Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. MAI 2005 Mfi»unuui Borgfirskur Norður- landameistari Norðurlandamótið í júdó fór fram um síðustu helgi í TBR húsinu í Reykjavík. Alls voru 112 keppendur skráðir til leiks og fór mótið vel fram að öllu leyti. Mótið byrjaði á Junior flokkum 14 til 16 ára þar sem ís- lensku keppendurnir áttu góðan dag og eignaðist þjóðin 3 Norð- urlandameistara og hlaut auk þess tvenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Það voru þeir Birgir Orn Omarsson í -73 kg, Jón Þór Þórarinsson í -66 kg og Örn Davíðsson í -81 kg sem sigruðu sína þyngdarflokka. I flokkum fullorðinn voru líf- legar glímur og skemmtilegar. Alls fengu Islendingar fjóra Norðurlandameistaratitla, 2 silfurverðlaun og 6 bronsverð- laun. Borgfirðingurinn Þorvald- ur Blöndal sigraði opinn flokk og er því Norðurlandameistari í júdó. Aðrir Norðurlandameist- arar hérlendir urðu þau Þor- móður Ami Jónsson í +100 kg, Gígja Guðbrandsdóttir í -70 kg og Vignir Grétar Stefánsson í -18 kg. MM Til minnis Við minnum á IsNord tónlistar- hátíðina sem fram fer um næstu helgi í Borgarneskirkju. Sígild, fjölbreytt og menning- arleg dagskrá. Ve?urhorfiAr Það verbur hægvibri á fimmtu- dag, skýjab meb köflum og hiti á bilinu 5 til 12 stig. Vestlæg átt á föstudag og laugardag meb dálítilli rigningu hér vest- antil. Á sunnudag og mánudag lítur út fyrir norbaustlæga átt meb skúrum eba jafnvel slydduéljum og köldu vebri mibab vib árstíma. Spijrnincj vihunnar í libinni viku var spurningin á vefnum hjá okkur: „Á ríkib ab yfirtaka skuldir Spalar vegna Hvalfjarbarganganna?" Tveir þribju þeirra sem svörubu sögðu, Já, alveg hiklaust. 5,2% vissu þab ekki, en 28,9% sögbu Nei, alls ekki. „Leggur þú áherslu á aö versla matvöru í þinrti heimabyggö" Svaraöu skýrt og skorinort og án allra undanbragba á fréttavefnum: www.skessuhorn.is Vestlendirujtyr viMnnar Ab þessu sinni er Vest- lendíngur vik- unnar S. Ragnar Skúla- son, tónlistar- kennari á Akranesi en hann hefur náb góbum árangri meb fiblusveit tónlistarskólans sem heitir Þjóblagasveitin og er skipub 15 stúlkum. Nýverib hlaut Þjóblagasveitin styrk menntamálarábuneytisins fýrir sérlega kröftuga starfsemi. Verkalýðsdagurinn í Snæfellsbæ Á 1. maí, sem haldinn var hátíð- legur af Verkalýðsfélaginu í Snæ- fellsbæ og SDS, var hátíðarsam- koma í félagsheimilinu Klifi. Dag- skráin hófst með því að nokkrir leikarar úr Leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi fluttu atriði úr Fiðlar- anum á þakinu. Þá kom Idolstjarn- an Davíð Smári og söng nokkur lög. Sigurður Arnfjörð hélt síðan ræðu dagsins. Þá sýndu tveir lista- menn vinnu sýna en það voru þau Anton Gísli Ingólfsson frá Ólafsvík sem sýndi margskonar útskurð í tré og Fjóla Eggertsdóttir sem sýndi málverk eftir sig. Þá sýndu félagar úr eldriborgara starfinu vinnu sína eftir veturinn og kenndi þar margra grasa. Að lokum var boðið upp á kaffi og hnallþórur. PSJ Anton Gísli Ingólfsson sýndi útskoma hluti í tré. ** *m> Borgarbyggð þarf að kaupa land undir lóðir Byggingarland sem átti að endast tíl 2015 nær uppurið Á einum mánuði hefur verið út- hlutað fjörutíu lóðum í Borgarnesi til fjögurra aðila. Að sögn Páls S. Brynjarssonar bæjarstjóra Borgar- byggðar eru þar á meðal allar lóðir, 30 talsins í Stöðulsholti sem er ný gata skammt frá verslun Húsa- smiðjunnar. Lóðirnar eru ætlaðar tmdir einbýlis- og parhús. Einnig hefur verið úthlutað stökum lóðum í Bjargslandi og megrúnu af lausum lóðum í Kvíaholti sem er næsta gata við Stöðulsholt. Enn er eftir að út- hluta lóðum á nýjum byggingarreit við Brákarsund en eins og fram hef- ur komið í Skessuhorni hefur bæj- arstjórn ákveðið að bjóða þær lóðir út og verður það gert innan skamms. Að því svæði frátöldu eru lausar lóðir í Borgarnesi nú teljandi á fingrum annarrar handar, að sögn Páls. „Það liggur fyrir að við þurfum að eignast meira byggingarland á næstunni," segir Páll. „I aðalskipu- lagi fyrir árin 1997 til 2015 var ekki gert ráð fýrir að þörf væri á meira landi fyrir íbúðabyggð þannig að það er útlit fyrir uppbyggingu sem er mun meiri en menn óraði fyrir. Það er gríðarleg eftirspurn eftir í- búðarhúsnæði og í framhaldi af því virðast byggingaverktakar vera farnir að horfa töluvert hingað. Þetta eru skýr merki um að Borgar- fjörðurinn sé að komast inn á þenslusvæði höfuðborgarinnar ef svo má segja en við sáum vísbend- ingar um það í fyrra þegar allar lóð- ir á Hvanneyri gengu út á stuttum tíma. Núna vonumst við bara til að þeir aðilar sem hafa fengið úthlutað lóðum fari að byggja af krafti til að mæta þeirri þörf sem virðist vera til staðar." GE Góðar atvinnuhorfiir fyrir skólafólk Skólafólk á Vesturlandi þreytir nú próf en þó eru vafalaust margir farnir að líta björtum augum til sumarsins. Flestir námsmenn vilja eyða hluta þess í vinnu til að safna sér aur fyrir næsta vetur og er oft gaman að erfiða undir beru lofti þegar vel viðrar. Skessuhorn fór á stúfana og kynnti sér horfumar í at- vinnumálum sumarsins. „Unglingar á Vesturlandi þurfa ekki að kvíða atvinnuleysi þetta stunarið. Horfumar fyrir ungt fólk em mjög góðar á Snæfellsnesi og í Dölunum," samkvæmt upplýsing- um ffá Guðrúnu Gísladóttur hjá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands: „Við emm að sjá fram á skemmti- lega tíma því atvinnuframboðið er meira núna en það hefur verið lengi. Almennt er ástandið gott á þessu svæði en þó örlítið verra á Akranesi og Borgarnesi. Hér á Skaganum hefur þó verið nóg að gera, til dæmis í byggingarvinnu." Atvinnumarkaðurinn er að glæðast og telur Guðrún að allir þeir sem em vel vinnufærir eigi góða von um atvinnu í sumar enda segir hún á- standið oft hafa verið verra. Átak fyrir 17 ára Á Akranesi ættu allir unglingar að fá vinnu í sumar. Búið er að ganga frá ráðningum yfirmanna Vinnuskólans og eiga 8.-10. bekk- ingar von á því að finna umsóknar- eyðublöð í skólum í lok maí en störf hefjast í byrjun júní. Þar sem 17 ára unglingum á Akranesi hefur reynst erfitt að fá sumarvinnu við sitt hæfi verður nú í annað skipti boðið upp á svokallaða átaksvinnu fyrir þann aldurshóp, einstaklinga fædda 1988, og hefst það verkefni í lok maí. Að sögn Einars Skúlasonar, æskulýðsfulltrúa, virðast aldurstak- mörk setja strik í reikninginn hjá mörgum. Þannig þurfa umsækjend- ur um störf á Grundartanga og á leikskólum t.d. að hafa náð 18 ára aldri til að fá vinnu á þessum stöð- um. Einar reiknar með 30-40 tmg- lingum í þessa átaksvinnu sem er alls átta vikur, en þó geti lengd vinnutímans farið eftir hve mikil ásókn verð- ur í störfin. Átakið er hugsað til að brúa bilið frá skólalokum en oft virðist losna um á vinnumark- aðnum fýrir þennan ald- urshóp síðla sumars. I yngri aldursflokkunum býst Einar við að þátttak- an verði svipuð og síðustu ár og ættu allir að fá eitt- hvað að gera. Vinnutím- inn hjá 10. bekkingum er sjö vikur en hjá þeim yngri eitthvað styttri. Verkefnin verða með svipuðu móti og munu starfsmenn Vinnuskólans verja starfskröftum sínum fyrir Akraneskaupstað og einstaklinga sem óska eftir aðstoð við umhirðu garða. Betra ástand í Borgamesi Samkvæmt upplýsingum frá Indriða Jósafatssyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Borgarbyggð er ásóknin í störf hjá Vinnuskóla Borgarbyggðar minni nú í ár en í fýrra og er það merki um gott at- vinnuástand á svæðinu. Alls hafa 50 manns sótt um störf hjá Vmnu- skólanum en í fýrra unnu þar 70 ungmenni. Þá var einnig útibú frá skólanum á Bifföst en það verður ekki í sumar vegna lítillar þátttöku. Segir Indriði þetta vera skýrt merki um meiri framboð á vinnu fýrir aldurshópinn þetta sumarið. Starfsmenn vinnuskólans eru nem- endur í 8., 9. og 10. bekk og er vinnutíminn átta vikur. GG Lengi von BORGARFJORÐUR: Síðast- liðinn þriðjudag heimtu bænd- ur í uppsveitum Borgarfjarðar 5 kindur í landi Hlíðarenda í Húsafelli. Þar voru á ferðinni tveir veturgamlir hrútar frá Augastöðum ásamt tvílembu frá Hellubæ og hafði gimbrin und- an henni nýlega borið einu lambi. Féð var mjög vel á sig komið eftir útigönguna í vetur enda e.t.v. óvíða um betri haga að ræða en kjarrivaxið land Húsafells. -mm Gáfu hjarta- stuðtæki SNÆFELLSBÆR: Líkt og undanfarin ár þá sendi Fisk- markaður Island hf. ekki jóla- kort til viðskiptavina sinna um síðastliðin jól. Þess í stað var andvirði þeirra ráðstafað til björgunarsveitanna. Að höfðu samráði við björgunarsveitirnar Björgu á Hellissandi og Sæ- björgu í Olafsvík var ákveðið að verja þessum fjármunum til kaupa á hjartastuðtæki til end- urlífgunar og var tækið afhent téðum sveitum við sérstaka at- höfn, í Líkn á Hellissandi, föstudaginn 6. maí. Með þessu vill Fiskmarkaður Islands hf. sýna þakklæti fýrir hið mikla og fórnfusa starf sem félagar í björgunarsveitunum leggja af mörkum til að auka og tryggja öryggi meðborgara sinna. Það hefur margoft sýnt sig á undanförnum árum og áratugum hversu ómetanlegt það er að hafa öflugar björgun- arsveitir þar sem óblíð náttúru- öflin hafa svo oft og óþyrmilega minnt á sig. -mm Díselolían verður ódýrari LANDIÐ: Lögbundið gjald á díselolíu verður lækkað til ára- móta samkvæmt tillögu fjár- málaráðherra sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi um síðustu helgi. Með því verður díselolía á dælu 5 krónum ódýrari en ella hefði orðið frá og með 1. júlí þegar nýtt olíugjaldskerfi tekur gildi. Geir Haarde fjármálaráð- herra lagði til þessa breytingu og var lagafrumvarp hans um þetta samþykkt í ríkisstjórninni og verður það lagt fýrir þingið næstu daga. Skattalækkunin á olíu er tímabundin og verður ný ákvörðun um hvernig eigi að stilla af bensín og olíuskattana tekin í haust. Með skattalækk- uninni á að tryggja að díselolía verði ódýrari en bensín þegar nýtt gjaldkerfi tekur gildi en með því átti að hvetja til dísel- notkunar frekar en bensíns til hagsbóta fýrir þjóðarbúið. -mm Skóli í hálfa öld BORGARFJÖRÐUR: Laug- ardaginn 21. maí nk. verða 50 ár liðin frá því að Varmalands- skóli í Borgarfirði var vígður. Af því tilefhi er öllum núver- andi og fýrrverandi nemendum, kennurum, skólastjórum og öðru starfsfólki sem hefur haft viðdvöl í skólanum boðið að koma og taka þátt í dagskrá og þiggja veitingar í tilefni dags- ins. Dagskráin hefst klukkan 14 og fer hún fram í félagsheimil- inu Þinghamri. Vorsýning skól- ans verður jafnframt þennan dag. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.