Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2005, Side 10

Skessuhorn - 28.09.2005, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 satisamggQiaiM Fjölbreytt sögunámskeið Forstööummn Landnámsseturs og Snorrastofu, þeir Kjartan Ragnarsson og Bergur Þorgeirsson, á- samt Símenntunarmiöstöáinni á Vesturlandi skipuleggja þrjú áhugaverð námskeii í vetur um sög- una sem drýpur afhverjum steini í Borgarfirði. fróða og Landnámu. Einnig verð- ur farið inn á hvernig nota má fornleifar til að ffæðast um land- nám íslendinga. Loks er nám- skeiðið Snorri og Sturlungaöldin þar sem valdir kaflar úr Sturlungu og verkum Snorra Sturlusonar verða skoðaðir. Námskeið þessi fara fram til skiptis í Búðarkletti í Borgarnesi og í Snorrastofu í Reykholti. Nánari uppýsingar um námskeiðin er að finna í nýlega út- komnum bæklingi um símenntun á Vesturlandi og á simenntun.is. MM ■ ■JrreMhu/ rifviutar í vetur I vetur eru fýrirhuguð þrjú námskeið í sögu sem haldin verða í samstarfi Sí- menntunarmiðstöðvarinn- ar, Landnámsseturs og Snorrastofu. I fýrsta lagi er um að ræða námskeið í Eg- ilssögu sem nú er haldið í annað skipti en þátttaka í sambærilegu námskeiði var góð sl. vetur og endaði á vettvangsferð til Jórvíkur á Englandi. A námskeiðinu verður Egilssaga lesin og rædd með aðstoð sérfiræð- inga. I öðru lagi er nám- skeið sem nefnist Landnám Islands þar sem ffæðst er um landnámið með stuðn- ingi við Islendingabók Ara Þeir scm hafa áliuga á að láta birta uppáhalds uppskriffina sína geta sent hana inn ásamt Ijósmvnd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða stærri), fullu nafni, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is Veiðarfæri endurunnin Um árabil hefur fýrirtækið Plasmótun ehf, sem heimili á að Læk í Olfusi, unnið að endur- vinnslu ónýtra og úr sér genginna veiðarfæra og ffamleitt úr þeim ýmsar plastvörur. „Við endurvinn- um um 700-800 tonn á ári af veið- arfærum, bæði frá íslenska og fær- eyska flotanum," segir Hjörtur Jónsson sölustjóri hjá Plastmótun. ,AUt endurvinnanlegt efhi er notað í framleiðslu annarra vara, t.d. styrkingar í pappakassa sem notað- ir eru til útflutning á fiski og plast- staura sem notaðir eru í reiðvalla- og rafgirðingar," bætir hann við. Þessir léttu raf- og og reiðvallagirð- ingastaurar hafa reynst vel og njóta mikilla vinsælda meðal bænda og hestamanna þar sem þeir standa af sér íslenskt veðurfar með sóma og sitja vel fastir í jörðu þegar ffystir. Auk ónýtra veiðarfæra endurnýtir Plastmótun svokallaða rækjupoka frá rækjuverksmiðjum og gerir einnig úr þeim styrkingar fýrir salt- fiskkassa til útflutnings. Lækkaður kostnaður Fyrir rúmu ári hófst umhverfis- vænt samstarf HB Granda og Plast- mótun ehf. Einar Bjargmundsson, hjá skipaþjónustu HB Granda sagði í viðtali við Skessuhorn að sam- starfið hafi gengið mjög vel. Að- spurður um hagkvæmni og kostnað af þeirra hálfu stóð ekki á svörum hjá Einari. „Allur metnaður er lagður í að aldrei fari neitt af vírum né netum í sjóinn, allt er sett í geymslu í landi. Plastmótun kemur svo og tekur veiðarfærin en öllum vír er saftiað saman. Þegar safhast hafa ríflega 10 tonn af vír er hann sendur til Reykjavíkur og þá borgað eitt verð fýrir þann frágang eða um 26 þúsund krónur í hvert skipti. Aður fýrr nam kostnaður ríflega 20 milljónum króna ári fýrir ffágang og urðun hjá Gámu á Akranesi, þar sem rukkað er eftír kílóum. Því hef- ur kostnaður minnkað stórlega," bætir Einar við. BG Svipaður launa- munur allsstaðar Gunnar Páll Pálsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur segir að engin ástæða sé til að ætla annað en að svipaður launamunur sé á milli kynja á öllu landinu. Sem kunnugt er stendur félagið fýrir mikilli herferð gegn kynbundnu misrétti í launum og nýtur til þess aðstoðar þekktra stjórnmálamanna sem látið hafa mynda sig í nýjum kynhlutverkum. I launakönnun sem félagið lét gera kom í ljós að grunn- laun félagsmanna höfðu hækkað um 11% á milli áranna 2004 og 2005 og heildarlaun um 10% á sama tíma- bili. Er það nokkuð meiri hækkun en á almennt gerðist á vinnumark- aði á sama tíma og þess má geta að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,7% ffá febrúar 2004 til febrú- ar 2005. Könnunin leiðir einnig í ljós að karlar hafa 23% hærri heildarlaun en konur. Kynbundinn launamunur, það er þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs, stéttar og menntunar, er 14%. Er það óbreytt niðurstaða ffá því í síð- ustu launakönnun félagsins ffá því á síðasta ári. Því var blásið til áður- nefndrar herferðar. Sem kunnugt er nær félagssvæði félagsins til Hvalfjarðarstrandar- hrepps, Skilmannahrepps, Innri- Akranesshrepps og Akraneskaup- staðar eftír sameiningu félagsins og Verslunarmannafélags Akraness. Gunnar Páll segir könnun félagsins ekki hafa verið svæðaskipta og því sé ekki hægt að fullyrða um hvort munur sé á launamun milli einstakra svæða á starfssvæði félagsins. Hins vegar hafi verið gerðar kannanir á undanfömum áram á öðrum stöð- um á landinu sem bendi til þess að launamunur á milli kynjanna sé svipaður á landinu öllu. HJ Styriqa endurbyggingu Suðurgötu 88 Byggingarnefnd Akraness hefur á- kveðið að veita styrk úr Húsvernd- unarsjóði Akranes- kaupstaðar til end- urbyggingar Suður- götu 88 á Akranesi. A síðasta fundi nefndarinnar var stykurinn, að upp- hæð 600 þúsund krónur, afhentur Jórunni Sigtryggs- dóttur og Gísla B. * Eigendur SuSurgöta 88 áAkranesifá nústyrk að upphæö Árnasyni Við það 600 þúsund krónur til endurhyggingar hússins. tækifæri lýsti Björn Guðmundsson stakt varðveislugildi hafa af listræn- formaður nefndarinnar ánægju sinni með ffamkvæmdir við húsið. Hlutverk Húsverndunarsjóðsins er að veita styrk til endurgerðar eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum á Akranesi sem sér- um eða menningarsögulegum á- stæðum, „enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan bygg- ingarstíl húss og í samræmi við sjónarmið minjavörslu,“ eins og segir orðrétt í reglum sjóðsins. HJ Samstarf SHA og LSH aukið Um 100 manns sóttu ársfund SHA sem haldinn var sl. miðviku- dag. Við það tækifæri gerðu SHA og Landspítali háskólasjúkrahús samn- ing um áframhaldandi og aukið samstarf. A ársfundinum undirrit- uðu forsvarsmenn sömu aðila sam- starfssamning sem hefur að mark- miði að auka samstarf SHA og LSH í heilbrigðisþjónustu, kennslu og rannsóknum. Eru í honum skil- greind þau verkefhi sem samnings- aðilar ætla að leysa sameiginlega, kveðið er á um skipulag og þróun samstarfsverkefna, hvernig menn bera sig að við að víkka út og efla samstarfið og hver ber ábyrgð á til- teknum þáttum samkomulagsins. Til að stuðla að styttingu biðlista á- forma sjúkrahúsin sem dæmi að hafa samstarf á sviðum þar sem brýnt er talið að stytta biðlista. Stofnanimar vinna nú þegar saman á nokkrum sviðum og stefnt er að því að semja um aðra þætti, m.a. í krabbameins- lækningum, geðheilbrigðisþjónustu, myndgreiningarþjónustu, mein- efnafræði og kvensjúkdómum. Fyrsti samningurinn verður væntan- lega undirritaður á næstu dögum um samræmingu á sviði gæðamála og vinnuferla. Guðjón Brjánsson, ffamkvæmda- stjóri, flutti skýrslu um starfsemi SHA, fulltrúar Landspítala - há- Magnús Pe'tursson, forstjóri LSH og GuSjó? midirrita samstarjssamninginn. skólasjúkrahúss gerðu grein fýrir uppbyggingu spítalans, og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, ávarpaði ársfund- inn. Samvinna til góðs Jón Kristjánsson sagði í ávarpi sínu að löng og farsæl starfsemi stofnunarinnar væri öllum lands- mönnum þekkt og hún hafi öðlast verðskuldaðan sess í hugum fólks um land allt fyrir mikla þjónustu um langan tíma. A því sé ekkert lát eins og ffam hafi komið á ársfundinum. Jón sagði samstarfssamning SHA og LSH til mikillar eftirbreytni og hann fagnaði honum í alla staði. Harm sagði að íslenskt heilbrigðis- kerfi sé mikið að burðum og það taki Brjánsson, framkvœmdastjóri SHA eðlilega til sín mikinn hluta úr sam- eiginlegum sjóðum og því sé það eðlileg krafa að fjármunir séu nýttir til hins ýtrasta. Samvinna einstakra stofhana hljóti því að vera eitt af lyk- ilatriðum til þess. Þá sagði heil- brigðisráðherra orðrétt: „Það er komið að þeim mörkum í fjármögn- vm margra vestrænna ríkja að vart er að vænta umtalsverðrar aukningar af þjóðarkökunni, en án efa má víða leita áffam leiða til bestrar nýtingar, jafht á hinu ómetanlega og mikil- væga starfsfólki sem og byggingum og aðstöðu.“ Því telur ráðherrann áðtnnefhdan samning órækt dæmi þess að vilji sé til staðar hjá SHA til þess að nýta vel þá fjármuni er það fær til ráðstöfunar. MM/HJ Framandi fiskur í beikonsósu (Uppskrift fyrir 4-5) Þetta er skemmtileg tilbreyting og um að gera að vera ekki alltaf fastur í að steikja fiskinn í raspi eða sjóða hann. Hægt að nota annað hvort ýsu eða karfa í þenn- an rétt, og passar vel að bera hann fram með hrísgrjónum og/eða góðu brauði. • 500 gr roðlaus og heinlaus ýsu- eða karfaflök • Hveiti • Salt og pipar • Olía til steikingar • 2 bananar Sósa: • 6 beikonsneiðar • 1 laukur • 250 gr sveppir • 1-2 tsk karrý • 1/2 dl vatn • ldl rjómi • Salt ogpipar Skerið fiskinn í hæfilega bita. Setjið hveiti á disk og kryddið með salti og pipar. Veltið fiskin- um upp úr hveitinu. Steikið fisk- inn í matarolíu og setjið hann á fat. Haldið honum heitum í ofhi. Afhýðið og sneiðið banana. Brún- ið þá augnablik í matarolíu og setjið ofaná steiktan fiskinn. Sósa: Skerið beikonið í litla bita og laukinn smátt. Sneiðið sveppina. Steikið beikonið á þurri pönnu. Bætið lauknum út á pönnima og því næst sveppunum. Stráið karrýi yfir (ath að setja ekki of mikið). Hellið vatni og rjóma á pönnuna og smakkið til með salti og pipar. HÚSRAÐ Það er óþarfi að henda agúrkum um leið ogþær verða linar. Skerðu annan endann af gúrkunni og settu hana í kalt vatn (afskomi endinn á aðfara í vatnið). Þá verður hún stinn afiur eftir smá stund.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.