Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2005, Page 17

Skessuhorn - 28.09.2005, Page 17
^aunu^i i MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 17 Frá vinstri: Elín, Elis og Emelía í gceludýraversluninni Furðufuglum ogfylgifyskum á Akranesi. Ný gæludýraverslun á Akranesi Nýlega opnaði á Skólabraut 37 á Akranesi ný gæludýraverslun und- ir merkjum keðjunnar Furðufuglar og íýlgifiskar. Rekstraraðilar eru mæðgurnar Elín Jónasdóttir og Emelía Elín Fransdóttir ásamt Elis Veigar Ingibergssyni, unnusta Emelíu. Þau segja að móttökur Skagamanna hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum og fólk hafi streymt í búðina til þeirra til þess að kynna sér dýrin og vöru- valið. Verslunin býður úrval af gæludýrum, fóðri og fýlghlutum og segjast rekstraraðilarnir útvega allt sem beðið er um þó það sé ekki til í versluninni. Einnig gefst fólki kostur á að koma með hunda og ketti í klóklippingu, páfagauka í vængsnyrtingu og gæludýr til minniháttar skoðunar. Elis bætir við að í athugun sé að bjóða einnig upp á vörur fýrir hesta og hesta- menn áður en langt um líður. Það er ekki ofsögum sagt að fjöl- skyldan hafi brennandi áhuga á dýrum því gæludýrin á heimilinu eru hátt í fimmtíu talsins; fuglar, fiskar, hundar, kettir, kanínur og nagrísir. Auk þess eiga þau bæði hesta og kindur. Elis segir það hafa verið sinn draum alla tíð að opna eigin gæludýraverslun og var hann búinn að svipast um eftir hentugu húsnæði um skeið. Einnig er Emelía mikill dýravinur og hyggur hún á dýralæknanám í framtíðinni. Elín segir það hafa verið áhuga Elis og Emelíu sem kveikti þessa hugmynd og sló hún til er tækifærið kom upp í hend- urnar á þeim þegar húsnæðið á Skólabrautinni losnaði. Þá stóð þeim einnig til boða að taka við vörum verslunarinnar Furðufuglar og fýlgifiskar sem rekin var í Borg- arnesi um skeið, en þeirri verslun hefur nú verið lokað í þeirri mynd sem hún var, en fýrrum rekstrarað- ili hennar hefur farið af stað með gæludýrabíl og ferðast um landið og selur vörur tengdar gæludýrum. IA „Sundfærir eru tveir menn í sókninni“... Sýslu- og sóknalýsingar Mýra og Borgarf)arðar- sýslna komnar út Um 1840 hlutaðist Hið íslenska bókmenntafélag í Kaupmannahöfn til um gerð sýslu- og sóknalýsinga fýrir landið allt. Helsti hvatamaður verksins var Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur. Prest- um og sýslumönnum voru sendir spurningalistar er þeir skyldu svara en síðan hugðist Jónas nota efnið í Islandslýsingu sína. Aldur entist honum þó ekki til verksins. Undanfarna áratugi hafa þessar lýsingar verið gefnar út, ein af annarri, nú síðast lýsingar svæðis Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, en þær eru jafnframt síðustu lýsing- arnar sem legið höfðu óbirtar. Það eru Sögufélag og Ornefnastofhun íslands sem gefa lýsingamar út í bók er telur 338 blaðsíður. Menn- ingarsjóður, Menningarmálanefnd Borgarfjarðar og Sparisjóður Mýrasýslu styrktu útgáfu bókarinn- ar. Þær Guðrún Asa Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir, báðar sagnfræðingar, sáu um útgáfu sýslu- og sóknalýsinganna, og hafa sýni- lega vandað mjög til verka. Aflestur ffumtexta lýsinga hafa þær stöllur, sem hvor annaðist sína sýslu, aukið með ffóðlegum skýringum, til við- bótar inngangi. Tiltekið koma fjöl- margar skýringar Bjarkar þeim vel sem ffæðast vill um Borgarfjarðar- sýslu. I svömm heimildarmanna má lesa um fjölmarga þætti er snerta landaffæði svæðisins og náttúmfar, en líka jarðatal og -lýsingar, um bjargræðisvegi og búskaparlag, al- faravegi, kirkjur og krismihald, heilsufar fólks og siðferði, svo nokkuð sé nefiit. Misjafht er efrir sýslum og sóknum hversu nákvæm- ir og samviskusamir svarendur hafa verið, eins og vill jafnan verða þeg- ar treyst er á marga, og til er að lýs- ingar vanti með öllu, t.d. úr Gils- bakkasókn með annexíunni Síðu- múla. Deili era sögð á svarendum og myndir em af ýmsum þeirra sem og mörgum kirkjustaðanna. Ræki- leg skrá mannanafha og örnefna fylgir og eykur hún notagildi bók- arinnar. Freistandi er að grípa fáein dæmi úr bókinni til þess að sýna fjöl- breytileika efnis lýsinganna: - Vík [í Garðasókn], 10 hdr., töðuvöllur vanræktur, útheyskapur lítill, hagbeit að láni, áföll engin... - Með Borgarfirði ffá Rauðanesi og inn úr er veðrasamt í landsynn- ingi, sunnanátt og útsynningi, en á Aftanesmýrum í landnyrðingi... - Ein brú er og á þessum vegi hjá Fiskilæk, sérlega vönduð og vel byggð... - Búningur karla og kvenna er að JfflU-06 nNMlttMHÉUX ForsíSa bókarinnar Sýslu- og sóknalýsing- ar í Mýra- og Borgarjjaróarsýslum. mestu leyti íslendsk ullarföt, bæði ofin og prjónuð... - Til eldsneytis brúkast hér mór nema á fremstu bæjum í Hálsasveit hvar menn kynda hrísi... - Iþróttir em engar teljandi, því þótt einstöku maður hafi borið við að fara á skautum eða skíðum eður syngja á langspil, er það mjög lít- ið... - Siðferði má hér kallast allgott en það er vonandi að það, í hvörju því er ábótavant, lagfærist... Lýsingarnar gefa þannig góða hugmynd um mannlíf, kjör og um- hverfi í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslum fyrir einni og hálfri öld, og era hinar fróðlegustu. Má óhikað mæla með þessari bók í ágætri rit- stjórn þeirrar Guðrúnar Asu og Bjarkar við hvern þann sem hefur áhuga á að vita meira um héraðið og nokkrar þeirra róta sem nútími þess er sprottinn af. Bjami Guðmundsson 41 Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni Uppskriftir og prjónar Handprjónasamband íslands Skólavörðustíg 19 • sími 552 1890 www.handknit.is r r Höfum opnað nýja verslun d Skólahraut 37 Akranesi Úrval af gœludýrum, gœðafóðri og fylgihlutum fyrir gœludýr. Opnuartími Virka daga: 13:00-18:30 Laugardaga: 12:00-16:00 Verid velkomin FURÐUFUGLAR OG FYLGIFISKAR s Skólabraut 3 7, Akranesi sími: 431-3018/895-8099 V_____________________________J

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.