags er MS/MBF en ný stjórn félagsins hyggst breyta nafni þess fljótlega að undangenginni samkeppni meðal starfsmanna og mjólkurffamleið- enda. Þess er vænst að nýtt nafn muni liggja fyrir í lok maí. MS/MBF er samvinnufélag um 550 mjólkurffamleiðenda og nær félagssvæðið yfir Austurland, Suð- urland, Vesturland, Breiðafjörð og Norðurland vestra. Félagið er með fimm starfsstöðvar á þessu svæði sem era í Búðardal, Blönduósi, Eg- ilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Heildarfjöldi starfsmanna er 374 og er gert ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 7 milljarðar króna á yfirstandandi ári. MM Breytt sldpurit Akraneskaupstaðar Á fundi bæjarstjómar Akraness þann 26. apríl s.l. var samþykkt breyting á stjórnskipulagi kaup- staðarins. Breytingin felur í sér til- færslu á ábyrgð nokkurra mála- flokka bæjarins eftir að ákveðið var að leggja niður starf sviðsstjóra tómstunda- og forvamasviðs. Sam- hliða þessari breytingu hefúr einnig orðið áherslubreyting varðandi nokkur önnur störf og verkefni. Meginbreytingin á stjórnskipulag- inu er að nú hafa skólamál, íþrótta- mál og æskulýðsmál verið sett und- ir sama svið og stýrir Helga Gunn- arsdóttir þessu nýja sviði fræðslu- tómstunda- og íþróttamála. Þá hafa menningarmál verið færð undir fjármála- og stjórnsýslusvið þar sem Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari er sviðsstjóri. Önnur svið era ó- breytt þ.e. að Sólveig Reynisdóttir er sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs. MM Hér til hliðar má sjá skipuritið eins og það er eftir breytingu. Svið Akraneskaupstaðar og starfsemi þeirra I Bæjarstjóm j Bæjarráð Akraneskaupstaður Tócnstunda- og menningarhús/ Hvíta húsið Glókollastoín- inn hruninn VESTURLAND: Nú í vor kannaði Náttúrastofa Vestur- lands útbreiðslu glókolls á Vest- urlandi eins og vorin tvö þar á undan. Svo virðist sem glókoll- um hafi fækkað verulega frá fyrra ári eftdr fjölgun og út- breiðsluaukningu árið á undan, því nú fundust glókollar aðeins á tveimur svæðum af þeim 43 sem leitað var á, samanborið við 20 af 43 svæðum í fyrra. Orsaldr þessarar fækkunar era ekki kunnar, þótt nokkrar tilgátur hafi verið settar ffam. Ekki er þó ólíklegt að tíðarfar og/eða breytingar á fæðuframboði hafi þar leikið lykilhlutverk. -pk Höfrungur aftur til landsins? AKRANES: Fyrsta skipið sem Skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi smíðaði árið 1929 hefur frá því um seinna stríð verið í Færeyj- um og heitir Barskorð. Hefur skipið sinnt póstflutningum milfi staða í Færeyjum undan- farna áratugi. Nú hefur rekstri skipsins verið hætt. Barskorð var var fyrsta skipið sem smíðað var heima fyrir og bar Höfrungs- nafnið. Skipið var fyrst gert út af Haraldi Böðvarssyni & Co ffam til 1940 þegar það fór utan og hefúr verið í BClakksvík á sömu slóðum og Kútter Sigurfari var í ein 64 ár. Sldpið er um 30 tonna eikarskip og mjög vel við haldið. I ljósi sögulegra verðmæta báts- ins hefur bæjarráð Akraneskaup- staðar látið í ljós áhuga á að skipið komi aftur til Akraness þar sem rekstri þess hefur verið hætt. Nýlega ákvað bæjarráð að fela bæjarstjóra að fylgjast með málinu og kanna hvort mögu- legt sé að S skipið á ný til Akra- ness. -mm Þemadagar í FSN GRUNDARFJÖRÐUR: í lok aprílmánaðar voru þemadagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þar var ýmislegt á boðstólnum, t.d. námskeið í ullarþæfingu, förðun og jóga. Eiimig var farið í sigl- ingu út að þorskeldinu hér í Grundarfirði, Helga Braga kom í heimsókn og kenndi hvemig á að daðra og fara á deit. Enn- ffemur var nokkur fjöldi sem spilaði félagsvist og þreytti sig á skáklistinni. Óhætt er að segja að þessir dag- ar hafi verið hin mesta skemmt- un og tóku fjölmargir þátt, bæði nemendur og starfsfólk. Þema- dögunum lauk með því að mið- vikudagskvöldið 20. apríl var haldin fyrsta árshátíð skólans. Matur og skemmtidagskrá fór fram í skólanum en dansleikur- inn var haldinn í félagsheimilinu í Grundarfirði. Árshátíðin tókst ffábærlega og var góð þátttaka en um 80 manns mættu í mat- inn- -www.fsn.is WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miövikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á a& panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þri&judögum. Bla&i& er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með grei&slukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðama&ur: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. 696 7139 iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.