Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2005, Page 13

Skessuhorn - 28.09.2005, Page 13
■ IM... | MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 13 A Akranesi rfldr hvorki doði né deyfð -segir Guðmundur Páll Jónsson verðandi bæjarstjóri á Akranesi Þann 1. nóvember tekur Guð- mundur Páll Jónsson við starfi bæj- arstjóra af Gísla Gíslasyni. Guð- mundur Páll er innfæddur Skaga- maður og hefur um árabil unnið að stjórnunarstörfum í sjávarútvegi. Þrátt fyrir að hann sé ekki nýgræð- ingur í sveitarstjómarmálum mun hið nýja starf eflaust breyta miklu í hans daglega hfi. Eg nefirdi fyrst við hann að ráðningin hafi komið ein- hverjum á óvart og með því sé síst á hann hallað. Hvað varð til þess að hann ákvað að taka þetta starf að sér? „Það var einfaldlega hvatning frá fólki sem ég ber mikið traust til og hef starfað með í mörg ár m.a. í bæj- arstóm Akraness. En nú kemur þú úr stjómunar- starfi hjá stóm fyrirtæki sem starfar bæði á Akranesi og Reykjavík. Ráðn- ing þín stendur hins vegar ekki nema fram að næstu kosningum. Munt þú eiga afturkvæmt í þitt fyrra starf? „Eg hef starfað í rúm 19 ár hjá Haraldi Böðvarssyni hf. nú HB Granda. Eg hef haft mikla ánægju af starfi mínu í sjávarútveginum þótt oft hafi gefið á bátinn. Þar hef ég unnið með frábæm fólki. Það bar brátt að að ég tæki við starfi bæjar- stjóra, eins og gefur að skilja. Ég óskaði eftir leyfi ffá störfum sem starfsmannastjóri HB Granda þar til ný bæjarstjórn tæki við að loknum kostningum í vor. Forstjóri og stjómarformaður fyrirtækisins tóku vel í þessa beiðni mína.“ Leggjum til okkar hæfasta mann Má túlka ráðningu Gísla sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á þann veg að þið hafið verið óánægðir með stefhu fyrirtækisins gagnvart Akra- neshöfn og má reikna með að höfn- in hér fái aukið vægi í rekstrinum? „Við erum að leggja til okkar hæf- asta mann til þess að stjóma þessu mikilvæga fyrirtæki. Setja því stefnu til ffamtíðar er byggir m.a. á þeirri sýn sem eigendur þess hafa, það er að þjóna notendum haftianna á skil- virkan og hagkæman hátt. Asamt því að skapa besm aðstæður á hverjum tíma fyrir hafnsækna starfsemi á svæðinu. A það jafnt við Reykjavík, Grundartanga og Akranes. Vissulega hefðum við viljað sjá starfsemi Faxa- flóahafna rismeiri á fyrsta árinu. En þess ber þó að geta að eðli hafnar- starfsemi er með þeim hætti að þar gerast góðir hlutir hægt. I þessu samhengi horfir fólk ef til vill til sameiningar okkar við Orkuveim Reykjavíkur sem hafði strax mikil á- hrif hér í bænum með lækkun orku- verðs til heimila og fyrirtækja ásamt því að bærinn hefur fengið, vegna eignarhluta síns, arðgreiðslur sem nema nú hundruðum milljóna króna. Ahrifin af uppbygginu Faxa- flóahafna munu koma hægar inn í samfélagið til skamms tíma, en vega þeir mun meira þegar til lengri tíma er litið.“ Meirihlutasamstarfið hefur gengið vel Nú er Framsóknarflokkurinn með tvo menn í bæjarstóm en Samfylk- ingin þrjá. Hefði ekki verið eðli- legra að maður úr þeirra röðum tæki starfið að sér úr því að þið ákváðuð að maður úr ykkar röðum gegndi því? „Meirihlutasamstarf fulltrúa Framsóknarflokksins og fulltrúa Samfylkingarinnar, áður Akra- neshstans, hefur nú staðið í rúm sjö ár og gengið vel. Traust hefur ríkt á milh aðila og samstarfið allt byggt á jafnræði. Vissulega hefði Sveinn Kristinsson, oddviti Samfylkingar- innar getað tekið við starfinu og gert það vel, en þetta var niðurstaðan. Að sjálfsögðu mun Sveinn vinna náið með mér í þessu starfi." Nú tekur þú við starfinu úr hendi manns sem gegnt hefur því í rúm 18 ár. Verður ekki erfitt fyrir þig að ganga að hans borði ef svo má að orði komast? „Gísli Gíslason hefur verið farsæll bæjarstóri og öflugur embættismað- ur. Það fer ekki noklcur maður í sporin hans. Það er eftirsjá í drengn- um fyrir okkur sem höfum starfað með honum og ekki síst fyrir það góða fólk sem hefur verið tmdir hans stjóm. En í hinu nýja starfi sínu mun Gísh halda um mikla hagsmuni er varða okkur Akumesinga og svæðið hér norðan Hvalfjarðar og því verð- ur hann að sjálfsögðu áffam í kall- færi.“ Vissulega áherslubreyt- ingar með nýjum manni Munu bæjarbúar sjá þess einhver merki á stjórnunar- háttum og stefnu að nýr maður er tekinn við starfi bæjarstjóra? „Gísli lætur af starfi bæjarstóra þann 1. nóvember nk. og tekur við sem hafnar- stjóri Faxaflóahafna. Það er vissulega hlut- verk bæjarstóra á hverjum tíma að vinna að og fram- kvæma, með sam- starfsfólki sínu, þær samþykktir sem bæj- arstjórn ákveður. Stefnan verður sú sama í samræmi við meirihlutasamkomulagið en visslulega munu verða áherslubreyt- ingar með nýjtun manni.“ Nú er stutt til kosninga. Má túlka samkomulag flokkanna, um að bæj- arfulltrúi taki að sér starf bæjarstóra, á þann veg að flokkarnir stefni á á- ffamhaldandi samstarf að loknum kosningum? „Eins og áður sagði hefur meiri- hlutasamstarfið gengið vel. Hér á Akranesi hefur hvorki ríkt doði né deyfð eins og andstæðingar okkar spáðu fyrir um þegar að samstarfið hófst. Aftur á móti hefur ekki verið hér eins mikill vöxtur í annan eins tíma á flestum sviðum samfélagsins. Flokkarnir hafa gengið óbundnir til kosninga og sótt endumýjað umboð til bæjarbúa og ég geri fastlega ráð fyrir því að svo verði eins í vor.“ Sækist eftir áframhaldandi setu Nú hefur þú ekki gefið ennþá til kynna hvort þú gefir kost á þér til á- framhaldandi setu í bæjarstóm. Má ekki skilja ákvörðun þína nú á þann veg að þú munir áffam sækjast eftir sem í bæjarstóm? ,JÚ, ef ég fæ til þess umboð.“ Að þér persónulega. Væntanlega mun þetta starf hafa einhverjar breytingar á þínum högum. Hverj- ar heldurðu að þær verði helstar? „Það verður mikil breyting að kveðja tímabundið samstarfsfólkið úr sjávarútveginum á sama tíma og tilhlökkun er í mínum huga að vinna með starfsmönnum bæjarins í þessu nýja hlutverki." Starfinu fylgir það óneitanlega að þú verður meira í sviðsljósinu opin- berlega. Hvemig leggst það í þig og þína fjölskyldu? „Eg hef setið í bæjarstjóm Akra- ness í rúm ellefu ár og er orðinn van- ur því kastljósi. Það leggst vel í mig og mína að takast á við þetta starf og vinna bæjarbúum heilt.“ HJ Anægður með ráðn- ingu Gísla sem hafnar- stjóra Gunnar Sigurðsson oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akraness er ánægður með ráðn- ingu Gísla Gíslasonar sem hafh- arstjóra Faxaflóahafnar sf. Gunn- ar segir fáa menn þekkja betur til reksturs hafiia en Gísli og því sé hann rétti maðurinn í starfið. „Eg vona að honum takist að opna augu manna í sjávarútvegi fyrir þeim gríðarlegu möguleik- um sem fólgnir era í Akranes- höfn og starfseminni í kringum hana. Því miður hefur sjávarút- vegi hnignað hér á liðnum ámm og við því verður að bregðast meðal annars við með breyttum áherslum í rekstri Faxaflóa- hafna,“ segir Gunnar. Eins og ffam hefur komið í fféttum mun Guðmundur Páll Jónsson oddviti Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn taka við starfi bæjarstjóra þann 1. nóvember af Gísla. Gunnar segir að þegar umræða kom upp um hugsanlega ráðn- ingu Gísla í starf hafnarstjóra hafi komið upp vangaveltur um hans eftirmann. Þar sem mjög stuttur tími er eftir af kjörtíma- bilinu hafi honum þótt það veik- ur kostur að fara að setja nýjan mann til þeirra starfa. „Eg lýsti þeirri skoðtm minni við forystu- menn meirihlutans að gæti annar hvor þeirra tekið að sér starfið þessa mánuði teldi ég það betri kost og þá ráðstöfun mun ég styðja," segir Gtmnar Sigurðs- son. Hann segir að þrátt fyrir það muni bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins áffam veita meirihlut- anum kröftugt aðhald við stjóm bæjarmála eins og gert hafi verið á undanfömum árum. HJ Hagsmunir Akumesinga vel tryggðir með ráðningu Gísla -segir Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Sveinn Kristinsson hefur verið fulltrúi Akraness í stjóm Faxaflóa- hafha sf. sem í gær ákvað að ráða Gísla Gíslason bæjarstjóra í starf hafharstjóra. Sveinn hefur einnig verið forseti bæjarstjórnar og oddviti Samfylkingarinnar sem myndar meirihluta bæjarstjórnar ásamt Framsóknarflokknum. Sveinn átti því beina aðild að þeirri ákvörðun að ráða Gísla í starfa hafnarstjóra. Hann féll á að svara nokkrum spurn- ingum blaðamanns Skessuhorns um þessa ráðningu Gísla og þær breyt- ingar sem væntanlega fylgja í kjöl- farið á Akranesi. Nú hefur þú setið sem fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjóm Faxaflóa- hafna ffá því að það fyrirtæki tók við rekstri nokkurra hafna við Faxaflóa. Við stofnun fyrirtækisins var ráðinn hafharstjóri. Hvað varð þess vald- andi að þið nú ákveðið að breyta um mann í brúnni? „Fráfarandi hafnarstjóri hafði áður verið hafnarstjóri Reykjavíkur- hafnar og það þótti eðlilegt að hann héldi áfram því starfi hjá nýju fyrir- tæki, a.m.k. fyrst um sinn enda kunnugur öllum málum vegna sinna fyrri starfa. Hins vegar var ljóst að vegna aldurs kæmi fljótlega að því að því að hann léti af störfum og þegar upp kom sá möguleiki að Gísli Gíslason tæki við starfi hafnarstjóra var ákveðið að breyta þarna til.“ Öllixm hollt að breyta til Gísli Gíslason hefur tun árabil verið bæjarstjóri á Akranesi og nú er stutt í kosningar. Hvað var þess vald- andi að þið ákveðið að leita til hans? „Gísli hefur í störfum sínum bæði sem bæjarstjóri og hafharstjóri hér á svæðinu sýnt að þar fer mikill dugn- aðarforkur. Hann hefur verið bæjar- stjóri hér nærri tvo áratugi og þó að engin þreytumerki séu á honum þar er öllum hollt að breyta til. Eg var þess mjög hvetjandi að hann tæki að sér hafnarstjórastarfið, veit að hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum og vinnur einarðlega að settum markmiðum. Eg veit að hann mun vinna ötullega að því að sú ffamtíðarsýn er sett var ffam við stofnum Faxaflóahafna, m.a. að efla Akraneshöfn, verði að vemleika." Nú hefur sú málaleitan varla verið gerð án þíns samþykkis sem náins samstarfsmanns hans. Hafði ein- hvern skugga borið á ykkar samstarf eða réðu önnur sjónarmið því að þú og þinn flokkur samþykkið að hann taki þetta starf að sér? „Við Gísli emm búnir að vinna lengi saman að hagsmunamálum Akurnesinga. Allt frá því að ég fór að vinna að bæjarmálum um 1990 höf- um við unnið mjög vel saman. Mér hefur fundist mjög gott og gaman að vinna með Gísla, eins glaðbeittur, skarpur og vinnufús hann er. Eg tel það mikið happ fyrir þetta fyrirtæki, Faxaflóahafnir, að fá í forystu mann eins og hann og ég veit af reynslu minni að hagsmunir okkar Akumes- inga verða vel tryggðir með því að hann taki við þessu starfi.“ Kjósendur meta stöðuna í vor Nú ákveður meirihlutinn að einn úr hópi bæjarfúlltrúa taki að sér starf bæjarstjóra. Hvers vegna var sú leið farin í stað þess að ráða utanaðkom- andi mann? „Það er sem kunnugt er stutt til kosninga og bæjarstjórar liggja ekki á lausu. Bæjarmálin em í afar góðu lagi, hagur Akraneskaupstaðar mjög traustur og fi-amtíðin björt. Okkur er því ekkert að vanbúnaði að leysa þetta mál ffam á sumarið. Svo munu kjósendur meta stöðuna í vor og ný bæjarstjóm ráða ráðum sínum. Við í meirihlutanum kvíðum ekki þessu mati, því aldrei hefur hagur Akur- nesinga verið betri og tækifærin jafn glæsileg." Með ráðningu Guðmundar Páls verður starf bæjarstjóra pólitískara en áður. Hvaða breytingar mun það hafa í för með sér í starfi meirihlut- ans? „Nú fer í hönd kosningavetur og þá verður allt starfið pólitískara. Eg hef ekki trú á að ráðning Guðmund- ar Páls í starf bæjarstjóra verði til að herða neitt sérstaklega á því. Meiri- hlutinn mun ljúka þessu kjörtímabili og skila af sér betra búi en nokkur meirihluti hefur áður gert. Nú á næstu vikum verðum við að vinna í fjárhagsáætlun og stefhum að því að loka dæminu án þess að bæjarsjóður taki lán á næsta ári. Það verður þá þriðja árið í röð sem það gerist. Eg held að ekkert bæjarfélag af svipaðri stærð státi af því.“ Guðmundur Páll nýtur fulls stuðnings Nú er Samfylkingin með þrjá bæj- arfulltrúa en Framsóknarflokkurinn tvo. Hefði ekki verið eðlilegra að einhver úr ykkar röðum tæki við starfi bæjarstjóra úr því að sú leið var farin að gera þetta að pólitísku starfi? „Auðvitað geta verið uppi skoðan- ir um að það hefði verið eðlilegt. Við kusum hins vegar að hafa þetta svona. Guðmtmdttr Páll nýtur fulls stuðnings okkar í Samfylkingunni í þetta starf, hann er reyndur í bæjar- málum, hefúr líka langa reynslu úr rekstri fyrirtækja og gat losað sig úr starfi þessa mánuði. Það var því heppilegast að gera þetta svona og ég veit að Guðmundur mtm standa sig vel.“ Nú er stutt til sveitarstjórnarkosn- inga. Gefúr þessi niðurstaða, að einn úr ykkar hópi verði bæjarstjóri, vís- bendingar um að þið hafið áhuga á að starfa saman að loknum kosning- um í vor? „Samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins hefur verið mjög farsælt. Það hefúr í alla staði gengið vel, heiðarleiki og trúnaður hefur ríkt í samskiptum og við höf- um aldrei misst sjónar af því sameig- inlega markmiði okkar að allt sem við geram sé til þess að bæta hag og lífskjör Akurnesinga. Um það hefur starfið snúist og við höfúm náð ár- angri svo að eftir er tekið. Það væri því rökrétt að á slíku samstarfi yrði ffamhald, en um það munu kjósend- ur ráða mestu og flokkar ganga venjulega óbundnir til kosninga. Þeir sem veljast til forystu fyrir Ak- umesinga í næstu kosningum munu vinna úr þeim möguleikum sem þá bjóðast en ég hef aldrei dulið þá skoðun mína að þeir sem aðhyllist samfélagslegar áherslur og lausnir eigi að vinna saman. Eg er sann- færðtu: um að þannig sé hægt að þoka samfélaginu ffam á við til jafú- réttis og tryggja hagsmuni og vel- ferð allra þegna þess sem best.“ HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.