Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐYIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 Umhvetfi og útivist - 5. grein Umhverfisvemd og aðrir hagsmunir Mér virðist það nokkuð ríkjandi viðhorf að umhverfisvernd sé að vísu ágæt, þar sem henni verður við komið, en hún megi þó ekki standa í vegi fyrir „ffamförum“. Með framförum er þá jafnan vísað til veraldlegra hagsmuna, oftast fjárhagslegra. Skoðum þetta lítil- lega. Fyrst er á það að líta að um- hverfisvernd er í sjálfu sér mikið hagsmunamál alls almennings, já raunar allrar heimsbyggðarinnar. Hagsmunir lands og þjóðar kalla á að náttúru landsins sé ekki spillt og að farið sé með yfirvegaðri gát í mannvirkjagerð á óbyggðum og ó- snortnum svæðum. Við Islending- ar búum við þá sérstöðu meðal Evrópuþjóða að við eigum enn víðáttumikil óbyggð landsvæði, og þó hefur mjög verið á þau gengið undanfarin ár. Þau eru verðmæti í sjálfu sér, en skapa líka ímynd landsins sem er afar mikilvæg helsta vaxtarbroddi íslensks at- vinnulífs, ferðaþjónustunni. Þeir sem hafa atvinnu af að fara með út- lendinga um óbyggðir Islands gera sér fljótlega ljóst að auðnir verða sífellt verðmætari. „I hvert sinn sem Islendingar eyðileggja slík svæði (Kárahnjúkasvæðið) eykst verðmæti þeirra svæða sem eftir eru,“ sagði Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir fyrrverandi formaður Landverndar nýlega í blaðagrein. I annan stað ber að hvetja til þess að menn temji sér að lifa með náttúrunni og í samræmi við þau öfl sem í henni ríkja, en ekki í and- stöðu við þau. Oft hefur það leitt til ófarnaðar þegar menn hafa ætl- að sér að sigrast á náttúruöflunum, gera náttúruna sér undirgefna. Slík athafnasemi manna hefur iðulega leitt til stórfelldrar röskunar á náttúrufari, landeyðingar og út- rýmingar tegunda. Gróðurfarssaga íslands er skelfilegt dæmi um slík- an ófarnað. Þá er enn á það að líta að þeir hagsmunir sem menn telja sig eiga, eru ekki ávallt svo ríkir eða raun- verulegir sem menn vilja vera láta. Þeir kunna að vera bundnir við stund en ekki framtíð, eða þá að um svokallaða misskilda eða ímyndaða hagsmuni er að ræða. Nú ber mér að tala ljósar til að skýra alhæfingar. Eg tek dæmi: Fyrir nokkrum árum var lagður nýr vegur um Snæfellsnesfjallgarð, um svokallaða Vatnaheiði eða Vatnaleið. Um þennan veg voru deildar meiningar. Náttúruvernda- samtök Islands mótmæltu gerð vegarins á þessari leið. Þau bentu á að verið væri að leggja hann um ósnortið land, sem væri sérstætt um gróðurfar og náttúrufegurð, og ekki lægi fyrir að ekki væri unnt að leggja jafngóðan veg í eða nærri þvf vegarstæði sem fyrir væri og kennt er við Kerlingarskarð. Engu var líkara í aðdraganda og meðferð málsins en að ríkisvaldið, sam- gönguráðherra, og ffamkvæmda- aðili, Vegagerðin, væri ráðin í að hafa þessi rök að engu. Enda gerðu þau það. Ráðherra úrskurðaði að vegurinn skyldi lagður um Vatna- leið (þótt hann reyndist síðar vera til þess vanhæfur skv. áliti umboðs- manns Alþingis). Það lifir trúlega ekki lengi í minni manna þótt van- hæfur ráðherra kveði upp vondan úrskurð. Hitt var að mínum dómi miklu alvarlegra mál, að svo virtist sem allur almenningur á Snæfells- nesi stæði fast að baki honum. Eða man ég það ekki rétt að hver sam- þykktin á fætur annarri hafi verið gerð í sveitarfélögum á norðan- verðu nesinu um nauðsyn hins nýja vegar um Vatnaleið. Eg hygg þó að aldrei hafi verið rannsakað sem skyldi hvort ekki hefði verið unnt að gera jafngóðan veg um og nærri hinu forna vegstæði um Kerlingar- skarð. Almenningur virtist ganga hér upp í ímynduðum hagsmtm- um. I krafti þeirra var raskað sér- stæðri og ósnortinni náttúru. En jafnvel þótt svo hefði verið að veg- ur um Vatnaleið hefði verið fjár- hagslega hagkvæmari og snjóalög eitthvað minni, er ekki þar með sagt að réttlætanlegt hefði verið að ganga á ósnortið og fagurt land. Með því að gera það voru framtíð- arhagsmunir afkomenda okkar, sem bundnir eru við varðveislu lands, látnir víkja fyrir stundleg- um, ef ekki ímynduðum, hagsmun- um vegfarenda í dag. Þetta sjónar- mið mitt hefur einhvern tíma ver- ið orðað svo: Lítils virði er sú nátt- úruvernd sem ekkert má kosta. Og nú vilja nokkrir áhrifamenn í okkar litla samfélagið að enn sé ráðist til atlögu við óbyggðir Is- lands. Ekki er nóg með að þeir vilji fara með svokallaðan Norðurveg um dýrasta náttúrudjásn Islend- inga, þjóðgarðinn á Þingvöllum, sem er kominn á heimsminjaskrá UNESCO, heldur vilja þeir leggja hann um víðáttur hálendisins norðan Langjökuls og Hofsjökuls, á löngum kafla í 800 metra hæð yfir sjávarmáli. I mínu ungdæmi hefði verið sagt um slíka menn að þeir væru ekki með öllum mjalla. Einn þeirra manna sem mælt hefur með þessari vegarlagningu, Geir Thorsteinsson viðskiptafræðingur, komst svo að orði (í Morgunblað- inu 2. mars sl.): „Vegagerðin hefur sýnt að henni er treystandi fyrir því að leggja veg um fallega nátt- úru svo vel fari þar sem er Vatna- leiðin á Snæfellsnesi." Með öðrum orðum: Það er í góðu lagi að Is- lendingar brjóti undir sig ósnortn- ar víðáttur lands síns, ef þeir bara gæta þess að gera það snyrtilega. Mín skoðun er sú að náttúru Is- lands hafi stafað og stafi enn gífur- leg hætta af mönnum sem svona hugsa. Mér þykir við hæfi að ljúka síð- asta pistli mínum í greinaröðinni Umhverfi og útivist, með því að taka hér upp eina vísu úr kvæði Olafs Jóhanns Sigurðssonar „Hvert liggur þessi vegur?“ Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum? Hvar er þó'gnin? Hvar er kyrrðin semþér kenndi að dreyma ogþrá? Hvar er lágvar þytur bjarka? Hvar er blómkyljunnar vísa? Hvar er löðurhvíti fossinn sem þú lærðir söng þinn hjá? Finnur Torfi Hjörleifsson. l/iuiAbe>>tnié Mér til skaða skelf ég - í Skefilsstaðahreppi Hvað er góð vísa og hvað er það sem gerir hana góða? Hvað veld- ur því að ein vísa nær flugi meðal manna en ekki önnur? Þeirri sptuningu er ekki auð- velt að svara því vísa getur verið hárrétt gerð án þess að nokkrum nema kannski höfundin- um detti í hug að telja hana góða. Aðrar vísur eru kannski ekki gallalausar en þó virðist flest- um þama vera góð vísa á ferð. Auk þess getur oft verið tilviljanakennt hver heyrir vísur og þar með hvemig þær lenda „í dreifingu.“ Sig- urður heitinn frá Haukagili sagði einhvem- tímarm það sem ég hef haft að leiðarljósi síð- an ég heyrði þessa setningu „Þeir sem ekld hafa vit á að þegja yfir sínum vísum sjálfir geta ekki búist við að aðrir geri það.“ Það má segja að hægt sé að flokka vísur gróflega í vísur sem tjá tilfinningar svo sem ást, reiði, sorg, háð o.fl. I öðrum flokki mætti telja náttúrulýsing- ar, veðurfarsvísur og fleira í þeim dúr. Svo mætti hafa í einum flokki vísur sem lýsa við- burðum augnabhksins og hklega þar með þessar vísur sem ég persónulega held hvað mest uppá sem em nánast eins og eðlilegt tal- að mál. Einn flokk fyrir dýrt kveðnar vísur og erfiða hætti og líklega mætti telja orðaleikja- vísur og nýyrðasmíði þar með, þannig að gæði vísna koma vissulega úr misjöfnum áttum. Faðir minn heitinn sagði oft að vísnagerð væri fyrst og fremst ákveðin grundvallarkunnátta í íslensku en hitt væri bara æfing og sjálfsgagn- rýrú. Mildð er til í þessu en að minnsta kosti vildi ég bæta því við að allavega spillir ekki að hafa auga fyrir broslegu hhðum tilverunnar og gjaman örlítið „annað sjónarhom.“ Það er hægt að kenna undirstöðuatriði bragffæði en það er engin trygging fyrir því að útkoman verði góð því ef neistann vantar er hæpið að vísan nái nokkm flugi þó handverkið sé í lagi. Jakob Jónsson á Varmalæk orti um vísnagerð- artilhneigingu íslendinga: Viö eigum stöku og stuöluö Ijóö sterk í formi og línum, þaö sem engin önnur þjóö á í fórum sínum. Þetta sérstaka ljóðform okkar sem hefur hf- að með okkur í gegnum aldimar er að ýmsu leyti vinsælla nú en fyrir svona 20-30 árum en þó sjást stundum merki þess að fólk er tæp- lega nógu vel að sér í stuðlasetningu þegar til á að taka þó það vilji greinilega reyna að vanda sig. Þó mér láti flest betur en kennslu- störf ætla ég að reyna að útskýra ffumatriði stuðlasetningar í örstuttu máli. Allt sem við segjum segjum við í ákveðnu tónfalh, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki og skiptist í svokallaðar hákveður og lágkveð- ur. Fyrst kemur hákveða með meiri áherslu síðan lágkveða með minni áherslu og svo há- kveða á ný. Oftast era tvö atkvæði í hverri kveðu (tvíliður) en stundum þrjú (þríliður). I venjulegri ferskeytlu sem er algengasta útgáfa þessa stuðlaða ljóðforms era oftast 7 atkvæði í fyrstu línu og 6 í annarri og skiptist í kveður á effirfarandi hátt: Gera-vil ég-lítiö-ljóö lengi-dags mig-sperri. Byrjun-in er-bara-góö. Botninn-ekki-verri! Þarna era stuðlamir L-in í fyrri hluta vís- unnar en B-in í seinni hlutanum. Annar hvor stuðullinn í fyrstu og þriðju línu þarf að vera í þriðju kveðu og önnur og fjórða lína þurfa að byrja á sama staf, svokölluðum höfuðstaf. Þó er hægt að bjarga sér úr vandræðum með því að skjóta áherslulausu einsatkvæðisorði fram- an við. Við gætum til dæmis ekki sagt „Lítið ljóð vil ég gera“ eða „lítið vil ég gera ljóð“ hinsvegar mætti skjóta áherslulausu „og“ framan við aðra eða fjórðu línu ef við þyrftum á því að halda en alla jafna sýnist mér fara best á að nota eins fá orð og hægt er að komast af með. Limran sem hefur náð vinsældum hérlend- is á undanfömum árum er hinsvegar að mestu uppbyggð sem þríliður þó hann sé þar ekki al- veg einráður. Stuðlasetning og reyndar hrynj- andi einnig er mtrn meira á reiki í hmraform- inu en til gamans skulum við reyna að kryfja svoh'tið limra efdr Kristján H. Benediktsson: Ýmislegt-er nú til-bóta, Viö-ööru-má ekki-róta; Sé-náttúran-ör Og - nœgilegt-fjör, Eg-reyni aö-kaupa mér-kvóta. Þarna era stuðlamir sérhljóðarnir í fyrstu og annari línu, n-in í þriðju og fjórðu og k-in í fimmtu línu sem er sér stuðluð. Þar með læt ég lokið þessari bragffæði- kennslu enda lætur mér margt betur, en ýms- ar ágætar kennslubækur í bragffæði era fáan- legar, t.d. Bögubókin effir Ragnar Inga Aðal- steinsson. En tökum nú upp léttara hjal. Einhvem tíman fyrir margt löngu klofhaði Framsóknarflokkurinn í Þingeyjarsýslum og nokkuð öflugt flokksbrot bauð fram Bjöm Sigtryggsson á Brún gegn Jónasi ffá Hriflu. Helgi hét maður á Húsavík sem var ákafur fylgismaður Bjöms á Brún og um hann kvað Egill Jónasson og taldi sig hafa þar með sett heimsmet í ofstuðlun: Ef hann Helgi eignast börn, öll þau heita lœtur: Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, bœöi syni og dcetur. Líkrar gerðar er þessi gamla vísa: Mœrin segir sorgum hrelld, sveinn því muni valda. £g held, ég held, ég held, ég held, ég held ég fari aö halda. Valgeir heitinn Rtmólfsson var eitt sinn beðinn að reyna að gera við gamla ritvél á skrifstofu Þorgeirs & Ellerts og var að bauka við hana þegar aðrir starfsmenn fóru heim að loknum vinnudegi. Þegar menn komu til vinnu að morgni var í vélinni blað með þess- um orðum: Varla telst nú vélin góö en veröur ekki betri. Á hana má þó yrkja Ijóö meö eölilegu letri. Rósberg Snædal var að minnsta kosti emn vemr farkennari á Skaga, að hálfu r' Skefils- staðahreppi en að hálfu í Vindhælishreppi, hálfan mánuð r' stað. í Skefilsstaðahreppi var kennt í steinhúsi sem var ekki til annars notað og ekki kynt þegar enginn var þar við enda tók langan tíma að ná upp hita í það í ffostum og hefðu væntanlega kennarar nú á dögum farið í verkfall af minna tilefni. Einhvemtíma þegar Rósberg kom að húsinu gegnköldu varð honum á munni: Aldúöaöur oft ég flý undir vaömálsteppi. Mér til skaöa skelf ég í Skefilsstaöahreppi. í kennaraverkfallinu sr'ðastliðið haust bönn- uðu kennarar að böm hefðu með sér náms- bækur heim og þótti sumum nokkuð hart fram gengið. Þá orti Oskar Sigurfinnsson í Meðalheimi: Nú drápu þeir allt sem aö drengskapur hét og dyrum á krakkana loka. Þar settu kennarar merkilegt met í mannfyrirlitningu og hroka. Eiginlega er nú betra að vera laus við að fa svona skeyti. Þó við verðum flest einhvem- tíman ævinnar fyrir misjöfhu umtah erum við yfirleitt talin hinar vænsm manneskjur þegar við eram horfin af sjónarsviðinu. Oftast hvorttveggja að ósekju. Einhvemtíma var ort um Magnús Stephensen dómstjóra: Löstunum á oss logiö er lífs á meöan varir töf, en dyggöunum þegar dánir vér dysjaöir hvílum lágt í gröf. Um tíma unnu þau saman hjá Þorgeir & Ellert hf. Inga Jóna Þórðardóttir og Guðjón Guðmundsson og tók Inga Jóna þátt í próf- kjöri á því tímabili. Valgeir Runólfsson stakk þá eftirfarandi vísu að Guðjóni: Vertu slyngur, komdu íkring, svo konan þvingi ei fleira. Sendu Ingu inn á þing en aldrei hingaö meira. Við skulum svo enda þennan þátt á vorvísu og jafnffamt ástarvísu til íslands eftdr Bjöm Jónsson (Bjössa bomm) sem lengi var læknir í Kanada: Fossanna er fagur kliöur er falla þeir af klettabrúnum og lœkirnir þeir lafa niöur líkt og halarnir á kúnum. Meö þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstööum, 320 Reykholt S435 1367 og 849 2715 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.