Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 11
>ke»unu..: MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 11 Akranesmeistaramót og loka- hóf Badmintonfélags Akraness Akranesmeistaramót Badmint- onfélags Akraness var haldið sunnudaginn 8. maí í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Á þessu síðasta móti tímabilsins er keppt um Akra- nesmeistaratitil í U-11, U-13, U- 15, U-17 og U-19, en auk þess er keppt í foreldraflokki sem er alltaf vinsælt en þar keppa foreldrar og/eða systkini með börnum sín- um. Þá einnig er keppt í Trimm- flokki. Alls mættu 81 keppandi til leiks og sáust mörg glæsileg tilþrif i öll- um flokkum og í flestum flokkum réðust úrslit eftir jafnar og langar viðureignir. Úrslit flokka urðu sem hér segir: í flokki U-11 strákar sigr- aði Steinn Þorkelsson, Jóhannes Þorkelsson og U-11 stelpur sigr- aði Alexandra Stefánsdóttir, Guð- laugu Sif Hafsteinsdóttur. í U-13 strákar sigraði Eiríkur Henn, Nökkva Rúnarsson og U-13 stelp- ur vann Marianna Cabrita með sigri á Sóleyju Bergsteinsdóttir. Egill G. Guðlaugsson sigraði Ár- mann Ö. Bjarnarson í U-15 strákar og Karitas Eva Jónsdóttir sigraði Hörpu Jónsdóttir í stúlknaflokki. í U-17 vann Róbert Þór Henn, Birki Guðmundarson í piltaflokki og Una Harðardóttir vann Ólöfu Völu Schram í telpnaflokki. Úrslitaleikur U-19 /fullorðnir varð heldur betur spennandi þar sem Friðrik Veigar Guðjónsson sigraði Hólmstein Valdimarsson í leik sem fór í tvær upphækkanir og oddalotu. í stúlknaflokki sigraði Karitas Ósk Ólafsdóttir, Hönnu Maríu Guðbjartsdóttur. í for- eldra/systkinaflokki var keppt í tveimur styrkleikaflokkum og sigr- uðu systkinin Una og Ragnar Harðarbörn feðginin Karitas Ó og Ólaf Óskarsson eftir maraþon- viðureign í A flokki. í B flokki unnu systurnar Unnur Rebekka og Elín Þráinsdætur vinkonurnar Al- exöndru Stefánsdóttur og Heiðrúnu Tómasdóttur. Trimm- flokkurinn var geysilega spenn- andi en þar sigraði Birgir A. Birgis- son Pétur Sigurðsson í leik sem stóð vel á aðra klukkustund. Að móti loknu var haldið á Veitingahúsið Barbró þar sem lokahófið fór fram. Afhent voru verðlaun fyrir Akranesmótið og efniiegustu spilarar tímabilsins útnefndir. í yngri flokkum hlutu heiðurinn Ragnar Harðarson og Karitas Eva Jónsdóttir. í eldri flokki urðu Stefán Jónsson og Hanna María Guðbjartsdóttir heiðursins aðnjótandi. Þá var badmintonspilari ársins valinn Friðrik Veigar Guðjónsson. Hið geysivinsæla happadrætti Akranesmótsins var á sínum stað auk hinna gómsætu pizza frá Bar- bró. Badmintonfélagið vill koma á framfæri þökkum til allra sem stutt hafa starf félagsins. Sumarstarf hefst með Húsmæðraskólasýningu Á föstudaginn kemur hefst sumar- starf Safnahúss Borgarfjarðar í Borgamesi. Sýningin „Húsmæðra- skólinn á Varmalandi 1946 - 1986 - I nærmynd Safhahúss,“ verður opn- uð klukkan 18 í sýningarsal Byggða- og náttúrugripasafns á 1. hæð. Meirihluti muna á sýningunni er í eigu Byggðasafhs Borgarfjarðar en ýmislegt hefur þó verið fengið að láni frá fyrrum kennurum og nem- endum skólans. Snjólaug Guð- mtmdsdóttir, handverkskona á Brú- arlandi á Mýrum er aðalhugmynda- smiður sýningarinnar og segir hún: „Það er heiðtu fýrir Safhahúsið að opna þessa sýningu vorið sem Stein- unn Ingimundardóttir, fyrrverandi skólastjóri skólans á einmitt stóraf- mæh.“ Hússtjórnarskólinn á Varmalandi var óskabam Sambands borgfirskra kvenna og var ætíð vel studdur af þeim samtökum. Hann var einn af betur búnum húsmæðraskólum Is- lands og útskrifaði kon- ur vel undirbúnar í hlutverk sitt í daglega h'finu við að stjóma heimilum á fag- legan máta. Sýningin stendur út desember 2005. Sama dag opnar KafHstofan fyrir sumarið. Hún opn- ar með sýningu Stefáns Rafhs myndlistarmanns, sem er Borgfirð- ingum kunnur fyrir skopmyndir sín- ar í mánaðarblaðinu Borgfirðingi hér á ámm áður. Stefán málar myndir í teiknimyndastil og mun hann vera með vinnustofu sína í Kaffistofunni í sumar fýrir gesti og gangandi. KafHstofan býður upp á heimabakað og smurt bakkelsi og getur tekið á móti hópum ef pantað er með fýrirvara. Sama dag opnar einnig myndlistarkonan Edda María Guðbjömsdóttir sýningu á verkum sínum í sal Listasafns Borgamess á 2. hæð, klukkan 17:00. Fyrrverandi nemendur og kenn- arar Húsmæðraskólans á Varma- landi em sérstaklega boðnir vel- komnir á opnunina. (fréttatilk.) Opinn kynningarfundur um breytingar á aðalskipulagi á svæðinu frá Granastöðum að Engjaási í Borgarnesi sem og deiliskipulagstillögu um íbúðabyggð í landi Granastaða, verður haldinn að Borgarbraut 65 efstu hæð kl. 20.30 fimmtudaginn 12. maí n.k. I Auk kynningar bæjaryfirvalda á l skipulagstillögunum munu forsvarsmenn I Búmanna gera grein fyrir hugmyndum sínum I um byggingu á íbúðum fyrir eldri borgara í landi Granastaða. Allir velkomnir Þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veita Sigurgeir eða Gísli í síma 437 1920 Matráð vantar á Bifröst Matráð vantar á leikskólann Hraunborg á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Um er að ræða 100% starf við matreiðslu og tilheyrandi störf við leikskólann. í skólanum eru að jafnaði um 55 börn og 15 starfsmenn. Vinnutími er frá kl 8:00 -16:00 á opnunartíma leikskólans. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og / eða mikla reynslu sem nýtist í starfinu. I Umsóknarfrestur er til 27. maí 2005. o I í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru 1 jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs ísíma 437-1224 www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.