Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2005, Page 18

Skessuhorn - 28.09.2005, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 aáit99unuu: Umhverfisviðurkemiingar Akraneskaupstaðar aflientar Umhverfisviðurkenningar Akra- neskaupstaðar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Kirkjuhvoli í síðustu viku. Það var Magnús Guðmundsson formaður skipu- lags- og umhverfisnefndar bæjar- ins sem tilkynnti hvaða húseignir hefðu hlotið verðlaunin og afhenti þau. Einbýlishúsið að Jörundar- holti 160 hlaut verðlaunin í flokki sérbýlis, Tindaflöt 1, 3 og 5 hlaut verðlaunin í flokki fjölbýlis og Dvalarheimilið Höfði hlaut verð- launin í flokki fýrirtækja og stofn- ana. Aðstandendur nokkurra þeirra eigna sem hlutu verðlaunin tóku til máls á athöfninni og þökkuðu bæjarfélaginu það framtak að verð- launa með þessum hætti þá sem sköruðu fram úr í umhverfismál- Fyrir hönd Dvalarheimilisins Höfða veittu viSurkenningu mót- tökuþau Guöjón GuSmudsson framkvcemdastjóri og SigríSur Gróa Kristjánsdóttir formaSur stjómar. Hér eru þau ásamt Magnúsi GuSmundssyni formanni skipulags- og umhverfis- nefndar. Þau veittu viSurkenningu móttökuf.h. íbúa í fjólbýlishúsinu á Tindaflót 1, 3 og 5. J'örundarholt 160 hlaut viSurkenningu íflokki sérbýlis. Þar búa þau Ingimar Magnús- son og Brynja Helgadóttir ásamt bömum sínum. um. I máli Guðjóns Guðmunds- sonar ffamkvæmdastjóra Dvalar- heimilisins höfða kom ffam að að- eins nokkrir áratugir væru liðnir síðan almenn- ingur hefði sannfærst um að á Akranesi væri hægt að rækta trjágróður. Síðan hefði orðið mikil bylting í um- hverfismálum sem rík ástæða væri til að fagna og því væri ffamtak bæjarstjórnar fagnaðarefni. HJ Faxaflóadrottningin Faxaflóinn breiðir úr sér mót vestri fagnandi ferða- löngum opnum örmum, hvort heldur eru í skipum sem sigla eða flugvélum sem fljúga yfir. I myrkri og slæmu skyggni vísa vitar veginn en ó- væntir atburðir geta gripið inn í ferðalagið og valdið háska og sorg. Fram í sjóinn skaga eyjaklasar með grænlit- ar hettur og sker líkust selum og kópum á sundi. Þar dvelja fjölskrúðugir fuglar í klettaborgum og sveima á listflugi í hópum yfir paradísina. Mitt í ffiðsældinni skagar Knarrarnes upp úr hafinu nánast tilbúið til flugs. Dulúð hvílir yfir staðnum sem tekur á móti góðum gestum og kveður þá jafnan á flóði. Meðan fjaran er við völd og þanglyktin fyllir vitin sog- ar aðkomufólkið í sig kraftinn sem umhverfið býr yfir. Það gengur stundum á vit ævintýra með hrekkjóttum álfum er verða á vegi þess. A eynni býr drottning flóans í sloti sínu sem vakir og sefur yfir svæðinu. Hún fylgist vel með gangi himinmngla og hræringum umheimsins. Fátt er henni óvið- komandi og virðist hún nánast vera í stjórnmálasambandi við al- mættið. Margir leita á fund henn- ar og þiggja holl ráð enda greiðir hún úr lífsflækjum sumra með skarpskyggni sinni. Konan sú hef- ur staðið af sér stórsjóa og sunn- anrok er leikandi létt rúllar grjót- hnullungum á land. Sjórinn ræður lífi hennar og háttum - þau dansa saman í takt við náttúruna út í ei- lífðina. Þessi litla frásögn, eða vinjetta, er úr 4. bindi Vinjetta eftir Armann Reynisson. Franska oráið „vignette“ er dregið af orðinu „vigne“ og var upphaflega notað um blöð og vafn- inga vínviðarins. Stðar breyttist merking orðsins og varfarið að nota það um nákvæmar myndir, en fékk að síðustu almennari merkingu, þ.e. persónulýsing eða lifandi og litrík lýsing. Fimmta bindi Vinjetta er nú komið út en þar heldur Armann Reynisson áfram að kynna líftð eins og það kemur fyrir sjónir dags dag- lega í vtðasta skilningi. Vinjettumar hafa náð fótfestu á Islandi sem til- valdar frásagnir til thugunar og upplesturs við flest tækifæri. vsuuUMnai Veðrið er eins og ástir kvenna - aldrei hægt að stóla á það .Það er fyrst til að taka að það var á mis- skilningi byggt hjá mér í síð- asta þætti að Arni Johnsen hefði verið veislustjóri á nýafstöðnu hagyrðingamóti og eru allir hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar á þeim mis- tökum mínum. Hvað um það, einhvemtíman hef ég víst gert stærri mistök en þessi og get því sagt eins og Stefán frá Móskógum: Þrautir ýmsar þjaka mér, þó ég kvarti eigi. Þaö hefur veriö þar og hér þröskuidur á vegi. Stefán orti líka eitthvert sinn í hryssings- veðri: Ekki er Guöi um aö kerma þó andi kait á mörgum staö Veöriö eins og ástir kvenna - aldrei hcegt aö stóla á þaö. Um Kjartan Sveinsson, þann sem auknefndur var svartaskáld og var þekktur að því að nota ekki eintómt biblíuorðfæri í vísum sínu kvað Ludvig Kemp: Aö ýmsu Kjartan vaskur vann. völd og skartiö smáöi. Öruggt hjarta átti hann. aldrei kvarta náöi. Eg hygg að það hafi verið sá hinn sami Kjartan sem var grunaður um misjafnt athæfi svo sýslumaður sá ástæðu til að gera hjá hon- um húsleit og var hún ffamkvæmd þegar Kjartan var ekki heima, hvort sem það var nú viljaverk eða tilviljun ein. Ekkert fannst enda maðurinn saklaus en vissulega sámuðu Kjart- ani þessar aðfarir og komst þá eftirfarandi vísa á loft: Miklu stela megum vér, morös og veifa tóli, Innbrotsþjóf því eigum vér einn á valdastóli. Þó lausafjárstaðan sé knöpp eins og lengi hefur viljað við brenna hjá meirihluta Islend- inga er þó alltaf heldur til bóta að reyna að bera sig vel. Eyjólfur í Sólheimum gaf þessa lýsingu á æviferlinum: Auös mér léöist aldrei pund illa féö í skuldir hrekkur. Samt gekk vel aö lífga lund lifir á meöan ekki sekkur. Eftir húsbmna í Sólheimum kvað Eyjólfur: Ennþá finn ég fyrir því, fjandi er kalt af pólnum. Bœrinn minn er brunninn í brekkunni suör'af hólnum. Magnús Finnsson í Stapaseli var örfátækur allt sitt líf eins og fleiri á þeim áram og efúr hann er þessi hugleiðing: Markalínan mér er duld, minn ég þramma veginn. Verst er ef þeir skildu skuld skrifa hinumegin. Einara Andrea Jónsdóttir ffá Kirkjubæ í Austur Húnavatnssýslu leit einnig yfir farinn veg með þessum hætti: Góö er þeim, sem gœta sín gleöi á lífsins vori. Fariö þiö í förin mín - finniö blóö í spori. Ludvig Kemp gaf þessa sjálfslýsingu og er mér ekki grunlaust um að viss atriði í henni eigi við nokkur rök að styðjast: Yrki ég stundum erfiljóö, aldrei blundar hugur. Út um grundir elti fljóö eins og hundur flugur. Einhvemtíma var heitið verðlaunum fyrir besta botninn við efdrfarandi fyrripart og mun Kemp hafa verið í dómnefhd eða jafnvel formaður hennar: Ævintýra og ástarþrá enginn frá mér tekur. Allmargir botnar bámst en nokkuð mis- jafnir að gæðum eins og gengur. Nokkm síð- ar kemur Ludvig Kemp að Þverá í Norðurár- dal í A -Hún og hittir þar Rakel Bessadóttur húsffeyju sem var ágædega hagmælt og segir eitthvað á þá leið að hann hafi eiginlega búist við botni ffá henni. Rakel svaraði þá „Það hefði kannske mátt hafa hann svona.“ En illt er aö vera alltaf hjá eiginkonu sekur. Einhverra hluta vegna vildi Kemp ekki ræða þetta mál ffekar. Bjami ffá Gröf sagði einhverntíman þegar rætt var um fýndni og fleira í þeim dúr: Ég er oftast ekkert fyndinn œtli ég mér aö vera þaö Þó ekki í mig vanti vindinn - vitiö er bara takmarkaö. Benjamín Sigvaldason ffá Gilhaga í Oxar- firði varm fýrir allmörgum árum í sláturhús- inu í Búðardal. Einn morgunn heyrðist hann raula fýrir munni sér: Ég er enn viö óö aö fást í oröasennu glaöur. Á glóöum brenn afgirnd og ást gamall kvennamaöur. Eftír Benjamín er og þessi ágæta vísa sem ég held að ég fari rétt með að hann hafi skrif- að affan á ljóðabók sem hann gaf út: Mér til gamans yrki óö, aura og vina snauöur. En þaö kann enginn þessi Ijóö þegar ég er dauöur. Annar Þingeyingur, Jónas Friðmundsson vörubifreiðarstjóri orti þessa afhendingu um sín væntanlegu endalok og notaði að sjálf- sögðu þá samlíkingu er honum var töm úr sínu starfi: Fáum mun þykja mikiö til um.missinn á mér - þegar drottinn tekur af mér svissinn. Dýrólína Jónsdóttir á Fagranesi á Reykja- strönd stakk efrirfarandi vísu að rosknum manni ógiftum og ffekar geðstirðum: Gvendi tcerist tryggöin smá, treginn grcer ísinni. Engin mcer vill ástir Ijá úfnu gæruskinni. Annað sinn vildi svo til að stúlka með mik- ið og fallegt hár gekk svo nærri karlmanni að hún festi hár sitt á tölu í treyjubarmi hans og gat ekki losað sig hjálparlaust. Kvað þá Dýrólína: Ástar kyndist blíÖubál, beiskum hrindir trega, þá menn binda sál viö sál svona myndarlega. Gísli Ólafsson ffá Eiríksstöðum hefur vafa- laust ekki farið varhluta af kynnum við þann slynga bogmann Amor ffekar en aðrir dauð- legir menn og væri ekki ótilhlýðilegt að ljúka þessum þætti með tveim vísum eftír hann en ekki veit ég hvað mikil alvara liggur þar að baki: Oft hjá sprundum uni ég mér, armi bundinn Ijósum. En þar hef ég fundiö - því er ver - þyrna undir rósum. Vel þér hœfir vœna mey, vera gæf á kveldin. Niöur kœfa kanntu ei kærleikshrævareldinn. Meö þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstööum, 320 Reykholt S435 1367 og 849 2715 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.