Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 5
 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 5 Ljóðið sjálft er ekkert annað en tónlist Rætt við Skúla Ragnar Skúlason, hljómsveitarstjóra 5. Rngnar Skúlason, stjómandi Pjóólaga- sveitar Tónlistarskólans á Akranesi. Nýlega var tilkynnt um styrki úr tónlistarsjóði Menntamálaráðu- neytis. Meðal styrkþega var Þjóð- lagasveit Tónlistarskólans á Akra- nesi en styrkinn hlaut sveitin fyrir nýjtmgar í tónlistarkennslu og tón- leikaflutningi og er óhætt að segja að kraftmikil starfsemi sveitarinnar hafi þar með hlotið opinbera viður- kenningu. Skúli Ragnar Skúlason, tónlistar- kennari hóf fyrir 8 árum þróunar- verkefni sem miðar að því að sam- eina tónlistarflutning, þá helst þjóðlagatónhst, og texta. Þjóðlaga- sveitin er hópttr 15 stúlkna sem all- ar leggja stund á fiðlunám við Tón- listarskólann. Þær eru á aldrinum 11 til 18 ára og hefur núverandi hópur starfað saman í þrjú ár. Tón- listin sem þær spila er skosk eða írsk þjóðlagatónlist sem er tvinnað sam- an við texta og úr verður sýning frekar en hefðbundnir tónleikar. Það má segja að þetta sé leikhús- sýning í tónleikaformi. „Eg er í raun að reyna að gera samanburð á tónlistarformi og ljóðaformi því ljóðið sjálft er ekkert annað en tón- list. Það er strax komin hugmynd hjá mér að næstu sýningu sem tengist afmælisárinu", segir Skúli Ragnar, en Tónlistarskólinn á Akranesi fagnar 50 ára afmæli á þessu ári. Nemendumir fá víðtæka reynslu því þeir fýlgja ákveðnu verki frá fýrstu hugmynd til framkomu á sviði. „Þetta er svo góður skóli fýr- ir upprennandi tónlistarmenn því þeir hafa komið fram á sviði í mörgum leikhúsum landsins við ýmsa atburði og komið fram í sjón- varpi. Svo er þetta mikið samvinnu- verkefni sem reynir á liðsheild ffemur en margt annað.“ Mikil upplifun Skúli Ragnar segir verkefnið mjög gefandi: „Þetta er mikil vinna því það þarf að skrifa handrit og út- setningar og allt ffá grunni. En Góð þjónusta en vond aðstaða Viðskiptavinir heilsugæslustöðv- arinnar í Borgamesi em almennt á- nægðir með þjónustu stofnunarinn- ar samkvæmt niðurstöðum úr miss- erisverkefni sem nokkrir nemendur Viðskiptaháskólans á Bifföst unnu í samráði við heilsugæslustöðina. Verkefnið hafði það að markmiði að kanna viðhorf viðskiptavina og starfsmanna til þjónustuþátta stöðv- arinnar og leggja ffam hugmyndir af úrbótum gerðist þess þörf. Hluti verkefnisins var við- horfskönnun sem lögð var fýrir 550 viðskiptavini heilsugæslunnar síð- asta sumar. Meðal annars var spurt hvort viðskiptavinum þótti þeir fá nægan tíma með heimilislæknin- um, hvort auðvelt væri að segja hinum frá viðkomandi vandamál- um, hvort trúnaðar væri gætt varð- andi sjúkraskrár, ffæðslu um við- komandi sjúkdóma o.fl. Einnig var spurt um gæði þjónustu varðandi mæðravernd, ungbarnaeftirlit og skólahjúkrun svo fátt eitt sé neftit. I öllum tilfellum gaf meirihluti svar- enda einstaka þjónustuþáttum góða einkunn en og var hlutfall þeirra sem gáfu hæstu einkunn ffá 40 - 80%. Einstaka þjónustu ættir fengu hæstu einkunn. I flestum tilfellum var hlutfall þeirra sem gaf lægstu einkunn ffá 0 - 4%. Niðurstaða skýrsluhöfúnda er að viðhorf viðskiptavina til þjónustu heilsugæslustöðvarinnar sé almennt jákvætt. Elinsvegar er tekið ffam í skýrslu nemendanna að húsnæði og aðstöðu stofunarinnar sé mjög ábótavant og segir þar m.a. að hús- næðið haldi hvorki vatni né vindi. Þá kemur ffam að aðstaða fýrir fatl- aða sé ekki til staðar. Þá segir m.a. í niðurstöðum skýrslunnar: „Þrátt fýrir þessar efnislegu kringumstæð- ur sem starfsmenn starfa við er allt viðmót þeirra og viðhorf gagnvart viðskiptavimnn mjög jákvætt. Það virðist vera ríkjandi hjá starfsfólki að sinna þeim verkefnum sem krefjast athygh þeirra hvort sem þau heyra tmdir þeirra starfssvið eða ekki.“ Þá kemur ffam að síðasdiðin sjö ár hafi staðið tdl að gera breytingar á hús- næði heilsugæslustöðvarinnar og að á þessu tímabili hafi allar meirihátt- ar ffamkvæmdir legið niðri en hins- vegar hillir nú undir einhverjar end- urbætur á aðstöðu stöðvarinnar. Misserisverkefnið var unnið af Á- gústu Einarsdóttur, Guðfinni Stef- ánssyni, Heiðdísi Hermannsdóttur, Kristjönu Guðlaugsdóttir, Leifi Runólfssyni og Olgu Kristrúnu Ing- ólfsdóttur. GE þetta er svo skemmtilegur hópur af einbeittum stelpum að þetta er búið að vera ffábært í alla staði.“ Alls hefur Þjóðlagasveitin gefið út tvo geisladiska og sett upp þrjár sýningar og var sú síðasta sem ber nafhið „I takt við lífið - Vertu þú sjálfur,“ til dæmis sýnd í Borgar- leikhúsinu fýrir fullu húsi. „Við þurftum að bæta við stólum inn á sviðið, þetta var alveg hreint ffá- bært kvöld og upplifun sem maður gleymir aldrei." Skúli Ragnar segir mikið ffamundan hjá sveitinni því auk þess að vera eftirsótt á ýmsar uppákomur innanlands er förinni heitið til Kaupmannahaftiar í sept- ember. Munu stúlkurnar einnig koma ffam á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Nóg er að undirbúa fýr- ir svona ferðir en segir Skúli þau fá mikinn smðning ffá foreldrafélag- inu, undirleikurum, öðrum að- standendum og núna komi til styrkur úr tónlistarsjóði. Þjóðlaga- veitin frá Akranesi hefur því aldeil- is fengið byr trndir báða vængi og er spennandi að fýlgjast með næsta verkefhi stúlknanna. GG Metaðsókn að Bifröst Aldrei hefur starfsólk Við- skiptaháskólans á Bifföst tekið við jafn mörgum umsóknum um nám og fýrir næsta vetur. Skráningu lýkur ekki fýrr en 10. júní en nú þegar liggur ljóst fýrir að um- sóknafjöldi tvöfaldast ffá síðasta ári. Runólfur Agústsson, rektor segir nokkrar ástæður fýrir þess- um miklu vinsældum skólans: „Við skerum okkur úr að því leyti að kennsluaðferðir við þennan skóla eru öðruvísi en annarstaðar. Hér er lögð áhersla á 10 manna verkefhahópa í stað hinna dæmi- gerðu fýrirlestra og skapar það persónulegri kennslu og stuðlar að betra sambandi milli nemenda og kennara." Svo virðist sem nemendur setji staðsetningu skól- ans ekki fýrir sig og telur Runólf- ur nemendurna líta á hana sem plús. Um helmingur nemenda er fjölskyldufólk. Undanfarið hefur nemendum fjölgað mest í ffamhaldsnámi en skólinn býður til dæmis upp á nám í Evrópufræðum. Vinsældir skól- ans má því rekja til nýstárlegrar kennslustefhu og aukins náms- framboðs auk fjölskylduvænnar staðsetningar. Besta auglýsingin er þó oft gott umtal: „Við fáum einfaldlega mikinn meðbyr úr samfélaginu. Við höfum undan- farið fengið gott umtal og verið mikið í umræðunni,“ segir Run- ólfur. Þó að sífellt fleiri séu að sækja um nám mun nemendum á næsta vetri aðeins fjölga lítillega sökum nýrrar félagsvísinda- og hagfræðideildar. Núna eru um 470 nemendur skráðir í nám við skólann. Þó að metið sé að falla í umsóknafjölda hvetur þó Runólf- ur alla sem áhuga hafa á Bifröst til að sækja um: „Við leitumst effir fjölbreytni í nemandahópi okkar og hvetjum við alla til að senda umsókn, maður fær nú ekki inni nema sækja um.“ GG Vorhátíð Snæfellsbæjar Senn líður að fýrstu bæjar- og héraðshátíðunum á Vesturlandi þetta sumarið en allt í allt verða þær um 10 í sumar. Dagana 20. - 22. maí næstkomandi verður há- tíðin Vor undir jökli haldin í Snæ- fellsbæ og fer hún ffarn vítt og breitt um sveitarfélagið. Sem fýrr er stefnt á heilbrigða útivist, skemmtilegar uppákomur fýrir alla fjölskylduna, söng, Eurovisionhóf, dansleik og tón- leika, góðan mat og fullt af menn- ingu. I tilkynningu frá undirbún- ingsaðilum segir m.a. „Við bjóð- um upp á allt það besta sem Snæ- fellsbær hefur að bjóða. Tilboð á gistingu verða hjá flestum gisti- stöðum í bæjarfélaginu. Dagskráin hefst eftir hádegi á föstudeginum og stendur alla helgina og þar finna allir eitthvað við sitt hæfi.“ Þetta er í þriðja skipti sem ferðaþjónustuaðilar í Snæfellsbæ leggja í þetta samstillta átak til að vekja athygli á kostum bæjarfé- lagsins og er slík samvinna í ferða- þjónustunni til fýrirmyndar. Allir sem vilja njóta fjölskylduvænnar helgar í fallegu og afslöppuðu um- hverfi eru hvattir til að vera helg- ina 20. - 22. maí í Snæfellsbæ, þar sem Jökulinn ber við loft. Dag- skráin verður nánar kynnt í næsta blaði. MM LaNDSLÖG - LÖGFRÆÐISTOFA opnar á Akranesi Landslög - lögfræðistofa mun þann 17. maí næstkomandi opna alhliða lögfræðistofu að Kirkjubraut 28 á Akranesi. Samhliða því tekur skrifstofan við rekstri lögfræðistofu Tryggva Bjarnasonar, hdlv sem hann hefur rekið þar. Lögmenn Landslaga - lögfræðistofu eru nú átta talsins. Eigendur stofunnar eru hæstaréttarlögmennirnir Garðar Garðarsson, Jóhannes Karl Sveinsson, Jón Sveinsson, Viðar Lúðvíksson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Fulltrúar þeirra eru héraðsdómslögmennirnir Eiríkur Jónsson, Grímur Sigurðsson og ívar Pálsson. Landslög - lögfræðistofa er í dag með tvær starfsstöðvar, aðra í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11 í Reykjavík og hina að Hafnargötu 31 í Keflavík. Lögfræðistofan á Akranesi verður því þriðja starfsstöð fyrirtækisins. Landslög - lögfræðistofa veitir hvers konar lögfræðilega þjónustu og hafa lögmenn hennar víðtæka reynslu á mörgum sviðum lögfræðinnar, svo sem á sviði fyrirtækjaráðgjafar, þjónustu við sveitarfélög og opinberar stofnanir, stjómsýsluréttar, félagaréttar, skaðabótaréttar, vátryggingaréttar, verktakaréttar, málflutnings og samningagerðar. Þá sérhæfir skrifstofan sig í uppgjömm slysamála einstaklinga, skiptum dánarbúa og innheimtu skuldamála svo nokkuð sé nefnt. Við bjóðum nýja viðskiptavini á öllu Vesturlandi velkomna. U 1 LANDSLÖG - LÖGFRÆÐISTOFA Kirkjubraut 28 300 Akranes LAN D S LO G LÖGFRÆÐISTOFA sími 4311944 www.landslog.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.