Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.05.2005, Blaðsíða 12
Nýtt og öflugt verkfæri til íbúöakaupa íbúöalán.is www.ibudalan.is PÓSTURINN allur pakkinn »- Guðjón Guðmundsson er nýr íramkvæmdastj óri Höfða Stjóm Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hefnr ákveðið að ráða Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismann, í stöðu fram- kvæmdastjóra. Sextán sóttu um starfið. Við atkvæðagreiðslu í stjórn fékk Guðjón þrjú atkvæði Bene- dikts Jónmundssonar og Hallveigar Skúladóttur á Akranesi og Antons Ottesen fulltrúa sveitarfélaganna fjögurra sunnan Skarðsheiðar. Brynja Þorbjömsdóttir fv. útibús- stjóri Islandsbanka, á Kalastöðum, fékk tvö atkvæði þeirra Ingu Sig- urðardóttur og Sigríðar Gróu Kristjánsdóttur, formanns stjórnar. I auglýsingu um starfið var leitað efrir umsækjendum með einhverja þekkingu á stjórnsýslusviði, með góða bókhaldsþekkingu og hæfrii hvað mannleg samskipti varðar auk búsem á svæðinu. Meirihluti stjómar Höfða telur að faglega hafi verið staðið að ráðn- ingu í starfið og að Guðjón Guð- mundsson sé fyllilega hæfur í það og hafi mikla reynslu sem nýtist stofriuninni. En um það em deildar meiningar og liggur fyrir að ráðn- ingin mun hafa einhverja efrirmála. Aðspurð sagðist Brynja Þorbjörns- dóttir, sá umsækjanda sem fékk 2 atkvæði stjórnarmanna, í samtali við Skessuhorn að hún ætlaði að kalla eftir rökstuðningi stjórnar. „Eg sit þessa stundina við tölvuna og er að skrifa stjórninni bréf þar sem ég óska eftir rökstuðningi hennar á grundvelli stjómsýslu- og jafnréttislaga," sagði Brynja sl. mánudag í samtali við Skessuhorn. Samkvæmt heimildum blaðsins munu fleiri úr röðum umsækjenda gera slíkt hið sama þar sem þeir una ekki niðurstöðu stjórnar Höfða og telja að gengið hafi verið ffamhjá fólki með meiri menntun en Guð- jón hafi. Áfram blönduð starfsemi Aðspurður segir Guðjón Guð- mundsson að starfið leggist vel í sig. „Eg hlakka til þessa verkefnis. Höfði er fyrirmyndarstofhun með úrvals starfsfólki sem sinnir þörf- um íbúanna eins og best verður á kosið. Það þekki ég í gegnum fjölda fólks sem þarna býr og hefur búið. Meðal annars bjuggu for- eldrar mínir á Höfða síðustu ævi- árin og nutu þar frábærrar umönn- unar,“ sagði Guðjón. Hann segir að uppi séu hugmyndir um bygg- ingu tveggja hæða hjúkrunarálmu norður úr eldri byggingu og/eða þriðju hæðinni ofan á eldri bygg- inguna og jafriframt stækkun mat- salar. Því verði verkefnin næg næstu misserin. „Það er auðvitað stjórnar Höfða að marka stefnuna og framkvæmdastjórans að fylgja henni eftir. Mér finnst augljóst að til framkvæmda þurfi að koma á næstunni því þörfin er mikil fyrir fleiri rými. Verið er að vinna að deiliskipulagi Höfðasvæðisins og niðurstöðu þeirrar vinnu að vænta fljótlega. Það er einsýnt að á Höfða verður áfram blönduð starf- semi, þ.e. hjúkrunardeild og öldr- unardeild en slíkt hefur gefist vel, jafnt á Höfða sem og öðrum sam- bærilegum stofnunum.“ Guðjón leggur áherslu á að í starfi hans þurfi að hafa mikil samskipti við stjórnvöld, sérstaklega þegar kem- ur til stækkunar og einnig í sam- bandi við hækkun daggjalda. „Þau eru talin of lág og hafa sambæri- legar stofnanir sóst effir hækkun- um að undanförnu og ljóst að leið- rétting þarf að fást á daggjöldum ffá hinu opinbera." Reynsla sem nýtíst vel Guðjón segist vonast til að eiga eftir góðu samstarfi við starfsfólk og íbúa á Höfða, stjóm og eignar- aðila og segist jafriframt taka við góðu búi úr höndum Asmundar O- lafssonar, sem gegnt hafi starfinu í tæpan aldarfjórðung. En óttast Guðjón ekki eftirmála þar sem ráðning hans hafi verið umdeild og hluti annarra umsækjenda telji sig hæfari til starfsins, m.a. vegna menntunar? „Auglýsinguna um starfið geta allir lesið. Þar var há- skólamenntunar ekki krafist enda hefði ég þá ekki sótt um starfið. Samkvæmt orðanna hljóðan upp- fylli ég öll skilyrði í auglýsingunni og tel mig auk þess hafa haldgóða reynslu sem nýtast mun ágætlega. Eg var t.d. skrifstofustjóri og stað- gengill framkvæmdastjóra Þ&E í 17 ár og sá m.a. um reksturinn þau 5 ár sem hann sat á þingi. Þar unnu á þeim tíma 130 manns. Einnig sat ég í bæjarstjórn Akraness í 12 ár og gegndi m.a. starfi forseta bæjar- Guðjón Guðmundsson. stjómar og sat í bæjarráði. Ég var alþingismaður í 12 ár og þar af 4 ár sem einn af forsetum þingsins. Ég er nú varaþingmaður og varafor- maður stjórnar Byggðastofhunar. Það er augljóst að þessi reynsla mín nýtist vel í samskiptum við stjóm- sýsluna. Menn verða síðan að meta það hver fyrir sig hvort slík reynsla mtrni ekki koma sér vel í starfinu sem um ræðir,“ sagði Guðjón Guð- mundsson að lokum. MM Vortilboð Hótel Vík er lítið og notalegt hótel miðsvæðis í Reykjavík. Tveggja m. herbergi: 6.900 Þriggja m. herbergi: 8.900 Fjögurra m. herbergi: 11.900 Stúdíóíbúðir: 8.000 Morgunverður er innifalinn. Flugrútafyrir hvert áætlunarflug. Hótel Vík Síðumúla 19 Sími: 588 5588 - Fax: 588 5582 www.hotelvik.is - lobby@hotelvik.is Qiálafr áilfumkaitqripir í miklii úmali SKARTGRIMR. GJAMVÖRUR ctfuflmtmdur SSl cWannah ÚRSMIVHIK Suðurgötu 65»Akrancsi * Sími 431 1458 jgjjjj Akraneskaupstaður Sumarvinna fytír 17 ára un^in^a (f.1988) Átaksvinna Akraneskaupstaðar og Yinnuskóla Akraness Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða 17 ára unglingum (f. 1988) með lögheimili á Akranesi vinnu viðVinnuskólann. Aætlað er að hefja vinnu 25. maí n.k. og unnið er 35 klst á viku. Stefnt er að vinnu a.m.k. í 4 vikur og vinnan gæti staðið yfir í 8 vikur, fer eftir fjölda umsókna. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í Arnardal og á bæjarskrifstofunni, Stillholti 16 - 18, og þar skal umsóknum skilað í síðasta lagi 20. maí. Aðeins þeir sem skila inn umsóknum fyrir tiltekinn tíma verður veitt vinna. Allar nánari upplýsingar veitir Einar Skúlason í Arnardal, Kirkjubraut 48, sími 431-2785 Augu - eyru - munnur - nef All senses ■■ ------- 1 - 1 . ....■-! Samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi vegna Vestnorden ferðakaupstefnunnar 13.-14. sept. Þátttaka kostar kr. 50.000. Innifalið er: • Upplýsingar um fyrirtækið í kynningargögnum um Vesturland. • Kynningarefni í básnum á Vestnorden ferðakaupstefnunni. • Kynningarefni á Islandsbrygge í Kaupmannahöfn. • Vinnufundur með verkefnastjóra þar sem fyrirtæki kynna m.a. sína þjónustu. Skilyrði er að vera viðurkenndur aðili í ferðaþjónustu með starfsleyfi í lagi Áhugasamir hafi samband við verkefnastjóra: Þórdísi G. Arthursdóttur í síma 895 1783 eða á netfangið tga@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.